Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ1982
37
Sunnlenzkar konur
gáfu Sjúkrahúsi
Suðurlands styttu
SAMTÖK sunnlenzkra kvenna af-
hentu nýlega Sjúkrahúsi Suðurlands
stvttu að gjöf. Afhendingin fór fram
í tengslum við aðalfund samtak-
anna, sem nýlega var haldinn. Hefur
styttunni verið valinn staður i and-
dyri hins nýja Sjúkrahúss Suður-
lands.
Styttan, sem gefin var, ber
nafnið Móðir og barn og er höggv-
in í granít af Sigrúnu Guð-
mundsdóttur, myndhöggvara í
Kópavogi. Halla Aðalsteinsdóttir,
formaður stjórnar Samtaka
sunnlenzkra kvenna, afhenti
styttuna, en við henni tók Gunnar
Sigurðsson, gtjórnarformaður
sjúkrahússins.
Akraness:
Vel heppnaður 1. maí
Akranesi, 3. maí.
1. MAÍ-hátíðahöldin á Akranesi hóf-
ust með því að safnast var saman við
hús verkalýðsfélaganna og Lífeyr-
issjóðs Vesturlands að Kirkjubraut
Basar, kaffisala
og hlutavelta
Foreldrar barna á skóladagheimil-
inu að Auðarstra'ti 3 í Reykjavík
halda basar og hlutaveltu í húsnæði
skóladagheimilisins í dag, 8. maí.
Þar verður margt muna, fatnað-
ur fyrir sumarið, blóm o.fl. Þá
verður líka kaffisala á staðnum og
heimabakaðar kökur með. Sam-
koma þessi hefst kl. 14.00 og rennur
allur ágóði til vorferðalags barn-
anna á skóladagheimilinu.
40. Þaðan var gengið í kröfugöngu
með Lúðrasveit Akraness í broddi
fylkingar, til Bíóhallarinnar, þar sem
hátíðahöldin fóru fram.
Aðalræðu dagsins hélt Pétur
Pétursson, útvarpsþulur, auk þess
voru flutt nokkur ávörp og upp-
lestur ljóða (Vigdís Runólfsd.).
Blandaður kvartett söng og lúðra-
sveitin lék milli atriða.
Hátíðahöldin fóru vel fram og
þátttaka var góð. Félögin buðu öll-
um þátttakendum að skoða mynd-
listarsýningu, úr Listasafni Al-
þýðu í hinu nýja húsnæði sínu, að
Kirkjubraut 40, þar sem kór Fjöl-
brautaskólans á Akranesi söng og
annaðist kaffiveitingar, en kórinn
er nú á förum til Noregs í söngför.
Fjölmennt var og komu margir
gestir og var dagurinn vel heppn-
aður. Júiíus.
syni sínum, Vilhjálmi, sem þar er
bóndi.
Á sumrum var frændi vaktmað-
ur í Hvalstöðinni og enn þó 83 ára
sé, og var frænka oftast hjá hon-
um. Á sjúkrahúsi var hún oft síð-
astliðin 12 ár og alveg rúmliggj-
andi síðan í ágúst í fyrra og þar til
yfir lauk. Við fráfall Eyvarar
frænku minnar verður mér fyrst
og fremst hugsað til allra sumr-
anna sem ég naut í návist hennar,
og mun ég ávallt minnast þess
tíma með þökk. Ég vona að vorið
fari á vængjum yfir landið þegar
hún verður lögð til hinstu hvíldar
í Saurbæjarkirkjugarði í dag.
Elsku frændi, ég veit að þú saknar
frænku minnar, en ég veit líka að
hún kemur einhvern tíma á Gamla
Vindi að taka á móti þér.
Kyjólfur Arthúrsson
Afmælis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig
getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn
látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morg-
unblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með
góðu línubili.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Nú geta allir verió sérfræöingar í því aö
velja og kaupa notaðan bíl.
Þið athugið útlit bílsins, ástand hjólbarða og annað sem sést.
og við ábyrgjumst.þaó sem ekki sést.
Tryggið góó og örugg viðskipti. veljið notaðan MAZDA BÍL MEÐ
6 MÁNAÐA ÁBYRGÐ. Vió erum eini aðilinn á landinu sem veitir
ábyrgð á öllum notuðum bílum. og tryggir þannig öryggi í vió-
skiptum.
(jgfr BlLABORG HF
^CZ^ff^y Smiðshöfða 23, sími 812 99.
Sölusýning á notuðum
mazoa biium
frá 10-4 alla laugardaga