Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ1982 Kvennaframboðið: Vinstri stefna varð ofan á Eftir Áslaugu Ragnars Kvennaframboðið? Hvað er það? Sniðug uppákoma? Viðbrögð við „bömmer"? Eða kannski ein- ingarband fólks sem er búið að fá nóg af þeirri óáran að í byggða- stjórnum lýðveldisins séu einungis 6% konur en 94% karlar og vill því sameinast um lýðræðislega stefnu þar sem jöfnuður og sjálf- sögð réttlætismál eru sett á oddinn, um leið og ákveðin tilraun er gerð til að leiðrétta framan- greint misræmi? Eða er hér á ferðinni enn eitt vinstra klofn- ingsframboðið sem hefur verið nokkurn veginn fastur liður í al- mennum listakosningum undan- farin ár? Að mati undirritaðrar er hér um eindregið vinstra framboð að ræða, eins og m.a. má sjá af því að af sex efstu frambjóðendum á lista Kvennaframboðsins hafa fjórir opinberlega tengzt Alþýðu- bandalaginu og smáflokkum vinstra megin við það. T.d. er Guð- rún Jónsdóttir félagsfræðingur, efsti maður listans, varamaður Alþýðubandalagsins í Félags- málaráði Reykjavíkurborgar og hefur setið þar fundi á kjörtíma- bilinu sem er að ljúka. Án þess að persóna greinarhöf- undar skipti máli verður ekki hjá því komizt að geta þess, að hann var í þeim hópi sem á öndverðum vetri aðhylltist hugmyndina um framboð sérstaks kvennalista, en hvarf síðan frá því ráði þegar í ljós kom að veigurinn í hreyfing- unni reyndist ættaður úr Alþýðu- bandalaginu, Rauðsokkahreyf- ingunni, Rauðri verkalýðs- hreyfingu og skyldum skoðana- hópum, og hélt sér við það heygarðshorn þegar á reyndi þrátt fyrir fögur orð í fyrstu. I hópi sem vildi stefna að framboðinu voru ýmsir sem höfðu hug á að samein- ast um lýðræðislega stefnu fyrir kosningarnar. Það tókst ekki — og má ekki minna vera en að sagan sé sögð frá sjónarhóli þeirra sem gerðu sér grein fyrir því að grundvöllur var ekki fyrir slíku samstarfi af því að ákveðin vinstri stefna — sem eflaust telst langt til vinstri við Alþýðubandalagið — varð ofan á. 600 sammála á Hótel Borg í byrjun nóvember var boðað til almenns fundar á Hótel Borg til að ræða hvort réttmætt væri, framkvæmanlegt og æskilegt að bjóða fram lista í borgarstjórn- arkosningunum sem einungis væri skipaður konum, fyrst og fremst með tilvísun i það að konur væru svo áhrifalitlar í stjórnmálum sem raun ber vitni. Um sex hundr- uð manns komu til fundarins og segir það eitt sína sögu um áhug- ann á tafarlausri leiðréttingu á þessu máli. Af hálfu fundarboð- enda var ekkert rætt um megin- stefnur í stjórnmálum á fundin- um. Hugmyndafræði kom varla til tals, en þeim mun meira var rætt um hagsmunamál sem allir geta verið og eru í rauninni sammála um. Lauk fundinum með einróma samþykkt um að stefna að fram- boði kvennalista. I framhaldi var haldinn annar fundur — að Hallveigarstöðum þar sem voru um 120 konur og einn eða tveir karlar — og þar var kosið í undirbúningsnefndir, framkvæmdanefnd, fjáröflunar- nefnd og fjölmiðlunarnefnd. M.a. var nefndum þessum ætlað að sjá um útvegun húsnæðis fyrir vænt- anlega starfsemi og að skipuleggja umræður um hugmyndafræðileg- an grundvöll — þ.e.a.s. yfirlýsingu um hvað sameinaöi það fólk sem hér var á ferð. Út frá hinum hugmyndafræðilega grundvelli (afsakið orðbragðið) skyldi síðan mörkuð pólitisk stefna í borgar- málum — stefna til að kjósa um hinn 22. maí nk. Þegar hér var komið sögu voru komnar til liðs við hópinn, sem boðaði til fundar að Hótel Borg, konur, sem ýmist höfðu verið orð- aðar við aðra flokka en Alþýðu- bandalagið eða ekki bendlaðar við stjórnmál svo vitað væri. Uppgjörið á Hótel Vík Efnt var til ráðstefnu um hug- myndafræðilega grundvöllinn að Hótel Vík hinn 9. janúar sl. og er þar skemmst af lyktum hennar að segja að þar var hafnað umræðu- grundvelli sem saminn var fyrir tilstilli framkvæmdanefndar hinna óformlegu samtaka og fram borinn í nafni þriggja kvenna úr framkvæmdanefnd. í téðum grundvelli var sneitt hjá því sem orðið gæti til ásteytingar þeim sem aðhylltust ákveðnar megin- stefnur í stjórnmálum en áherzla lögð á lýðræðishugmyndir og jafn- rétti á öllum sviðum — og þá ekki aðeins jafnrétti kynjanna. Plagg þetta var almenns eðlis, eins og við var að búast, og vandfundið þar nokkuð sem hvaða lýðræðis- flokkur sem er hefði ekki getað skrifað undir, þótt sjálfsagt hefði hver hinna hefðbundnu stjórn- málaflokka saknað þar eins og annars úr forgangshugsjónum sínum. Er plagg þetta hafði verið lesið upp á fundinum tók til máls Helga Sigurjónsdóttir, fyrrum bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins í Kópavogi. Málflutningur hennar var mjög á sama veg og áður hafði komið fram hjá henni í ræðu og riti, þ.e. að „raunveruleg kvenna- völd“ hlytu að verða í andstöðu við „karlaveldið" og grundvallast á „kvennamenningu" og „reynslu- heimi kvenna", en ekki þeim skoð- unum sem fram kæmu í ofan- greindum umræðugarundvelli. Ella væri „hin nýja kvennahreyf- ing“ stödd í sömu sporum og Rauðsokkahreyfingin fyrir tíu ár- um og það væri sorglegt ef ekkert hefði gerzt á öllum þeim tíma. Brýningu Helgu Sigurjónsdóttur lauk með þeim tilmælum að um- ræðuhópar tækju ekki til starfa á ráðstefnunni fyrr en Helga Kress kæmi á vettvang með niðurstöðu „umræðuhóps um menningarmál" sem ætlunin væri að leggja fram til meðferðar á ráðstefnunni. Og Helga Kress kom, sá og sigr- aði. I plaggi menningarhóps þess sem hún hafði veitt forstöðu og hafði nú orð fyrir voru þessar til- vitnanir m.a.: „Kvennamenning er ósýnileg og einskis metin. Samt er það hún sem heldur körlunum og þjóðfé- laginu gangandi. Þannig má segja að karlamenningin nærist á kvennamenningunni og geti ekki án hennar verið.“ „Hin ríkjandi menning er menning karla. Og ekki nóg með það, hún lætur sem hún sé eina menningin. Hægt og bítandi hefur hún gengið á kvennamenninguna og er á góðri leið með að útrýma henni." „Þegar karlamenningin gerir konur sýnilegar, þá er það gjarnan til að hæða þær og hræða." „Verðmætamat karlamenningar og kvennamenningar er ólíkt. í karlamenningu gildir það að sigra, í kvennamenningu það að vernda." „Konur hafa misst sjálfsmynd sína og það öryggi sem henni fylgdi. Það er varla tilviljun að þrisvar sinnum fleiri konur dvelja á geðsjúkrahúsum en karlar." Þessar tilvitnanir eru brot af niðurstöðu umræðuhóps Helgu Kress, en þær sýna hvað um er að ræða og dæma sig sjálfar. Þessar niðurstöður ákvað ráðstefnan á Hótel Vík að leggja til grundvallar í stefnumörkun Kvennaframboðs- ins. Sem sé — „raunveruleg kvenna- völd“, „kvennamenning" og „reynsluheimur kvenna" eru það sem koma skal. Manni verður von- andi ekki láð að skelfast slíka að- skilnaðarstefnu þar sem sú skoðun er í öndvegi að kvenkyn og karl- kyn séu tveir andstæðir pólar sem heimurinn snúist um og þessir pólar hljóti að eiga í eilífri tog- streitu og hatrömmum átökum. Að ekki sé minnzt á þá óskiljan- legu minnimáttarkennd sem þetta hugmyndakerfi grundvallast á. Er þá ógetið þáttar Rauðsokka- hreyfingarinnar. í upphafi starf- semi Kvennaframboðsins kvisað- ist það, að Rauðsokkahreyfingin hefði verið lögð niður. í forystu- sveit Kvennaframboðs voru konur sem höfðu verið inni á gafli í „Sokkholti", sem mun vera félags- miðstöð Rauðsokkahreyfingarinn- ar, en einnig aðrar sem höfðu ekki skilning á því hvað sá félagsskap- ur kæmi við þeim samtökum sem voru að undirbúa framboð kvennalistans. Runnu tvær grím- ur á einhverjar konur þegar komið var með fagurgræna rafmagns- kaffikönnu og fleira smálegt úr dánarbúi Rauðsokkahreyfingar- innar og vaknaði þá sú spurning hvort kvennaframboðið væri kannski uppvakningur úr þeim garði eða jafnvel lögerfingi. „í samræmi við vitundarstig“ Líður nú og bíður til 25. febrúar þegar út kom 1. tölublað þ.á. af „Neista", sem er málgagn „Fylk- ingar byltingarsinnaðra kommún- ista, stuðningsdeildar Fjórða Al- þjóðasambandsins", en ábyrgðar- maður útgáfunnar er Birna Þórð- ardóttir. I blaðinu er viðtal Svövu Guðmundsdóttur við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem til skamms tíma sá um jafnréttissíðu í Þjóðviljanum en skipar nú annað sæti á lista Kvennaframboðsins. Ingibjörg Sólrún er að því spurð hvort það sé rétt sem heyrt hafi úr herbúðum Kvennaframboðs að verið sé að stofna nýja kvenna- hreyfingu og þá hvort hin nýja hreyfing hafi eitthvað pólitískt jákvætt fram að færa sem Rauð- sokkahreyfingin hafi ekki haft. Þessu svarar Ingibjörg Sólrún svo: „Ég held að þessi hreyfing sem nú er að fara af stað geti virkjað fleiri konur en Rauðsokka- hreyfingin, sem ekki tókst að virkja konur sem skyldi. Konur hafa einfaldlega ekki viljað nota hana. Þá verður einhvern veginn að bregðast við því.“ Svo mörg voru þau orð. Það er sem sé álit konunnar í öðru sæti á lista Kvennaframboðsins að sá fé- lagsskapur sé „apparat“ til að ná til kvenna sem Rauðsokkahreyf- ingin, einhverra hluta vegna, hef- ur ekki megnað að ná tökum á. Og í framhaldi segir hún: „Ef við ætl- um að hafa einhver áhrif á konur, sem hlýtur að vera markmiðið, þá verðum við að miða við hvaða vit- undarstig er hverju sinni, hvað hægt er að setja fram.“ Þarf frekar vitnanna við? Hér er siglt undir fölsku flaggi. Það er látið í veðri vaka að „Kvennafram- boðið berst fyrir annars konar samfélagi þar sem hið bezta úr menningu beggja kynja fær að njóta sín og kynferði hindrar eng- an í að sinna þeim störfum sem hugur stendur til“, eins og segir í hinni opinberu stefnuskrá Kvennaframboðsins, — en hinn raunverulegi tilgangur er eins og Ingibjörg Sólrún segir sjálf í ræðu á fundi Rauðrar verkalýðshreyf- ingar (hver ósköpin sem það eru nú) 1. maí 1979: „Markmið kvennabaráttunnar hafa leitt hana inn á braut byltingarsinnað- rar baráttu. Það hefur komið æ betur í ljós að þau eru í grundvall- aratriðum andstæð hagsmunum auðvaldsins og vega að þeim.“ í viðtalinu eru þessi ummæli hermd upp á Ingibjörgu Sólrúnu sem staðfestir að hún sé „enn á þessari línu“. Síðan segir hún í viðtalinu: „En ef ég á að gera sjálfsgagnrýni, verð ég að segja að ýmislegt hefur breytzt í mínum skoðunum síðan 1979. Ég er ennþá sannfærð um markmiðið en ég er ekki fullkom- lega sannfærð um leiðirnar." Þá er hún spurð hvort ekki sé hugsan- legt að hún sé að hoppa af leið og tefja fyrir því að þessu „endanlega markmiði" verði náð, og hún svar- ar því þannig: „Ég hef reyndar hugsað um það líka og velt því fyrir mér hvort sé að grípa mig einhver „sósíal-demókratísk sjálfsánægja", hvort ég væri að villast af leið, en ég held ekki.“ I framhaldi af viðtalinu í Neista birtist löng grein eftir þá, sem við- talið skrifar, Svövu Guðmunds- Tónlist Egill Friöleifsson Háskólabíó 6. maí 1982. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquill- at. Einleikari: Ernst Kovacic. Efnisskrá: Mozart, forleikurinn að brúðkaupi Figarós. Fiðlukonsert í G-dúr k 216. Giasúnov, fiðlukonsert í a-moll op. 82 de Falla, El Amor Brujo (balletttónlist). Það er ástæða til að fagna þessa dagana, og það er ástæða til að óska hljómsveitinni okkar til hamingju. Lög um Sinfóníuhljóm- sveit Islands eru loks orðin að veruleika og styrkir stöðu hennar til mikillar muna. Vonandi verður þessi staðreynd hljómsveitinni hvatning til frekari dáða og átaka á akri listarinnar. Langþráður draumur hefur nú ræst og upp rennur væntanlega betri tíð með blóm í haga. Nú er áríðandi að snúa sér að næsta nauðsynja- verki, en það er að reisa boðlegt tónleikahús á Islandi. Kjarvals- staðir þjóna myndlistinni, Borgarleikhúsið sniglast áfram, skrokkur Þjóðarbókhlöðunnar blasir við okkur vestur á Melum, og það er löngu kominn tími til að Hús Tónlistarinnar rísi í Reykja- vík. Háskólabíó fullnægir engan veginn þeim kröfum sem gera verður til slíkra húsa. Hornsteinn íslenskra tónmennta á veglegan samastað skilinn. Annars var það Mozart sem lagði til músíkina fyrir hlé á tón- leikum sinfóníunnar í Háskóla- biói sl. fimmtudagskvöld. Það gildir einu þó leikhúsin dragi nú upp afbakaða mynd af snillingn- um og geri úr honum hálfgerðan fáráðling, sem ekki kann einföld- ustu mannasiði. Verkin lofa meistarann og margar tónsmíðar Mozarts eru meðal glæstustu af- reka mannsandans. Forleikurinn að brúðkaupi Figarós er magnað Jean-Pierre Jacquillat verk og var hér ágætlega flutt en furðu fálega tekið af áheyrendum. Það var svo ungur Austurríkis- maður, Ernst Kovacic, sem fór á kostum í G-dúr fiðlukonsertinum k 216. Kovacic er mjög góður fiðl- Ernst Kovacic ari. Hann býr yfir glæsilegri tækni, óvenju fögrum og safarík- um tóni, og hann lék konsertinn með þeim léttleika sem fer Moz- art svo vel. Og áfram hélt hann að heilla áheyrendur eftir hlé með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.