Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ1982 Siðblinda skólastjór- ans í útgerðarráði BUR eftir Pál Jónsson Það er leitt til þess að vita, að kjörinn útgerðarráðsmaður Sjálfstæðisflokksins í BÚR skuli sleginn slíkri siðblindu, að hann skuli hafa tekið að sér að verja gerðir framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra fyrirtækisins, sem gerðust brotlegir í starfi. Öðru vísi verður grein Ragnars Júlíussonar skólastjóra, sem birt- Ernst Kovacic Aukatónleik- ar Tónlist- arfélagsins TÓNLISTARFÉLAGIÐ gengst fyrir aukatónleikum í Gamla bíói í dag laugardag, klukkan 14.30. Aðgöngu- miðasala verður við innganginn, seg- ir í frétt frá félaginu. Á tónleikunum leika Ernst Kov- acic, fiðluleikari og John O’Conn- or, píanóleikari og eru verk eftir Mozart, Debussy, Prokóféff og Brahms á efnisskrá. Málverka- og teppasýningu lýkur í Nor- ræna húsinu MÁLVERKA- og teppasýningu þeirra Steinþórs Marínós Gunnars- sonar og Sigrúnar Steinþórsdóttur Eggen í Norræna húsinu, lýkur i sunnudag.skvöldið næstkomandi. Þau hafa einu sinni áður verið með samsýningu en það var í FÍM-salnum. Þessi sýning þeirra í Norræna húsinu er sölusýning og að sögn aðstandenda hennar hefur hún verið fjölsótt og gengið vel. Vortónleik- ar í Njarðvík VORTÓNLEIKAR Tónlistaskóla Njarðvíkur verða haldnir í Ytri- Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 9. mai og hefjast þeir kl. 17.00. Á tónleikunum munu nemend- ur, kór, lúðrasveit og nýstofnuð strengjahljómsveit koma fram. I vetur hafa alls 125 nemendur stundað nám við skólann og hafa kennarar verið níu auk skóla- stjóra. Aðgangur að tónleikun- um er ókeypis og eru allir vel- komnir. ist í Mbl. á miðvikudaginn, ekki skilin. Sem betur fer eru skynsam- ari menn innan Sjálfstæðisflokks- ins á öðru máli en skólastjórinn. Báðir Jóorgarráðsmenn Sjálfstæð- isflokksins, sem um þetta fjölluðu, eru sammála sjónarmiðum undir- ritaðs þess efnis, að ákvarðana- taka fyrrnefndra stjórnenda BÚR hafi verið með þeim hætti, að ekki hafi verið hægt að láta þær átölu- lausar. Og það er kjarni þessa máls. Það er í samræmi við annað, að Ragnar Júlíusson skuli vera með ásakanir í garð undirritaðs vegna viðskipta Hraðfrystistöðvar Eyr- arbakka og Meitilsins í Þorláks- höfn við BÚR. Viðskipti BÚR af þessu tagi við önnur fyrirtæki hafa viðgengist árum saman og ekkert sérstaklega bundin við tvö umrædd fyrirtæki. Þau hafa verið talin hagkvæm fyrir alla aðila, og þykja sjálfsögð af þeim, sem þekkja til útgerðarmála, enda stunduð af öllum meiriháttar út- gerðarfyrirtækjum á suðvestur- horni landsins. Hann er ekki vel að sér í útgerðarmálum, sem ekki þekkir til slíkra viðskipta. Og varðandi það hver skuldar hverj- um, þá hefur það verið sitt á hvað. En þess má geta, að þegar BUR hefur lánað fisk til Hraðfrysti- stöðvarinnar á Eyrarbakka, hefur Hraðfrystistöðin ávallt náð sjálf í fiskinn og skilað honum aftur í kæligeymslur, BÚR að kostnaðar- lausu. Um viðskipti BÚR og Meit- ilsins er það að segja, að þau hóf- ust löngu áður en undirritaður tók við stjórn þess fyrirtækis, þannig, að ásakanir Ragnars Júlíussonar í þessu sem öðru eru algerlega út í hött, og honum til háðungar, að hann skuli ekki hafa gert athuga- semdir við þessi viðskipti í Út- gerðarráði, hafi hann talið þau at- hugunarverð. Það er sennilega best varðveitta 13 leyndarmál Sjálfstæðisflokksins í borgarmálum hvers vegna í ósköp- unum Ragnar Júlíusson skóla- stjóri skuli sitja í útgerðarráði BÚR fyrir hönd flokksins. í allri sögu Bæjarútgerðarinnar hefur ekki staðið meiri styr um annan útgerðarráðsmann en hann. Ekki vegna framgöngu hans í málum, sem varða hag fyrirtækisins, held- ur vegna ferðalaga á kostnað þess um allar trissur á fölskum for- sendum og skulu ferðasögur skóla- stjórans á vegum BÚR ekki tíund- aðar hér. Vilji umræddur útgerð- arráðsmaður láta taka sig alvar- lega og sýna í verki, að hann sé ábyrgur, þá ætti hann að venda kvæði sínu í kross og lýsa sig sam- mála flokksbræðrum sinum í borgarráði, sem tóku ábyrga af- stöðu í máli skrifstofustjórans og framkvæmdastjóra BÚR, eins og aðrir, sem um þetta hafa fjallað. VOLVO 340 Ný reqlugerð Ný verð 2395 4235 Farangursrými þegar aftursæti er lagt fram er 1,2 m3 Verð f rá 129.800.- með ryðvörn (5-5-82) Hjá öðrum eru gæði nýjung - hjá Volvo hefð! VOLVO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.