Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ1982 29 Næringarbyltingin Eftir dr. Jón Óttar Raffnarsson dósent Næringarfræði heitir sú vísinda- grein sem fjallar um næringarefni fæðunnar og tengsl þeirra við heilbrigði manna og dýra. Á þessari öld hafa orðið slíkar framfarir á þessu sviði, að hik- laust má líkja við byltingu. Má segja, að mestöll þekking okkar á næringarfræði hafi komið fram á síðustu 100 árum. Um síðustu aldmót var það ennþá viðtekin skoðun að fæðan þjónaði einungis því hlutverki að vera orkugjafi (eldsneyti) og byggingar- efni fyrir mannslikamann. Það var ekki fyrr en árið 1912 að vítamínkenningin var sett fram. Þótti það furðulegur boðskapur að í matnum væru snefilefni sem maðurinn gæti ekki lifað án. Áhugi á næringarfræði Áhugi íslendinga á næringar- fræði hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Æ fleiri gera sér ljóst hvaða meginreglum þarf að fylgja til þess að stuðla að vel- líðan og betri heilsu. Því miður úir og grúir þó enn af bábyljum í sambandi við matar- æði. Nær daglega berast fregnir af „nýjustu uppgötvunum" vísinda- manna í blöðum og tímaritum er snerta þetta svið. En hvað sem blaðamenn og fjöl- miðlar segja, ríkir sæmileg eining meðal matvæla- og næringarfræð- inga, þegar rætt er um hvað sé skynsamlegt mataræði og hvað ekki. Ráðleggingar um rétt fæðuval byggjast á því, eins og flestum mun nú kunnugt, að auka neyslu á grófu korni, garðávöxtum og mögrum dýraafurðum en draga úr neyslu á sykri, fitu og salti. En þeir eru æ fleiri sem láta þennan einfalda boðskap ekki nægja. Þeir vilja sjálfir skyggnast undir yfirborðið, læra undirstöðu- atriði næringarfræðinnar og hag- nýta fyrir sjálfan sig. Þessi þróun er af hinu góða. Þegar til kastanna kemur, er ekk- ert sem jafnast á við að hafa sjálf- ur víðtæka þekkingu á næringar- og heilsufræði og geta beitt henni í eigin þágu. Því miður henta blaðagreinar illa til þess að fjalla um grundvall- aratriði í vísindum. Engu að síður langar mig til að koma inn á nokk- ur atriði í þessum fræðum. Það sem allir þyrftu að vita Það fyrsta sem máli skiptir, er að við þurfum að fá yfir 40 nær- ingarefni úr fæðunni. Skortur á einu einasta þessara efna getur leitt til heilsubrests eða jafnvel dauða. Nauðsynleg efni úr fæðunni skiptast í þrjá meginflokka: Orkuefni, bætiefni og trefjaefni. í hverjum þessara flokka eru fleiri eða færri næringarefni. Jón Óttar Ragnarsson Orkuefnin eru auðvitað elds- neyti mannslíkamans. Líkaminn stillir fæðuþörfina eftir orkunotk- un á svipaðan hátt og við högum bensínnotkun á bílinn eftir akst- ursþörf. Baetiefnin spanna öll vítamín og nauðsynleg steinefni. Þessi efni eru ekki orkuefni heldur hafa önn- ur áhrif á líkamsstarfsemina, t.d. sem byggingarefni. Trefjaefnin eru ekki næringar- efni í eiginlegum skilningi. Þau verða að burðarefnum hægðanna og því nauðsynleg til þess að halda meltingarfærum í eðlilegu ástandi. Það er ótrúlegt en satt, að það eru ekki nema um 200 ár síðan hlutverk orkuefnanna var upp- götvað, 70 ár síðan vítamín komu til sögú’nnar og fáein ár síðan mik- ilvægi trefjaefna varð Ijóst. Hlutverk næringarefnanna í líkamanum er fyrst og fremst þrenns konar, þ.e. ýmist eru þau eldsneyti eða orkugjafi, byggingar- efni eða það sem kalla mætt.i starfsefni. Byggingarefiii Barn, sem vegur 3 kíló við fæð- ingu, getur orðið 60 kíló um tví- lugt. Hvernig getur líkamsþung- inn tvítugfaldast á svona skömm- um tíma? Svarið er auðvitað að í fæðunni eru efni sem verða eftir í líkaman- um, þ.e. byggingarefni sém eru notuð til þess að búa til bein, vöðva og aðra vefi og líffæri. Allir vöðvar og líffæri eru að mestu úr hvítu (pr óteini). Til þess að byggja þessa vefi upp á vaxt- arskeiði þarf því allstóra skammta af hvítu á degi hverjum. Bein og tennur og aðrir stoðvef- ir eru að miklu leyti úr kalki og fosfór. Þessi tvö steinefni ásamt minna magni annarra efna (t.d. flúors) þurfa einnig að koma úr fæðunni. En það er ekki nóg að fá bygg- ingarefnin á vaxtarskeiði. Þegar einstaklingurinn er orðinn full- vaxinn, þarf hann eftir sem áður að fá þessi efni (í minni skömmt- um) til viðhalds vefjunum. Eldsneyti Öfugt við bílvélina sem aðeins brennur einni gerð eldsneytis er mannslíkaminn gerður fyrir FÆDA OG HEILBRIGDI margs konar orkugjafa. Eru þeir mikilvægustu þrír: Kolvetni, fita og hvíta. Alls þarf fullorðinn maður um það bil hálft kíló af orkuefnum á dag. Til viðbótar þarf hann 1—2 lítra af vatni, þ.e. alls um 1,5—2,5 kíló af mat og drykk á dag. Ef við borðum meira af orkuefn- um en við höfum þörf fyrir, bréyt- ast þau í fitu sem safnast fyrir í forðavefjum. Gildir einu hvort það eru kolvetni, fita eða hvíta. Fjórða algenga orkuefnið er vín- andi. Hann getur aðeins brunnið í lifrinni og nýtist aðeins að litlu leyti til fitusöfnunar. Sést það m.a. á því hvað áfengissjúklingar eru oft grannir. Starfsefni Til viðbótar við orkugjafa og byggingarefni þurfum við ýmis efni sem eru nauðsynleg fyrir starfsemi frumanna í líkamanum. Mætti kalla þau einu nafni starfs- efni. Stærsti flokkurinn í þessum hópi eru bætiefnin. I honum eru vítamínin og nauðsynleg steinefni. Eru vítamínin a.m.k. 9 talsins og steinefnin a.m.k. 20. Trefjaefni mætti einnig telja til þessa flokks. Trefjaefni eru í öllu grófmeti úr jurtaríkinu, einkum þó og sér í lagi í grófu korni, hveitiklíði, svo og í hörðu græn- meti. KYNNING í DAG FRÁ KL. 10-17 BILAKYNNING í DAG FRÁ KL. 10-17 OGÁ MORGUN FRÁ KL. 13-18. Kynnum í hinu nýja 700 m2 húsnæði Varahlutadeildar TOYOTABÍLA ÁRGERÐIR 1982 TOYOTA UMBOÐIÐ NYBYLAVEGI8 KÓPAVOGI P. SAMÚELSSON & CO. HF. SIMI 44144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.