Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ1982 Gerum Reykjavík að fögrum og menning- aríegum gróðurreit Úr Laugardalnum eftir Huldu Valtýsdóttur í ályktun frá síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins segir m.a. að á vettvangi umhverfismála leggi Sjáifstæðisflokkurinn megin- áherslu á að vernda náttúru landsins og auðlindir þess og að tryggja skuli að ekki verði spillt lífi, lofti, láði né legi. Ennfremur segir í ályktuninni, að með aukinni tæknivæðingu og styttri vinnutíma megi búast við ’ breyttum lífsháttum, t.d. að fólk muni óska eftir því að vinna á eða nær heimilum sínum í ríkara mæli en nú er. Þessi þróun geri kröfu til meira rýmis til útivistar í næsta nágrenni heimilanna og aukinnar áherslu á gæði þessa umhverfis svo og möguleika til frjálsrar umgengni við ósnortna náttúru landsins. Með þessi grundvallarsjónarmið í huga vilja sjálfstæðismenn í borgarstjórn standa að vönduðu manngerðu umhverfi í Reykjavík. Forysta sjálfstæðismanna í umhverfismálum Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu í umhverfismálum borgarbúa á fyrri kjörtímabilum og markað stefnuna. í kjölfar „grænu byltingarinnar" svonefndu tók svipmót Reykjavíkur stakka- skiptum á árunum kringum 1974 og eftir samþykkt framkvæmda- áætlunar um umhverfi og útivist sem gerð var til 10 ára eða árin 1974—’83. Útivistarsvæði voru tekin frá og gerðar tillögur um smærri gróð- urreiti víðs vegar um borgina og unnið var eftir áætluninni svo sem fé fékkst til. Þar voru tekin fyrir ýms atriði, s.s. útivistarsvæði og græn svæði í íbúðarhverfum. Ár- túns- og Elliðaáasvæðið, gangstíg- ar og stígakerfi milli hverfa, fólk- vangur í Bláfjöllum, veiðimál, smábátahöfn o.fl. Með þessari áætlun var lagður grundvöllur að því að Reykvík- ingar gætu notið hollrar útivistar og fagurs umhverfis í grennd við heimili sín án þess að þurfa að aka út fyrir borgarmörkin. Verk vinstri manna Nú hafa hins vegar heyrst þær raddir hjá vinstri meirihluta í Hulda Valtýsdóttir „ ... Grundvallarsjón- armiðið er að auka veg hins mannlega þáttar í borgarlífinu, veita borg- arbúum tækifæri til að eiga hlutdeild í mótun síns eigin umhverfis, auka samskipti og fé- lagslíf þeirra um leið og stuðlað er að hollri úti- vist,“ segir Hulda Val- týsdóttir, sjöundi maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn- arkosningunum í Reykjavík 22. maí, í þessari grein. borgarstjórn síðasta kjörtímabil að þessi fyrirhuguðu útivistar- svæði séu bæði óþarflega stór og mörg, þar sjáist sjaldan fólk, þar hafi það ekki við neitt að una. Því beri að setja þar niður íbúðar- byggð. Vissulega má víða þétta byggð í eldri borgarhverfum en það á ekki að gera á fráteknum útivistar- svæðum svo nauðsynleg sem þau eru í nútíma samfélagi. Slík af- staða sýnir glögglega takmarkaða hæfileika til að hugsa fram í tím- ann til næstu kynslóða. Til þess ber okkur þó skylda. Grænu svæð- in voru mörg tiltölulega ný þegar þessi vinstri meirihluti tók við — voru varla annað en urð og grjót nokkrum árum áður og ekki hafði unnist tími til að koma þar upp trjágróðri eða aðstöðu til útivist- ar. Slíkt tekur sinn tíma. Vinstri meirihlutinn hefur reyndar sýnt hug sinn í verki til umhverfisverndar og eflingar gróðurs í höfuðborginni með því að láta rífa upp 9000 trjáplöntur sem unglingar höfðu gróðursett í Ártúnsholti, þar sem vera átti úti- vistarsvæði. Og möguleikar á fjöl- breyttri starfsemi í tengslum við Árbæjarsafn í framtíðinni. Nú hefur það svæði verið skipulagt fyrir íbúðarbyggð og úthlutun lóða hafin. Stefna sjálfstæðismanna Þótt unnið hafi verið á síðasta kjörtímabili samkvæmt fyrri áætlun um umhverfi og útivist að nokkru leyti, hefur verið dregið úr framkvæmdum og sumir þættir alveg stöðvast, t.d. hefur ákvörð- unum um holræsamál verið stung- ið undir stól, leiksvæðum barna verið lítt sinnt og fyrirhuguð stígagerð milli borgarhluta nær alveg fallið niður, aðeins verið gerð göng sem fjármögnuð eru af þjóðvegafé. Sjálfstæðisflokkurinn hyggst gera stórátak í umhverfismálum borgarinnar á næsta kjörtímabili og leggur áherslu m.a. á eftirfar- andi atriði: Endurskoðuð verði sem fyrst framkvæmdaáætlun um umhverfi og útivist frá 1974—’83. Um leið fari fram athugun á því hvernig nýta megi útivistarsvæðin til fjöl- breyttra athafna. Borgaryfirvöld marki stefnuna og veiti aðstöðu. Félög, íbúasamtök og einstakl- ingar sjái síðan um rekstur þar sem þess er þörf. Stórefla þarf trjárækt og gróður á öllu höfuðborgarsvæðinu og gefa almenningi kost á að taka þátt í því starfi en tekin upp samvinna við nágrannasveitarfélögin um að- gerðir gegn ágangi búfjár. Haldið verði áfram gangstíga-, hjólreiða- og reiðgatnagerð milli borgarhluta og komið verði upp trjágróðri á völdum stöðum með- fram þeim til skjóls og prýði. Sömuleiðis meðfram fjölförnum akbrautum til þess að draga úr hljóð- og loftmengun. Flýtt verði fyrir framkvæmdum við smábátahöfn við Elliðaáavog og bætt verði á ný aðstaða þeirra sem leigja grænmetisgarða Korp- úlfsstaða og í Skammadal, en þar hefur borgarbúum gefist kostur á hollri útivist við ræktunarstörf. (Á fjárhagsáætlun 1982 var allur stuðningur við þessa starfsemi strikaður út). Hreinar fjörur og strendur eru ekki einungis mikilvægt heilbrigð- ismál heldur hafa þær ótvírætt gildi til útivistar. Sjálfstæðis- flokkurinn vill gera stórátak í holræsamálum og mengunarmál- um í samvinnu við nágrannasveit- arfélögin. Þá telur flokkurinn mikils um vert að gengist verði fyrir eflingu fræðslu í skólum og meðal al- mennings um umgengni og ýmis atriði sem valda mengun í dag- legri önn, s.s. eiturefni í sápu, notkun úðabrúsa, sjómengun af plastpokarusli á víðavangi, svo nokkuð sé nefnt. Sömuleiðis að í tengslum við iðnað og margháttaða atvinnu- starfsemi sé þess jafnan gætt að fullt tillit sé tekið til umhverfis- sjónarmiða. Sjálfstæðisflokkurinn vill gang- ast fyrir því, að mörkuð verði ákveðin stefna um það, hvaða hús borgin vilji vernda í sínu rétta umhverfi ()g hvaða hús sé rétt að flytja í Árbæjarsafn. Þá verði einnig að tryggja að eigendur frið- aðra húsa sitji við sama borð og aðrir húseigendur og komið verði á fót friðunarsjóði til að auðvelda einstaklingum og félögum kaup og viðgerðir friðaðra húsa. Hér hefur aðeins verð minnst á nokkur þau atriði sem Sjálfstæð- isflokkurinn vill gera að stefnu- málum sínum, en grundvallar- sjónarmið er að auka veg hins mannlega þáttar í borgarlífinu, veita borgarbúum tækifæri til að eiga hlutdeild í mótun síns eigin umhverfis, auka samskipti og fé- lagslíf þeirra um leið og stuðlað er að hollri útivist. Gerum Reykjavík að fögrum og menningarlegum gróðurreit öðr- um sveitarfélögum á íslandi til fyrirmyndar. Látum skynsemi, hagsýni og hugsjónir haldast í hendur. LOTNING FYRIR ÚFI eftir herra Pétur Sigurgeirsson hiskup llinn almenni hænadagur ís- lensku þjódarinnar er sunnudaginn 16. maí næstkomandi. Af því tilefni hefur hipskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, sent prestum og sóknarnefndarformönnum það hréf, sem hér hirtist. Hinn almenni bænadagur, 5. sunnudagur eftir páska, er 16. mái nk. Þrjátíu ár eru liðin frá því að sá dagur kirkjuársins var út- valinn bænadagur íslensku þjóðarinnar. Fyrsti almenni bænadagurinn var árið 1951. Jesús Kristur lagði mikla áherslu á þýðingu bænarinnar. Hann sagði: „Biðjið og yður mun gefast." (Matth. 7.7.) Postula- kirkjan rækti þennan þátt trú- arlífsins af kostgæfni og ár- vekni. Bænin hefir á öllum öld- um verið meginstoð og styrkur kristinna manna í hverri þraut. Þessum bænadegi hefi ég val- ið bænarefnið: Lotning fyrir lífi. Kristin kirkja vekur athygli í boðun sinni og bænagjörð á þeirri frumskyldu jarðarbúa, að þeir beri lotningu fyrir öllu lífi í hvaða mynd sem það birtist. Það er brýnna nú en nokkru sinni áður, að mannheimur vakni til vitundar um þessa helgustu köllun sír.a. Þeir, sem gerst þekkja til um gang heimsmála og ógnir kjarn- orkustyrjaldar, tala oft um hættuna á torímingu alls lífs á jörðinni. Aðvörun þeirra má vera á allra vitorði. Um það heyrum vér næstum daglega í útvarpi, sjáum í sjónvarpi og lesum um í blöðum, að heimur er á heljarþröm. Heilar þjóðir eru hnepptar í þrældóm, sjálf- Pétur Sigurgeirsson. sögðustu mannréttindi eru að engu höfð, víða ríkir óstjórn, ofbeldi og hryðjuverk eru fram- in. Stórþjóðir vígbúast af kappi. Hvers kyns áróður illverka er látinn viðgangast. Það er metið til afþreyingar að sjá menn sví- virta og myrta. Vér drögum dám af þessum umheimi. ísland nú- tímans hefur það t.d. að skemmtiefni, sem vanhelgar líf- ið og saurgar heilbrigðar kennd- ir. Öfugþróun þessi stafar af því, að sókn mannsandans til sannr- ar menningar og siðgæðisþroska hefir ekki haft í fullu tré við efnahagslegar framfarir, tækni og vísindi. Bergnumdir af þekk- ingu og kunnáttu vorra tíma hefir það gleymst að sinna and- legum framförum mannkynsins. Siðlegt mat á hlutunum fær ekki að ráða. Menn eru ekki íklæddir andlegu atgerfi til að nota háþróaða vélvæðingu í þágu friðar og velþóknunar og kjarnorkuna sér til heilla og ör- yggis. Syndir feðranna og synd vor er sú að afrækja rétta sið- semi. Af því leiðir sú „lands og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.