Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ1982
BMW 518
reynsluekið
— Stöðugur á vegi
— Rými er gott í bílnum
— Snöggur í lægri gírunum,
en þyngist síðan
— Frágangur góður
BMW VERKSMIÐJURNAR kynntu síðastó haust nýja 5-línu, en hún
halði þá verið lítt breytt um sjö ára skeið og mönnum fannst þvi fyllilega
tími til kominn að sjá einhverjar breytingar. Nýi bíllinn vakti athygli fyrir
smekklegt útlit, þótt breytingarnar hafi ekki verið byltingarkenndar.
Breytingar á útliti reyndust þær helztór, að bíllinn hefur fengið nýtt útlit
að framan og afturendanum hefur verið lyft litilsháttór. Hefur bíllinn
fyrir vikið fengið nokkru rennilegra útlit og vindstuðullinn er nokkru
betri en á gamla bílnum. Þá má nefna, að hannað var nýtt mælaborð og
fjöðrun bílsins hefur verið breytt til
Fyrir skömmu síðan reynsluók
ég hílnum við ýmsar aðstæður,
þ.e. í bæjarakstri og úti á landi
og þegar á heildina er litið er
ekki annað hægt að segja, en
bíllinn fái ágætiseinkunn. Maður
skyldi ætla, að bíll eins og BMW
518 væri þunglamalegur, enda er
hann sá bíll 5-línunnar, sem
knúinn er kraftminnstu vélinni,
cn svo reyndist ekki vera. Áður
en lengra er haldið má geta þess,
að 5-línan frá BMW inniheldur
fjórar mismunandi útfærslur,
þ.e. 518, 520i, 525i og 528i, en hér
á landi hefur mest verið selt af
518 og 520i.
Bíllinn, sem ég reynsluók var í
„standard" útfærslu, nema hvað
í honum var vökvastýri, sem
þarf að panta sérstaklega í 518,
en er hins vegar í hinum bílun-
um. Menn greinir nokkuð á um
nauðsyn þess, að búa 5-línunna
vökvastýri, en ég er þeirrar
skoðunar, að það sé til mikilla
bóta. Það er hins vegar óþarfi að
búa minni bílana, þ.e. 3-línuna
með vökvastýri.
Bíllinn reyndist vera mjög
stöðugur á vegi, hvort heldur var
á malbikinu innanbæjar, eða þá
á holóttum malarvegum utan-
bæjar. Það kom mér reyndar á
óvart hversu stöðugur hann var
á mölinni, þegar höfð er hliðsjón
af því, að þessir bílar eru byggð-
ir fyrir þýzkar hraðbrautir, en
ekki „óbyggðavegi" uppi á ís-
landi. Bíllinn er fremur stífur og
sveigist því lítið til t.d. í beygj-
um, eins og algengt er með
marga bíla. Það er mikill kostur
i innanbæjarakstri, að vera ekki
stöðugt á ferð og flugi undir
stýri, eins og maður óneitanlega
er í mörgum bílum.
Ef byrjað er á byrjuninni, þá
er tiltölulega gott að komast inn
í oílinn, sem er fjögurra dyra,
hvort heldur er fram í, eða aftur
í. Hurðirnar falla mjög þétt og
vel að stöfum. Rými það sem
ökumanninum er ætlað er gott
og það sama má ennfremur
segja um farþegana, hvort held-
ur er frammi í, eða aftur í. Nú,
hins betra.
eins og ég sagði eru framsætin
mjög vel úr garði gerð og hefur
verksmiðjan fengið sérstaka við-
urkenningu Félags þýzkra bif-
reiðaeigenda fyrir þau. Aftur-
sætin í 518 bilnum eru hins veg-
ar ósköp venjuleg, þ.e. um er að
ræða bekk, sem er upphleyptur í
miðju til að auka eitthvað á
þægindin. Hins vegar eru hinir
bílarnir í línunni með tvískipt
aftursæti, sem er mun þægi-
legra, svokölluðu „buket-sæti“.
Persónulega hefði mér fundist,
að framleiðandinn hefði ekki átt
að framkalla þennan litla sparn-
að á kostnað hinna miklu þæg-
inda, sem óneitanlega eru því
samfara, að vera í skiptum sæt-
um, enda nýtist sætið illa fyrir
þrjá fullorðna vegna upphleyp-
ingarinnar í miðið. Billinn kem-
ur með öryggisbeltum fyrir
fjóra, þ.e. tvö frammi í og tvö
aftur í. Beltunum fyrir ökumann
og farþega frammi í er hagan-
lega komið fyrir og þægilegt að
spenna þau á sig, en hins vegar
eru beltin aftur í ekki eins þægi-
leg viðfangs og af þeim sökum
ólíklegt að þeir sem aftur í sitja
noti þau.
Rými er gott í bílnum, bæði
frammi í og aftur í fyrir stóra
menn, en það sem helzt mætti
finna að, er að benzínfótur öku-
mannsins iiggur kannski heldur
mikið utan í „kassanum" milli
framsætanna. Það er þó alls ekki
til neinna stórvandræða. Það
kemur í ljós við athugun, að
rými fyrir farþega aftur í er
óvenjulega mikið, þannig að fæt-
ur manns vel yfir meðalhæð
koma alls ekkert nálægt fram-
sætunum í eðlilegri stellingu.
Armpúðar á framhurðum eru
ágætir og þeir passa vel fyrir
undirritaðan, en eru sjálfsagt
heldur hátt uppi fyrir meðal-
stóra menn og minni. Sömu sögu
er reyndar að segja.af púðunum
aftur í. Höfuðpúða á framsætum
er auðvelt að stilla eftir óskum
hvers og eins og hægt er að sér-
panta púða á aftursæti 518 bíls-
ins. Þeir koma hins vegar með
Gott rými er fyrir farþega aftur í.
BMW 518.
Ljósniyndir Mbl. Kristján.
Bílar
Jóhannes Tómasson
Sighvatur Blöndahl
dýrari bílunum.
BMW-verksmiðjurnar hafa
löngum verið þekkiar fyrir, að
koma stjórntækjum bílsins vel
fyrir, þ.e. þægilegt sé fyrir öku-
manninn að athafna sig og á þvi
er engin breyting í hinni nýju
5-línu. Mælaborðið er byggt í
boga í kringum stýrið, þannig að
handhægt er að ná til stjórn-
tækja í jaðri borðsins, eins og
t.d. miðstöðvarinnar, sem er á
hægri væng borðsins. Mér finnst
hins vegar staðsetning og hönn-
un aðalljósarofans ekki nægilega
góð. Hann er tiltölulega langt
frá stýrinu á vinstri væng borðs-
ins og hann er að mínu mati ekki
nægilega stór til að grípa í hann.
Um stefnuljósarofa, sem í er
skiptari milli háu og lágu ljós-
anna, og þurrkurofann er það að
segja, að þeim er mjög vel fyrir
komið í hæfilegri fjarlægð frá
stýrinu. Þá má geta þess, að yfir-
sýn yfir mæla borðsins er góð.
Maður þarf ekki að breyta neitt
um stellingu til þess, að sjá á þá.
Flautan er í fjórum örmum stýr-
ishjólsins og þarf létt áslag á
hana og hljómurinn er hvellur
og ætti ekki að fara fram hjá
neinum.
Bíllinn, sem ég reynsluók var
fjögurra gíra beinskiptur, en síð-
an er hægt að fá bílinn bæði 5
gíra og sjálfskiptan, þriggja
gíra, eftir séróskum hvers og
eins. Gírstöngin er vel staðsett
hvað fjarlægð varðar og við
akstur kom í Ijós, að skiptingin
er að mörgu leyti mjög skemmti-
leg. Það er stutt milli gíra og létt
að færa á milli. Þegar ég fór að
aka bílnum kom í Ijós, að gírarn-
ir eru „mjög mismunandi
skemmtilegir". 1. gír virkar
nokkuð vel og er bíllinn ágæt-
lega snöggur upp, en 2. gír er
hins vegar sá gír, sem virkar
bezt og kom það mér reyndar
töluvert á óvart hversu vel er
hægt að keyra bílinn upp í þeim
gír. Það er t.d. mjög þægilegt að
nota 2. gír ef maður þarf að
„skjótast" í innanbæjarumferð-
inni. Það er í raun ekkert
tiltökumál, að aka bílnum upp í
80—90 km hraða í 2. gír. Um 3.
gírinn er það að segja, að hann
virkar vel á tiltölulega miklum
Breyttur framendi..
BMW 518
Framleiðandi: BMW Munchen, Vestur-Þýzkaland
llmboðsmaður: Kristinn Guðnason hf.
A fgreiðslu frestur: Til á lager
Verð: 180.000,-
Aukahlutir:
— Sjálfskipting 14.000,-
— Vökvastýri 10.000,-
— Sanseraður litur 8.100,-
— Brúnt gler 1.750,-
— Grænt gler 3.400,-
— Hægri spegill 1.650,-
— 5 gíra kassi 7.800,-
— Sóllúga 10.800,-
— Læst mismunadrif 6.800,-
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
Lengd: 4.620 mm
Breidd: 1.700 mm
Hæð: 1.415 mm
Lengd milli hjóla: 2.625 mm
Eigin þyngd: 1.160 kg
Hleðsla: 510 kg
Farangursrými: 640 lítrar
Fjöldi cylindra: 4
Rúmtók: 1.766 kúbiksentimetrar
Hestöfl: 66 DIN kw (90 bhp) miðað við 4.000 snún.
Kæling: Vatnskæld
Hámarkshraði: 164 km/ klukkustund
Timi í 100 km/ klsL: 14.0 sekúndur
Eyðsla/ 90 km/ klst: 7,0 lítrar á 100 km
Eyðsla/ 120 km/ klst.: 9,5 lítrar á 100 km
Eyðsla/ bæjarumferð: 11,1 lítri á 100 km
Gírkassi: 4ra gíra / I - 3.764 / II - 2.043 / III -
1.320/ IV - 1,0/ A - 4.096
Fjöðrun: Sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli
Bremsur: Diskabremsur að framan og aftan
Hjólbarðar: 14 tommur / 5'AJxl4/ 175 SR 14
hraða þ.e.a.s. kannski frá 80 km
hraða og upp úr, en bíllinn miss-
ir hins vegar nokkuð niður hraða
í 3. gír um leið og ekið er eitt-
hvað hægar. Það sama má
reyndar segja um 4. gír, sem
virkar vel á miklum hraða, en
um leið og hraðinn minnkar, eða
bíllinn fer að erfiða eitthvað, þá
verður bíllinn fremur þungur.
Það verður hins vegar ekki sagt,
þegar á heildina er litið, að bíll-
inn sé þunglamalegur. Hann er í
raun furðusprækur af þetta stór-
um bíl að vera, með þetta litla
vél, auk þess sem aksturseigin-
leikarnir eru mjög góðir eins og
ég sagði áður. Maður finnur
mjög lítið fyrir hraðanum í bíln-
um, jafnvel þótt ekið sé á „ólög-
legum" hraða, en það er eins gott
að fara ekki lengra út í þá sálma.
Verksmiðjurnar gefa upp 164 km
hámarkshraða á klukkustund, en
ég hef þá trú, að á hraðbrautum
Vestur-Þýzkalands megi auð-
veldlega aka bílnum hraðar og
hef ég reyndar orðið vitni af því,
en það skiptir okkur hér á ís-
landi að vísu engu máli.
Almennt um bilinn má segja,
að allur frágangur sé góður,
reyndar eins og maður á að venj-
ast frá þýzku framleiðendunum.
Að mínu mati fær maður í BMW
518 vandaðan, skemmtilegan bíl,
á tiltölulega skaplegu verði, sé
miðað við það sem gengur og
gerist á markaðnum hér á landi.
Það má að vísu ekki gleyma þvi,
að gengisþróun hér á landi síð-
ustó misserin hefur gert það að
verkum, að þýzkir og sænskir
bílar hafa orðið mun samkeppn-
ishæfari i verði, en áður var. Það
er því ógerlegt að spá í framtíð-
ina hvað það varðar
— sb.
Hið nýja mælaborð 5-línunnar.