Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ1982 23 Kyrniing á frambjóðendum Sjálfetæðisflokksins í Reykjavík 1. Davíd Oddsson framkvæmdastjóri, Lynghaga 5, f. 17.1. 1948. Maki: Ástríður Thoraren- sen, barn: 1. Stúdent frá MR 1970 og lögfræðingur frá HÍ 1976. Var leik- hússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, þingfréttaritari Morgunblaðsins, annaðist þingsjá útvarpsins og var starfsmaður Almenna bókafélagsins á háskólaárunum. Hefur unnið að leikritagerð fyrir Þjóðleikhúsið, Iðnó og Sjónvarpið. Skrifstofustjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur frá 1976 og framkvæmdastjóri þar síðan 1978. í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, borgarfulltrúi frá 1974, í borgarráði frá 1980 og þá jafnframt formaður borgarstjórnar- flokks sjálfstæðismanna. Hefur setið í Æskulýðsráði (formaður), fram- kvæmdastjórn Listahátíðar 1978 (formaður) og í fræðsluráði. 2. Markús Örn Antonsson ritstjóri, Krummahólum 6, f. 25.5. 1943. Maki: Steinunn Ármannsdótt- ir, bðrn: 2. Stúdent frá MR 1965, sótti námskeið og þjálfun hjá erlendum sjónvarpsstöðvum. Starfaði sem blaðamaður og ljósmyndari á Morg- unblaðinu á menntaskólaárum, fréttamaður og dagskrárgerðarmað- ur hjá Sjónvarpinu 1965 til 1970, starfaði að ferðamálum um skeið, en ritstjóri tímaritsins Frjálsrar versl- unar síðan 1972. Sat í stjórn Fram- farafélags Árbæjar- og Seláshverfis. Fyrsti formaður Starfsmannafélags sjónvarps, meðal stofnenda Félags áhugamanna um frjálsan útvarps- rekstur. Formaður Heimdallar 1970. í stjórn SUS. Borgarfulltrúi í Reykjavík síðan 1970 og hefur setið í ráðum og nefndum á vegum borgar- innar. 3. Albert Guðmundsson stórkaupmaður, Laufásvegi 68, f. 5.10. 1923. Maki: Brynhildur Hj. Jó- hannsdóttir, börn: 3. Próf frá Sam- vinnuskólanum og framhaldsnám við Skerry College Edinborg og Glasgow 1944 —46. Starfaði hjá Eimskipafé- lagi íslands, gerðist atvinnuknatt- spyrnumaður og stofnaði heildversl- un Alberts Guðmundssonar. Stjórn- arformaður Tollvörugeymslunnar hf. og Hafskips hf., formaöur bankaráðs Útvegsbankans. Hefur verið virkur félagi í ýmsum íþróttafélögum, formaður KSÍ 1968—74. Stofnandi Lions-umdæmisins, forseti Alliance Francaise. Borgarfulltrúi frá 1970, borgarráðsmaður, alþingismaður frá 1974. Var formaður bygginganefndar Valhallar, í framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins 1979—81, hefur setið í fjármálaráði flokksins og sit- ur í miðstjórn hans. 4. Magnús L Sveinsson formaöur VR, Geitastekk 6, f. 1.5. 1931. Maki: Hanna Hofsdal Karls- dóttir, börn: 3. Samvinnuskólapróf 1951, framhaldsnám í London. Hjá Kaupfélagi Árnesinga 1951—58, 1958—60 hjá Olíufélaginu Skeljungi, frá 1960 hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. í stjórn Verslunar- mannafélags Rvíkur frá 1964, vara- formaður frá 1965 og formaður frá 1980. Aðalritari Handbókar verka- lýösfél. útg. 1976, varaform. Full- trúaráðs Verkalýðsfél. í Rvík, í stjórn Menningar- og fræðslusam- bands alþýðu, í stjórn Lífeyrissjóös verslunarmanna. Formaður slysa- varnadeildarinnar Tryggvi Gunn- arsson 1953—58, í stjórn Samtaka sykursjúkra frá stofnun 1971 til 1979. Sat í stjórn Heimdallar og Varðar og var formaður Fulltrúaráðs sjálf- stæðisfél. í Rvík 1971—73. Borgar- fulltrúi frá 1974, í borgarráði 1974-78. 5. Ingibjörg Rafnar héraðsdómslögmaður, Brúnalandi 3, f. 6.6. 1950. Maki: Þorsteinn Pálsson, börn: 3. Stúdent frá MR 1970 og lögfræðingur frá HÍ 1975 (hdl. 1979). Starfaði sem lögfræðingur í Búnað- arbanka íslands 1975 til 1978, hefur verið lögfræðingur Mæðrastyrks- nefndar í Reykjavík frá 1980. í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta, og Orators, félags laganema. í stjórn Lögfræðingafélags Islands 1978—1981. Varaformaður Varðar og sat í stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík, en er nú vara- formaður Sambands ungra sjálf- stæðismanna. Varamaður í Félags- málaráði Rvíkur síðan 1978, í stjórn- arnefnd dagvistarstofnana Rvíkur frá 1979. Varamaður í Tryggingar- ráði frá 1978. 6. Páll Gíslason tæknir, Huldulandi 8, f. 3.10.1924. Maki: Soffía Sigurðardóttir, börn: 5. Stúdent frá MR 1943, kandídatspróf í læknisfræöi frá HÍ 1950 og stundaði síðan framhaldsnám í læknisfræði í Danmörku, Bandaríkjunum og Bret- landi. Var læknir á Patreksfirði, Noröfiröi og lengi á Akranesi, þrjú ár við læknisstörf i Danmörku, siðan 1970 á Landspítalanum og nú yfir- læknir þar. Skátahöfðingi 1971—81. Hefur átt sæti í stjórn Krabba- meinsfélags Reykjavíkur og ýmissa læknafélaga. Var bæjarfulltrúi á Akranesi 1962—70 og hefur átt sæti í borgarstjórn Reykjavíkur frá 1974. Hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar og tekið þátt í störfum málefnanefnda á veg- um Sjálfstæðisflokksins. 7. Hulda Valtýsdóttir blaðamaður, Sólheimum 5, f. 29.9. 1925. Maki: Gunnar Hansson, börn: 3. Stúdent frá MR 1945. Hefur starf- aö við Morgunblaðið í hlutastarfi sem blaðamaður, annaðist barna- tíma fyrir útvarpið og þætti um menningarmál, annast kvikmynda- eftirlit á vegum Barnaverndarráðs. Hefur tekið þátt í félögum og sam- tökum um gróður og náttúruvernd, Landvernd, og er nú formaður Skóg- ræktarféiags Islands. Hefur setið tvö kjörtímabil í Barnaverndarnefnd og setið í félagsmálaráði og leikvalla- nefnd Reykjavíkurborgar. Varafor- maður sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar í þrjú ár og á sæti í menning- armálanefnd Sjálfstæðisflokksins. 8. Sigurjón Fjeldsted skólastjóri, Brekkuseli 1, f. 12.3. 1942. Maki: Ragnheiður ó. Fjeldsted, börn: 3. Kennarapróf frá KÍ 1962 og stundaði nán við Danmarks Lære- hejskole. Fréttaþulur sjónvarps 1973—1979, kennari við Hlíðaskóla í Reykjavík, skólastjóri á Egilsstöðum, yfirkennari Fellaskóla og skólastjóri Hólabrekkuskóla frá 1974. Formaöur Sjálfstæðisfélags Fljótsdalshéraðs, í stjórn Félags sjálfstæðismanna í Bakka- og Stekkjahverfi, í stjórn Varðar, varaborgarfulltrúi í Reykja- vík frá 1978 og hefur setið í Barna- verndarnefnd og umferðarnefnd, verið varamaður í stjórn Strætis- vagna Reykjavíkur og í fræðsluráði Reykjavíkurborgar. 9. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson framkvæmdastjóri, Máshólum 17, f. 26.4. 1946. Maki: Anna J. Johnsen, börn: 3. Stúdent frá VÍ 1968 og lög- fræðingur frá HÍ 1974. Fram- kvæmdastjóri Fulitrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík 1974 —78, framkvæmdastjóri SÁÁ frá 1978. Sat í stúdentaráði HÍ 1971—73, formaöur Stúdentafélags Reykjavíkur 1979, í stjórn Samtaka áhugafólks um frjálsan útvarps- rekstur. Hefur setið í stjórn Heim- dallar og SUS, í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins frá 1979, formaður fræðslunefndar Sjálfstæðisflokksins og skólastjóri stjórnmálaskóla hans 1973—79. I stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og varaformaður þess frá 1980. 10. Hilmar Guðlaugsson múrari, Háaleitisbraut 16, f. 2.12. 1930. Maki: Jóna Steinsdóttir, börn: 3. Lauk námi í iðnskóla og stundaði múrsmíðar frá 1955 til 1971, er hann réöst til starfa hjá Sjálfstæðis- flokknum sem framkvæmdastjóri Verkalýðsráðs. í stjórn knattspyrnu- félagsins Fram sl. 6 ár og hefur gegnt formennsku þar frá 1979. í stjórn Múrarafélags Reykjavíkur frá 1960 til 1971, þar af formaður frá 1965. Formaður Múrarasambands ís- lands 1973—77. Varaborgarfulltrúi í Reykjavík síðan 1970 og hefur setið í nefndum og ráðum á vegum Reykja- víkurborgar. í stjórn Varðar og sjálfstæðisfélagsins í Háaleitis- hverfi frá stofnun þess. 11. Katrín Fjeldsted læknir, Freyjugötu 37, f. 6.11. 1946. Maki: Valgarður Egilsson, þau eiga 2 börn. Stúdent frá MR 1966, kandíd- atspróf í læknisfræöi frá HÍ 1973, lauk framhaldsnámi í heimilislækn- ingum 1979 í Bretlandi. Starfaði í Bretlandi 1974—1979, aðstoðarborg- arlæknir í Reykjavík 1979—80, lækn- ir við heilsugæslustöðina í Fossvogi frá 1980. Hefur starfað í Læknafé- lagi íslands, Læknafélagi Reykjavík- ur og Félagi íslenskra heimilislækna. Tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins vegna borgarstjórnarkosn- inganna 1970 og hefur verið virkur félagi í ungliðahreyfingu flokksins. 12. Kagnar Júlíusson skólastjóri, Háaleitisbraut 91, f. 22.2. 1933. Maki: Jóna Ingibjörg Guð- mundsdóttir, börn: 5. Stúdent frá MA 1952, kennarapróf frá KÍ 1954, cand. phil. og hluti BA-prófs HÍ 1954. Kennari við Langholtsskóla, Réttarholtsskóla og yfirkennari við Vogaskóla, skólastjóri við Álfta- mýrarskóla frá stofnun hans 1964. Yfirv. við Vinnuskóla Reykjavíkur og skólastjóri þar 1964 — 74. Hefur setiö í stjórn FÍB og SÁÁ. Var formaður Varðar 1973—76 og hefur setið í stjórn Sjálfstæðisfélags Háaleitis- hverfis frá upphafi. Borgarfulltrúi 1974—78 og varaborgarfulltrúi síð- an, m.a. verið formaður fræðsluráðs- og útgerðarráðs BÚR, leikvalla- nefndar og veiöi- og fiskiræktarráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.