Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 8. MAÍ1982 Árdís Þórðardóttir, rekstrarhagfræðingur: Fáein orð um skattamál Inngangur Vitringar hafa margt skrifað og skrafað um skatta. Umræðan sú hefur fylgt manninum frá ör- ófi alda. í Bókinni um veginn segir Lao-Tse: „Þjóðin þolir hungur vegna þungra skatta, sem stjórnendurnir eyða. Þetta er orsök að hungursneyð.“ Þarna kemur fram andúð ein- staklingsins á kerfinu og skiln- ingur hans á skortinum. Verð- mætin, sem stjórnendurnir eyða, þessar fjarlægu fígúrur, verða ekki jafnframt etin. Bókin um veginn á sér rætur í kínversku samfélagi fyrir u.þ.b. 2.500 árum. Við eigum samt auð- velt með að skilja þessar setn- ingar og getum, vonandi sem flest, verið sammála þeim sjón- armiðum, sem þarna birtast. Sjálfstæðisflokkurinn vill veg einstaklinganna sem mestan. I því felst að flokkurinn vill berj- ast fyrir að umsvif hins opinbera verði minni en þau nú eru. Stjórnmálamenn, sem fylkja sér í fararbroddi sjálfstæðismanna vilja sem sé draga úr umsvifum sjálfra sín sem stjórnmála- manna. Færa út verkefni til ein- staklinganna. Þetta er þver- stæðukennt í þjóðfélagi, sem dýrkar „hið opinbera" eins og við höfum gert lengstaf. Nú er mál að linni og hefjast þarf handa við að draga úr vexti hins opin- bera. Slíkt gerist að mínu viti aðeins með forystu sjálfstæð- ismanna. Þeir einir virðast hafa skilning á því, að sú stjórn er best, þar sem minnst fer fyrir stjórnendunum sjálfum, svo aft- ur sé vitnað í Bókina um veginn. I‘róun skattheimtu Við upphaf lýðveidisins tók rekstur ríkis og sveitarfélaga u.þ.b. fjórðu hverja krónu, sem við öfluðum. Umsvif hins opin- bera hafa sífellt aukist. Nú er svo komið að nærri liggur að önnur hver króna, sem við öfl- um, skoppi í gegnum ríkiskass- ann. Hvað höfum við fengið fyrir allt þetta fjármagn? Ekkert? Eitthvað? Hvað? Ýmislegt hefur gott verið gert, annað hefur far- ið miður eins og gengur. Það helsta, sem byggt hefur verið upp hér á undanförnum áratug- um, er: 1. Gott heilbrigðiskerfi, sem tryggir okkur hagstæðan samanburð meðal þjóðanna m.t.t. lífaldurs (hár), ung- barnadauða (lítill), fjölda lækna á íbúa (margir) o.s.frv. 2. Opið menntakerfi svo nú er úr sögunni að ungmenni liggi grátandi í hlaðvarpanum á haustin þegar hinir fáu út- völdu ríða suður til náms. 3. Odýr mengunarlítil orka, sem léttir okkur lífið til sjávar og sveita. 4. Drög að samgöngukerfi, sem sleit átthagafjötrana, minnk- aði landið og alheiminn svo nú fæðumst við ekki og deyj- um endiiega á sömu þúfunni. 5. Varanlegur húsakostur svo vel fer nú um landsmenn flesta. Nú kann einhver að spyrja; er þetta ekki allt gott og blessað? Er ekki best að halda áfram á þessari okkar sömu braut? Auka skattheimtuna og þá komi allt hitt, þetta góða, í kjölfarið. Slík ályktun er því miður „alger mis- skilningur". Þessi árangur byggðist á hag- vextinum. Þeirri staðreynd, að frá upphafi lýðveldisins hefur okkur tekist að auka sífellt framleiðsluna, ár frá ári. Þannig er velmegunin hér, eins og hvarvetna, runnin frá atorku einstaklinganna, auknum af- köstum þeirra. Árangurinn, sem talinn var upp hér að ofan, verð- ur þrátt fyrir skattheimtuna, en ekki vegna hennar. Ég fullyrði, að hefði hið opinbera skattlagt minna, rækju einstaklingarnir ýmsa þá þjónustu, sem Kerfið sér nú um, sé hennar yfirleitt þörf. Til að ítreka, að við verðum að fara að vinna öðruvísi en við höf- um gert hingað til, er birt hér gangskör Umsjón: Ásdís J. Rafnar Erna Hauksdóttir Kosningakaffí HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, efnir til kosningakaffis í Valhöll sunnudaginn 9. maí nk. kl. 3. Skemmtiatriði verða. Hér er kjörið tækifæri til að hitta frambjóðendur að máli og hvetjum við sjálfstæðiskonur og gesti þeirra til að fjölmenna. Árdís Þórðardóttir tafla um þróun hagvaxtar frá upphafi lýðveldisins. Aukning á vergri þjóðarfram- leiðslu frá árinu á undan (á fóstu verðlagi): 1945-1950 3,06% 1950-1960 4,34% 1960-1970 4,64% 1970-1980 4,60% Hér kemur fram að aukningin herðir ekki lengur á sér og sé aukning síðustu fimm ára skoð- uð blasir stöðnun við: 1977 6,0% 1978 3,5% 1979 4,4% 1980 2,8% 1981 1,3% 1982 0,0% (spá) Við sitjum nú svo til ein að auðæfum sjávarins umhverfis okkur. En fiskstofnarnir eru nánast fullnýttir. Það ætti að vera ljóst af þessu að nú dugar ekki lengur að sækja aukinn afla í sjó. Eigi okkur að takast að halda lífskjörum hér svipuðum og fólk býr við í nágrannalönd- unum verður að róa á önnur mið. Staðan nú I upphafi níunda áratugarins blæs þannig ekki byrlega. Áttum okkur á því, að löngu fram- þróunarskeiði er lokið. Þetta skýrist vel með dæmi. Á einni öld hefur ævin rúmlega tvöfald- ast. Meðalaldur manna um alda- mót var 32—38 ár. Nú er hann hins vegar 74—80 ár. Ekki er hægt að búast við því, að eftir eina öld þ.e. árið 2080 verði með- alævin orðin 150—160 ár, eða hvað? Hagvextinum eru sett einhver hliðstæð takmörk, þó aukningin þar hafi sýnt sig geta verið stöð- uga furðu lengi, mest vegna nýrra uppgötvana, sem byggjast á hugviti manna. Takist að byggja upp samfélag þar sem framtak einstaklinganna blómstrar er líklegt að fram- þróun geti haldið áfram, hugs- anlega endalaust. Hér hefur verið sýnt fram á að stöðnun er komin í hagvöxtinn á íslandi. Framleiðslan vex ekki jafn örugglega og hún hefur gert hingað til. Samt vex skattheimt- an enn. Nú vex hún á kostnað FJÖLDI 260-j 240- 220- I OPINBERRI ÞJÓNUSTU I OG STJÓRNSÝSLU Myndirnar eru úr: Stelna Verslunarráös islands, og birt- ar hér með góötúslegu leyti þess. HEILDAR SKATTHEIMTA Atkvæði til kvennafram- boðsins = atkvæði til Alþýðubandalagsins eftir Ásdísi J. Rafnar, lögfrœóing Á fyrstu áratugum þessarar aldar báru konur nokkrum sinn- um fram sérstaka kvennalista við kosningar til Alþingis og sveitarstjórna víðs vegar um landið. 1908 vann slíkur listi mikinn sigur í Reykjavík, — en það þarf ekki að nefna neinar tölur til að fullyrða að eftirtekj- an eða árangurinn af þeim sigri hvað varðar fjölda kvenna í bæj- ar- og síðar borgarstjórn Reykjavíkur var afskaplega rýr. En það sem skiptir fyrst og fremst máli varðandi þessi sér- framboð kvenna á fyrstu áratug- um aldarinnar er að þá voru ekki fyrir stjórnmálaflokkar eins og við þekkjum þá í dag. 1908 voru a.m.k. 16 listar bornir fram í bæjarstjórnarkosningunum, — bundnir við stéttir og hags- munasamtök. 22. maí verður kosið um það hverjir eiga að stjórna borginni næstu fjögur árin, — í raun hvort það verða sjálfstæðismenn eða vinstri menn. Þeir sem mynda núverandi meirihluta gætu rétt eins boðið fram einn sameiginlegan lista þar sem oddvitar þríeykisins hafa allir lýst yfir vilja til að halda þessu samstarfi áfram ef þeir fá um- boð kjósenda til þess. KvcnnaframboAiA er framboA kvenna yzt til vinstri V-Iistann skipa konur sem all- ar eru vinstri sinnaðar, — flestir frambjóðendur kvennafram- boðsins eru mjög vinstri sinnað- ir. Það er enginn (fyrrverandi) sjálfstæðismaður á listanum. Fyrsta sætið skipar varamaður Alþýðubandalagsins í félags- málaráði borgarinnar frá 1979. Annað sætið fyrrverandi for- maður Stúdentaráðs af lista Verðandi, — félags róttækra vinstri manna við Háskólann. Á listanum er formaður kvenfélags sósíalista og yfirlýstur stuðn- ingsmaður listans af hinu kyn- inu er formaður kommúnista- samtakanna, — ásamt fleirum (fyrrverandi?) alþýðubandalags- mönnum, sem trúa því að kvennaframboðið geti „opnað augu fólks fyrir því að líka er hægt að sameinast í baráttunni fyrir sósíalísku þjóðfélagi" svo vitnað sé í viðtal í fyrsta blaði kvennaframboðsins, bls. 16. í frásögn af fundi Alþýðu- bandalagsins um kvennafram- boð sem birt var í Þjóðviljanum 7. október í haust segir af orðum Þórhildar Þórleifsdóttur, leik- stjóra, sem skipar 4. sæti V-list- ans, um að hún sæi ekkert því til fyrirstöðu að kandidatar kvennalistans störfuðu með Al- þýðubandalaginu ef þær kæmu fulltrúum í borgarstjórn. Hvers vegna reyna aðstand- endur kvennalistans að fela það að um vinstra framboð er hér að ræða og tala aðeins um „sérmál kvenna", sérreynsluheim kvenna og það bezta úr menningu beggja kynja (?). Eru þær ekki að sigla undir fölsku flaggi til að slá ryki í augu kjósenda og höfða til kvenna sem tegundar en ekki til hugsandi einstaklinga með stjórnmálaskoðanir? Stefnuskrá kvennaframboðsins inniheldur punkta sem allir jafnréttissinn- ar geta fallist á, — en þar fyrir utan markast hún af ríkishyggju, sósíalisma. Það er m.a. talað um samfélagslega þátttöku í uppeldi barna og félagslegar lausnir í húsnæðismálum. Að mörgu leyti er stefnuskráin viðvaningslega unnin og get ég ekki látið vera að I taka þar eitt gullkorn út úr, sem er að finna í kaflanum um heil- brigðismál. Þar segir „að fræða þurfi konur um líkamsstarfsemi sína og þær breytingar sem verða á henni á ólíkum æviskeið- um“. (Mér er ljúft að minna á nýútkomna bók, Kvennafræðar- ann, sem fjallar um þetta efni, — en hvort kvennalistinn vill ráða sérstakan starfsmann hjá borginni í þetta upplýsingastarf skal ég ekki spá um.) Þeir punktar sem taka á jafn- réttismálum í stefnuskrá kvennaframboðsins taka í engu fram stefnu Sjálfstæðisflokks- ins. Einkunnarorð sjálfstæð- ismanna eru „Einstaklingsfrelsi er jafnrétti í reynd“, — og þegar þessi setning er íhuguð er vart hægt að finna mótrök við henni. Vinstri konur, — kvennafram- boðið er ykkar farvegur, en þeir sem trúa á einstaklingsfrelsið, frumkvæði einstaklinganna og athafnafrelsi eiga ekki samleið með konum V-listans. Stétt með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.