Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 27
26 - MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1982
NOKKUR STEFNUATRIÐI SJÁLFSTÆÐISMANNA
REKSTUR OG STJÓRN
BORGARINNAR
Sjálfstæðismenn leggja áherzlu á, að stjórna þarf
borginni með hagsmuni allra borgarbúa fyrir augum.
Borgin sem slík á enga sérgreinda hagsmuni, sem
hægt er að setja ofar hagsmunum borgarbúa. Stjórn
borgarinnar þarf því að vera markviss, skilvirk og
örugg en um leið eins ódýr fyrir borgarbúa og frekast
er kostur.
Sjálfstæðisflokkurinn telur nauðsynlegt °ð æðsti
stjórnandi borgarinnar hljóti vald sitt frá borgar-
búum og beri ábyrgð gagnvart þeim. Á þessu kjör-
tímabili hafa vinstri flokkarnir skipt borgar-
stjóraembættinu á milli sín, þó þannig að Alþýðu-
bandalagið hefur fengið bróðurpartinn. Það hefur
reynst mjög illa. Stjórnun hefur orðið losaraleg og
óskilvirk og bæði borgarbúum og starfsfólki er
ókunnugt um hvar valdið og ábyrgðin liggur.
Sjálfstæðisflokkurinn vill leggja niður dýrt og
þunglamalegt framkvæmdaráb borgarinnar og fela
borgarráði verkefni þess. Jafnframt vill flokkurinn
draga úr því auka skrifræði, sem orðið hefur á þessu
kjörtímabili, sem nú er liðið.
Sjálfstæðisflokkurinn átelur harðlega hve samráð
við borgarana hefur verið vanrækt á þessu kjörtíma-
bili og hve upplýsingastreymi milli þeirra og borgar-
yfirvalda hefur verið takmarkað. Nauðsynlegt er að
kynna borgarbúum rækilega mál, sem á döfinni eru,
í tíma, svo þeir geti haft tóm og tækifæri til þess að
hafa áhrif á úrslit mála. Nauðsynlegt er að borgin
skipuleggi betur en nú er almenna kynningu á starf-
semi og rekstri borgarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn telur að útgjöldin eigi að
ráðast af tekjunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því
reynt að sporna gegn sífellt auknum álögum á borg-
arbúa allt þetta kjörtímabil. Hann mun beita sér
fyrir því að sveigt verði snöggt frá þeirri skatt-
heimtustefnu sem ríkjandi hefur verið síðustu 4 árin.
Forgangsverkefni flokksins verður að lækka fast-
eignagjöld af íbúðarhúsnæði.
HEILBRIGÐISMÁL
Stefnt skal að því að koma einni heilsugæslustöð á
laggirnar árlega á næsta kjörtímabili. Fjölskyldur
sem óska eftir að sækja læknighjálp hjá heimilis-
lækni sínum áfram geti gert það meðan báðir aðilar
óska.
Það er meginmarkmið í heilbrigðismálum borgar-
búa að efla heilsugæslu utan spítala og færa þessa
þjónustu út í hverfin til fólksins.
Ljúka skal byggingu B-álmu Borgarspítalans á
sem allra stystum tíma svo að verulega fjölgi sjúkr-
arúmum, sem ætluð eru sjúkum, öldruðum Reykvík-
ingum.
Gerð verði langtíma áætlun um aðalholræsakerfi
borgarinnar í samvinnu við nágrannasveitarfélögin
þannig að hrein strönd og ómengaður sjór verði í
kringum þessi byggðarlög í framtíðinni.
ATVINNUMÁL
Það er stefna sjálfstæðismanna að atvinnurekstur-
inn sé að sem mestu leyti í höndum einstaklinga og
samtaka þeirra. Borgin á ekki að gerast beinn þáttt-
akandi í atvinnurekstrinum nema slíkt sé talið bráð-
nauðsynlegt. Borgin á hins vegar að stuðla að öflugu
og vaxandi atvinnulífi með óbeinum aðgerðum.
Sjálfstæðismenn munu beita sér fyrir því að ávallt
verði nægt framboð lóða til að svara þörfum atvinn-
ulífsins og úthlutun byggingarlóða sé í samræmi við
raunverulega þörf og verði sem jöfnust milli ára og
stuðli þannig að jafnvægi í byggingariðnaðinum.
Sjálfstæðismenn hafna íþyngjandi skattaálögum á
atvinnurekstur.
FÉLAGSMÁL
Fjölskyldan er það félag manna, sem liggur til
grundvallar félagsþroska einstaklingsins. Innan vé-
banda hennar skapast þau tilfinningatengsl, sem búa
manninn undir þátttöku í störfum samfélagsins á
víðara vettvangi. Traust staða fjölskyldunnar tryggir
best þroskavænleg uppvaxtarskilyrði fyrir börn og
unglinga, og stuðlar að því að fullnægja þörf manns-
ins fyrir ást og öryggi.
Leggja ber áherzlu á að foreldrar geti skipt með
sér uppeldisstarfi og fyrirvinnu, enda tryggir það
aukið jafnrétti og stuðlar að auknum þroskamögu-
leikum barna.
Búa þarf öldruðum aðstöðu til að dveljast sem
lengst á eigin heimilum, með aukinni heimahjúkrun
og heimilishjálp.
Laga ber vinnumarkaðinn að þörfum fjölskyldunn-
ar m.a. með því að koma á sveigjanlegum vinnutíma,
þar sem því verður við komið og stuðla að því að svo
geti orðið sem víðast. Einnig þarf að auka til muna
framboð á hlutastörfum. Hinu opinbera, sveitarfé-
lögum og ríki, ber sérstök skylda til að hafa frum-
kvæði um að bæta atvinnumöguleika foreldra með
þessum hætti. Jafnframt ber að framfylgja kröfum
um samfelldan skóladag.
Gera þarf stóraukið átak í uppbyggingu dagvist-
arheimila og gæta nauðsynlegrar fjölbreytni að því
er varðar gerð þeirra og rekstraraðild.
HÚSNÆÐISMÁL
Fullnægt verði þörfum húsbyggjenda eftir hentug-
um byggingarlóðum á hverjum tíma. Sérstaklega
verði aukin úthlutun lóða undir minni einbýlishús og
hverskonar sérbýli.
Skipulagsreglur verði gerðar sveigjanlegri þannig
að þær svari óskum einstaklinganna.
Sérhverri fjölskyldu sem óskar verði kleift að eign-
ast og búa í eigin húsnæði.
Áhersla verði lögð á að lán frá Húsnæðisstofnun
ríkisins til allra þeirra einstaklinga sem eignast íbúð
í fyrsta sinn verði aukin í 80% af kostnaðarverði,
hvort sem um er að ræða nýbyggingu eða kaup á
eldra húsnæði.
Lánstíminn verði lengdur.
Raunhæft átak verði gert í húsnæðismálum aldr-
aðra og fatlaðra. Veitt verði fé til frjálsra samtaka
húsbyggjenda og einstaklinga, sem hyggjast reisa
íbúðir, þar sem sérstakt tillit er tekið til þarfa aldr-
aðra og hreyfihamlaðra.
Auðvelda skal íbúðareigendum að endurnýja og
stækka eldra húsnæði, þannig að það svari nútíma
kröfum um stærð og þægindi.
Við úthlutun íbúða í verkamannabústöðum verði
m.a. stefnt að því að gefa þeim sem búa í leiguhús-
næði borgarinnar kost á kaupum og þeir aðstoðaðir
við að eignast eigið húsnæði.
Felit verði niður í áföngum hið ósveigjanlega
„punktakerfi" vinstri manna við úthlutun lóða.
Sérstaklega ber að taka tillit til óska og þarfa ungs
fólks við úthlutun lóða sem hefur orðið útundan
vegna punktakerfisins.
HITAVEITA
0G RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
Fjárhagvandi Hitaveitu Reykjavíkur verði leystur,
þannig að tekjurnar geti staðið undir rekstri og eðli-
legum framkvæmdum. Forðast ber lántökur nema til
sérstakra umfangsmikilla stofnframkvæmda, enda
leiða of miklar lántökur til hærra verðs, þegar til
lengdar lætur. Borgarstjórn ákveði gjaldskrá.
Rafmagnsveitu Reykjavíkur verði gert kleift að
sinna því hlutverki sínu að dreifa tiltækri raforku
með sem mestum gæðum og öryggi, en jafnframt á
sem lægstu verði. Grundvöllur þess er m.a. traustur
fjárhagur og er eðlilegt í því sambandi að tekjur
Rafmagnsveitu Reykjavíkur standi undir rekstri og
framkvæmdum við dreifiveitur. Borgarstjórn ákveði
gjaldskrá.
Endurskoða þarf reglur um verðjöfnunargjald á
raforku. Óarðbærar framkvæmdir á sviði raforku-
mála verði greiddar beint af ríkissjóði, en ekki fjár-
magnaðar með sérstakri skattlagningu á rafmagns-
verð í formi verðjöfnunargjalds.
UMHVERFISMÁL
Sjálfstæðisflokkurinn hyggst gera stórátak í
umhverfismálum borgarinnar £ næsta kjörtíma-
bili og leggur áherslu á eftirfarandi atriði:
1. Haldið verði áfram með gangstíga, hjóla- og reið-
gangnagerð milli borgarhluta og komið verði upp
trjágróðri á völdum stöðum meðfram þeim til
skjóls og prýði.
2. Árbæjarsafnið verði gert skjólsælla með gróðri og
komið verði þar upp fjölbreyttri starfsemi, sem
laðar fólk að staðnum.
3. Flýtt verði framkvæmdum við smábátahöfn við
Elliðaárvog.
4. Stórefla þarf trjárækt og bæta gróður á öllu höf-
uðborgarsvæðinu.
5. Bætt verði á ný aðstaða þeirra sem leigja græn-
metisgarða Korpúlfsstaða og í Skammadal.
6. Við þéttingu byggðar í borginni sé þess ávallt gætt
að ekki verði gengið á skipulögð útivistarsvæði.
SKIPULAGSMÁL
Meginma-kmið Sjálfstæðisflokksins í skipulags-
málum Reykjavíkur eru sem hér segir:
— að Reykjavík, sem höfuðborg landsins, haldi
áfram forystuhlutverki sínu á sviði stjórnsýslu,
viðskipta og menningar;
— að skipulagið sé sveigjanlegt þannig að það geti
tekið mið af breytilegum þörfum og óskum íbú-
anna á hverjum tíma. Þannig gefi skipulagið t.d.
möguleika til staðsetningar nýrra menningar-
stofnana innan byggðamarka borgarinnar;
— að hér geti þrifist fjölbreytt og blómlegt atvinnu-
líf sem myndi grundvöll tekjuöflunar og þjónustu
við borgarana.
Næsta byggingarsvæði verði með ströndinni í átt
að Korpúlfsstöðum í samræmi við hugmynd
aðalskipulags frá 1977 með þeim breytingum, sem
leiða af nýjum aðstæðum og breyttum forsendum.
Einnig verði horfið frá hugmyndum um að Rauða-
vatnssvæðið verði næsta byggingarsvæði. Strand-
svæðið er mun ódýrara í uppbyggingu og rekstri.
Veðurfar er þar heppilegra og náttúrufar betra. Auk
þess liggur svæðið betur við núverandi byggð. Á
þessu svæði er eini raunhæfi möguleikinn til að hægt
sé að hafa tilbúin svæði til byggingar í beinu fram-
haldi af þeim svæðum sem nú eru í undirbúningi.
Flýta þarf samningum um Keldnaland og jafnframt
gera þær ráðstafanir, sem borgin telur nauðsynlegar
til að tryggja framtíðar byggingarsvæði ef samning-
ar takast ekki.
Endurnýjun eldri hverfa. Skipulega verði byggt
upp í eldri hverfum borgarinnar með það markmið í
huga að sporna gegn fólksflótta og auka fjölbreytta
miðbæjarstarfsemi. Jafnframt verði þess gætt að
raska ekki um of svipmóti umhverfis, sem rétt er að
vernda. Fjölga þarf íbúðum í éldri hverfum borgar-
innar og þurfa reglur um framkvæmd skipulags að
stuðla að slíkri fjölgun. Auka þarf bílastæði í eldri
hverfum með sérstöku átaki. Uppbygging eldri
hverfa stuðlar að því að blása nýju lífi í hverfin auk
þess sem þá er nýtt margskonar aðstaða, sem fyrir
er, bæði lagnir og leiðslur svo og stofnanir.
ÆSKULÝÐSMÁL
Sjálfstæðisflokkurinn telur að eftirfarandi atriði
beri að hafa í huga við skipulagningu og framkvæmd
tómstundamála í borginni:
— að tómstundastörf verði þannig skipulögð að þau
þjóni öllum aldurshópum;
— að styðja beri áhugamannafélög í borgfnni með
aðstöðu og fjárveitingum;
— að skapa ófélagsbundinni æsku aðstöðu til þrosk-
andi tómstundaiðju;
— að skapa fjölskyldunni tækifæri til þess að stunda
sameiginlega tómstundaiðju;
— áð leysa verði mál fólks undir tvítugu varðandi
dansleikjahald;
— að auka fræðslu á sviði áfengis- og fíkniefnamála
og leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir í þeim
málum;
— að efla starf Útideildar og auka tengsl deildarinn-
ar við félagsmiðstöðvar og æskulýðsráð og frjáls
félagasamtök sem sinna málefnum unglinga;
— að í þeim hverfum þar sem ekki eru félagsmið-
stöðvar verði kannaðir möguleikar á samnýtingu
húsnæðis sem fyrir er (t.d. skóla, aðstöðu félaga)
til tómstundastarfs.
ÍÞRÓTTAMÁL
Sjálfstæðisflokkurinn leggur sérstaka áherslu á
eftirtalda þætti íþróttamála:
1. Ljúka byggingu bað- og búningsherbergja við
sundlaug í Laugardal.
2. Ljúka við undirbúning heildarskipulags Laugar-
dals sem íþrótta- og útivistarsvæðis.
3. Að byggja íþróttahús við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti með áhorfendasvæðum og löglegri vall-
arstærð til handknattleikskeppni.
4. Að halda áfram uppbyggingu og umbótum á skíða-
svæðum Reykvíkinga, m.a. með nothæfum vetr-
arvegum í hinum ýmsu skíðalöndum.
Aukið átak þarf til stuðnings íþróttafélaga í borg-
inni, bæði til bygginga íþróttamannvirkja og rekstr-
ar og með því að hleypa nýju lífi í framkvæmdir og
störf íþróttafélaganna. Sérstaka áherslu skal leggja
á aukna barna- og unglingastarfsemi. Þáttur keppn-
isíþrótta er stór hluti af menningarstarfi í borginni.
Gera þarf þeim íþróttafélögum, sem áhuga hafa á og
getu til að byggja og reka íþróttamannvirki, kleift að
sinna slíkum verkefnum. Til þess að slíkt beri árang-
ur telur Sjálfstæðisflokkurinn að styrkveitingar til
íþróttafélaga, vegna uppbyggingar á félagssvæðum
sínum eigi að vera á hendi íþróttaráðs Reykjavíkur á
sama hátt og nú er, vegna framkvæmda við vallar-
gerð félaganna.
MENNINGARMÁL
Reykjavík hefur forustuhlutverki að gegna á mörg-
um sviðum sem höfuðborg landsins, þ. á m. á sviði
lista, vísinda og hvers konar umhverfismótunar.
Mikilvægt er að þær menningarstofnanir sem reistar
eru og reknar í tengslum við borgina gegni hlutverki
sínu af reisn og að þeim séu sköpuð skilyrði til að
vera virkar og lifandi í starfi sínu. Jafnan sé unnið að
sérstakri byggingu fyrir lista- og menningarstarf-
semi, en aðeins einni í senn. Stuðnings borgarinnar
er þörf við hvers konar frjálsa menningarstarfsemi,
ekki síst nýjar afhafnir á sviði lista, sem eiga erfitt
uppdráttar. Borgarleikhús verði opnað 1986.