Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ1982 Kúluvarparinn sterki Hreinn Halldórsson, sem dvalið hefur í vet- ur í Bandaríkjunum er nú kominn heim. Hreinn hefur átt við mjög þrálát bakmeiðsli að stríða í allan vetur og hefur lítið sem ekkert getað æft eða keppt. Svo slæm eru meiðsli Hreins að hann er nú kominn á Landspítalann og verður skorinn upp við brjósklosi í næstu viku. I»að er því alveg Ijóst að Hreinn veröur lengi frá íþróttaiðkun og kemur ekki til með að keppa næsta keppnistíma- bil. —I»R. Næstu viðkomustaðir Kristjáns Tryggvasonar og félaga hans í þjónustu- ferðinni á Lappanum glæsilega eru: 10. maí: Akureyri, viö Þórshamar frá kl. 14—17. 11. maí: Sauöárkrókur, viö Bifreiöaverkstæöi Kaupfélaqs Skaafirö- inga frá kl. 14—17. 12. maí: Blönduós, frá kl. 10—12 og Staöarskáli frá kl. 14—15. Notið tækifæríð til þess að spyrja V E XX IR H F. Hreinn skorinn upp • Grasvellirnir í Laugardal. Þeir eru ekki gróskumiklir um þessar mundir. Baldur Jónsson vallarstjóri: „Ekki útséð um hvort íslands- mótið getur byrjað á grasiM „Yfirbreiðslur hefðu gerbreytt útlitinu“ „l'að er nokkuð raunhæft að telja jafnar líkur á þvi að hægt verði að leika fyrstu leiki íslandsmótsins í knattspyrnu á grasvöllunum, eða kannski þó ívið meiri líkur á þvi að flytja verði fyrstu leikina á mölina, það er erfitt að segja á þessu stigi málsins," sagði Baldur Jónsson, vallarstjóri, i samtali við Morgun- blaðið í gær, en hann var þá inntur eftir ástandi grasvallanna í Laugar- dalnum nú, er hretið virðist vera í „Það var næturfrost aftur síð- ustu nótt,“ sagði Baldur í gær og hélt áfram: „Og frostið fór niður í 13—14 stig niður við jörð í Laug- ardalnum þegar mest var. Áður en kuldakastið hófst leit þetta alveg ofsalega vel út, allir vellirnir orðn- ir iðjagrænir, en nú eru þeir allir brúnir og kaldir. Við höfum aldrei verið jafn bjartsýnir eins og fyrir kuldakastið, en nú er þetta allt saman í biðstöðu. Ef við getum fengið smá hlýindi og vætu, þá eru allir möguleikar á því að bjarga málunum, við höfum jú enn viku til stefnu og gróðurmáttur ís- lensku moldarinnar er hreint ótrúlegur, þeir vita það best sem við hana fást.“ „Ábreiður hefðu ger- breytt málinu“ „Ef við hefðum yfirbreiðslur hefði þetta vandamál aldrei komið upp, grasið hefði ekki fölnað. Við þurfum ekki hitalagnir undir völl- inn eða neitt slíkt, yfirbreiðslur hefðu gerbreytt myndinni og við þyftum ekki að hafa áhyggjur af því að leika fyrstu leiki Islands- mótsins á möl ef við hefðum slíkar yfirbreiðslur til taks. Þær eru til, en við höfum ekki afnot af þeim, þær kosta mikla peninga og fjár- hagur borgarinnar hefur til þessa ekki leyft kaup á þeim. En væru þær fyrir hendi værum við á grænu grasi ef svo mætti að orði komast," sagði Baldur að lokum. Það væri sannarlega súrt, ef rétt einu sinni þyrfti að leika fyrstu leiki íslandsmótsins á möl, þvi knattspyrnuaðdáendur vita sem er, að knattspyrna á grasi og knattspyrna á möl eru næstum tvær ólíkar íþróttir. Þetta er ekki bara spurning um knattspyrnu- gæði sem hljóta að vera meiri á grasinu, heldur einnig tekjur fé- laga af leikjunum. Jafnan sækja miklu færri áhorfendur leiki sem fram fara á mölinni, einfaldlega vegna þess að yfirleitt er ekki boð- ið upp á sömu knattspyrnugæði. Þannig mætti halda áfram um hríð, en skal þó ekki gert. — gg- Þrjú af átta 1. deildarliðum enn þjálfaralaus AÐEINS þrjú af 1. deildar félögun- um átta eiga eftir að ráða þjálfara fyrir næsta keppnistimabil í hand- knattleik: Þróttur, ÍR og FH. Ólík- legt þykir, að Olafur H. Jónsson þjálfi Þrótt áfram og öruggt er, að hann leikur ekki meö liðinu. Þrótt- arar hafa verið að svipast um hvaða möguleikar eru fyrir hendi og hafa þeir m.a. gert fyrirspurn til sovéska sendiráösins um að fá hugsanlega þarlendan þjálfara. Allt er á athug- unarstigi hjá Þrótti enn sem komið er. ÍR-ingarnir hafa sömuleiðis verið að kanna úrvalið og um tíma var Geir Hallsteinsson sterklega orðað- ur við félagið. Nú mun hins vegar Sigurbergur Sigsteinsson vera hvað volgastur hjá IR, hvaö svo sem úr verður. Þá hefur Morgunblaðið það fyrir satt, að FH-ingarnir séu enn að Handknattlelkur bera víurnar í Geir, sem náði stór- góðum árangri með liðið á síöasta keppnistímabili. Mál þessi skýrast örugglega fljótlega. llin I. deildar liðin fimm hafa ráð- ið þjálfara, Bogdan Kowalzie þjálfar Víking sem fyrr, Gunnar Einarsson verður áfram með Stjörnuna, And- ers I)ahl Nielsen verður með KR, landi hans og vinur, Bent Nygaard, með Fram og þeir Stefán Gunnars- son og Boris Akbashow með Val. ___________( t t ~ KS- Nýtt íþróttablað í N/ESTA mánuði mun nýtt íþrótta- blað hefja göngu sína. Þaö eru íþróttafréttamennirnir Ragnar Pét- ursson og Stefán Kristjánsson sem munu ritstýra blaðinu. Blaðið á að heita Tímaritið Sport. Volvovinimir á leið um landið Jafntefli og tap hjá lögreglunni ÍSLENSKA lögreglulandsliðið í handknattleik lék tvo leiki á NM lögregluþjóna í Laugardalshöllinni í gærmorgun og gærdag. Fyrst mætti liðið norsku löggunni og tapaði 24—26. Gætti nokkurrar tauga- streitu hjá íslenska liðinu. Síðdegis mætti liðið síðan sænska liöinu og gekk þá betur, jafntefli náðist, 19—19, eftir að Svíar höfðu leitt meö allt að 4 mörkum. íslenska liðið náði knettinum síðustu sekúndurn- ar, en hraðaupphlaup liðsins rann út í sandinn. Missir Bettega af HM á Spáni? ILLA horfir nú fyrir Roberto Bett- ega, ítalska landsliðsmanninum t knattspyrnu, sem slasaöist illa á hné í nóvcmher siðastliðnum. Bendir allt til þcss aö hann verði illa fjarri góðu gamni er lokakeppni HM fer fram á Spáni í sumar. Bettega hefur verið lykilmaður í ítalska liðinu um árabil. Þannig fór, að Bettega gekkst undir uppskurð á veika hnénu strax í nóvember. Batavegurinn var hins vegar þyrnum stráður og löngu eftir að hann var farinn að æfa á ný ætlaði hann t.d. aldrei að geta rétt fyllilega úr fæti sínum, a.m.k. ekki án umtalsverðra eymsla. Var hann skorinn á nýjan leik fyrir skömmu og töldu sér- fræðingar að hann myndi ná sér að fullu fyrir næsta keppnistíma- bil. Um HM vildu þeir hins vegar ekki ræða, en landsliðsþjálfarinn Beerzot hefur látið hafa eftir sér að hann haldi enn í vonina að Bettega geti leikið á Spáni. „Fjar- vera hans myndi veikja lið okkar gífurlega," höfðu fréttaskeyti eftir Beerzot. Sovéskur þjálfari til Þróttar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.