Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiðslunni er
83033
JtttfrjjttnMafoifo
SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982
Hreindýrin
vel haldin eft-
ir veturinn
Hreindýr hafa sótt í stórum hópum niður í byggð á Austurlandi síðustu vikur,
en dýrin eru af kunnugum sögð i góðum holdum miðað við árstíma og óvenju
spok. í síðustu viku voru tveir 30—40 dýra hópar skammt ofan við Eskifjörð
og á milli Keyðarfjarðar og Eskifjarðar, og vitað er um enn stærri hópa í
nágrenninu. Myndina hér að ofan tók Fríða Proppé, blaðamaður Mbl., sl.
þriðjudag rétt fyrir ofan Eskifjarðarbæ, en þar voru um 40 dýr í rólegheitum
að krafsa eftir æti, og létu aðkomumenn lítið trufla sig i lífsbaráttunni.
Suðurlandið tryggt á
12 milljónir kr. - nýtt
skip keypt i staðinn
FLUTNINGASKIPIÐ Suðurland, sem fórst norðan við Færeyjar
á fimmtudag, var tryggt fyrir 1,2 milljónir dollara hjá Sjóvá, eða
sem nemur rösklega 12 milljónum íslenzkra króna. Eigendur
Suðurlands, Nesskip hf., hyggjast kaupa nýtt skip i stað Suður-
lands og að sögn Guðmundar Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra,
verður byrjað að svipast um eftir skipi í stað Suðurlands um
helgina. Sjópróf fara fram í Reykjavík í byrjun vikunnar.
Suðurland var elzta flutn-
ingaskipið í íslenzka farskipa-
flotanum, byggt í Finnlandi árið
1964. Nesskip gerir nú út eitt skip,
Vesturland, en dótturfyrirtæki
þess gerir út þrjú skip. Þau eru
Isnes, Selnes og Akranes, en síð-
astnefnda skipið er stærsta skipið
í íslenzka flotanum, 7500 lestir að
stærð. Það skip keypti ísskip fyrir
tæpu ári. Akranes hefur verið í
flutningum erlendis síðan og hef-
ur ekki komið hingað til lands.
Síðastliðin átta ár var Suður-
land í saltfisk- og saltflutningum
og þótti mjög gott og traust skip.
Skipið var nýkomið frá Grikklandi
og átti síðan að fara með saltfisk
til Portúgal. Þar sem saltfisk-
farmurinn var ekki tilbúinn til út-
flutnings var ákveðið að nýta tím-
ann til að ná í 1400 tonn af salti til
Færeyja. Saltið átti að fara til
átta hafna norðaustanlands, á
Vestfjörðum og suðvestanlands.
SÍF selur 270(Konn
af saltfiski til Ítalíu
SÖLUSAMBAND ísl. fiskframleiðenda hefur nýverið gengið frá
sölu á 2.500—2.700 tonnum af saltfiski til Ítalíu, en undanfarið
hefur gengið erfiðlega að selja saltfisk til Ítalíu og svo var einnig nú,
að sögn framkvæmdastjóranna, Friðriks Páissonar og Valgarðs J.
Ólafssonar.
Starfsmenn fjölskyldudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur:
Hætta að ávísa greiðsl-
um til „skjólstæðinga“
Allmikil breyting varð á kaup-
endahópi SÍF nú, þar sem sumir
kaupendur, sem verið hafa dyggir
viðskiptamenn SIF undanfarin ár,
treystu sér ekki til að taka þátt í
kaupum að þessu sinni. Verðið
sem fékkst á Italíu að þessu sinni
er tæplega 4% lægra í Banda-
ríkjadölum en sá samningur, sem
gerður var við þá á síðasta ári.
Afskipanir verða 800 tonn í apr-
íl og maí næstkomandi og 1000
tonn í september og 900 tonn í
nóvember. Að sögn þeirra Friðriks
og Valgarðs, þá má ætla, að ítalski
markaðurinn geti tekið við þessu
magni auðveldlega og ef til vill
bætt við síðar á árinu, en stöðug
lækkun þeirra Evrópu-gjaldmiðla,
sem skiptu okkur mestu, ylli
okkur erfiðleikum í verðsamning-
um.
- verði fjárhagsvandinn ekki leystur fyrir 2. apríl nk.
Skreiðarsamlagið vill sendi-
herra með aðsetri í Nígeríu
„NÉ IINA starfsmcnn þessu ástandi
ekki lengur og hafa því ákveðið að
verði ekki komin varanleg lausn á
fjárhagsvanda FK (Félagsmálastofn-
unar Keykjavíkurborgar) fyrir 2. apr-
íl nk. hætti þeir að gera upp á milli
viðurkenndra þarfa fólks og ávísa
ekki greiðslum til skjólstæðinga."
Þannig er komist að orði í yfirlýs-
ingu, sem samþykkt var gegn 1 at-
kvæði á fundi starfsmanna fjöl-
skyldudeildar Félagsmálastofnunar
Reyðarfjörður:
Fasteign-
ir hækka
EkTIR að umræður byrjuðu fyrir al-
vöru um byggingu kísilmálmverk-
smiðju á Reyðarfirði, hefur fast-
eignaverð þar farið hækkandi og þá
sérstaklega nú eftir áramótin.
Gréta Friðriksdóttir fréttaritari
Morgunblaðsins á Reyðarfirði
sagði í gær, að fasteignamat hefði
hækkað þar um 50% á siðastliðnu
ári, en tekið væri eftir því nú, að
verð á íbúðum og húsum hefði
hækkað töluvert meira en sem
nemur þessu á síðustu mánuðum
og alveg sérstaklega eftir að farið
var að ræða um byggingu kísil-
málmverksmiðjunnar í firðinum.
Reykjavíkurborgar mánudaginn 22.
mars sl. Tilefni yfirlýsingarinnar er
það, að undanfarna mánuði hefur
ekki verið hægt að greiða út þá fjár-
hagsaðstoð, „sem samþykkt hefur
verið skjólstæðingum stofnunarinnar
til handa“, eins og starfsmennirnir
orða það.
Yfirlýsingin var send félags-
málaráði Reykjavíkurborgar, sem
hefur hana nú til meðferðar, en
Sveinn H. Ragnarsson, forstöðu-
maður Félagsmálastofnunar, hef-
ur samið greinargerð um fjár-
hagsstöðu stofnunarinnar, sem
lögð var fram í félagsmálaráði
fimmtudaginn 25. mars. Þar kem-
ur fram, að hækkun á fjárveiting-
um til Félagsmálastofnunar milli
áranna 1981 og 1982 sé 68,7% mið-
að við fjárhagsáætlun en 45,5% sé
miðað við raunveruleg útgjöld.
Á árinu 1981 voru þeir, sem
fengu framfærslufé frá Félags-
málastofnun á tímabilinu 6. janú-
ar til 17. mars alls 170 en á sama
tíma í ár hafa 206 fengið þaðan
framfærslufé. Er talið, að fjölgun-
ina megi að nokkru rekja til róðra-
stöðvunar og uppsagna í frystihús-
um. Á þessu tímabili hefur þeim
hlutfallslega fækkað, sem hljóta
lán hjá stofnuninni, en hins vegar
er lánsupphæö mun hærri nú en í
fyrra — hafa einstök lán hækkað
að meðaltali um 111%. Ræður þar
mestu, að hámarksupphæð til
fyrirframgreiðslu húsaleigu var á
tímabilinu hækkuð úr 8000 krón-
um í 18000 krónur. „Þessari þróun
hefur ráðið þröngur húsnæðis-
markaður fyrir leiguhúsnæði,"
segir í greinargerð félagsmála-
stjóra.
Eins og fyrr sagði er þetta mál
nú til meðferðar hjá félagsmála-
ráði og ekki vitað, hvaða ákvarðan-
ir verða þar teknar. Hitt er ljóst,
að frá og með föstudeginum 2. apr-
íl munu starfsmenn fjölskyldu-
deildar Félagsmálastofnunar
hætta að ávísa „greiðslum til
skjólstæðinga" verði ekki komin
„varanleg lausn“ á fjárhagsvanda
Félagsmálastofnunar, eins og segir
í yfirlýsingu starfsmannanna.
Á AÐALFUNDI Iönaóarbanka íslands
hf. í gær var frá því skýrt, aö Valur
Valsson framkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra iðnrekenda hafi verið ráðinn
bankastjóri við Iðnaðarbankann í stað
l’éturs Sæmundsen, sem lést i febrúar
sl. í frétt frá Iðnaðarbankanum segir
að hann taki við starfi í septembermán-
uði nk. og jafnframt var frá því greint
að Kagnari Ötiundarsyni aðstoðar-
bankastjóra hafi verið falið að gegna
starfi bankastjóra til sama tíma, en
hann hefur gegnt bankastjórastörfum
um skeið, ásamt Braga Hannessyni
bankastjóra.
Valur Valsson er fæddur í Reykja-
vík 11. febrúar 1944, sonur hjónanna
Á AÐALFUNDI Samlags skreiðar-
framleiðenda, sem haldinn var fyrr í
þessum mánuði, var samþykkt álykt-
un þar sem skorað er á ríkisstjórnina
að koma á nánara stjórnmálasam-
bandi við Nígeríu með þvi að skipa
sérstakan sendiherra íslands gagn-
vart Afríkurikjum með aðsetri í Nig-
eríu.
Á síðasta ári var Nígería þriðja í
röðinni yfir kaupendur afurða frá
Laufeyjar Árnadóttur og Vals Gísla-
sonar leikara. Valur lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík vorið 1964 og kandi-
datsprófi frá viðskiptadeild Háskóla
íslands í janúar'1970. Hann hóf störf
hjá Iðnaðarbankanum í maí 1970.
Var verkefni hans þar í fyrstu stofn-
un hagdeildar í bankanum, en for-
stöðumaður hennar var Valur í 5 ár.
Hann var ráðinn aðstoðarbanka-
stjóri á árinu 1975. Gegndi hann því
starfi til ársins 1979, er hann lét af
störfum hjá Iðnaðarbankanum til að
taka við starfi framkvæmdastjóra
Félags ístenskra iðnrekenda." Eigin-
kona Vals er Guðrún Sigurjónsdóttir
og eiga þau einn son.
íslandi, á eftir Bandaríkjunum og
Bretlandi. Varðandi innflutning
hingað til lands frá Nígeríu hefur
nánast ekki verið um neitt slíkt að
ræða. Áður en fréttir bárust frá
Nígeríu um að stjórnvöld hefðu
ákveðið að taka fyrir innflutning,
var áætlað, að fjórðungur þorsk-
afla íslendinga færi í skreiðarverk-
un.
Valur ValsHon
Valur Valsson banka-
stjóri Iðnaðarbankans