Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 15
15 dóttur, þar sem fráhvarfsréttlæt- ingar Ingibjargar Sólrúnar eru fordæmdar með ýmsum (mér fjar- rænum og því miður að mestu óskiljanlegum) rökum úr kokka- bókum einhverra harðlínuhópa innan kommúnísks rétttrúnaðar. Ekki „þverpólitískt“ held- ur lengst á vinstri jaðri Spyrja má hvað fái höfund þessa greinarkorns til að blanda sér í þetta mál úr því sem komið er. Það er aðildin að undirbúningi framboðs kvennalistans fram til 9. janúar þegar tekizt var á um það á Hótel Vík hvort lýðræðisleg miðjustefna, sem ætla mátti að höfðaði til fjölda fólks, eða kreddubundin vinstri stefna réði ferð þeirra sem vildu fara þessa leið til að kalla konur til jafns við karla jafnt til ábyrgðar í stjórn borgarinnar. Þessi aðild gerir það að verkum að undirrituð telur sér málið skylt. Það er nauðsynlegt að taka það fram að þeir sem kjósa lista Kvennaframboðsins í kosningun- um 22. maí eru ekki að vinna þeirri hugsjón gagn, að konur taki þátt í stjórn Reykjavíkur til jafns við karla, heldur einungis að taka þátt í því að sundra enn frekar en orðið er þeim öflum sem eru lengst til vinstri í íslenzkum stjórnmálum. Þetta má m.a. merkja á því sem fram kemur í skoðanakönnun Dagblaðsins & Vísis í aprílmán- uði, þar sem tilfærslur fylgis kjós- enda í Reykjavík frá því í borgar- stjórnarkosningunum 1978 virðast í stórum dráttum þær, að Sjálf- stæðisflokkurinn fái drjúgan meirihluta en fylgið hrynji af þeim sem nú mynda vinstri meiri- hlutann og mest af Alþýðubanda- laginu. Kvennaframboðinu er spáð tveimur fulltrúum og Alþýðu- bandalaginu tveimur, en ef Al- þýðubandalagið ætti að halda sínu frá því í síðustu kosningum þá þyrfti það að fá sjö fulltrúa, þar sem borgarstjórnin verður eftir- leiðis skipuð 21 fulltrúa. Menn mega svo geta sér þess til hvaða fylgi það er sem skv. könnun D & V fellur Kvennaframboðinu í skaut. Menn greiða atkvæði, hver eftir sinni samvizku, til hægri og vinstri og þar á milli, og um það er ekki nema gott að segja. En menn eiga skýlausa kröfu á því að vita hvað þeir eru að kjósa, og eru raunar skyldugir til að gera sér grein fyrir því. Og Kvennafram- boðið er hvorki „þverpólitískt", skynsamleg ráðstöfun til að riá jafnrétti, sniðug uppákoma, né eðlileg viðbrögð við „bömmer", eins og ámálgað var á sex hundruð manna fundinum á Hótel Borg, þar sem ung kona sté í stólinn og flutti þennan boðskap: „Við skul- um bara drífa í þessu, stelpur. Það eru hvort sem er allir á „bömm- er“.“ Svo hrikalegur er „bömmerinn" vonandi ekki að sú stefna sem Reykvíkingar kjósa yfir sig 22. maí skipti engu máli. snjöllum leik sínum, er hann lék einleikshlutverkið í fiðlukonserti Glasúnovs. Raunar er þetta verk dálítið furðulegt í formi. I efn- isskrá er þess getið að fyrirmynd- ir Glasúnovs í tónskáldskap hafi verið Tsjækovskí og Brahms. Það getur svo sem vel verið. En mikið hlýtur sá maður að vera laginn, sem finnur einhvern Brahms í þessu verki. Tónleikunum lauk síðan með ballettsvítunni „E1 amor Brujo“ (ástargaldur) eftir Manuel de Falla. Verkið er í tíu stuttum atriðum, þar á meðal hinn frægi elddans, sem oft heyrist. Ástar- galdurinn er hér snaggaralega fluttur þó hnökrar væru nokkrir. Jean-Pierre Jacquillat stendur vel fyrir sínu. Eg ítreka hamingjuóskir mínar með nýju lögin, og minni á, að nú er kominn tími til c.ð byggja. Egill Friðleifsson MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ1982 Kirkjukaffi Kvenfélags Grensás- sóknar SUNNUDAGINN 9. maí heldur Kvenfélag Grensáskirkju kirkju- kaffisölu í Safnaðarheimilinu við Háaleitisbraut og hefst hún kl. 15.00. Kaffisala kvenfélagsins er vinsæll og árviss viðburður hér í sókninni. Hún er ekki aðeins góð leið til þess að afla fjármuna til starfsins, heldur er hún hátíð, þar sem fólk kemur saman og rabbar um daginn og veginn og blessað vorið, nýtur góðra veit- inga og styrkir um leið gott mál- efni. Kvenfélag Grensássóknar er nánast jafngamalt sókninni sjálfri og það hefur alla tíð haid- ið uppi kröftugu starfi. Það hefur lagt mikið af mörkum, bæði til Safnaðarheimilisins og alls bún- aðar þar. Og kaffisala er mikið fyrirtæki, sem krefst mikillar vinnur og fórnfýsi af hálfu kven- félagsins. Ég vil því skora á allt safnað- arfólk í Grensássókn, svo og alla velunnara kirkjunnar að fjöl- menna í Safnaðarheimilið sunnudaginn 9. maí og sýna kon- unum að við kunnum að meta hið mikla starf þeirra og um leið efla og styrkja kirkjuna og safnað- arstarfið. Að vanda verður á boðstólum mikið og gott úrval af kökum, brauði og kaffi. Ég bið Guð að blessa starf kvenfélagsins. Halldór S. Gröndal SunÍV HEFUR LEYST VANDAMÁLID MEDSTIGANA IEin af óteljandi útfærslum UNIV stigana hljóta aó henta þér, hvort heldur þlg vantar stiga upp á hana- bjálka, milll hæóa heima, í fyrirtækinu, verksmiðjunni, sumarbústaðnum, já, hvar sem er. UNIV stigamlr eru gerólr af þýsku hugviti og það nýjasta i stigaframleióslu. Framleiddlr i einlngum, léttlr og auðveldir i uppsetningu og ef um sérstök vandamál er að raaða, býðst TÖLVU- ÞJÓNUSTA. Þú skilar telkningu eða máli af staðnum, þar sem stlginn á að koma og tölvan sér siðan um af- ganginn: Segir til um útfœrslu og skilar tílboði. Mögu- lelkamir eru óteljandl. Stlgamir fást með teppum eða tréþrepum. Uppsetnlngarþjónusta. Verðlð er mjög hag- stsatt og afgrelðslufrestur stuttur. Myndbæklingar fyrtr- llggjandi. Fyrir malarvegi Nú eru fyrirliggjandi hjá hjólbaröasölum um land allt Bridgestone diagonal (ekki radial) hjólbaróar meó eóa án hvíts hrings. 25 ára reynsla Bridgestone á íslandi sannar öryggi og endingu. Gerió samanburó á verói og gæóum. BRIDGESTONE á íslandi BÍLABORG HF Smiðshöföa 23, sími 812 99.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.