Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ1982 Um meðferð höfundarrétt- ar í tónlist hér og erlendis eftir Sigurð Regni Pétursson hrl. í tilefni af umræðum um inn- heimtu og úthlutun flutnings- gjalda fyrir tónlist og þá ekki síst vegna rangra hugmynda þess efn- is, að STEF ráðskist með fé rétt- hafa í svo og svo langan tíma, þyk- ir þeim, er þessar línur ritar, rétt að gera nokkra grein fyrir því, hvernig framkvæmd þessara mála er háttað hér á landi og annars staðar. Meðferð höfundarréttar í tónlist lýtur af óhjákvæmilegum ástæð- um, sérstökum reglum, sem af ýmsum orsökum eru frábrugðnar þeim, sem gilda í öðrum listgrein- um. Þessu veldur einkum hið gíf- urlega magn fluttrar tónlistar, svo og það, að fjölmargir rétthafar geta átt rétt yfir einu og sama verki, litlu eða stóru (tónhöfund- ar, textahöfundur, útsetjari, for- leggjari) og loks, að vægi verka við úthiutun er mismunandi vegna gerðar þeirra og umfangs. Af þessum ástæðum leiðir, að hrein einstaklingsbundin sjónarmið verða í ríkum mæli að víkja fyrir svokölluðum „kollektivum" sjón- armiðum, þ.e. hagsmunum hóps- ins sem heildar. Þannig má öllum augljóst vera, að hrein einstakl- ingsbundin innheimta fyrir hvern flutning væri gjörsamlega óframkvæmanleg vegna kostnað- ar, en „gegnumstreymisúthlutun" sú, sem lagt hefur verið til, að tek- in væri upp hjá STEFi, byggir í raun á þeirri óraunhæfu hug- mynd, þótt eðlilegt sé, að menn velti slíkum möguleikum fyrir sér. í þessu sambandi verður fyrst fyrir að upplýsa, að STEF er í grundvallaratriðum byggt upp og starfrækt á nákvæmlega sama hátt og hliðstæð félög í öðrum Bernarsambandslöndum. Þannig er aðalúthlutun til rétthafa fyrir flutningsrétt framkvæmd með hliðstæðum hætti og hjá STEFj- unum á Norðurlöndum og á sama tíma og þar, þ.e. einu sinni á ári eftir á. Þessi staðreynd segir sína sögu og væri framkvæmanlegt að koma þessu fyrir á einhvern ann- an og skjótvirkari hátt, er aug- ljóst, að hin erlendu systurfélög hefðu fyrir löngu tekið upp slíkar „patentlausnir", en sum þeirra hafa um 100 ára starfsreynslu að baki. Hvernig er þá uppbyggingu og starfsemi íslenska STEFsins og systurfélaga þeirra erlendis hátt- að? í sem stystu máli þannig: Til að einfalda málin og gera fram- kvæmd þeirra viðráðanlega, semja STEFin við tónlistarneytendur, s.s. útvarp, veitingahús, kvik- myndahús og aðra skemmtistaði á grundvelli svokallaðs „blanket lic- ensing" kerfis, sem felur í sér að Kosningahappdrætti Sjálfstæóisflokksins 1982 Vinsamlega geriö skil á útsendum miöum til umboösmanna utan Reykjavíkur. I Reykjavík er afgreiðsla happdrættisins í Valhöll opin alla daga frá kl. 09.00 til 22.00. Sækjum og sendum. Sími 82900. Dregiö 15* maí. 17 glæsilegir feröavinningar aö verömæti kr. 240.000. X-D - HUSGOGN HVSCA6NAH0LLIH BILDSHÖFÐA 20 110 REYKJAVÍK SÍMAR: 91-81199 81410 ekki er samið um greiðslur fyrir hvert einstakt verk, heldur um heildargreiðslu fyrir ótíltekinn og ótakmarkaðan flutning tónlistar. Greiðslur eru þá t.d. miðaðar við tiltekna prósentu af tekjum eða tilteknum tekjustofnum viðkom- andi aðila (útvarp, kvikmyndahús) eða stærð (skemmtistaðir o.fl.). I flestum tilvikum greiða neytendur gjöld sín eftir á. Tekjum STEFj- anna er safnað í sameiginlegan sjóð. Úr honum verður af eðli- legum ástæðum fyrst að greiða- skatta, uppbyggingar- og rekstr- arkostnað félaganna, en slíkan kostnað verður að sjálfsögðu að greiða jafnóðum. Nettótekjum eft- ir almanaksárið er úthlutað til rétthafa skv. alþjóðlegu punkta- kerfi, sem byggist á flutningstíðni, lengd verks og vægi eftir gerð þess og umfangi. Um þetta segir svo í 10. gr. sam- þykkta STEFs , sem staðfestar eru af menntamálaráðuneytinu: Tekjum STEFs skal varið sem hér segir: A. Af heildartekjum skal fyrst greiða opinber gjöld, ef á verða lögð, og síðan allan rekstrar- kostnað stofnunarinnar. B. Af því fé, sm þá verður eftir, skal greiða: a) 10% til varasjóðs STEFs, endurnýjunarsjóðs, menningar- og styrktarsjóðs og annarra sjóða, sem heppilegir kunna að þykja, allt eftir ákvörðun aðal- fundar STEFs. b) Það, sem þá er eftir, skiptist með þeim, er flutningsrétt eiga á verkum, sem STEF innheimt- ir gjöld fyrir, eftir þeim regl- um, sem settar verða af STEFi í samræmi við reglur hlið- stæðra stofnana í löndum Bern- arsambandsins, og má leita þar á staðfestingar Menntamála- ráðuneytisins. Gjöld innheimt fyrir flutning erlendis greiðir STEF rétthöfum á íslandi frá- dráttarlaust. Hér á landi miðast úthlutun al- farið við útvarpsdagskrá, en skráning fluttra verka utan út- varps yrði svo kostnaðarsöm, að vart yrði nokkurt fé til skipta milli rétthafa að þeim kostnaði greiddum. Af þessu leiðir, að í greiðslu til rétthafa fyrir flutt verk eru innifaldar tekjur fyrir flutning utan útvarps, þótt útvarps- flutningur sé lagður til grundvall- ar af hagkvæmnisástæðum. Þótt gjöld til STEFjanna inn- heimtist að stórum hluta eftir á og verulegar fjárhæðir séu jafnan útistandandi um áramót, er óhjá- kvæmilegt að nokkurt fé, sem hverju sinni bíður úthlutunar, safnist upp og geymist hjá félag- inu um tíma. Fé þetta er ávaxtað í innlánsstofnunum á hæstu vöxt- um, sem bætast við úthlutunar- fjárhæðir til rétthafanna. Einnig er það viðtekin venja hér sem ann- ars staðar, að þeir rétthafar, sem einhverra hagsmuna hafa að gæta að ráði, fái greiddar fjárhæðir fyrirfram upp í aðalúthlutun, og hafa nú verið festar ákveðnar relgur um það atriði að nýupptek- inni sænskri fyrirmynd. Þá er rétt að geta þess, að úthlutun fyrir út- gáfu verka á hljómplötum (fjöl- földunarrétt) er einfaldari en út- hlutun flutningsréttartekna og hefur til þessa farið fram fjórum sinnum á ári. í framhaldi af því, sem ég hefi nú sagt, vil ég sérstaklega ítreka það atriði, sem að framan er drep- ið á, en oft vill gleymast, að STEF- in verða ekki rekin kostnaðarlaust frekar en önnur hagsmunafélög. Þá er og uppbyggingar- og fjár- festingarkostnaður, sem greiða verður, verulegur, s.s. kostnaður vegna húsnæðis, innbús, tækja- búnaðar o.s.frv. Þannig er nú t.d. unnið að tölvuvæðingu innan fé- lagsins, sem óhjákvæmilega hlýt- ur að hafa verulegan stofnkostnað í för með sér. Annað mjög veiga- mikið atriði, sem menn líta gjarn- an framhjá í umræðum um þessi mál, er svo það, að STEF gætir ekki aðeins réttinda íslenskra rétthafa, heldur fer það jafnframt með hagsmunagæslu fyrir nær alla erlenda tón- og textahöfunda, þannig að fé það , sem til skipta kemur hjá félaginu, er síður en svo einvörðungu séreign íslenskra aðila, heldur fer verulegur hluti þess til útlanda, þrátt fyrir hag- stæða saminga við erlendu félögin. Að framan hefi ég reynt að skýra í sem stystu máli nokkur grunnatriði í meðferð höfundar- réttar í tónlist. Eru þær hugleið- ingar alls óskyldar því álitaefni, hversu ríka aðild höfundar léttrar tónlistar eigi að hafa að STEFi, en þó hef ég ekki farið dult með þá skoðun mína, að sú aðild eigi að vera veruleg. Ber brýna nauðsyn til, að aðilar sameinist um farsæla lausn þess máls hið bráðasta. að lokum vil ég leiðrétta mis- skilning þess efnis, að kjör léttra tónskálda hjá STEFi hafi versnað í seinni tíð. Þessu er einmitt þver- öfugt farið. Kemur hér hvoru tveggja til, að úthlutunarreglum STEFs hefur mjög verið breytt þeim í hag (úr 1:24 í 1:4) auk þess sem rauntekjur félagsins til skipta hafa vaxið mjög verulega á undanförnum árum. Þorsteinn Eggertsson i Gallerí Lækjartorg Þorsteinn Kggertsson, myndlistar- maöur, textahöfundur og auglýsinga- teiknari, opnar málverkasýningu í Gallerí Lækjartorg við enda Hafnar- strætis, laugardaginn 8. maí, kl. 14.00. Þetta er 3. einkasýning Þorsteins, en hann hefur áður sýnt tvisvar í Keflavík og tekið þátt í fjölda sam- sýninga, bæði hérlendis og erlendis. Þetta er því fyrsta einkasýning Þorsteins í höfuðborginni. Á sýningunni, sem er að hluta til yfirlitssýning, eru 36 myndir. Þar af eru 20 til sölu. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 14.00—18.00 nema fimmtudaga og sunnudaga frá kl. 14.00—22.00 og lýkur sunnudaginn 15. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.