Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 JtlorxjimWa&ifc .... M ....... ......... d LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1982 Þorskafli í apríl: 42 þúsund lestum minni en í fyrra IH)KSKAFLI í aprílmánuði nú er rúmlega 42.000 lestum minni en i sama mánuði í fvrra, segir i skýrslu Fiskifélags íslands um aflabrögð það sem af er árinu. I>ar kemur ennfremur fram að heildaraflinn fyrstu fjóra mánuói ársins er tæpum 178.000 lestum minni en á sama tíma í fyrra. Nýtt álver kostar 3,5 millj- arða kr. í skýrslunni kemur ennfremur fram að þorskafli báta í apríl hafi verið 48.270 lestir í apríl nú, en 75.371 1981 og um 46.000 1980. Togaraaflinn í apríl nú var 17.989, 33.094 í fyrra og um 12.000 1980. Munurinn á heildaraflanum í apr- íl nú og í fyrra er hins vegar tæpar 38.000 lestir. Hvað varðar fyrstu fjóra mánuði ársins var þorskafli báta nú 136.409 lestir, 153.427 í fyrra og 144.000 lestir 1980 og tog- araaflinn á sama tíma nú 56.447 lestir, 76.177 í fyrra og 90.000 1980. Munurinn á þorskaflanum fyrstu fjóra mánuði ársins nú og í fyrra er því tæpar 38.000 lestir. Hvað varðar muninn á heildaraflanum nú og i fyrra, skiptir mestu máli að í fyrra veiddust 157.821 lest af loðnu, en aðeins 11.676 lestir nú, þannig að munurinn er 146.145 lestir. NÝ'IT álver af sömu stærðargráðu og álverið í Straumsvík myndi kosta 3 til 3,5 milljarða kr. eða 300 til 350 gamla milljarða í byggingu, en talið er að kostnaður við byggingu álvers i dag nemi nálægt 4.000 dollurum á hvert árstonn. Hjúkriinarfræðingar virða ekki framlengingu uppsagnarfrests • Mort'unblaAiA/OI.K.Mag. Alþingi, 104. löggjafarþingi, var slitið laust fyrir klukkan átta i gærkvöldi. í fjarveru forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, las forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, upp forsetabréf þar sem forseti íslands gerir kunnugt að hann heimili forsætisráðherra að slita Alþingi fimmtudaginn 6. maí eða síðar. Forsætisráðherra lýsti þvi síðan yfir að þingi væri slitið. Þingmenn minntust fósturjarðarinnar og forseta og risu úr sætum. lúngmenn kvöddust síðan með virktum og hér má sjá þá Eyjólf Konráð Jónsson og Fál Pétursson kveðjast og skín gleðin úr svip þeirra. Osagt skal látið hvort það er vegna þingslitanna eða úrslita Blöndumálsins. Álverið í Straumsvík er af stærð- argráðunni 85 þúsund tonn hvað varðar ársframleiðslu. Ef miðað er við kostnaðartöluna 4.000 $ yrði byggingarkostnaðurinn 3,5 millj- arðar og ef farið er í neðsta jaðar áætlana um stofnkostnað sem miðaður er við 3.500 dollara á árs- tonn þá næmi stofnkostnaðurinn 3 milljörðum kr. Nær 300 þeirra hætta störfum þann 15., verði ekki samið fyrir þann tíma HJÚKRUNARFRÆÐINGAR á ríkisspítölunum hafa ákveðið að virða ekki framlengingu á uppsagnarfresti þeirra, sem ríkið hafði ákveðið. Því munu um 200 hjúkrunarfræðingar hætta þar störfum þann 15. þessa mánaðar náist ekki sam- komulag fyrir þann tíma. Hjúkrunarfræðingar á Landakoti munu einnig ganga út þann 15., en þar hafa um 90 af 102 sagt upp störfum. Á þessum sjúkrahúsum verður þó haldið uppi neyðarþjónustu og bakvöktum á þjónustudeildum. Sigríður Árnadóttir, sem sæti á í kjararáði Hjúkrunarfélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi ákvörðun hefði verið tek- in á mjög fjölmennum vinnu- staðafundi á Landspítalanum þann 4. þessa mánaðar og hefði aldrei verið jafn víðtæk samstaða meðal hjúkrunarfræðinga um að- gerðir í kjaramálum. Sagði hún að hjúkrunarfræðingar biðu og vonuðu að ríkisvaldið talaði við þá þannig að hægt væri að ná samningum fyrir þann 15., en ekki hefðu verið formlegir samn- ingafundir lengi, aðeins óform- legar viðræður. Hjúkrunarfræð- ingar hefðu verið í 11. launaflokki BSRB og farið fram á 5 launa- flokka hækkun, en fengið tveggja samkvæmt úrskurði kjaranefnd- ar. Sagði hún að hvergi yrði hvik- að frá þeim kröfum. Sér væri ekki kunnugt um að neinir hjúkrunar- fræðingar hefðu ráðið sig í önnur störf. Þá sagði hún að öldrunar- deildum yrði að mestu haldið opnum og neyðarþjónusta veitt, en þegar hefðu skapazt vandamál vegna þess að biðlistar væru þeg- ar farnir að lengjast. Árný Sigurðardóttir, fulltrúi Landakots í skipulagsnefnd upp- sagna, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að hjúkrunarfræðingar þar myndu einnig ganga út, enda væri ekki hægt að fresta upp- sögnum hjá þeim. Sagði hún að þetta væri eina leiðin fyrir hjúkr- unarfræðinga til að knýja á um iaunakjör sín, verkfallsrétturinn hefði verið tekinn af þeim og síð- an ætti að reyna að eyðileggja baráttuna með því að framlengja uppsagnarfrest. Slíkt væri nán- ast skerðing á persónufrelsi. Þá sagði hún að neyðarþjónustu yrði haldið opinni og öldruðum lang- legusjúklingum sinnt og einnig yrðu bakvaktir á þjónustudeild- um. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur fjármálaráðu- neytið ekki farið að lögum hvað varðar framlengingu uppsagnar- frests hjúkrunarfræðinga. Sam- kvæmt lögunum skal tilskipun um framlengingu send viðkom- andi í ábyrgðarpósti, en svo var ekki gert. Heldur var bréfunum aðeins dreift á sjúkrahúsin og ekki gengið úr skugga um það, að þau bærust í hendur viðtakenda. Frumvörp um bankaskatta og kísil- málmverksmiðju urðu að lögum Steinullarmálinu var vísað til ríkisstjórnarinnar Frumvarp um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði fékk lagagildi í efri deild Alþingis í gær með 13 atkvæðum. Tveir þingmenn sátu hjá. Fimm vóru fjarverandi. Hin nýju lög eru i veigamiklum atriðum frábrugðin því frumvarpi, sem iðnaðarráðherra lagði fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Helztu breytingar eru þessar: 1) Sérstök þingkjörin stjórn skal hafa á hendi framhaldsathuganir og undirbúningsstörf. 2) Hlutafjárframlag rík- issjóðs er verulega minna en frumvarpið gerði ráð fyrir, enda er hér aðeins um undirbúningsfélag að ræða. 3) Málið þarf að koma aftur til Alþingis, er framhaldsathugun liggur fyrir. Tillaga um að vísa frumvarpi um steinullarverksmiðju til rík- isstjórnarinnar var samþykkt með 29 atkvæðum gegn 25, 3 sátu hjá en 3 vóru fjarverandi. Þing- menn flokka og kjördæma riðl- uðust í afstöðu til þessa máls. 8 sjálfstæðismenn vóru með, 12 á móti, 14 framsóknarmenn með, 3 á móti, 3 jafnaðarmenn með, 7 á móti, 3 alþýðubandalagsmenn með, 8 á móti. Þessi niðurstaða er túlkuö sem sigur fyrir iðnað- arráðherra og staðsetningu verksmiðjunnar á Sauðárkróki. Stjórnarfrumvarp um skatt- skyldu innlánsstofnana (banka- skatta), sem var mikið ágrein- ingsmál í þinginu, varð og að lögum í gær. Tillaga stjórnar- andstöðu, þess efnis, að vísa frumvarpinu til ríkisstjórnar- innar, var felld í neðri deild með 20 atkvæðum gegn 17 en 3 vóru fjarverandi. Síðan gekk málið til efri deildar og var þar samþykkt sem lög frá Álþingi með 10 at- kvæðum gegn 5. Frumvarp til breytinga á lög- um um Hæstarétt, þ.e. um fjölg- un hæstaréttardómara um 1 (verði 8) og ákvæði til bráða- birgða um heimild til að setja tvo til þrjá dómara til starfa í allt að sex mánuði hvern, varð einnig að lögum í gær, eftir harðvítugar deilur. Breytingar- tillaga frá Vilmundi Gylfasyni, þess efnis, að bráðabirgðaákvæði félli niður, var felld með 21 at- kvæði gegn 12. Frumvarpsgrein- ar vóru samþykktar með 19:14 atkvæðum. Þá vóru einnig samþykkt lög um lyfjadreifingu. Frumvarpi til barnalaga var vísað til ríkis- stjórnarinnar. Frumvarp um skyldusparnað, frumvarp um orlof, frumvarp um fóðurverk- smiðjur, frumvarp um málefni fatlaðra og frumvarp um sykur- verksmiðju í Hveragerði döguðu uppi. Sjá nánar á þingsíðu í dag. Krían er komin KRÍAN er komin. Guðjón Jónatans- son, starfsmaður Seltjarnarnessbæj- ar, var á gangi í fjörunni við Gróttu i gærmorgun og sá hann þá fjórar kri- ur i fjörunni. Guðjón sagði að þær hefðu verið mjög makindalegar, en hljóðar og greinilega þreyttar eftir langferð- ina. Sagði hann að þær væru nú nokkuð seinna á ferðinni en í fyrra, en þá komu þær 1. maí. Sagði hann að hann færi oft út að Gróttu til að huga að fuglalífi og það væri óvenju fjölskrúðugt. Það væru 12 til 14 fuglátegundir sem verptu þar og vildi hann hvetja fólk til þess að gæta fyllstu varkárni í umgengni þarna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.