Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ1982 Sigurður Þorgilsson Hellu — Minningarorð Fæddur 19. febrúar 1936 Dáinn 29. apríl 1982 „Dáinn, horfinn! — llarmafroi;n. IIvílíkl orA mij» dynur yfir! Kn t‘({ voil art lálinn lifir. I'art t*r humjun harmi gejín." Þessar Ijóðlínur Jónasar Hall- Krímssonar koma upp í hugann þegar náinn vinur í blóma lífsins sem aldrei kenndi sér meins, er í einu vetfangi horfinn sjónum. Útför Sigurðar Þorgilssonar er gerð frá Oddakirkju í dag, en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 29. apríl sl. Sigurður var fæddur á Ægissíðu 19. febrúar 1936. Sonur hjónanna Kristínar Filippusdóttur og Þor- gils Jónssonar bónda þar. Þar ólst hann upp við almenn bústörf. Þeg- ar hann hafði aldur til fór hann til sjós og var sjómaður nokkrar vetrarvertíðir. Einnig starfaði hann við sauðfjárslátrun á haust- in hjá SS á Hellu og var meðal kappsömustu fláningsmanna þar. Þess á milli vann hann á búi for- eldra sinna. Síðar varð hann sláturhússtjóri hjá Kaupfélaginu Þór og gegndi því starfi um margra ára skeið. Jafnframt starfaði Sigurður við rafgeymaverksmiðjuna Tækniver í nokkur ár. Síðustu þrjú árin vann Sigurður hjá Fóðurverk- smiðjunni í Gunnarsholti. Sigurður hafði mikinn áhuga á verkalýðsmálum og var fyrsti framkvæmdastjóri Verkalýðsfél. Rangæings. Þegar slökkvilið var stofnað á Hetlu, var hann ráðinn slökkviliðsstjóri og gegndi því starfi alla tíð. Búskaparáhugi var Sigurði í blóð borinn og sinnti hann alltaf því áhugamáli sínu. Árum saman annaðist hann ær föður síns um sauðburð og átti sjálfur nokkurt fjárbú sem fór stækkandi. Á þessu má sjá, að hann var ýmsum kostum búinn, önnum hlaðinn og átti oft langan starfs- dag. Samt gaf hann sér tíma til að sinna ýmsum félagsmálum. Var hann m.a. formaður UMF Hrafns Hængssonar um skeið og form. Taflfél. Rang. eitt ár. Sigurður kvæntist eftirlifandi konu sinni, Ishildi Einarsdóttur frá Keflavík, árið 1961. Dvöldust þau fyrst á Ægissíðu, en fluttust að Helluvaði 1962, en árið 1964 fluttu þau í nýbyggt hús sitt að Útskálum 7, Hellu og hafa búið þar síðan. Þau eignuðust sex börn: íris Björk, gifta Guðbirni Ingvarssyni bónda, Markaskarði. Hin eru Sig- urborg Hulda, Torfi, Guðný, Haf- + Maöurinn minn, SVEINN GUDMUNDSSON, Garðabraut 24, Akraneai, lózt í Sjúkrahúsi Akraness, timmtudaginn 6. maí. Ingibjörg Jónasdóttir. t Bróöir okkar, AÐALSTEINN HJARTARSON frá Grjóteyri, Sandabraut 6, Akranesi, sem andaöist 4. maí, veröur jarösunginn frá Akraneskirkju laug- ardaginn 8. maí kl. 14.15. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjúkrahús Akraness. Systkinin. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, GUNNAR MARINÓ MARINÓSSON fangavöróur, Hjallavegi 5, Reykjavík, sem lést þann 5. maí sl., veröur jarösunginn frá Hafnarfjaröar kirkju þriöjudaginn 11. maí kl. 15.00. Lilja Bjarnadóttir, Einar Hreinn, Guórún Béra, Gunnar Örn, Hafsteinn Sigurjón. t Útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu, lang- ömmu og systur, JÓSEFÍNU G. BJÖRGVINSDÓTTUR, Óóinsgötu 5, Reykjavík, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 10. maí kl. 13.30. Siguróur Gíslason, Rósa Sigurðardóttir, Gunnar Jóhannesson, Erla Siguróardóttir, Jón Eiríksson, Gísli Sigurósson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móður okkar og systur, SIGRÍDAR JÓNSDÓTTUR frá Mófellsstööum. Fyrir hönd vandamanna, Oddný Eyjólfsdóttir, Margrét Eyjólfsdóttir. dís og Ævar Svan. Áður átti ís- hildur dóttur, Birnu Borg, sem gift er Guðbrandi Einarssyni, rafverk- taka í Þorlákshöfn. Þegar við bræðurnir munum fyrst eftir Sigga frænda, eins og við kölluðum hann, var hann heima á Ægissíðu. Eftirminni- legast er keppnisskapið, enda var hann áhugasamur um íþróttir alla tíð. Það var gaman að sjá þá bræð- urna, Sigga og Ægi, láta hey í hlöðu, en þá notuðu þeir jafnframt timann til að glíma í heyinu. Það verður ógleymanlegt þeim er sáu. Sigurður var ágætur söngmaður og hafði gaman af að taka lagið með félögum sínum ef svo bar undir. í góðra vina hópi var hann hrókur alls fagnaðar og einkar laginn að sjá það broslega í lífinu, enda ófeiminn að skopast að sjáif- um sér og sá gjarnan skemmtilegu hliðarnar á öðrum. Einnig hafði hann gaman af að ræða málefni dagsins og lét þá ógjarnan sinn hlut, enda kappsfullur að hverju sem hann gekk. Bridge var eitt af áhugamálum Sigurðar. Dró hann hvergi af sér við spilin, en svo er um frændur hans fleiri, ef því er að skipta. Kom þá vel fram hið mikla keppn- isskap sem hann hafði. Hann var aldrei með „tapaða skák“ eins og hann sagði í gríni um sjálfan sig. Eru þær stundir ógleymanlegar þegar við sátum yfir spilum fram eftir kvöldum. Við munum ávallt minnast Sig- urðar með hlýhug og þakklæti fyrir þær stundir sem við áttum saman í leik og í starfi. Við vottum íshildi, börnunum, barnabörnunum og háöldruðum föður innilegustu samúð okkar. Sævar og Torfi Minning: Kormákur Erlendsson Egilsstöðum Fæddur 16. nóvember 1916 Dáinn 26. apríl 1982 Kormákur Erlendsson andaðist í Heilsugæslustöðinni á Egilsstöð- um 26. apríl sl., 65 ára gamall. Hann var fæddur á Ormsstöðum í Skógum í Vallahreppi 16. nóvem- ber 1916. Foreldrar hans voru Er- lendur Þorsteinsson búnaðarráðu- nautur og Þóra Sigríður Stefáns- dóttir. Þau fluttust í Eiða 1925 og tók Erlendur við starfi sem ráðu- nautur í Gróðrarstöðinni þar. Systkini Kormáks eru Steinþór og Soffía, sem bæði eru búsett í Egilsstaðakauptúni. Kormákur var við nám í Eiðaskóla, í Sam- vinnuskólanum 1936—37 og í dönskum lýðháskóla. Kormákur var góðum gáfum gæddur, vel að sér í enskri og þýskri tungu og norðurlandamálunum, víðlesinn og miðlaði öðrum af þekkingu sinni. Hann var góður smiður og listrænn í sér, teiknaði og málaði myndir, og var vel hagmæltur. Hann hafði því mikið atgervi til að bera. Foreldrar Kormáks og systkini fluttust frá Eiðum árið 1945 í Eg- ilsstaðakauptún sem þá var í upp- byggingu. Þar byggði Kormákur íbúðarhús, sem er minnisvarði hans og mikil meistarasmíð. Bjó öll fjölskyldan þar í nokkur ár, þar til bróðir hans, systir og mágur fluttust í eigið húsnæði sem Kormákur vann við að byggja. Kormákur stundaði byggingar- vinnu í Egilsstaðakauptúni og nágrenni, og fjölmörg önnur störf. Enda eru þau mörg húsin sem hann vann að og geyma frábært handbragð hans. Kormákur ferð- aðist víða um lönd og aflaði sér víðtækrar þekkingar sem kom honum að góðu gagni og yljaði öðrum sem hann hitti á lífsleið- inni. Hann hafði því mótandi áhrif á umhverfið og kom mörgu góðu til leiðar. Síðustu ár ævinnar vann Kor- mákur við verslunarstörf hjá Kaupfélagi Héraðsbúa, Egilsstöð- um. Umhyggja Kormáks við for- eldra sína, systkini og börn þeirra var einstök. Hann var þeim traustur á lífsleiðinni og sýndi það í verki, að hann stóð við hlið þeirra alla ævi og vildi hvergi annars staðar vera en hjá þeim. Nú er hann farinn á annað lífssvið, þar sem hans bíða for- eldrar hans, systursonur, frændur og vinir. Blessuð sé minningin um Kormák Erlendsson. Innilegar samúðarkveðjur til systkina hans, barna þeirra og venslafólks. Við undirrituð minnumst sam- verustundanna á Eiðum með Kormáki þar sem við vorum við nám. Hann miðlaði okkur óspart af þekkingu sinni og kunnáttu, þó ungur væri. Hann var hrókur alls fagnaðar, hafði mikla kímnigáfu, var skemmtilegur í viðræðum og traustur vinum sínum. Við geym- um öll minninguna um hann og þökkum honum samfylgdina. Hann var góður sonur Austur- lands. Jarðarför Kormáks Erlendsson- ar fór fram frá Egilsstaðakirkju mánudaginn 3. maí sl. Ethel Arnórsson, Þorvaldur Guðjónsson, Einar Örn Björnsson, Mýnesi. Eyvör Eyjólfsdóttir Akranesi — Minning Fædd 22. febrúar 1904 Dáin 29. april 1982 Kveðja frá bróðursyni Þegar vorið fór á vængjum yfir flóann, fór ég með mjólkurbílnum frá Akranesi inn með Hvalfirði að Brekku og þaðan með frænda á hestum upp Litla Sandsdal, yfir heiðina og heim að Efstabæ í Skorradai. Oftast var þannig í 11 vor. Sumrin urðu 11, sem ég dvald- ist hjá frænku og frænda í Efsta- bæ og einn vetur var ég hjá þeim og líklega hálfum betur vegna veikinda móður minnar. Þessara sumra minnist ég með þökk og gleði. F'öðursystir mín, Eyvör Eyj- ólfsdóttir frá Akranesi, og Þor- steinn Vilhjálmsson frá Tungu- felli í Lundarreykjadal ganga í hjónaband 14. desember 1928. Þau hefja búskap í Efstabæ í Skorra- dal í sambýli við Hannes, bróður Þorsteins, og konu hans, Ingi- björgu Lárusdóttur, árið 1929. Þeirra sambýli stóð til 1938, þegar þau Hannes og Ingibjörg flytjast að Sarpi sem er næsti bær við Efstabæ. Ég kom að Efstabæ tii frænku og frænda í fyrsta sinn 1930, þá fjögurra ára. Þau áttu þá ekki barn og voru og hafa alla tíð verið mér fjarska góð. Þau verða fyrir þeirri sorg að missa dreng við fæðingu og frænka fékk barnsfarasótt og var mjög hætt komin og átti við langvarandi veikindi að stríða. Síðan fæddist þeim sonur, Vilhjálmur, fæddur 1934, og fannst mér víst hann taka sæti mitt fullmikið, en samt pass- aði ég hann án mikilla áfalla. En þegar frænka varð barnshafandi aftur og eignaðist annan son, Jó- hann Eystein, árið 1936, var mér sagt að ég hefði tilkynnt frænku, að ekki þýddi fyrir hana að eign- ast fleiri börn, ég mundi ekki passa fleiri, og það varð, hún eign- aðist ekki fleiri. Ég gæti skrifað endalaust um frænku og frænda og dvöl mina í Efstabæ og allt það skemmtilega og eftirminnilega sem skeði þar. Ég sem fullorðinn maður hef sagt börnum mínum og barnabörnum frá lífinu í sveitinni í þá tíð. Það var enginn sími, ekk- ert rafmagn, stysta leið að bílvegi var klukkutíma reið. Þó var tekið á móti gestum er að garði komu með slíkum höfðingsskap. að mér varð á orði þegar einn slíkur hafði notið gestrisni frænku í ríkum mæli: „Heyrðu, Dóri, hann át all- an rauðgrautinn." Mig hefur sennilega sjálfan langað í graut- inn. En ég þurfti ekki að kvarta, það var alltaf nóg að borða í Efstabæ. Frænka var snillingur í matargerð, hveitibrauðið, smjörið og skyrið og allt hitt, það var eitthvað öðruvísi, já reyndar lang- best hjá henni. Eftir að mæðiveikin hafði herj- að var ekki lífvænlegt lengur að búa í Efstabæ. Þau flytjast að Hvammi í Skorradal 1947, þar var rafmagn, akvegur og hægt að hafa betri búskap. Þar eru þau til árs- ins 1951, en taka sig þá upp og flytjast út á Akranes. Þangað stóð hugur frænku alltaf. Þau fara þaðan 1965 og eru um þriggja ára skeið við byggingu Kollafjarðar- stöðvar. Síðan reisa þau sér lítið hús á Kambshóli í Svínadal, hjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.