Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 17
eignarhaldi á Keldnalandi, væri það betri valkostur. Einföld samþykkt i borgarstjórn nægði þá til þess að breyta fram- kvæmdaröð, að byggja fyrst á vestursvæðunum en síðan á austursvæðum. Varðandi sprungur sagði Kristján að sprungur væru í Breiðholtinu og nokkur hús stað- sett á slikum sprungum. Sagði hann að í a.m.k. einu húsi væri svo mikil hreyfing, að skipta þyrfti um glugga í því á 2ja ára fresti. Menn læri af reynslunni Næstur talaði Ólafur B. Thors (S). Hann spurði Kristján hvar hann hefði eiginlega verið þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefði kynnt stefnu sína í skipulags- málum. Hann hafði alltaf talið að byggja ætti á strandsvæðun- um, en ekki við Rauðavatn. Varðandi sprungur í Breiðholti sagði Ólafur að það væru aðeins einstök hús sem á sprungum væru, en ekki hverfið allt, eins og vera myndi við Rauðavatn. Þar yrði heilt borgarhverfi á sprungum. Og hafi menn gert mistök í Breiðholti, þá væri það minnsta sem hægt væri að ætl- ast til, að menn lærðu af reynsl- unni. Kvaðst hann ekki skilja svona málflutning. Ólafur sagði að síðustu fjögur ár væru tímabil hinna glötuðu tækifæra í skipulagsmálum borgarinnar, það væri sóun á tíma og peningum að nýta ekki þá miklu vinnu sem lögð var í skipulag strandsvæðanna. En þó snúið yrði við blaðinu nú, þá væri ei,n eftir mikil vinna enda ekki hreyft við þessu máli í fjög- ur ár. Hann kvað engan nýjan sann- ieik hafa komið fram varðandi Rauðavatnssvæðið á síðustu fjórum árum, vísindaniðurstöð- ur hefðu ekkert breyst, aðeins mat mannanna hefði breyst. Ólafur sagði að fyrir fjórum ár- um hefðu allir flokkar, aðrir en Alþýðubandalagið, verið sam- mála um kosti strandsvæðanna, Alþýðubandalagið eitt hefði ver- ið á móti og einsett sér að kom- ast að annarri niðurstöðu og inn í það samstarf hefðu Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur gengið. Menn hefðu afhent Al- þýðubandalaginu einræðisvöld í þessum málaflokki og hefðu þeir ákveðið að komast að annarri niðurstöðu en aðrir. Þetta væri hinn nakti sannleikur þessa máis. Ólafur sagði að sjálfstæðis- menn vildu hverfa til baka í skipulagsmálum, aftur til þeirr- ar ákvörðunar söm tekin var af MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ1982 17 skipulagsnefnd, um að byggja á strandsvæðunum. Sagði Ólafur að málið um ríkið og Keldur væri blásið út úr öllu valdi, og meira að segja ætti borgin nægi- legt land á þessu svæði til að hefja byggingar. Það eina sem vantaði væri viljinn. Af hverju ekki tekið mark á borgarstjóra? Næstur talaði Albert Guð- mundsson (S). Hann beindi nokkrum spurningum til borgar- stjóra og sagði jafnframt að varðandi Keldur hefði borgar- stjóri deilt við meirihlutann. Hann spurði af hverju ekki hefði verið tekið mark á borgarstjóra, þegar hann gerði tillögu um eignarnám á Keldnalandi. Al- bert óskaði upplýsinga um það hverjir hefðu verið í viðræðu- nefndinni auk borgarstjóra, sem rætt hefði um kaup borgarinnar á Keldum við ríkið. Einnig spurði Albert um að hvaða niðurstöðu nefndin hefði komist. Lögðu til eignarnám I svari borgarstjóra, Egils Skúla Ingibergssonar, kom það fram, að í nefndinni hefðu auk hans átt sæti borgarverkfræð- ingur, forstöðumaður Borgar- skipulags, skrifstofustjóri borg- arstjórnar og borgarlögmaður. Niðurstaða viðræðnanna hefði verið sú að ekki hefðu samningar tekist, en lagt hefði verið til að landið yrði tekið eignarnámi. Hins vegar hefði ekki verið úti- lokað að aðrir gætu náð betri árangri í þessu máli. Loddaraskapur í garð kjósenda Þá talaði Davíð Oddsson (S). Hann sagði að Kristján Bene- diktsson væri einn þeirra sem hefði látið Alþýðubandalagið komast upp með það að byggja ekki á strandsvæðunum. Sjálf- stæðismenn hefðu gert tillögur um að byggja ætti á því svæði, en meirihlutinn hefði komið í veg fyrir það. Því þætti það ekki trúverðugt þegar menn segðust vilja endurskoða þá afstöðu. Þá hefði Kristján Benediktsson auðvitað sleppt því að segja að hann hefði verið einn þeirra manna sem fellt hefðu tillögu borgarstjóra. Svo segði hann það í ræðu, að ekkert það hefði kom- ið fram sem gerði það að verkum að ekki ætti að byggja á Rauða- vatnssvæðinu. Svona málflutn- ingur væri svívirðilegur loddara- skapur í garð kjósenda. — ój. Gíróreikningur Kosningasjóös Sjálfstæöisflokksins er Æ ■■■ Greiöslur er hægt aö inna m ||| I^C af hendi í öllum bönkum, 171018 sparisjóöum og pósthúsum. *- Sýning á tækjum til bygginga- og verktakastarfsemi Sýnum úrval jarðvinnuvéla frá WACKER og LIFTON t.d. vibratora- bora-hamra-steinsagir og fl. og fl., ýmist bensín- loft- eða vökvadrifið. sunnudag 9. maí og mánudag 10. maí ■% Sýningarstaður er í skála við Gróðrarstöðina Mörk Stjömugróf 18 Reykjavík Opið kl. 10—12 og 14—18 báða daga. Notið tækifærið-sjáið það nýjasta-ræðið við sölumenn frá Wacker og Lifton og fáið að reyna tækin. HARALD ST. BJÖRNSSON UMB0ÐS-0G HEILDVERSLUN SÍMI 85222 1ÁGMÚLA 5 PÓSTHÓLF 887 BIIASmiNG AKUREYRI Kynnum OPE/. KADEfT - OPELASCONA - OPEL REKORD ISUZU PICKUP - /SL/ZL/TR00PER í nýjum og glæsilegum húsakynnum Véladeildar KEA viö Óseyri 2 Laugardag kl.10 -17 og sunnudag kl. 10-17 OPEL VÉLADEILD KEA ISUZU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.