Morgunblaðið - 21.04.1982, Side 46

Morgunblaðið - 21.04.1982, Side 46
4 6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1982 Getraunaspá 32. leikviku Jæja árangurinn var allbærilcgur í síðustu, allir lostu leikirnir réttir og sá hálftryggAi einnig. Restin var hins vegar ekki nógu góó svo að kerfið gaf ekki nema 9 eða 10. Eg afsaka það með því að ég tók áhættu í 3 leikjanna, sem maður á ekki að gera þegar tippað er á U-kerfi eins og þetta. Kerfið sér um óvæntu úrslitin. 1. Birmingham:Swansea 2 (1X2) Birmingham verða að taka snarlega við sér ef þeir ætla ekki niður í 2. deild. Á móti Swansea verður róðurinn þó erfiður, því að þeir hafa ekki enn gefið upp alla von um titilinn. Ég spái Swansea sigri en ætla ekki að láta það koma mér á óvart þó að Birmingham taki sig, svo að þrítrygg- ing fylgir. Swansea vann 1:0 á Vetch Field. 2. Brighton:Manchester United 2° Brighton hefur lítið að spila fyrir hér nema æruna. United þarf hins vegar á öllum stigum að halda til að Evrópusætið sé tryggt. Titilinn er varla lengur innan seilingar. United hefur yfirleitt gengið vel gegn Brighton svo að ég spái þeim öruggum sigri. United vann á Old Trafford 2:0. 3. Everton:Arsenal X (1X2) Arsenal á enn möguleika á Evrópusæti en til þess að ná því verða þeir að bæta stöðu sína. Everton er ekki auðsigrað á heimavelli, þó að lítið sé í húfi fyrir þá. Ég spái jafntefli en þrítryggi. Athugið þó að Arsenal hefur unnið tvo síðustu leiki sína hér og vann i haust 1:0. 4. Manchester City:lpswich 2 (1X2) Ipswich virðist ætla að verða eina liðið sem getur ógnað stöðu Liver- pool á toppnum en til þess verða þeir að vinna hér. City hefur farið hrakfarir í síðustu leikjum og máttu þakka fyrir að tapið gegn Swansea á laugardag varð ekki verra. Ég spái Ipswich sigri en þrítryggi þar sem City eru yfirleitt erfiðir heima. Ipswich vann 2:0 heima. • Leikmenn West Ham gera harða hrtð að marki Swansea á Upton Park fyrir skömmu. Leiknum lauk 1—1 og var veiska liðið Ijónheppið að hafa nokkuð upp úr krafsinu. Vitringarnir bíöa til næstu viku Vegna plássleysis verða vitringarnir að taka sér stutta hvíld. Reyndar voru þeir í miklu stuði eins og flestir aðrir tipparar, sem illu heilli kemur niður á vinningsupphæðum. Birgir bætti við sig 15 stigum, þeir Gunnar og Gylfi Gautur 14 hvor og Hörður 13. Getspakir íslendingar f SÍÐUSTU leikviku getrauna komu fram 72 raðir með 12 réttum og fékk hver um sig 1.865 krónur fyrir get- spekina. Með 11 rétta komu hins vegar fram 1041 röð og vinningurinn fyrir hverja því ekki með hæsta móti. Reyndar voru 2. verðlaunin nú þau lægstu sem um getur, eða 55 krónur hver röð. KA-menn fá heimsókn Knattspyrnulið KA á von á gest- um á næstunni, en á morgun kemur meistaraflokkur Fram norður til Ak- ureyrar og leikur gegn KA á Sana- vellinum klukkan 14.00. Halda Framarar síðan suður á ný, en Breiðablik kemur hins vegar um helgina og leikur á sama stað gegn sama liði á sunnudaginn klukkan 13.00. Víkingur gegn Armanni 5. MiddlesboroughrCoventry X (1X2) Leikur tveggja liða sem hafa náð sér ágætlega á strik að undanförnu. Það ætlar þó ekki að bjarga Middlesborough frá fallinu. Coventry er hins vegar komið í nokkuð góða stöðu og ætlar greinilega að bjarga sér. Ég spái jafntefli, en þrítryggi. Athugið að Coventry hefur sótt sigur til Middlesborough síðustu 3 árin. Liðin gerðu jafntefli, 1:1, á Highfield Road. 6. Nottingham Forest:Aston Villa 1° Aston Villa hefur gengið mjög vel að undanförnu, en Forest hafa verið óútreiknanlegir. Ég ætla samt að taka áhættuna og spá Forest öruggum heimasigri enda hefur Villa alltaf gengið illa í Nottingham, síðan Forest komu upp úr 2. deild. Villa vann í haust 3:1 7. Southampton:Liverpool 2 (1X2) Þetta er einn erfiðasti ieikurinn á seðlinum. 15 sigrar í síðustu 17 leikjum gera þó útslagið hjá mér og spái Liverpool sigri. Heimaárangur Southampton er þó svo góður að þrítrygging hlýtur að fylgja, og South- ampton unnu 1:0 á Anfield. 8. Stoke-Wolves 1 (1X2) Ef Stoke fara ekki að hirða stig og það fleiri en eitt þá fara þeir beina leið niður í 2. deild. Úlfarnir voru heppnir á laugardag, þar munaði aðeins örfáum mínútum að Birmingham næði sínum fyrsta útisigri í vetur á Molineux. Ég ætla að spá Stoke sínum fyrsta sigri síðan í febrúar, en þrítryggi. Úlfarnir unnu 2:0 á heimavelli. 9. TottenhamrNotts County 1° Titilvonir Spurs biðu alvarlegan hnekki á Old Trafford um helgina. Hér verða þeir að taka pottinn ef vonin á ekki að hverfa að mestu. Athugið þó.að báðir leikir Liverpool og Spurs eru eftir. Ég spái heima- sigri. Liðin gerðu jafntefli í vetur 2:2. 10. WBA:Sunderland X (1X2) Staða Albion versnar með hverri viku núna og ef þeir fara ekki að taka sig á blasir fallsæti við þeim. Hins vegar er árangur Sunderland að undanförnu stórgóður og með sama áframhaldi geta þeir auðveldlega fijargað sér, en þá mega þeir ekki slaka á eitt andartak. Spáin er jafntefli, þrítryggt. Albion unnu fyrri leikinn 2:1. 11. West HamrLeeds United 1° West Ham hefur tekið góðan sprett með vorinu eins og búast mátti við. Staða Leeds er hins vegar mjög alvarleg og þeir hafa leikið illa að undanförnu. Ég ætla að spá West Ham öruggum sigri, en í gamla daga gekk Leeds oft vel á þessum velli. Jafntefli varð í Leeds 3:3. 12. Cardiff:QPR 1 (1 2) 2. deildar leikur vikunnar er erfiður. Cardiff hefur tekið glæsilegan vorsprett eins og undanfarin ár og virðist enn einu sinni ætla að bjarga sér frá falli. Rangers verða hins vegar að vinna þennan Ieik til að halda voninni um 3. sæti lifandi. Ég spá heimasigri en tvítryggi með útisigri. Rangers unnu í London 2:0. LSG Framarar standa sig vel Fyrir nokkrum vikum skýrðum við frá því að knattspyrnudeild KR hefði orðið fyrst allra til að ná þeim merka áfanga að selja meira en milljón raðir á einu leiktímabili. í siðustu viku náðu svo Framarar, þ.e. knattspyrnudeildin, þessum sama áfanga og ef að iíkum lætur verða KR og Fram ein um að fylla þennan hóp á þessu ári. Keppni þeirra lauk því með sigri Gylfa Gauts sem hlaut samtals 41 stig. Gunnar fékk 40 stig, Birgir 36 og Hörður 34. I>eir Birgir og Hörður verða því að víkja fyrir nýjum keppendum sem fá að glíma við Gylfa Gaut og Gunnar. Keyndar vorum við næstum búnir að hafa sigurinn af Gylfa Gauti því við reiknuðum honum 6 stig fyrir 30. viku, svo hann var samkvæmt okkar bókum einu stigi á eftir Gunnari. En þá kom til skjalanna amma Gylfa, sem benti okkur náðarsamlegast á að okkur hafði yfirsést að drengurinn hennar hafði Luton.-Blackburn sem fastan heimasigur og átti því að fá þrjú stig fyrir þann leiki en ekki eitt eins og okkur taldist til. Sem sagt, i næstu viku koma tveir nýir vitringar til keppni og hver veit nema annar þeirra verði amma Gylfa. Uppbygging kerfanna l'PPbygging þeirra U-ið í U-kerfi er stytting á því sem á lélegri íslensku gæti kallast útgangs- röð, þ.e. útgangsraðarkerfi. U-kerfin eru, ins og R-kerfin, minnkuð kerfi. Á kerfunum er þó einn grundvallarmunur og það er hin svokallaða u-röð eða útgangsröð sem kerfið er byggt út frá. U-röð er sú röð af merkjum sem tipparinn gengur út fri að sé líklegust. U-kerfin byggja vissulega á tvítrygg- ingum, þrítryggingum og svo auðvitað föstum leikjum eins og R-kerfin en að auki er þrítryggðu og tvítryggöu leikjunum gefið u-merki, sem er það merki sem tipparinn telur líklegast ef hann yrði að velja fast merki fyrir þrítryggða (tvítryggða) leikinn. Trygging kerfisins er svo reiknuð út frá því hve mörg af þessum u-merkjum eru rétt. Uppbygging kerfanna er þó ekki þannig að það sé nauðsynlegt að hafa sem fiest u-merkin rétt, alls ekki, heldur geta U-kerfin alveg eins gefið mestar líkur á 12, þegar aðeins ákveðinn hluti þeirra er réttur, t.d. helmingur. Og hvernig er þetta gert? Jú, þetta er hægt með því að gefa merkjunum í þrítryggðu leikjunum (1, X eða 2) mismunandi vægi, þ.e. eitt merkið, u-merkið, kemur oftar fyrir á getraunaseðlunum en hin. Sama gildir einnig um tvítryggðu Ieikina. Tökum dæmi um þetta: Þú ert að tippa með U-kerfi og ætlar að þrítryggja leik, en hallast samt helst að því að hann endi með heimasigri, þ.e. 1. Þú setur þá 1 í u-röðina fyrir þennan leik. Samkvæmt kerfinu sem þú ert að tippa á, kemur þá kannski 1 í 50% af röðunum, en X í aðeins 25% og 2 í 25%. Þú gengur sem sé út frá því að leiknum lykti með heimasigri (í þessu dæmi) en baktryggir þig um leið með hinum merkjunum á ákveðnum hluta raðanna. Af þessu ætti að vera Ijóst að þrítryggður leikur með u-merki er eins konar meðalvegur milli fasts leiks og venjulegrar þrítryggingar. Prósenturnar í dæminu (50-25-25) eru mismunandi eftir kerfum og jafnvel innan sama kerfis (milli leikja). Styrkur U-kerfanna er sem sé sá að þau gefa ekki aðeins 12 þegar u-röðin er öll rétt, heldur, og það er mun mikilvægara, við eitthvert ákveðið frávik frá réttri u-röð. Það skiptir ekki máli í hvaða leikjum frávikið er, bara hvað frávikið er mikið. Hvað það má svo vera mikið er mismunandi eftir kerfum. Sum U-kerfi gefa bestar líkur á 12 við mikið frávik, t.d. 2—3 réttir af 6 u-leikjum, slík kerfi eru mjög opin fyrir óvæntum úrslitum og geta þá gefið háa vinninga. Þau bjóða einnig upp á þann möguleika að nota bara 1 (eða X) í u-röðinni því að tölfræðilega eru líkur á 2—3 heimasigrum í 6 leikjum mjög góðar. Önnur kerfi eru byggð á minna fráviki, hafa t.d. bestar líkur við 6—7 rétt u-merki af 8. í slíkum kerfum verður að vanda val u-merkjanna meira. Enn önnur U-kerfi gefa einhverja möguleika á 12 réttum við bæði fáa rétta í u-röð og marga. Fjölbreytni sinnar vegna ættu þau að geta hentað smekk hvers og eins. I raun má skipta U-kerfum í tvennt. Annars vegar eru hrein U-kerfi, og hins vegar eru það UM-kerfin. Þau síðarnefndu eru frábrugðin hrein- um U-kerfum í því að einn eða fleiri af tví- eða þrítryggðu leikjunum er stærðfræðilega tryggður. Hann (þeir) er þannig altryggður eða stærð- fræðilega tryggður (tvítrygging auðvitað innan rammans). Hann fær því ekki u-merki, né kemur hann inn í tryggingartöfiu kerfisins. EINN LEIKUK fer fram í Reykja- víkurmótinu í knattspyrnu í kvöld, Víkingur og Ármann eigast við á Melavellinum og hefst leikurinn klukkan 19.00. Víkingur hefur for- ystu i mótinu sem stendur, hefur unnið tvo fyrstu leiki sina og hlýtur að teljast sigurstranglegri aðilinn i þessari viðureign. Kerfi mánaðarins Kerfi mánaðarins er UM-kerfi upp á 338 raðir. Kerfið er með 7 þrí- tryggðum leikjum — allir með U-merki, 1 tvítryggðum — stærð- fræðilega og 4 (ostum leikjum. Kerf- ið gefur bestar líkur á 12 ef 3 eða 4 U-merki eru rétt, þá eru líkurnar 20%. Og ef öll U-merkin eru rétt, þá tryggir kerfið 12 rétta. Ef 2, 5 eða 6 U-merki eru rétt, þá tryggir kerfið 11 rétta. Tryggingar kerfisins gilda auð- vitað aðeins ef ramminn er réttur. Útfylling kerfisins 1. Veldu 4 fasta leiki og settu við- komandi merki hvers leiks á alla seðlana (22). 2. Veldu 1 leik sem þú ætlar að tvítryggja. Færðu þann leik út eins og neðsta leikinn í tölfl- unni með kerfinu, sama hvaða númer hann kann að hafa á seðiinum hjá þér. Ef þú ætlar að nota aðra tvítryggingu en lx, þá víxlarðu því merki út sem þú ætlar ekki að nota. Þannig set- urðu 2 alls staðar inn fyrir 1 ef þú ætlar að tvítryggja þinn leik með x2, en x-ið helst óbre.vtt. 3. Eftir eru 7 leikir, sem þú ætlar að þrítryggja. Þú byrjar á að velja U-merki fvrir hvern ein- stakan leik, þ.e. þau úrslit í þessum leikjum sem þú telur þrátt f.vrir þrítrvggingu líkleg- ust. Síðan færirðu þann fyrsta þeirra út eins og leik nr. 1 í töflunni. Ef þú hefur valið 1 fvrir U-merki, þá fyllirðu seðl- ana út alveg eins og taflan segir til um. Ef þú hefur hins vegar valið x (eða 2) sem l'-merki, þá seturðu alls staðar x (eða 2) á seðlana þína þar sent 1 er í töfl- unni en þar sem x (eða 2) er í tóflunni setur þau auðvitað 1. Annar þrítryggði leikurinn fyllist síðan út eins og leikur nr. 2 í töflunni, og merkjum er vixlað á sama hátt er þórf er á. Á sama hátt er haldið áfrani. Þriðji þritryggði leikurinn er fylltur út eins og leikur nr. 3 í tóflunni o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.