Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ1982 35 þess að aflafé einstaklinganna minnkar. Enda er nú svo komið að nýsköpun einstaklinganna er nánast engin. Einstaklingarnir hafa ekki lengur bolmagn til að leggja aflafé sitt í atvinnutæki. Þeir skapa ekki atvinnutækifæri nú, það ætlar hið opinbera sér að gera. Alþingi svipar orðið til stjórn- ar meðalstórs fyrirtækis úti í heimi þar sem m.a. arði er ráð- stafað í arðbærar fjárfestingar. Gallinn er bara sá, að arðurinn er skatturinn, þinn og minn, og arð- semi fjárfestinganna mælist í at- kvæðum. Þegar ástandið er orðið svona ruglað og skekkt þarf að breyta um stefnu. Framtíðarhorfur Nú þurfum við að snúa af þessari ríkisforsjálnisleið, sem öll vandamál hefur átt að ieysa, en hefur í raun leitt okkur á villigötur. Vegvísar villigatn- anna blasa við: — Hagvöxturinn, nauðsynlegur hvati framfara, hefur stöðvast. — Nýsköpun atvinnulífs á nú að gerast með stjórnvaldsaðgerð- um sbr. essin öll. — Skattpíningin er farin að lama atorkusemi einstakl- inganna. Hér eru nóg ónýtt tækifæri fyrir hugmyndaríka athafna- menn. Þeir þurfa að fá á ný ráðstöfunarrétt yfir aflafé sínu. Þá myndu örugglega einhverjir þeirra sjá sér og sínum hag í því að setja fjármagnið (sem ella hefði skoppað í gegnum ríkis- kassann) í atvinnutæki. Við þurfum ekki að líða hung- ursneyð vegna skatta, sem stjórnendurnir eyða. Við getum skipt um stjórnendur og valið okkur þá, sem eyða minna. Þá, sem treysta okkur sjálfum til þess að vinna skynsamlega við verðmætasköpun. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins til sveitarstjórna í vor lofa ekki auknum umsvifum, með auknum sköttum. Þeir vilja að þú fáir aukna hlutdeild í afla- fé þínu. Þeir vilja láta einstakl- ingana sem mest í friði, vegna þess að þeir hafa þá bjargföstu trú, að hagsæid okkar, mín og þín, sé best tryggð af okkur sjálfum. Séu hugsanir þínar hliðstæðar þeim, sem ég hef sett fram í þessu greinarkorni, er valið auð- velt í vor. Við kjósum hvarvetna fulltrúa Sjáifstæðisflokksins, og þá er von til að breytt verði um stefnu. Kjósum einn samstilltan flokk til ábyrgðar. stétt, — en ekki konur gegn körl- um eða forréttindi einnar stéttar fram yfir aðra. Sjálfstæðismenn hafna stöðugt aukinni miðstýr- ingu, óhóflegri skattaánauð og síauknum hlut ríkisvaldsins á öllum sviðum, sem er á kostnað einstaklingsins og athafnafrelsis hans. I Tryggjum Katrínu . Fjeldsted inni í borgarstjórn Lista sjálfstæðismanna skipa margar konur, — og eins og einn maður sagði þá tökum við gæðin fram yfir magnið og styðjum þá einstaklinga sem við treystum til að hafa áhrif innan borgar- stjórnarflokksins. Ef það á að höfða til kvenna eingöngu þá hlýtur það að skipta meira máli að fá fleiri konur inn í fjöiskip- aðan og öflugan borgarstjórnar- flokk, — þar sem áhrif þeirra eru mikil, heldur en óþekkta stærð kvennaframboðsins, sem setur sósíalisma á oddinn. Konur — kjósum D-listann, — ef at- kvæðið fer á lista kvennafram- boðsins verður gildi þess það sama og að kjósa áframhaldandi yfirráð Alþýðubandaiagsins í Reykjavík næstu fjögur árin. Tryggjum Katrínu Fjéldsted inni í borgarstjórn, — látum ekki sósíalista af V-listanum fella konuna í baráttusæti Sjálfstæðisflokksins 22. maí. Afmæltskveðja: Hulda Dagmar Gunnarsdóttir Sjötíu ára afmæli á í dag, 8. maí, Huida Dagmar Gunnarsdótt- ir, Gautlandi 11. Hún hefur búið hér í Reykjavík alla sína ævi, utan þriggja ára er hún dvaldist í Kaupmannahöfn, hjá móður sinni Guðbjörgu Kristófersdóttur, en til hennar fluttist hún, þegar hún var 14 ára. Er Hulda kom aftur til íslands, hóf hún störf hjá Smjörlíkisgerð- inni Svaninum, hjá því fyrirtæki vann hún í 12 ár, þar af í 3 ár við akstur og dreifingu smjörlíkis til verzlana í Reykjavík. Farartækið var litli Svanur, en það var sjö hestafla Austin-bifreið, sem hafði mynd af Svani á afturhurðinni og skrásetningarnúmerið RE 966. Hulda hefur þetta númer enn í dag á bifreið sinni, utan þess að E-ið var tekið burt eins og flestir vita. Reykjavík var ekki stór borg í þá daga, það vakti að vonum mikla athygli, að ung kona, aðeins 18 ára, hefði bifreiðaakstur að at- vinnu. Flestir kaupmenn, er verzl- uðu hér í bæ um þessar mundir, muna eflaust eftir Huldu í þessu starfi. Faðir Huldu er Gunnar Ólafs- son, bifreiðakennari, og kenndi hann dóttur sinni að aka bíl, strax er hún hafði aldur til. Hulda hefur því ekið bifreið óslitið í fimmtíu og eitt ár og gæti það verið afmæli út af fyrir sig. Er Hulda hætti störfum hjá Svaninum hóf hún störf hjá föð- urbróður sínum, Ásbirni Ólafssyni stórkaupmanni, og hefur unnið þar óslitið síðan árið 1942 og á því 40 ára starfsafmæli á þessu ári. Hulda hefur gegnt margskonar störfum fyrir Ásbjörn og hans fyrirtæki og leyst þau öll af hendi með sérstakri trúmennsku og samviskusemi, sem ég undirritað- ur get borið um, því við Hulda höf- um unnið saman síðastliðin tutt- ugu ár. Ég óska henni hjartanlega til hamingju á þessum stóra degi hennar. Hulda heldur upp á af- mæli sitt hjá ættingjum sínum í Kaupmannahöfn. Jón Ágúst Guðbjörnsson 8 tmn ádegi hvajum: I i 1 Morgunblaðið er þykkt, vandað og efnismikið blað. Það er fullt af glóð- volgum fréttnæmum atburðum. Þar sérðu líka nýjustu íþróttaviðburðina, ólíkar skoðanir, gaman- mál, auglýsingar, fréttaskýringar og allt þar á milli. Morgunblaðið er með öðrum orðum stórblað, prentað á um 8 tonn af pappír að meðaltali á degi hverjum.Pappírinn myndi ná frá vestasta hluta landsins til þess austasta. Síðufjöldinn er að meðaltali 50 síður á dag og helgar - skammturinn er 144 síður. Morgunblaðið fæst við stað- reyndir og sjónarmið og er lesið af a.m.k. 70% landsmanna og 90% íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Með áskriftað Morgunblaðinu kemst þú í feitt á hverjumdegi, en þá er líka vissara að pósthólfið sé nógu stórt. Sannkallad stórblað!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.