Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1982
Tvö íslenzk fiskiskip komin
á karfamiðin út af Reykjanesi
Þessi karfastofn hefur ekki verið nýttur af íslendingum
TVÖ ÍSLENZK fiskiskip, Már og
Elín Þorbjarnardóttir, eru nú
komin á karfamiðin suðvestur af
Reykjanesi, þar sem rússneski
flotinn er nú að veiðum. Að sögn
Jakobs Magnússonar, fiskifræð-
ings um borð í Hafþóri, er karf-
inn, sem þarna veiðist, úthafs-
Alþvðubandalagið og launamálin:
„Þolinmæði launþega
hlýtur að bresta...“
HINN 6. júní 1981 birtist í
Vísi viðtal við forvígismenn
stjórnmálaflokkanna um ný-
Jega skoðanakönnun um
fylgi stjórnmálaflokkanna.
Sigurður G. Tómasson, borg-
arfulltrúi Alþýðubandalags-
ins, sat fyrir svörum af þess
hálfu og sagði meðal annars:
„Ég held að menn megi ekki
gleyma því hins vegar að Al-
þýðubandalagið er verkalýðs-
flokkur og stuðningsmenn þess í
verkalýðsfélögunum gera eðli-
lega miklar kröfur til þess, að
flokkurinn fái framgengt ýms-
um kröfum í kjaramálum, þegar
hann er í ríkisstjórn. Og það
verður að segjast eins og er, og
ég er ekki að kenna flokknum
um það, að þróun kjaramálanna
undanfarin tvö ár hefur verið
launþegum mjög óhagstæð. Og
það er alveg víst, að þolinmæði
launþega í landinu hlýtur að
bresta einhvern tíma. Ég held að
óánægjan með Alþýðubandalag-
ið, sem virðist koma fram í þess-
um skoðanakönnunum, stafi
ekki síst af því að launþegum
þyki, að hlutur þeirra sé skarð-
ari en ástæða sé til.“
Lesendum til glöggvunar má
minna á það, að úrslitin vorið
Sigurður G. Tómasson
1981 voru ekki eins óhagstæð
fyrir Alþýðubandalagið og í
þeirri skoðanakönnun, sem gerð
var nú fyrir skömmu. Úrslit nýj-
ustu skoðanakönnunarinnar
lágu þó ekki fyrr fyrir en Þjóð-
viljinn og forystusveit Alþýðu-
bandalagsins fundu það upp, að
kosningarnar til sveitarstjórna í
vor væru kjarabarátta og ekki
ætti að semja um launin fyrr en
talið hefði verið upp úr kjörköss-
unum hinn 22. maí nk.
karfi og því af öðnim stofni en sá
karfi, sem íslendingar hafa nýtt
til þessa.
Jakob sagði ennfremur í
samtali við Morgunblaðið í gær,
að þarna væri mikið af karfa og
hann sæmilega þéttur. Sagði
hann að Rússarnir toguðu
venjulega í 6 tíma og fengju að
meðaltali 20 lestir í hali. Sagði
Jakob að þeir á Hafþóri hefðu
togað í tvo tíma í gær og fengið
fimm lestir. Karfinn væri
fremur magur og allsetinn
sníkjudýrum, því væri óvíst
hvernig hann kæmi út í
vinnslu, það yrði bara að koma
í ljós. Sagði hann, að þegar
þetta svæði hefði verið rann-
sakað síðast, fyrir um það bil 10
árum, hefðu rannsóknarmenn
komið með nokkuð af þessum
karfa til vinnslu í landi og hefði
þá komið í ljós að nýting hans í
vinnslu hefði verið nokkru lak-
ari en af karfa sömu stærðar
veiddum á heimaslóðum.
Þeim er óhætt öndunum, þær hafa sundfitin.
Ljósm. KÖK.
Nýjar sérkröfur Verkamannasambandsins:
Félagar hækki veru-
lega í launaflokkum
SAMBANDS- og framkvæmdastjórn Verkamannasambands
íslands ákvað í gær að breyta sérkröfum sambandsins þann-
ig, að félagar í VMSÍ verði framvegis í launaflokkum kjarna-
samnings frá 9.—18. í núgildandi samningi eru þeir í flokk-
um 6.—14.
breyttu sérkröfur VMSÍ á fundi í
72 manna nefnd Alþýðusambands-
ins á mánudag. Þá var og ákveðið
á fundi VMSI í gær að brýna að-
ildarfélögin til að afla verkfalls-
heimilda.
Jafnframt gerir VMSÍ kröfu til
lagfæringar á aldurshækkunum,
sem eru lægri en almennt gerist
með öðrum verkalýðsfélögum.
Farið er fram á skemmri tíma þar
til hækkun næst og ennfremur er
farið fram á hækkaðar prósentur í
starfsaldurshækkunum; þrepum
fjölgað. Forystumenn Verka-
mannasambandsins líta á þessar
kröfur sem samræmingu á aldurs-
flokkahækkunum miðað við samn-
inga annarra aðildarfélaga ASÍ.
Fyrirhugað er að kynna þessar
Þingmenn Alþýðubandalagsins í há-
vaðarifrildi sín á milli í Alþingishúsinu
ÞAÐ FÓR allt í bál og brand í
þingliði Alþýðubandalagsins á
endaspretti þingsins í gær þegar
ýmis mál voru afgreidd á síðasta
snúningi þingsins, en upp úr sauð
milli þingmanna Alþýðubandalags-
ins eftir afgreiðslu steinullarverk-
smiðjumálsins, þar sem Garðar
Sigurðsson, þingmaður Sunnlend-
inga, fékk aðeins stuðning tveggja
flokksbræðra sinna i afgreiðslu
málsins, þeirra Geirs Gunnarsson-
ar og Olafs Ragnars Grímssonar.
Varð mikil rimma á milli Olafs
Ragnars og Ragnars Arnalds að
lokinni afgreiðslu málsins þar sem
þeir hnakkrifust á göngum þing-
hússins og Ragnar Arnalds sagðist
aldrei fyrr hafa orðið vitni að því
að þingmaður i hans þingflokki
hefði hegðað sér eins og Olafur
Ragnar hefði gert um daginn og lét
Ragnar þau ummæli fylgja að
Olafur Ragnar hefði ekkert umboð
til þess að tala máli Þorlákshafnar
á Alþingi.
Áður en kom til atkvæða-
greiðslu um steinullarmálið var
Garðar Sigurðsson í ræðustól að
flytja mál sitt, en skvaldur milli
Ólafs Ragnars og Ragnars Arn-
alds, sem sat í ráðherrastól,
truflaði mál Garðars. Sneri
Garðar sér þá að forseta og bað
um að séð yrði til þess að makk
þessara manna um atkvæðakaup
ætti sér stað annars staðar en í
sölum Alþingis og ráðlagði
(iaróar
Kagnar
Olafur Kaj;nar
Garðar flokksbræðrum sínum að
koma sér á eitthvert höfuðbólið
til þeirra verka. í atkvæða-
greiðslu um steinullarmálið
gerði Hjörleifur Guttormsson
iðnaðarráðherra grein fyrir at-
kvæði sínu með langri ræðu þar
sem hann kvaðst leggja áherzlu
á að málinu yrði vísað til ríkis-
stjórnarinnar þar sem hann
hefði meirihluta fyrir staðsetn-
ingu á Sauðárkróki. Garðar Sig-
urðsson kvaddi sér hljóðs strax á
eftir um þingsköp og vítti
flokksbróður sinn, kvað það í
fyllsta máta óskammfeilið af
Hjörleifi eftir fyrri framkomu
hans í málinu að leyfa sér að
flytja áróðursræðu yfir þing-
mönnum meðan á atkvæða-
greiðslu stæði.
Skömmu síðar urðu háværar
deilur milli Guðrúnar Helga-
dóttur, Ólafs Ragnars Grímsson-
ar og Stefáns Jónssonar inni í
efri deild, þar sem ekki var fund-
Stefán
Mjórleifur
ur þá stundina. Sagði Guðrún
m.a. að þar sem hún hefði ekki
getað fengið stuðning í áhuga-
máli sínu, barnalögunum, segðu
þeir sér ekkert fyrir um það
hvernig hún greiddi atkvæði.
Guðrún hljóp síðar niður stigana
og hrópaði inn í hóp alþýðu-
bandalagsmanna, þingmanna og
Þrastar Ólafssonar aðstoðar-
manns fjármálaráðherra, og
skipaði þeim að láta Arnmund
Bachmann standa við 6 mánaða
gömui loforð um að útvega sér
upplýsingar.
Skömmu síðar, eftir að rifrildi
þeirra Ragnars Arnalds og Ólafs
Ragnars Grímssonar formanns
þingflokks Alþýðubandalagsins
var yfirstaðið á nokkrum stöðum
á göngum Alþingis, gekk Stefán
Jónsson þingmaður Alþýðu-
bandalagsins út úr húsinu, en á
leiðinni vék Ragnar Arnalds sér
að honum og spurði hvers vegna
hann hefði ekki greitt atkvæði í
steinullarmálinu. Stefán svaraði
því til að hann hefði fremur kos-
ið að hafa þennan háttinn á,
heldur en að vera fjarstaddur.
Ólafur Ragnar hafði skömmu
fyrir þinglok beðið um frestun á
afgreiðslu steinullarmálsins um
stund og mun hann þá m.a. hafa
reynt að hafa áhrif á Stefán
Jónsson og Guðrúnu Helgadótt-
ur í þá átt að þau styddu tillög-
una um frávísun á steinullar-
málinu til ríkisstjórnarinnar, en
þetta var eitt af þeim málum
sem olli sérstæðum pilsaþyt og
skálmaskrölti þingmanna Al-,
þýðubandalagsins í gær þar sem
þeir heyrðu hvergi og roðnuðu og
fölnuðu á víxl.
Þessi samtöl þingmanna Al-
þýðubandalagsins fóru fram með
þvílíkum hávaða á göngum og í
sölum Alþingis að það fór ekki
framhjá neinum sem staddir
voru í nágrenninu, enda fylgdust
margir með í forundran.
Tveir piltar hætt
komnir er plastbát-
ur þeirra rifnaði
„MÉR ER til efs aö piltarnir hefðu
komist lífs af ef þeir hefðu ekki ver-
ið í björgunarvestum," sagði Baldur
Gíslason, einn meðlima Slysavarna-
deildarinnar Hjálpin á Akranesi er
Mbl. náði tali af honum í gærkvöldi.
Tveir 16 ára piltar frá Akranesi
voru hætt komnir í gærdag er
plastbátur, sem þeir voru á, rifn-
aði undan þeim. Höfðu þeir lagt
upp frá Kalmansvík og reru út í
sker um hálfan kílómetra undan
landi Innsta-Vogs. Á leiðinni til
baka hrepptu þeir stinningskalda
á móti. Er talið að báturinn hafi
rifnað um árafestingarnar við
róðurinn.
Þurftu piltarnir að synda um 50
metra vegalengd í köldum sjónum
áður en þeir náðu aftur upp á
skerið. Voru þeir báðir í góðum
björgunarvestum og hefur það
vafalítið orðið þeim til lífs.
Þeim tókst að vekja athygli á
sér með því að veifa vestunum.
Voru menn frá Hjálpinni kallaðir
út og fóru fimm á báti til að
bjarga piltunum. Voru þeir orðnir
nokkuð kaldir og þrekaðir eftir
tæplega tveggja stunda dvöl á
skerinu, en hresstust er í land
kom.
Selja heröatré
á Akureyri
NÚ IIM helgina munu félagar í
Lionsklúbbnum Hæng ganga í hús á
Akureyri og selja herðatré með að-
stoð nemenda Menntaskólans á Ak-
ureyri. Mun ágóðinn renna til styrkt-
ar öldruðum.
Herðatrén verða seld í búntum,
fjögur herðatré í hverju, og kostar
50 krónur hvert búnt. Ágóðanum
verður varið til styrktar öldrun-
ardeild fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri.