Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1982 Qlafur B. Thors um skipulagsvinnu sjálfstæðismanna: Rauðavatnssvæðið svo slæm- ur kostur, að það var ekki til- greint sem byggingarsvæði Davíð Kristján Albert Egill Skúli Oddsson Benediktsson Guðmundsson Ingibergsson Síðasta tækifærið til að hafa vit fyrir meirihlutanum er 22. maí, segir Davíð Oddsson Harðar umræður urðu í borgarstjórn Reykjavíkur á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudagskvöld, en sá fundur var sá síðasti fyrir borgarstjórnarkosningarnar þann 2. maí nk. Deildu borg- arfulltrúar um framtíðar- byggðasvæði borgarinnar, hvort þau ættu að vera við Rauðavatn eða á strandsvæð- unum við Grafarvog. Verða þær umræður lauslega rakt- ar hér á eftir. Sprungur með 50—100 metra millibili Elín Pálmadóttir (S) hóf þess- ar umræður og sagði að við skoð- un á sprungukorti því sem Hall- dór Torfason, jarðfræðingur, hefði gert, kæmu í ljós margar sprungur, eins og borgarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins hefðu haldið fram. Þessar sprungur væru á hreyfingu og við skoðun á korti kæmi í ljós, að þær væru með allt niður í 50 metra milli- bili, en upp í 100 metra. Sam- kvæmt þessu ætlaði meirihlut- inn að byggja á fiekum þeim sem afmarkaðir væru af sprungun- um, og spurði Eiín meirihlutann hvernig í ósköpunum menn ætl- uðu að fara að því. Elín benti líka á að flekar þeir sem á milli sprungna væru gætu hallast við minnstu hræringar. Þarna vildu fulltrúar meirihlutans byggja, en sér væri spurn hvaða maður vildi byggja hús á svona svæði. Varðandi skolplagnir frá svæðinu, sagði Elín, að þær væru mjög dýrar, 50—60 milljónir samkvæmt áætlun. Hins vegar hefði fulltrúi Alþýðubandalags- ins í framkvæmdaráði dregið þetta í efa og sagt að minnka mætti flutningsgetu holræsanna og gera þau ódýrari, með því að leiða heitavatnsafrennslið frá Rauðavatnshverfinu út í Hólmsá og minnka þannig skolpflutning- inn! Hvað myndu líffræðingar segja við því? Elín gagnrýndi meirihlutann fyrir það að reyna að hræða fólk með því að segja að Breiðholtið væri allt sprungið og jafnvel Reykjavík öll. Vísaði Elín þess- um fullyrðingum á bug. Enginn vandi að komast hjá að byggja á sprungum Sigurður Tómasson (Abl) tók næstur til máls. Hann sagði að sprunga lægi í gegnum Breið- holtið endilangt. Hann sagði að meirihlutinn væri ekki að reyna að hræða fóik, heldur væri Sjálfstæðisflokkurinn sá sem það reyndi. Allir sem eitthvað hugsuðu um borgarmál sæju að Sjálfstæðisflokkurinn væri kom- inn í undarieg mái. Sigurður kvað ólíklegt annað en byggja yrði á svæðinu, en eftir þann áróður sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefði haft í frammi, væri flokknum ekki stætt á því að byggja þar. Sigurður sagði að sprungur væru undir mörgum byggðarlög- um á Islandi og nefndi hann Grindavík í því sambandi. Sagði hann Grindavík á jarðeldasvæði og byggt við jaðar sprungu- sveims. Sennilegt taldi hann að Grindavík færi einhverntíma undir hraun, en ekki hefði það komið í veg fyrir byggð þar. Hins vegar væri það enginn vandi að komast hjá því að byggja á sprungum, en skoða yrði þetta mál af varúð. Sigurð- ur sagði að við Rauðavatn væri hægt að reisa ágæta byggð og í framtíðinni myndu menn hlæja að áróðri Sjálfstæðisflokksins. Engin ástæða væri fyrir Reyk- víkinga að óttast neitt, nema ef Sjálfstæðisflokkurinn næði völd- um í Reykjavík á ný. Meirihlutinn dregur rangar ályktanir af slaðreyndum Næstur talaði Ólafur B. Thors (S). Hann sagði að afskipti meirihlutans af skipulagsmálum yrði minnisvarði um glötuð tækifæri í skipulagsmálum og myndu Reykvíkingar kunna meirihlutanum litla þökk fyrir það. Þetta hefði ræða Sigurðar Tómassonar undirstrikað betur en margt annað. Hann kvaðst telja að meirihlutinn sæi ekki annað en Rauðavatnssvæðið, ekki vegna þess að hann vissi ekki betur, heldur vegna þess að meirihiutinn gæti ekki dregið réttar ályktanir af þeim stað- reyndum sem fyrir lægju. Hann sagði að sér blöskraði, þegar hann læsi máigögn vinstri manna og heyrði málflutning þeirra í skipulagsmálum. Ólafur sagði að sú skipulags- vinna sem unnin hefði verið í meirihlutatíð Sjálfstæðisflokks- ins hefði leitt til þess að ákveðið hefði verið að byggja ekki við Rauðavatn, jjienn hefðu komist að þeirri niðurstöðu að Rauða- vatnssvæðið væri svo slæmur kostur að það hefði ekki verið tilgreint sem byggingarsvæði. Það hefðu Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur verið sammála um. Ólaf- ur sagði grundvaliaratriði, að þetta hefði verið rannsakað í tíð Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði að þetta svæði hlyti að mæta af- gangi í framtíðinni. En á meðan til væri betri skipulagskostur ætti að taka hann, það væri mik- ilvægt fyrir Reykvíkinga og niðja þeirra. Og þegar fyrir lægi skýrsla jarðfræðings um þetta svæði og grunntónn hennar væri sá að gæta bæri ýtrustu var- færni, þá ætti að gera það. „í komandi kosningum er síð- asti möguleikinn til þess að koma í veg fyrir þessi stærstu skipulagsmistök á þessari öld,“ sagði Ólafur B. Thors. Sprungur á Úlfarsfellssvæði Þá kom í ræðustól Adda Bára Sigfúsdóttir (Abl). Hún sagðist ekki geta sagt að síðasta kjör- tímabil væri tímabil hinna glöt- uðu tækifæra. Þegar meirihluta- skiptin hefðu orðið, hefði ekki legið fyrir neitt staðfest aðal- skipulag, ekki hefðu verið lögð fram fullnægjandi gögn. Þá sagði Adda Bára að undariegt væri ef ekki leyndust sprungur á Úlfarsfellssvæðinu. Sjálfstæðis- flokkurinn hefði ætiað að byggja á Keldnalandi en það svæði lægi ekki á lausu og ekki reyndist auðvelt að eignast það land. Hún sagði og að ekki væri fýsilegt að byggja á því svæði, það væri í nágrenni sorphauganna, Gufu- nesradíó væri ekki á förum og Áburðarverksmiðjan væri í grenndinni. Af henni stafaði sprengihætta. Þá gagnrýndi Adda Bára þær rannsóknir sem gerðar hefðu verið á kostnaði við skolplagnir frá Rauðavatnssvæðinu, það mál þyrfti að athuga betur vegna þess að gert væri ráð fyrir meira skolpi frá svæðinu en annars staðar. Sendið sprungukortið til borgarbúa Kom þá í ræðustól Davíð Oddsson (S). Sagði hann að Rauðavatns- svæðið hefði oft verið til um- ræðu í borgarstjórn, síðast í tengslum við áróðursbækling þann sem meirihluti borgar- stjórnar hefði gefið út. Sagði Davíð að í bæklingi þeim hefði margt verið missagt og bíræfni mikil að gefa hann út og hefðu menn viðúrkennt það í verki. Það væri greinilegt að flótti væri að bresta í meirihlutaliðið, meira að segja hefði Kristján Benediktsson lýst því yfir, að hann vilji lækka fasteigna- skatta, maðurinn sem staðið hefði að hækkun þessara skatta, sem annarra, allt þetta kjör- tímabil. Raunar hefði hann líka lofað þessu fyrir síðustu kosn- ingar, en samt staðið að skatta- hækkunum! Það væri greinilegt að hann vildi hlaupa frá verkum sínum. Einn frambjóðandi Al- þýðuflokksins fyrir þessar kosn- ingar, Bjarni P. Magnússon, hefði sagt í blaðagrein, að slíkt gerðu ekki miklir „karakterar". Fór Davíð síðan nokkrum orðum um skipulagsbæklinginn og nefndi meðal annars að í þeim bæklingi stæði að veðurfar væri svipað við Rauðavatn og úti á Seltjarnarnesi! Greinilegt væri að meirihlutinn væri á hröðu undanhaldi og ef kjósendur sæju ekki til þess í komandi kosning- um, að nýr meirihluti tæki við eftir kosningar, þá yrði ekki aft- ur snúið. Davíð sagði, að ef meirihlutinn vildi sýna fólki staðreyndir, en ekki áróðurs- bæklinga, út gefna á kostnað borgarsjóðs, þá ætti að senda sprungukortið til borgarbúa. Ljóst væri að þann 22. maí nk. gæfist borgarbúum síðasta tæki- færið til að hafa vit fyrir meiri- hlutanum í skipulagsmálum. Skipulag meirihlutans væri vondur kostur og því hefði fylgt mikil eyðsla og því raunhæf skipulagsvinna tafist. Ljóst væri að sumir borgarfulltrúar gerðu sér þetta ljóst, enda sæju menn nú undir iljarnar á þeim, m.a. Kristjáni Benediktssyni. Sprungur I Breiðholti Steig þá í ræðustól Kristján Benediktsson (F). Hann sagði að það væri einkennandi fyrir málflutning Sjálfstæðisflokksins að þeir væru á móti, en vildu ekkert til málanna leggja sjálfir. Þeir væru á móti Rauðavatns- skipulaginu, tíndu þar allt til, en legðu ekkert til sjálfir. Benti Kristján á að meirihlutinn myndi taka tillit til þeirra rann- sókna sem gerðar hefðu verið á Rauðavatnssvæðinu og athuga þyrfti vissa hluti betur. Meðal annars þyrfti að komast að því hvort sprungurnar væru á hreyf- ingu. En á þessu stigi væri ekk- ert það komið fram sem ylli því að hætta bæri við að byggja á Rauðavatnssvæðinu. Þá sagði Kristján að ekki væri hægt að byggja á Keldnalandi, því borgin ætti ekki það land- svæði og ekki hefðu samningar við ríkið tekist um landið. Benti hann og á að Keldnaland yrði býsna dýrt ef borgin tæki það eignarnámi og þyrfti þá að snara út verulegum fjárhæðum. Þá sagði Kristján að einkenni- legt væri að segja menn á flótta, þegar þeir segðu aðeins að beita ætti skynsemi. Sagðist hann til- búinn að standa að því að ná

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.