Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ1982 1» Leitfc meb oujgab l þér. Sasiu hvert Kulan -Pár ... að taka honum opnum örmum, er hann kemur heim í kuldanum. Krtu viss um art þetta muni duga? Ég er hér í viðskiptaerindum og ætla að rcvna að ná samböndum við einhverja milla. HÖGNI HREKKVÍSI HE.lt a/v» I II Frá getnaði til grafar Sveinn Guðmundsson (8743-3986) skrifar: „Velvakandi. Ég hef oft hugsað um það að skrifa þér, Velvakandi góður, um málefni Þjóðkirkjunnar, en jafn- an vikið þeirri hugsun frá mér vegna þess að þegar leikmenn fara að skrifa um þau málefni eru þeir álitnir eitthvað skrýtnir í kollinum. Ef til vill er sú þögn sem ríkir um málefni kirkjunnar þessari meinloku fólks að kenna. Oftar er léttara að gagnrýna en að skrifa jákvætt og leikmenn eiga ekki almennt aðgang að málgagni kirkjunnar, en Morg- unblaðið hefur eitt blaða látið í té rúm fyrir þau skrif og það án þess að fara í manngreinarálit. Þessi formáli verður að duga. Erindið með þessum línum er að vekja athygli á þeirri skoðun minni að Þjóðkirkjan virðist ekki eiga nein sameiginleg bar- áttumál. Ég hef ekki orðið þess var að hún sé stefnumarkandi í nokkru máli. Ég veit að þessi dómur er þungur. Ég veit að margir prestar vinna ágætt starf, hver í sínu prestakalli, en gangi hið verald- lega vald í berhögg við boðaða kristna trú, þá ber kirkjunni að andmæla, því að hún er ekki þjónn ríkisvaldsins, þó að hún sæki „lifibrauð" sitt þangað. Kirkjan má aldrei sofna á verð- inum enda þótt ríkisvaldið láti detta mola af borðum sínum til hennar. Hvernig er það með fóstureyð- ingarnar? Ekki man ég til þess að kirkjan hafi snúist á móti þeim sem heild. Hins vegar hafa margir prestar bent á þá ónátt- úru ráðandi fólks að eyða lífi. Læknastéttin hefur ekki látið í sér heyra, en ef ég veit rétt þá er iæknaheitið þannig, að varðveita ber líf frá getnaði til grafar. Tekur læknastéttin sem heild ekki alvarlega heit sín og getur hún látið það viðgangast að stjórnmálamenn fótumtroði réttindi fósturs til lífsins? Ég ætla að ræða þetta mál frá tveimur sjónarhornum. Kristn- um mönnum, hvar í kirkjudeild sem þeir standa, ber að halda vörð um mannhelgi. Ef ríkis- valdið gengur í berhögg við þessa mannhelgi, þá ber kirkj- unni skilyrðislaust að lýsa van- þóknun sinni og taka á málinu með fullri alvöru. Annað er hræsni. Það er ekki nóg að setja upp helgisvip og gaspra fagur- lega á hátíðastundum. Þá er það hitt sjónarhornið. Samkvæmt Darwins-trú skulu þeir hæfustu lifa og með fóstur- eyðingum er beinlínis verið að taka fram fyrir hendurnar á náttúruúrvalinu og geta því Darwinistar, þess vegna, stutt við bakið á þeim sem vilja, að mannhelgi sitji í fyrirrúmi við allar lagasetningar. Að mínum dómi eru fóstureyð- ingar ekkert annað en endur- holdgaður heiðindómur. Það var talið til mannréttinda að bera út börn vegna þess að þá voru ekki til læknar sem kunnu að fram- kvæma verkið. Fóstureyðingar eru nú taldar til mannréttinda og þær eru framkvæmdar af fag- lærðum Guðlausum læknum. í heiðnum sið var það líka tal- ið til mannréttinda hinna yngri að hrinda fólki fyrir ætternis- stapa, þegar það gat ekki unnið lengur fyrir mat sínum. Næsta skrefið gæti því orðið, og það með afskiptaleysi kirkjunnar, að lögleiða líknarmorð. Það gæti sparað mörg elliheimili og þjóð- inni þó nokkurt fé.“ Þessir hringdu . . . Hver er hlutur borgarinnar? Ellilífeyrisþegi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég er einn af fjölmörgum öldnum borg- urum sem eru á biðlista Dalbraut- arheimilisins. En ég hef víst enga von um að komast þangað, er víst of aftarlega á merinni. Samt fór ég að skoða húsakynnin þegar það bauðst um daginn í „opnu húsi“ hjá stofnuninni. Mér fannst lúxus- inn þar óhóflega mikill, eiginlega hvar sem litið var, og varð hugsað til allra þeirra sem hvergi fá pláss og eru þó jafnvel í neyð. Glæstir gangar og salir, en hjúkrunar- heimilin bókuð út öldina. Og okkur sem erum á biðlistunum og verðum að bjarga okkur sjálf er synjað um niðurfellingu fast- eignagjalda, e.t.v. af því að við fáum einhverja hungurlús í um- slagi. Þó eigum við að sjá um að borga síma, rafmagn, fasteigna- gjöld, viðhald á íbúðum okkar o.s.frv. Ég hef heyrt það utan að mér að fólk borgi u.þ.b. 3000 kr. í dvalargjöd á mánuði á Dalbraut og sambærilegum stofnunum. Ekki þori ég að fullyrða að þar sé rétt með farið, en kunnugt er mér um að fólk í nágrannalöndum okkar verði að borga upp í sem svarar 10.000 krónum á mánuði fyrir sama. Þess vegna spyr ég: Hver er hlutur borgarinnar í dval- arkostnaði vistmanna? Mér fynd- ist nefnilega fróðlegt að fá það upplýst, hvað borgin sparar sér mánaðarlega á hverju okkar sem erum á biðlistunum góðu. Má ekki umbuna duglegum nem- endum? GJ. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Við vorum að ræða það okkar á milli, nokkrar vinkonur, af því að skólarnir eru nú sem óðast að Ijúka vetrarstarfi, hvort bann hefði verið sett við því af hálfu skólayfirvalda að gefa upplýsingar um einkunnir nem- enda. Eru einhver ákvæði um það í grunnskólalögunum að bannað sé að gefa þessar upplýsingar eða umbuna duglegum nemendum fyrir vel unnið starf? Eða er hér aðeins um að ræða þægð við með- almennskuna? Þetta virðist alla- vega undarleg stefna á sama tíma og það virðist almennt viðurkennt, t.d. í íþróttum, að umbun fyrir veí unnin störf verki ekki aðeins hvetjandi á þá sem hljóta verð- launin, heldur einnig hina, sem stefna að sama marki. En svo má hvorki æmta né skræmta, hvað þá lofa eða launa, þegar námsafrek eru unnin eftir eljusamt starf og þjálfun hugans. Hvert eiga dug- legir nemendur að sækja nauðsyn- lega hvatningu? Ekki eru þeir all- ir svo góðir í íþróttum, að þeir geti leitað á þau mið. Og verða þá að láta sér nægja hvíslingar innan bekkjarins eða kunningjahópsins. Þetta virðist því ekki aðeins und- arleg stefna, heldur líka óréttlát. Við ættum að breyta þessu og varpa fyrir róða öllum hindurvitn- um sem hafna svo sjálfsögðum mannréttindum sem þeim að hljóta viðurkenningu og umbun sína erfiðis. Óþörf framkvæmd M.B. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar til að leggja orð í belg út af þrenging- unni í Breiðagerði sem hefur verið til umræðu í dálkunum hjá þér. Ég hef búið í Steinagerðinu frá árinn ul961 og ég veit ekki til þess að eitt einasta slys hafi orðið í Breiðagerðinu frá þeim tíma. Mér er kunnugt um að fram fór undir- skriftasöfnun hér í kring til að mótmæla því að þrengingin yrði sett þarna, en undrast það hins vegar að okkur hér í Steinagerð- inu skyldi ekki vera gefinn kostur á að skrifa undir, því að málið er okkur skylt, ekki síður en Breið- gerðingum. Ég fer oft þarna um, en man sárasjaldan eftir að hafa séð börn fara yfir götuna við þrenginguna. Ég held að foreldra- félögin séu að leiðast út í einhvers konar ofverndarstarf gagnvart börnum. Slíkt getur líka haft illt í för með sér. Börn þurfa vaxtar- rými, nú ekki síður en áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.