Morgunblaðið - 21.04.1982, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982
31
Tvöföldun laxveiða
draumur eða veruleiki?
— eftir Einar
Hannesson
Laxveiðimenn og aðrir áhuga-
menn um laxveiðimál hafa haft
verulegar áhyggjur undanfarin
misseri af ástandi laxastofnsins
og framtíð hans. Ástæður þessa
eru vafalaust flestum kunnar, þ.e.
minni laxagðngur í árnar sl. tvö ár
og úthafsveiðar á laxi.
Þrátt fyrir þá lægð í laxveiði
hér á landi þessi tvö ár, hvað
fjölda laxa snertir, er góð og gild
ástæða til bjartsýni um framtíð
íslenska laxastofnsins. Þar kemur
sérstaklega tvennt til; annars veg-
ar stóraukið fiskeldi og vaxandi
fiskirækt í ám og vötnum, og hins
vegar takmörkun veiða á laxi í sjó
frá því sem verið hefur síðustu ár-
in. Greinarhöfundi kæmi það ekki
á óvart þó að laxveiði hérlendis
tvöfaldaðist í næstu framtíð frá
því sem nú er. Hér á eftir verður
leitast við að skjóta stoðum undir
þessa spá um þróun laxveiðinnar
til loka þessa áratugs.
Fyrsti alþjódlegi
samningurinn
Fyrir nokkru gerðist sá mikil-
vægi atburður í sögu laxveiðimála,
að samþykktur var í Reykjavík al-
þjóðlegur samningur um verndun
lax í Norður-Atlantshafi. Þetta
mun vera í fyrsta skipti sem að
alþjóðlegur samningur er undir-
ritaður hér á landi. Fer vel á því
að það skuli vera á því sviði, sem
Islendingar þykja öðrum þjóðum
fremur hafa sýnt góða fyrirmynd
um meðferð og stjórnun þeirrar
auðlindar sem laxinn er, enda
mun það hafa haft sitt að segja
um vilja aðila um fundarstaðinn.
Laxverndarsamningurinn felur
í sér stöðvun frekari útfærslu
veiðiskapar á laxi í úthafinu, frá
því sem nú er, og grundvöll til
ráðstafana til verndunar og við-
halds laxins. Alþjóðleg stofnun
hefur verið sett á laggirnar í þessu
skyni og mun hún m.a. sinna
rannsóknum og gagnasöfnun, er
væntanlega mun leiða til þess að
hver þjóð fái sem mest yfirráð
síns laxastofns í framtíðinni.
Laxveiðikvóti
vid Vestur-
Grænland
í sambandi við úthafsveiðar á
laxi er þess að geta, að á sínum
tíma tókst að setja verulegar
skorður (leiddi til 50% minni afla)
á veiðimagnið við Vestur-Græn-
land, frá því sem það hafði verið
um árabil. Þá hafa Færeyingar
þegar lofað að minnka nokkuð lax-
veiðarnar næstu vertíðir. Er það
gert fyrir þrýsting frá Efnahags-
bandalaginu, sem áreiðanlega
mun ekki láta þar við sitja heldur
þoka málum til enn betri vegar
fyrir þær þjóðir, sem eiga hrygn-
ingar- og uppeldisstöðvar laxins í
ám og vötnum í heimalöndum lax-
ins, eins og sagt er.
Einar Hannesson
„Ljóst ætti aö vera af
því sem hér hefur verið
skýrt frá, að skilyröi eru
til þess aö spáin um tvö-
föidun laxveiði fyrir lok
þessa áratugar sé raun-
hæf, ef við hagnýtum þá
möguleika sem felast í
ársvæöum ofan ófisk-
gengra hindrana, stöðu-
vötnum og hafbeitaraö-
stöðu hér á landi.“
Gróska í fiskeldi
Mikil gróska hefur átt sér stað í
fiskeldi á laxi hér á landi síðustu
misseri. Nánast má segja að bylt-
ing hafi orðið, svo ör hefur þróun-
in verið. Þrjár velbúnar eldis-
stöðvar hafa risið og hafið starf.
Þetta eru stöð--Pólarlax hf. í
Straumsvík, laxeldisstöðin að Hól-
um í Hjaltadal í eigu Hólalax hf.
og stöð Fiskeldis hf. á Húsavík.
Eru fiskeldis- og hafbeitarstöðv-
arnar því orðnar 16 talsins.
Hafbeitar-
tilraunir
Tilraunir með hafbeit á laxi
hafa verið framkvæmdar á nokkr-
um stöðum síðustu ár sem Fram-
kvæmdastofnun hefur veitt fé til,
með stuðningi Norðurlandaráðs.
Tilraunir þessar hafa verið í Lár-
ósi á Snæfellsnesi, Botni í Súg-
andafirði, Fossá í Skagafirði og
Berufirði á Austurlandi auk
Kollafjarðarstöðvarinnar sem
hefur verið notuð sem samanburð-
arstöð fyrir þessar tilraunir. í
Kollafirði hefur sem kunnugt er,
verið unnið að hafbeit á laxi allt
frá fyrstu árum sjöunda áratugar-
ins.
Víötæk könnun
ársvæða
Undanfarin ár hefur á vegum
Veiðimálastofnunar verið unnið
að könnun ársvæða ofan ófisk-
gengra fossa um land allt. Komið
hefur í ljós að stórkostlegir mögu-
leikar eru í þessum uppeldissvæð-
um til laxaaukningar í ánum.
Teitur Arnlaugsson, fiskifræðing-
ur hjá Veiðimálastofnun, sem
unnið hefur að þessari könnun,
telur aðspurður að framleiðslu-
geta ársvæðanna (sem þegar hafa
verið könnuð) gæti svarað til 50
þúsund laxa úr sjó.
Athyglisverð
framkvæmd í
S-Þingeyjarsýslu
I sambandi við nýtingu svæða
ofan hindrana í ánum hafa stöðu-
vötn einnig verið á dagskrá, hvað
laxaframleiðslu þar varðar.
Hvorttveggja hefur reyndar verið
gert, sleppt seiðum á slík svæði þó
að í smáum stíl hafi verið, miðað
við hve möguleikar eru miklir á
þessu sviði, sem fyrr greinir. Að
vísu hefur myndarlega verið að
verki staðið í vissum tilvikum. Má
segja að með tilkomu vaxandi
fiskeldis, hafi aðstaða til þess að
gera verulegt átak í þessum efnum
batnað geysimikið. Nefna má góða
framkvæmd sem verið er að gera í
Suður-Þingeyjarsýslu á vegum
Búnaðarsambandsins með stuðn-
ingi Framleiðnisjóðs landbúnað-
arins. Sleppt hefur verið verulegu
magni laxaseiða í ár og stöðuvötn
á svæðinu í þeim tilgangi að stór-
auka laxagengd í viðkomandi
vatnasvæði. Þá má einnig nefna
að sumarið 1981 var sett í ár og
stöðuvötn á Norðurlandi vestra
um '/■> milljón sumaralinna laxa-
seiða, fyrst og fremst á svæði ofan
ófiskgengra fossa. Mestur hluti
þessa seiðamagns var frá Hóla-
laxi.
Þjórsárævintýrid
Þá skal getið um tilraunir sem
gerðar voru fyrir tæplega 10 árum
á Þjórsársvæðinu með að sleppa
verulegu magni smáseiða og
stærri seiða m.a. á ófiskgeng
svæði í Þjórsárdal. Sleppingar
þessar gáfu glæsilega svörun á
sinum tíma þegar laxveiði í Þjórsá
jókst um 6—7 þúsund laxa.
Ljóst ætti að vera af því sem
hér hefur verið skýrt frá, að skil-
yrði eru til þess að spáin um tvö-
földun laxveiði fyrir lok þessa ára-
tugs sé raunhæf, ef við hagnýtum
þá möguleika sem felast í ársvæð-
um ofan ófiskgengra hindrana,
stöðuvötnum og hafbeitaraðstöðu
hér á landi. Jafnframt er augljóst
að fiskeldið er tækið sem getur
gert þetta að veruleika.
22. 3. 1982
Einar Hannesson
Arnesingakórinn í söngför um
Borgarfjörð og Dalasýslu
Árnesingakórinn í Reykjavík ætl-
ar í söngferðalag í Borgarfjörð og
Dalasýslu um næstu helgi. Arnes-
ingakórinn hefur starfað af krafti í
vetur undir stjórn Guðmundar
Omars Oskarssonar.
Kórinn mun halda tvenna tón-
leika, fyrri tónleikarnir verða í fé-
lagsheimilinu Logalandi í Borg-
arfirði nk. föstudagskvöld kl. 21 og
síðari laugardaginn 24. apríl kl.
21. í Dalabúð í Búðardal. Þar mun
einnig söngfélagið Vorboðinn
koma fram undir stjórn Kjartans
Eggertssonar og munu kórarnir
syngja saman. Efnisskrá verður
fjölbreytt, og má þar nefna þjóð-
lög frá ýmsum löndum og lög eftir
Árnesinga, m.a. nýlegt verk eftir
Sigurð Ágústsson, Jörfagleði, við
ljóð Davíðs Stefánssonar, og þykir
kórnum vel við hæfi að flytja það
Dalamönnum, sem einir lands-
manna hafa haldið þeirri gleði til
haga.
Eftir tónleikana í Dalabúð mun
svo kórinn standa fyrir dansleik
og mun þar leika fyrir dansi tríó
Hreiðars Guðjónssonar sem leika
mun blandaða dansmúsík fyrir
fólk á öllum aldri, og hefur tríóið
leikið á samkomum hjá kórnum
hin siðari ár.
Árnesingakórinn mun svo enda
ferðina með söng fyrir vistfólk í
Dvalarheimili aldraðra í Borgar-
nesi á sunnudag.
Stjórnandi er sem fyrr segir
Guðmundur Ómar Óskarsson og
undirleikari Lára Rafnsdóttir.
Formaður kórsins er Hjördís
Geirsdóttir.
Góð motor Ifoim
lllúldll Kindahakk ndup 29,90 kr. kg
Folaldahakk 33,00 kr. kg
Saltkjötshakk 45,00 kr. kg
Lambahakk 45,00 kr. kg
Nautahakk 85,00 kr. kg
Nautah. í 10 kg 79,00 kr. kg
Kálfahakk 56,00 kr. kg
Svinahakk Nauta- 83,00 kr. kg
hamborgari Lamba- 7,00 kr. st.
karbonaöi 58,00 kr. kg
Kálfakótilettur 42,00 kr. kg
Amerísku pizzurnar. Verö frá 56 kr. pakki.
JULUtijV Laugalaek 2. Sími 86511.
Þrýstimælar
Allar stæröir og geröir
■«t_L
SftMirOaKLfigjtur
oj)(§)(n)©@®iRi <St
Vesturgötu 16, líml 13280
/—----"\
Sparlö ,
\ margfalt!!! ;
/
i
i
t
i
i
i
t
v
v
\
\
1 Saumiö tískufötin sjálf.
* Strauþjál bómullarefni. Yf-
J ir 600 litir og munstur.
I Virku-gaeði (lágmark 78
I þræðirál").
i VIRKA
t Klapparsttg 25—27.
\ simi 24747.
@flyirllaKLDg)(U)(r
Jfein)©©®in) <&
Vesturgötu 16,
■ími13280.
Ritvinnsla I
Námskeiö um Ritvinnslu I veröur haldiö í sal Tölvu-
fræöslu félagsins, Ármúla 36, 3. hæð, dagana
26.—30. apríl nk. kl. 09—13.
Með ritvinnslu er átt viö alla þá
vinnu við aö semja, skrifa og
prenta út bréf eða skjöl með
aöstoö tölva. Ritvinnslukerfi
hafa nú þegar rutt sér til rúms
viö fjölmörg fyrirtæki á íslandi.
Þörf fyrir kunnáttu á þessu
sviöi er þvi mikil.
Á námskeiöinu veröur gerö
stutt grein fyrir uppbyggingu
tölva og notkun þeirra. Síöan
eru þátttakendur þjálfaöir í
notkun ritvinnslukerfisins ETC.
ETC er öflugt kerfi sem býöur
upp á flesta kosti annarra
kerfa, en aö auki getur þaö
hagnýtt sér kosti stórrar tölvu-
samstæöu.
Námskeiöiö er ætlað riturum
sem vinna viö bréfaskriftir,
skýrslugeröir, vétritun greina-
geröa, útskrift reikninga eöa
annars konar textavinnslu.
TÖLVUFRÆÐSLA
Námskeiöiö er aetlað startsmönnum tyrirtækja sem
nota tölvur í dag, munu nota tölvur eöa hafa hug á
að kynnast nánar tölvuvæöingu.
ÞÁTTTAKA TILKYNNIST TIL
STJÓRNUNARFÉLAGSINS í SÍMA 82930
SHðRNUNARFÉlÁG ÍSLAN
SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930