Morgunblaðið - 21.04.1982, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982 3 7
Sœmundur Arngríms-
son Landakoti - Minning
Aðfaranótt 13. apríl andaðist
Sæmundur Arngrímsson í Borg-
arsjúkrahúsi, 82 ára að aldri.
Þessa mæta manns, vinar og
sveitunga, vil ég leitast við að
minnast lítið eitt og þakka farinn .
veg.
Sæmundur fæddist 20. júní 1899
á Öndverðarnesi, Snæfellsnesi.
Foreldrar hans voru Arngrímur
Bergmann Arngrímsson og Jó-
hanna Magnúsdóttir. Börn þeirra
voru 7, þar af þrír synir. Við
kveðjum Sæmund hinstu kveðju,
síðastan þeirra bræðra. Eftir lifa
fjórar systur hans.
Þegar Sæmundur var ungur að
árum, fluttu foreldrar hans að
Stóru-Hellu á Hellissandi. Þar
gerðist Arngrímur, faðir hans, at-
hafnasamur útvegsbóndi.
Sæmundur ólst upp í glaðvær-
um systkinahópi við ást og um-
hyggju. Snemma voru börnin van-
in á að taka þátt í umsvifum for-
eldranna.
Árið 1922 kvæntist Sæmundur
Steinhildi Sigurðardóttur frá
Hellissandi. Á jónsmessu voru þau
gefin saman að Görðum á Álfta-
nesi af séra Árna Björnssyni.
Fyrsta búskaparárið bjuggu þau í
Hafnarfirði. Árið 1923 keyptu for-
eldrar hans Landakot á Álftanesi
og fluttust þangað búferlum.
Sama ár fluttu ungu hjónin
Steinhildur og Sæmundur að
Landakoti.
Nægileg verkefni voru framund-
an. Allt varð að byggja upp að
nýju, slétta tún og rækta. Auk
þess voru þeir feðgar með útgerð.
Sæmundur var fyrst og fremst
bóndi, hygginn og reglusamur um
alla hluti. Hann var ósérhlífinn
þrekmaður. Það kom sér vel á
frumbýlisárunum er vinna þurfti
hörðum höndum.
í einkalífinu var Sæmundur
hamingjusamur maður. Hjónin
voru samhent og hjónaband þeirra
farsælt. Steinhildur var sérstök
mannkostakona og minnisstæð
öllum er henni kynntust.
Börn þeirra eru: Halldóra, er
missti mann sinn Ottó R. Einars-
son eftir stutta sambúð. Þau áttu
tvær dætur. Seinni maður er Ein-
ar Einarsson. Jóhanna, hennar
maður er Guðmundur Georgsson.
Þau eiga fjögur börn. Sigurður,
lést 27. mars 1981. Eftirlifandi
eiginkona er Ragnhildur Jónsdótt-
ir. Hann átti eina dóttur fyrir
hjónaband, er ólst upp hjá þeim
hjónum, ásamt þremur dætrum.
Arngrímur, kvæntur Báru Þórar-
insdóttur, þau eiga fjögur börn.
Hildimundur, kvæntur Aðalheiði
S. Steingrímsdóttur. Þau eiga
fjögur börn.
Uppeldissynir: Guðjón Brynj-
ólfsson, kvæntur Sigríði Stein-
dórsdóttur. Þau eiga þrjú börn;
búsettur í Kópavogi, og Jóhannes
E. Hjaltested, kvæntur Sigurlaugu
Stefánsdóttur. Þau eiga þrjú börn;
búsettur í Hafnarfirði. öll systk-
inin utan elsta systir, sem búsett
er í Hafnarfirði, hafa reist sér hús
í landareign Landakots.
Hjónin í Landakoti nutu þess að
hafa smáfólk í kringum sig. Börn-
in uxu úr grasi, barnabörnin komu
og léku sér á palli, síðan komu
barnabarnabörnin. Nálægð við
búskap og skepnur var börnunum
mikils virði. Minningin um afa og
ömmu i Landakoti, ásamt öllu því
sem alltaf var að gerast þar,
geymist en gleymist ekki.
En sorgin gleymir engum.
Steinhildur andaðist 5. ágúst 1966.
Það er skarð fyrir'skildi eftir konu
eins og Steinhildi. Lífsförunautur
í 44 ár í blíðu og stríðu var harmi
sleginn. Þeir sem áttu því láni að
fagna að vera hennar nánustu,
söknuðu hennar sárt. Vinir og
sveitungar áttu erfitt með að
sætta sig við að hafa ekki þessa
styrku stoð lengur á meðal þeirra.
Þó að heimilið væri hennar aðal-
vettvangur, þá var hún góður liðs-
maður í hverjum þeim félagsskap
er hún léði krafta sína. Ber þar
hæst kvenfélag Bessastaðahrepps.
Hún var ein af stofnendum þess
og lengi í stjórn.
Eftir fráfall konu sinnar sýndi
Sæmundur kvenfélagi Bessa-
staðahrepps virðingu og sóma með
rausnarlegum peningagjöfum.
Hann fylgdist með störfum þess
og styrkti það á margan hátt.
Kvenfélagið sýndi honum þakk-
lætisvott með því að gera hann að
heiðursfélaga. Hann er fyrsti og
eini karlmaðurinn, sem notið hef-
ur þess heiðurs.
Bændahöfðinginn Sæmundur í
Landakoti gegndi margvíslegum
trúnaðarstörfum fyrir Bessa-
staðahrepp. Hann sat m.a. lengi í
hreppsnefnd.
Kynni okkar hófust fyrir 40 ár-
um í störfum að félagsmálum.
Steinhildi konu hans kynntist ég á
sama hátt. Vinátta myndaðist á
milli heimila okkar, sem aldrei
bar skugga á.
Margt hefur breyst í Bessa-
staðahreppi hin síðari ár með auk-
inni byggð. Nýtízkuleg hús hafa
risið á landareign Landakots.
Fyrir hugskotssjónum mínum,
þá þetta er ritað, ber hæst Landa-
kotstúnið rennislétt og iðgrænt.
Hið háreista íbúðarhús, hin höfð-
inglegu, glaðsinna og gestrisnu
hjón og heimilishlýjan sem þar
réði ríkjum. Landakotshjónin
verða ætíð í mínum huga samofin
þessari minningu.
Eftir að Sæmundur missti konu
sína fyrir hartnær 12 árum,
reyndi hann að halda heimilinu í
því horfi er það var í, á meðan
hennar naut við.
Síðustu árin urðu honum erfið
vegna sjúkleika. Hann yfirgaf
ekki óðal sitt fyrr en hann mátti
til. Börn hans, tengdabörn og
barnabörn hjálpuðu honum eftir
mætti, eins lengi og hægt var. Á
sl. hausti fór hann á Dvalarheim-
ili aldraðra sjómanna í Hafnar-
firði.
Sæmundur stóð af sér marga
storma með sinni hetjulund. Hann
bognaði ekki, en varð að lúta í
lægra haldi fyrir hinum slynga
sláttumanni.
Ástvinum öllum votta ég samúð.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi. Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Margrét Sveinsdóttir
Sigríður Guðmunds-
dóttir - Minningarorð
Markaðssókn Ferða
málaráðs erlendis
Fædd 15. júlí 1896
Dáin 10. april 1982
Sigríður Guðmundsdóttir f. á
Hvítanesi í Vestur-landeyjum 15.
júlí 1896. Foreldrar hennar voru
Kristín Sigurðardóttir og Guð-
mundur Einarsson, er þar bjuggu.
Þeim hjónum varð sjö barna auð-
ið, tvær dætur dóu um fermingar-
aldur, en sonurinn, Kristmundur,
er lært hafði gullsmíði, lést liðlega
þrítugur, hann var talinn mjög
fær í sinni grein, listrænn og góð-
ur smiður, svo sem verið hafði
Guðmundur faðir hans. Fjórar
dætur náðu háum aldri en þær
voru María, húsfreyja á Bjarna-
stöðum í Hvítársíðu, Auðbjörg,
húsfreyja í Hraukbæ í Eyjafirði,
Guðfinna, húsfreyja á Mið-Foss-
um í Andakil, og Sigríður, sem nú
er nýlátin.
Allar voru þessar systur athygl-
isverðar og miklir persónuleikar,
voru þó ólíkar um margt, eitt áttu
þær sameiginlegt en það var and-
legt þrek, sem þær voru gæddar í
ríkum mæli.
Þegar Sigríður var á tólfta ári
lést faðir hennar og móðir hennar
missti heilsuna, leystist þá heimil-
ið upp og hún fór til vandalausra
og leið misjafnlega, þar til hún
komst að Strandarhöfða til Guð-
bjargar móðursystur sinnar,
breyttist þá hagur hennar mjög til
hins betra. Nokkru eftir fermingu
réðst hún til vistar að Stóra-Hofi
á Rangárvöllum, húsbænda sinna
og barna þeirra minntist hún ætíð
með visemd og virðingu.
Þegar Spánska veikin geisaði
árið 1918 gerðist hún vökukona á
Vífilsstöðum. Þá var mikil þörf
fyrir hjúkrunarfólk, því það veikt-
ist sem aðrir, en Sigríður var ung
og hraust og fékk ekki hina ill-
ræmdu pest, en gat sér gott orð
fyrir nærgætni og aðhlynningu við
hina sjúku. Eftir dvöl sína á Víf-
ilsstöðum ræðst hún til hjúkrun-
arstarfa við Akureyrarspítala.
Þar var þá læknir, Steingrímur
Matthíasson, og hvatti hann hana
til hjúkrunarnáms í Kaupmanna-
höfn og varð það að ráði. En ein-
hvern veginn fór það öðruvísi en
ætlað var, því peningar, sem hún
treysti á að fá í þessu skyni,
brugðust svo ekki varð úr skóla-
göngu. Þá hófst leit að vinnu, sem
ekki var auðfengin og allra sist
fyrir útlendinga, en fyrir dugnað
og kjark komst hún á saumastofu
og fleiri störf stundaði hún.
Eftir fimm ára dvöl í Danmörku
snéri hún aftur heim til íslands
með dóttur sína, Kömmu, á þriðja
ári, en hennar faðir var Axel V.
Nielsen verslunarstjóri. Skömmu
eftir heimkomuna giftist hún Sig-
urjóni Jónssyni frá Ey í Vestur-
Landeyjum, en hann var sonur
Jóns Gíslasonar oddvita þar og
Þórunnar Jónsdóttur ljósmóður,
sem mun hafa gengt því starfi
einna lengst allra kvenna hér á
landi og var hún sérlega farsæl í
sínu starfi.
Sigurjón var greindur maður,
ábyggilegur og samviskusamur,
smiður góður og eftirsóttur sem
slíkur. Þau hófu búskap á Kana-
stöðum í Austur-Landeyjum og
bjuggu þar á móti Halldóri bróður
Sigurjóns í þrjú ár en fluttu þaðan
til Reykjavíkur og stundaði hann
húsasmíðar. Eftir að heilsu Sigur-
jóns fór hnignandi kom því meir í
hlut húsmóðurinnar að sjá fyrir
heimilinu og lagði hún á sig mikla
vinnu, bæði utan húss og innan, en
um þessar mundir var kreppa i
Iandi og lífskjör fólks þá voru ekki
sambærileg við það sem nú tíðk-
ast. Þótt ekki væri alltaf mikið
handa á milli stóð það ekki gest-
risni þeirra hjóna fyrir þrifum,
því til þeirra komu margir og ekki
síst vinir og kunningjar að austan,
sem æfinlega áttu þar athvarf um
lengri eða skemmri tíma.
Þau Sigríður og Sigurjón eign-
uðust saman tvær dætur, Kristínu
og Þórunni en dóttir Sigríðar gekk
hann í föðurstað. Þær systur eru
allar búsettar hér í borg. Þau tóku
í fóstur og ólu upp að öllu leyti son
Kömmu, Örn Sveinsson. Sigurjón
lést árið 1956.
Sigríður var greind kona og
glaðvær, þótti öllum gaman að
eiga viðræður við hana, hún hafði
mikla frásagnarhæfileika, orðhög
og með kímnigáfu í ríkum mæli.
Glettni skein úr augum hennar er
hún sagði frá spaugilegum atburð-
um. mikinn fjölda kunni hún af
vísum og málsháttum og notaði þá
gjarnan á þann hátt að þeir féllu
vel að umræðuefni. Mikla ánægju
hafði hún af hljómlist og söng,
enda sungið mikið á þeirra heimili
en Sigurjón var góður organisti.
Mikil og gagnkvæm ástúð var
milli þeirra Sigríðar og Arnar,
dóttur- og fóstursonar hennar.
Reyndist Örn ömmu sinni svo að-
dáunarlega vel til hinstu stundar,
að meiri umhyggju og gæði var
ekki hægt að hugsa sér frá syni til
móður.
Sigríður var alþýðukona með
stórbrotna lund, hún fórnaði sér
meðan heilsa hennar entist fyrir
heimili sitt og fjölskyldu. Eru
henni færðar hjartans þakkir
fyrir það nú. Slíkir sem hún mega
óttalaust ganga fyrir guð sinn.
Jón Benediktsson, Höfnum
AÐ UNDANFÖRNU hefur verið
unnið að verkefnum á sviði mark-
aðs- og sölumála erlendis á vegum
Ferðamálaráðs. Ráðið stóð að ís-
landskynningum í Osló og Stokk-
hólmi, i samvinnu við Flugleiðir og
íslenska útflutningsaðila og var
kynningin i sambandi við opinbera
heimsókn forseta íslands til Noregs
og Svíþjóðar í september sl.
í byrjun desember lá leiðin til
þátttöku í World Travel Market í
London, þar leigði Ferðamálaráð
sýningarbás í samvinnu við Flug-
leiðir. í febrúar var aftur ís-
landskynning í London, í sam-
bandi við heimsókn forseta ís-
lands til London, sú kynning var í
samvinnu við sömu aðila og í Osló
og Stokkhólmi.
Næst var ver méð í stærsta
ferðamarkaði heims, ITB í Berlín,
mánaðamótin febrúar/mars. Rek-
inn var mikill áróður í viku í sam-
vinnu við íslensk flugfélög og
ferðaskrifstofur.
íslandskynning hófst í Luxem-
borg 4. mars sl. og stóð í 2 vikur.
Að henni stóðu auk Ferðamála-
ráðs Flugleiðir, Ferðaskrifstofa
ríkisins, Samband veitinga- og
gistihúsaeigenda og Útflutn-
ingsmiðstöð iðnaðarins. 15. mars
lögðu sömu aðilar af stað til Sví-
þjóðar og Finnlands en nú án
þátttöku Útflutningsmiðstöðvar-
innar. Fjórar íslandskynningar
vcru haldnar og voru þær í
Malmö, Gautaborg, Stokkhólmi og
Helsingfors og samtals mættu 240
einstaklingar á þessar samkomur.
Á öllum stöðunum voru flutt er-
indi um ísland og sýnd var ný
landkynningarkvikmynd Ferða-
málaráðs og Flugleiða. Um miðjan
næsta mánuð tekur Ferðamálaráð
þátt í ferðamarkaði í samvinnu
við þá aðila íslenskrar ferðaút-
gerðar sem áður eru nefndir, og er
það í Osló.
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig
getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn
látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morg-
unblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með
góðfy línubili.
+
Öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og samúö, viö andlát og útför
litla drengsins okkar,
ÞÓRHALLS VALDIMARSSONAR,
Ytra-Falli, Eyjafiröi,
sendum við hjartans þakkir.
Ragnhildur Jónsdóttir, Valdimar Jónsson,
Arnaldur Kári Valdimarsson,
Þórhalla Sveinsdóttir, Jón Kristinsson,
Sonja Kristinsson, Jón Heióar Kristinsson,
frændur og vinir.
Eiginmaöur minn,
JÓNÞÓRÐARSON,
prentari,
andaöist 16. apríl í Borgarspitalanum.
Fyrir hönd vandamanna,
Jóhanna Lúövíksdóttir.
+
Okkar innilegustu þakkir fyrir auösynda samúö viö andlát og jarö-
arför fööur okkar, tengdafööur og afa.
LOFTS EINARSSONAR,
Höfn, Höfnum.
Börn, tengdabörn og barnabörn.