Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1982 9 Umsjónarmaður Gísli Jónsson______________145. þáttur Ég var nýlega spurður um uppruna og merkingu kven- mannsnafnanna Frigg og Freyja. Nú veit ég reyndar ekki ákveðin dæmi þess að Frigg sé komið í hóp skírn- arnafna kvenna, en notað hefur það verið sem heiti á kvendýrum, svo sem hryssum og tíkum. Freyja er og ekki gamalt kvenmannsnafn. Svo hétu aðeins 11 konur 1910. Frigg er heiti höfuðgyðj- unnar, konu Óðins. Hún var hjúskapargyðja, enda nafnið af sama stofni og fjöldi ann- arra orða sem merkir ást eða vináttu. Hið tvöfalda g er komið til vegna j-hljóðsins sem varðveittist í eignarfall- inu Friggjar og reyndar var í þágufallinu upphaflega, Friggju. Þetta minnir sterk- lega á færeysku sögnina fríggja sem mér skilst að merki að biðja sér konu eða leita eftir ástum hennar. Ást og vinátta nefndist frið- ur í fyrndinni. í Hávamálum segir: Svo er friður kvenna, þeira er flátt hyggja, sem aki jó óbryddum á ísi hálum ... 110. Hér merkir friður ást, en mjög snemma, og þegar í Höfuðlausn t.d., sveigist merkingin yfir í það sem við erum vönust. Egill kvað: Beit fleinn floginn, þá var friður loginn ... Ég ætla að síðari braglína þessara tveggja merki að friðurinn, í okkar merkingu, hafi verið rofinn. Sögnin, sem geymir rót friðarorðanna, var að fría og merkti að elska. Hún breytt- ist síðar meir með svokölluð- um samdrætti í frjá, en ekki veit ég til þess, að sú sagn- mynd sé lifandi. Meðan sögn- in var enn fría, var lýsingar- háttur nútíðar af henni frí- andi, en sú orðmynd breyttist einnig með samdrætti og varð frændi. Samsvarandi orð í ensku og þýsku, friend og Freund, veiðveita frummerk- inguna. Fríður er lýsingarorðið, það sem samsvarar friður og fría. Það mun hafa þýtt sá sem er elskaður, og er þá skiljanleg sú merkingarbreyting sem orðin er. Náskyld eru einnig lýsingarorðin frýnn og frýni- legur. Frýnn mun upphaflega hafa táknað elskulegur, en síðan haft um útlit. Við hann afa vertu frýn, er kveðið við stúlku í gam- alli barnagælu: Vertu elsku- leg, vingjarnleg við hann afa þinn. Elskhugi og ástkona heita að fornu friðill og frilla. í síð- ara orðinu hefur ðl breyst í II með svokallaðri samlögun eða tillíkingu (assimilation). Seinna hafa þessi orð fengið á sig annan og verri blæ, þegar ástir hafa verið í meinum. í orðabók Jan de Vries kemur fram orðið fríi sem merkir elskhugi eða eigin- maður, og til er orðið friðgin um foreldra og börn þeirra. Stundum mætti kannski nota þetta hlýlega orð í stað fjöl- skyldunnar sem svo mjög er stagast á. Enn er þess að geta, að fjöldi mannanafna hefst eða endar á friði, svo sem Frið- geir, Friðgerður, Arnfríður, Hallfríður, Hallfreður. Og í þeim grúa kvennanafna, sem endar á -ríður, hefur f fallið brott í upphafi seinna sam- setningarliðar. Ósamsett er gyðjuheitið og kvenmanns- nafnið Fríður, samhljóða lýs- ingarorðinu. Ekkert virðist mæla því í gegn að gera Frigg að skírn- arnafni kvenna, nema þá ef væri beyging orðsins. Að fornu var hún svo: Frigg, um Frigg, frá Friggju, til Friggjar. Nú þætti mér eðlilegt að sleppa -ju-endingunni í þágu- falli, en jafn-sjálfsagt og bráðnauðsynlegt að halda eignarfallsendingunni og segja og skrifa Friggjar. Freyja var gyðja ástar og frjósemi, einnig valkyrja. Hún var dóttir Njarðar í Nóa- túnum. Hann var frjósemd- argoð, enda Vani, en hafði verið tekinn í gíslingu af Ás- um. Orðið freyja merkir sú sem ræður, og samsvarandi karlyrði, Freyr, þá að sjálf- sögðu sá sem ræður, herra. Þegar Nýja testamentið var þýtt úr grísku á gotnesku á 4. öld valdi Wulfila (Ylfill) byskup þann kostinn að nota orðið frauja um guð almáttug- an. Sýnir þetta hversu merk- ingarmikil þessi orð eru. Valdmerkingin í orðinu freyja lifir best í samsetning- unni húsfreyja: sú sem ræður húsum. Orðið flugfreyja er að sama skapi vanhugsað og út í hött, a.m.k. meðan fáar eða engar konur eru flugstjórar. Éreyja er einnig skylt orð- inu fram og tignarheitinu frú. Það er að vísu nú orðinn titill, óháður stöðu og afstöðu. María mær var að fornu oft nefnd frú, eða vor frú. Var orðið þá um hríð eins í öllum föllum, jafnvel eignarfallið var til frú, og er það eðlilegt miðað við upphaflega gerð orðsins. En seinna þótti mönnum þetta snautlegt og skeyttu ar-endingu á eignar- fallið, svo sem í líkinu við brú. Menn beina því ekki lengur bænum sínum til vorrar frú, heldur vorrar frúar. Sr. Matthías Jochumsson tákngerði íslenskar konur í gervi hinnar fögru vanadísar, Freyju Njarðardóttur. Löngu seinna lét annar Matthías eitt sitt ágæstasta ljóð heita Fósturlandsins Freyja. Þar í er þetta: kona sem bíður ævikvöldsins virt og elskuð um seinan lítur til baka sér unga stúlku með mjúkt flaksandi hár brosandi augnsólir minna á slitur orða: brámáni skein brúna ... kona sem ung var gefin njáli og gengur með honum úr einum eldi í annan, þessum taðskegglingi, býr hálfa öld með einhverjum karlhrúti sem var settur á fyrir agalegan misskilning; kona sem er umfram allt þvímiður og guðisélof kona. Bridgu Arnór Ragnarsson Bridgefélag kvenna Eftir þrjár umferðir í para- keppninni er staða efstu para þessi: Ester — Jón 572 Erla — Gunnar 568 Dúa — Jón 558 Halla — Jóhann 558 Steinunn — Agnar 556 Ragna — Ólafur 553 Guðríður — Sveinn 550 Nanna — Sigurður 537 Sumarbridge í Reykjavík Bridgesamband Reykjavíkur mun að vanda standa fyrir spila- mennsku á fimmtudagskvöldum í sumar. Fyrsta spilakvöldið verður 13. maí í Domus Medica. Síðan verður aftur spilað í Dom- us Medica þann 20. maí, en eftir það verður spilað í Hótel Heklu. Keppnisstjórn verður í höndum bræðranna Hermanns og Ólafs Lárussona. Byrjað verður stundvíslega kl. 19.30. Bridgefélag Breiðholts Sl. þriðjudag var síðasta spila- kvöld vetrarins og var spilaður léttur rúbertubridge. llrslit uróu þessi: stig Anton Gunnarsson — Friðjón Þórhallsson 36 Leifur Karlsson — Axel Lárusson 20 Helgi Skúlason — Kjartan Kristófersson 15 Stjórn félagsins vonast til að sjá féiagana hressa og káta á hausti komanda. Jafnframt er dagblöðunum þakkaður frétta- flutningur frá keppni vetrarins og vonast til að samstarfið haldi áfram. Bridgefélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 3. maí lauk tveggja kvölda hraðsveitakeppni BH. Hæsta skor annað kvöldið: stig Aðalsteinn Jörgensen 258 Kristófer Magnússon 243 Sævar Magnússon 228 Stefán Pálsson 224 Meðalskor 216 IJrslit urðu: Aðalsteinn Jörgensen 506 Kristófer Magnússon 465 Sævar Magnússon 452 Stefán Pálsson 448 Meðalskor 432 Sveit Aðalsteins vann með yf- irburðum, þ.e. tók hæstu skor bæði kvöldin. í sveitinni spiluðu auk Aðalsteins, Ásgeir P. Ás- björnsson, Rúnar Magnússon og Þorlákur Jónsson. MHOU Fasteignasala — Bankastræti 294553l,nur Opið í dag 4RA HERB. ÍBÚÐIR Vesturberg. 117 fm á jarö- hæð. Hraunbær. 110 fm á 2. hæö. stór stofa, ákveðið í sölu. Safamýri 117 fm á 4. hæð. Sér hiti. Stórar svalir. Ákveðin sala. Grettisgata 100 fm á 3. hæð. Laugavegur. Hæö og ris meö sér inngangi í tvíbýli. írabakki. 105 fm á 3. hæö. Til afh. fljótlega. Útb. 660 þús. 3JA HERB. ÍBÚÐIR Asparfell. 87 fm á 7. hæö. Austurberg. 92 fm meö bíl- skúr. Bárugata. 65 fm i kjallara. Hverfisgata 100 fm á jarö- hæð. Fífuhvammsvegur. 3ja herb. með bilskúr. Einarsnes. 3ja herb. 70 fm íbúð á jarðhæð. Sér inngang- ur. Verð 580 þús. Mosgeröi 67 fm ris. Álfhólsvegur góð 82 fm á 1. hæð. Útsýni. Verð 800 þús. Nökkvavogur. 3ja herb. m. bílskúr. Rúmgóö íbúö á 2. hæð í tvíbýlishúsi. Ljósheimar. 85 fm íbúö á 8. hæð. Verð 800—820 þús. Digranesvegur, Kóp. 85 fm nýleg íbúö á jaröhæö í þríbýl- ishúsi. Sér innpangur. Verö 850—900 þús. Akveðin sala. Háaleitisbraut. 90 fm íbúö á 4. hæð. Bílskúrsréttur. Verð 880 þús. Ákveöin sala. 2JA HERB. ÍBÚÐIR Hverfisgata. 55 fm á 2. hæð. Hörðaland. 55 fm íbúö á 1. hæð. Eign í sérflokki. Smyrilshólar. 50 fm á jarö- hæð. Verð 580 þús. Njálsgata. 55 fm m. sér inn- gangi. EINST AKLINGSÍBÚÐIR Grundarstígur 30 fm á 2. hæð, ósamþykkt. Laus fljót- lega. Þangbakki. 50 fm íbúö á 7. hæð. Stórt kjúklingabú á Suður- landi 700 fm hús og íbúðar- hús. Jóhann Davíösson, sölustjóri. Sveinn Rúnarsson. Friörik Stefánsson, viöskiptafr. 28611 Einiteigur — Mosfellssv. Einbýlishús á einni hæð með 40 fm bílskúr. Vandað hús, góö lóð. Ásbúö — Garöabæ Einbýlishús ásamt bílskúr á byggingarstigi, aö hluta íbúö- arhæft. Teikningar á skrifstof- unni. Melabraut — Seltjarnarnesi 4ra—5 herb. 115 fm íbúð á jarðhæö í steinhúsi. Suðursval- ir. Austurberg 4ra herb. 100 fm íbúð á 2. hæð. Suöursvalir. Getur losnað fljót- lega. Markland 2ja herb. 55 fm íbúð á jarðhæö. Sér garöur. Smyrilshólar Falleg 2ja herb. 50 fm ibúö á jarðhæð. Vallartröö — Kóp. 2ja herb. 65 fm vönduö íbúð í kjallara í parhúsi. Bergstaðastræti 3ja herb. 75 fm íbúð á 2. hæð í steinhúsi. Endurnýjuö að hluta. Grettisgata 3ja herb. 90 fm risíbúö á 4. hæö í blokk. ibúöin er undir súð, en mjög skemmtileg. Þrastarskógur — sumarbústaöur Ekki alveg fullfrágenginn. Sumarbústaöaland — 1200 fm Sauóárkrókur Nýtt einbylishús ásamt tvöföld- um bílskúr. Grundarfjöröur Húsgrunnur undir einbýlishús. HÚS OG EIGNIR Bankastræti 6 Lúóvík Gizurarson hrl., kvöldsími 17677. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Þorlákshöfn Einbýlishús, raöhús og 3ja herb. íbúð. Raöhús í byggingu. Þorsteinn Garöarsson viöskiptafræóingur. Kvöld- og helgarsími 99-3834. Vesturbær Skerjafjörður sunnan flugvallar I. Upplýsingar í síma 35408 fiT |iik1 , fí Kl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.