Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982
llndirbúinn veggurinn þar sem altaristaflan úr mosaik á að koma. Gn mosaik-
myndgerð er gömul listgrein í Evrópu.
Altarístafla
úr mosaik
eftir Asgrún
Kirkjur á íslandi eru misjafn-
lega vel búnar myndverkum,
þótt þar sé margan fagran
grip að finna. Nú virðist mjög vaxandi
áhugi á því að búa kirkjur steindum
gluggum, mosaikmyndum og öðrum
listmunum eftir listamenn okkar. Um
þessar mundir er hér staddur með
menn sína Fritz Oidtmann, annar eig-
andi hins virta listaverkaverkstæðis
með sama nafni í Þýzkalandi, en Oidt-
mannsbræður hafa á undanförnum
áratugum unnið slík listaverk fyrir ís-
lenzkar kirkjur, svo sem mosaikmynd
Nínu og steinda glugga Gerðar í Skál-
holtskirkju og mosaikmynd Gerðar á
Tollstöðinni, svo eitthvað sé nefnt.
í þetta sinn er Fritz Oidtmann kom-
inn með menn sína til að koma fyrir í
Grindavíkurkirkju stórri mosaik-
mynd, sem þeir hafa unnið eftir hinni
gömlu altaristöflu Ásgríms Jónsson-
ar, listmálara. Að því loknu munu þeir
halda austur í Þykkvabæ til að koma
fyrir í kirkjunni 7 steindum gluggum
eftir Benedikt Gunnarsson, listmál-
ara, en þeir eru á leið til landsins.
Einnig koma þá með hlutar úr glugg-
um eftir Gerði til viðgerða á 5 steind-
um gluggum í Skálholti, sem urðu
fyrir skemmdum fyrir nokkrum árum.
í sendingunni eru líka nokkrir steind-
ir gluggar eftir Höllu Haraldsdóttur,
listmálara, sem hún vann í Linnich.
Einn af steindu
gluggunum, sera
llalla Harakis-
dóttir vann ný-
lega á verksbeði
Oidtmanns í
ÞýzkalandL
í Grindavik er ný kirkja, með
safnaðarheimili sem Ragnar
Emilsson arkitekt hefur teiknað
og ætlunin er að vígja næsta
haust.
I gömlu kirkjunni var alt-
aristaflan olíumálverk eftir Ás-
grím Jónsson, sem sóknarbörnun-
um þótti mjög vænt um. Heitir
myndin „Jesús lægir öldurnar" og
á eðlilega mjög vel við í þessu
sjávarplássi. En myndin var of lít-
il fyrir altaristöflu í nýju kirkj-
una, aðeins einn fermetri, og því
var tekið það ráð að láta vinna hjá
Oidtmanns í Linnich stóra
mosaikmynd eftir henni. Hún er
18Vfe fermetri. Voru Þóðverjar að
vinna að henni í vikunni — á gólf-
inu þegar myndirnar voru teknar
— og bjuggust við að ljúka því um
helgina.
Kirkjugluggar
Benedikts í Þykkvabæ
Kirkjan í Þykkvabænum var
vígð fyrir nokkrum árum. Hún er
einnig teiknuð af Ragnari Emils-
syni, arkitekt. Hefur Kvenfélagið
á staðnum nú gengizt fyrir því að
fá steinda kirkjuglugga á norður-
vegg. Var Benedikt Gunnarsson,
listmálari, fenginn til að gera þar
7 glugga, sem framleiddir eru í
Þýzkalandi. Hefur hver gluggi
ákveðið viðfangsefni.
Sá fyrsti er úr upphafi Biblí-
unnar, úr Mósebók, þar sem segir:
Verði ljós! Eru gluggarnir á leið-
inni til landsins með skipi og
verða settir í nú í næstu viku.
Benedikt, sem hefur unnið steind
listaverk í glugga víðar, m.a. í
Keflavíkurkirkju, hefur í hyggju
að efna til sýningar á slíkum verk-
um sínum, og jafnvel að stækka
nýju gluggana í Þykkvabæjar-
kirkju fyrir þá sýningu.
Ýmsir íslenzkir listamenn hafa
á undanförnum áratugum fengið
verk sín unnin í verkstæðinu í
Linnich. Nú síðast hefur tvisvar
sinnum dvalið þar Halla Har-
aldsdóttir, listmálari, og unnið
þar við gerð steindra glugga. í
fyrra sinnið var hún aðallega að
kynna sér og læra þessa gömlu
listgrein, að gera kirkjuglugga í
blý. En í seinna "Skiptið vann hún
þar með starfsfólki að 11 steind-
um gluggum sínum, sem sumir
seldust strax í Þýzkalandi. Og hún
á tvær myndir í nýútkominni
listaverkabók þar. Hún hefur gert
tillögur að 7 gluggum í Njarðvík-
urkirkju, en ekki er þó búið að
ÞAÐ HEFUR ÖRUGGLEGA EKKIFARIÐ FRAMHJÁ NEINUM SEM ÆTU
AÐEINS ÞAÐ BESTA - ÍBÚÐAGISTING Á SJÁLFRI MAGALUF-STRÖNDINN
ÚRVALS-ferðir eru oft á tíðum uppseldar fram í tímann, er því viðskip
vinum ráðlagt að panta eins snemma og mögulegt er, þannig að trygg
að þeir geti ferðast þegar þeim hentarog notið bestu gistingar sem völ <