Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ1982 11 Fóstbræður halda sam- söngva í Gamla bíói KARLAKÓRINN Fóstbrædur heldur samsöngva fyrir styrktarfélaga sína dagana 11., 12-., 13. og 15. mai nk. í Gamla Bíói og hefjast þeir kl. 19.00 alla dagana nema laugardaginn 15. maí, en þá hefjast þeir kl. 16.00. Efnisskráin að þessu sinni er af- ar fjölbreytt og endurspeglar þá tónlist, er kórinn hyggst flytja í söngferð til Bandaríkjanna í haust. Á fyrri hluta efnisskrárinnar eru verk eftir Emil Thoroddsen, Jón Leifs, Sigvalda Kaldalóns, Bjarne Gjerström, Þórarin Jónsson, Gösta Hádell, Selim Palmgren, Niels-Eric Fougstedt, F.A. Reisseger og A.O. Törnudd. Síðari hluti samsöngvanna hefst með því að „Barber Shop“-kvartett, sem skipaður er 4 kórfélögum, syngur nokkur lög. Þessi tegund kvartettsöngs hefur notið vaxandi vinsælda bæði hér á landi og er- lendis síðustu ár og mun kórinn verða með slíkan kvartettsöng á efnisskrá sinni í Bandaríkjaferð- inni. Að loknum söng kvartettsins verða flutt verk eftir Herbert Hughes, Orlando di Lasso, Robert Schumann og C. Hildebrand. Sam- söngvunum lýkur með söng kórsins á fangakórnum úr óperunni Fidelio eftir Beethoven. í byrjun september mun kórinn halda vestur um haf til Bandaríkj- anna, þar sem hann mun koma fram fyrir hönd íslands við setn- ingarhátíðir norrænnar menning- arkynningar, „Scandinavia today", í borgunum Washington og Minneapolis. Kórinn mun syngja á hátíðum þessum eftir að forseti ís- lands hefur flutt setningarræður fyrir hönd þjóðhöfðingja Norður- landa. Kórinn mun einnig syngja við önnur tækifæri í tengslum við setningarhátiðirnar, m.a. á tvenn- um hátiðartónleikum í Minneapolis (Gala Concerts) með Minnesota Symphony Orchestra, undir stjórn hins kunna Neville Marriner, þar sem fram munu koma ýmsir heimsfrægir einsöngvarar. Kórinn mun halda í eigin söngferð um Bandaríkin eftir að hlutverki hans í norrænu menningardögunum lýk- ur. A samsöngvunum í Gamla Bíói mun Jónas Ingimundarson píanó- leikari og fyrrverandi söngstjóri Fóstbræðra annast undirleik. Söngstjóri Fóstbræðra er Ragn- ar Björnsson. Vortónleikar Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar VORTÓNLEIKAR Tónlistorfélags Hafnarfjarðar fara fram í dag, laug- ardaginn 8. maí, klukkan 14 í Bæjar- blói. Mikil grózka hefur verið i storf- semi skólans í vetur og hefur nem- endafjöldi verið 360. Um síðustu helgi fóru fram tón- leikar yngstu nemendanna. Fluttur var söngleikurinn „Litla ljót“ eftir sögu Viíbergs Júlíussonar við lög eftir Hauk Ágústsson. Guðrún Ásbjörnsdóttir stjórnaði flutningn- um, en þar kom fram hljómsveit skólans, einsöngvarar og mikill fjöldi ungra nemenda, sem sungu og gengu á sviðið i „halarófu" með indíánaskraut á höfði. Efni leiksins er sótt í kanadíska indíánasögu. Mikill fögnuður var meðal áheyr- enda. í dag eru svo sem fyrr segir vor- tónleikarnir og munu margir nem- endur koma þar við sögu. Skólaslit eru ráðgerð laugardaginn 15. maí á sama tíma og sama stað. Þá munu nemendur fá prófskírteini sín, en einnig munu þá koma fram lúðra- sveit skólans undir stjórn Haralds Á. Haraldssonar. Þá er einnig ráð- gert að nemendur úr hópi hinna yngstu og elztu komi fram. Kaffisala á Garðaholti Á SUNNUDAGINN kemur, 9. maí, efnir Kvenfélag Garðabæjar til sinnar árlegu kaffisölu til ágóða fyrir kirkju- sjóð sinn. Hefst kaffisalan að lokinni guðsþjónustu i Garðakirkju, sem hefst kl. 2 e.h. Kvenfélag Garðakirkju hefur ævinlega stutt kirkju sína dyggi- lega og er það von félagsmanna, að bæjarbúar fjölmenni á sunnudag- inn. Vil ég hvetja sóknarfólk og aðra til að sýna þökk sína í verki og kaupa kaffiveitingar á Garðaholti og styðja þannig hið merka starf, sem félagið vinnur á ýmsum sviðum fyrir bæjarféiagið. í vetur hefur farið fram marg- víslegt æskulýðsstarf í Garðasókn, m.a. drengja- og telpnastarf KFUM og K. Þessi félög efna til kirkjuferð- ar fyrir félaga sína og fjölskyldur þeirra og vil ég hvetja foreldra til að þakka það starf með því að sækja kirkju með börnum sínum. Einn leiðtoganna í þessu starfi, frú Anna Hugadóttir, flytur hugleið- ingu og hinn ágæti skólakór Garða- bæjar mun syngja við athöfnina undir stjórn Guðfinnu Dóru Ólafs- dóttur, en sömuleiðis syngur Garðakórinn undir stjórn organist- ans Þorvalds Björnssonar. Bragi Friðriksson lýða töpun“ sem gengur yfir þjóð vora og alla heimsbyggð- ina. Getum vér öllu lengur horft á þessa helstefnu án þess að sið- væðast og ákalla Drottinn alls- herjar um hjálp? Hjálpin kemur ekki frá heimsdrottnum. Meiri sérþekking og aukin vísindi hjálpa ekki. Hjálpin kemur frá Drottni Guði fyrir einlæga sam- bæn einstaklinga og þjóðar- heilda. Þjóð vor fær þennan bænadag til þess að sameinast í einni og sömu bæn, að Guð „láti vort láð, lýði og byggðum halda". Lotning fyrir lífi nær til alls sem anda dregur á láði og legi og í lofti. Hún nær jafnt til manna og dýra, eins til ormsins sem blómsins. Allt, sem andar- drátt hefur á sinn rétt til þess að lifa. Einungis óhjákvæmileg nauðsyn leyfir, að sú friðhelgi sé rofin, eins og t.d. atvinnan að veiða sér og öðrum til matar og viðurværis. Einn þeirra manna, sem hvað mesta lotningu hefur borið fyrir lífi, sagði: „Því að- eins má lífi granda að líf liggi við.“ (Albert Schweitzer.) Þetta er hið kristna sjónarmið allt frá því að líf verður til í móðurlífi og til endadægurs. Lifandi guðstrú byggist á því, að vér lifum Guð sem kærleiks- vilja í hjörtum vorum til alls sem horfir til góðs. Kærleikur Guðs er slíkur, að hann leggur sjálfan sig í veð fyrir eilífa vel- ferð hverrar sálar, þó að það kosti hann kvöl og kross. Maður- inn er musteri Guðs anda. „Þér eruð það musteri." (1. Kor. 3.17.) Eins og áður hefur verið ítrekað um bænadaginn, er það ósk mín, að þann dag sé guðs- þjónusta í hverri kirkju og stýri leikmaður helgistund, þar sem prestar komast ekki yfir að vera. Messuform bænadagsins gerir ráð fyrir þessu. Blessun Guðs vaki yfir þér og þeim sem þú kallar til starfa þennan dag sem alla aðra daga. Guð bænheyri þig í lífi og starfi, og blessi fjölskyldu þína og heimili. Lokaorð bréfs míns, segja það, sem ég vildi sagt hafa: „Allt sem andardrátt hefir lofi Drottin. Haleluja." (Davíðs sálm. 150.6.) .. UTRI . dief pepsi SYKURLAUST 1 1 MN VEGNA! Ertþú á réttri linu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.