Morgunblaðið - 08.05.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MAÍ1982
3
Forsetinn fékk hlýj-
ar móttökur á Spáni
FORSETI ísiands, Vigdís
Finnbogadóttir, hélt á fímmtu-
dag til Marbella á Spáni, þar
sem hún mun dvelja í sumar
leyfi næstu 3 vikurnar ásamt
Astríói dóttur sinni. l»að er
ferðaskrifstofan Útsýn, sem
skipulagt hefur dvöl Vigdísar á
Spáni.
Þegar Vigdís Finnbogadóttir
kom til Malaga-flugvallar sl.
fimmtudag tóku ýmsir frammá-
menn á móti henni þar, m.a. sér-
stakur fulltrúi spænsku kon-
ungshjónanna, landsstjóri Mal-
aga-héraðs, borgarstjórinn í
Malaga, borgarstjórinn í Mar-
bella, ferðamálaráðherra Mal-
aga-héraðs og ræðismaður Is-
lands í Malaga. Á flugvellinum
beið Rolls Royce-bifreið ásamt
bifreiðarstjóra, sem Juan Carlos,
Spánarkonungur, lætur Vigdísi í
té á meðan hún dvelur á Spáni.
Sem fyrr segir mun Vigdís
dvelja 3 vikur ytra og hefur hún
einbýlishús til umráða. Hún
mun ennfremur fara í 4 daga
ferð um Andalúsíu. Vigdís sagði
aðspurð í gærmorgun að hún
yndi hag sínum hið bezta og hún
myndi nota tímann fyrst og
Vigdís Finnbogadóttir og Ástríður
dóttir hennar við komuna til Mal-
aga sl. fimmtudag.
Símamvnd: AIV
fremst til hvíldar og lesturs. I
gær var 24 stiga hiti í Marbella
og glaðasólskin.
Alþjóðahvalveiðiráðið;
Meirihluta spáð fyrir sam-
þykkt hvalveiðibanns
FJÓRAR þjóðir hafa bæst í Alþjóðahvalveiðiráðið frá aðalfundi ráðsins í
fyrra. Nú eru 35 þjóðir í Alþjóðahvalveiðiráðinu, en fleiri þjóðir, sem andvig-
ar eru hvalveiðum, ihuga að gerast meðlimir fyrir aðalfund ráðsins í Brighton
á Englandi dagana 19—24. júlí í sumar. Spáð er, að á fundinum í sumar verði
meðlimir ráðsins um 40. Fari svo er kominn 54 meirihluti í ráðinu fyrir
samþykkt algers banns við hvalveiðum i heiminum.
Þær þjóðir sem hafa gengið í
Alþjóðahvalveiðiráðið frá síðasta
aðalfundi eru Egyptaland, Kenýa,
Filippseyjar og St. Vincent og
Grenadines-eyjar í Kyrrahafi.
Allt þjóðir sem andvígar eru
hvalveiðum.
„Það hefur verið rætt um hvort
rétt sé, að Island segi sig úr ráð-
inu, en engin ákvörðun þar að lút-
andi hefur verið tekin," sagði Jón
Arnalds, ráðuneytisstjóri í sjávar-
útvegsráðuneytinu, í samtali við
Mbl. í gær.
Jafnréttisráð um kvennaframboðin:
Brjóta ekki í bága
við jafnréttislögin
JAFNRÉTTISRÁÐ samþykkti í gær, að kvennaframboðin í Reykjavík og á
Akureyri brytu ekki í bága við jafnréttislögin. Þorsteinn Halldórsson,
Hvannhólma 30, Kópavogi, óskaði eftir því, að ráðið kannaði hvort kvenna-
framboðin brytu í bága við jafnréttislögin, en hann taldi að þau brytu í bága
við 1. grein jafnréttislaganna.
Ráðið klofnaði í afstöðu sinni og
skilaði Gunnar Gunnarsson sér-
áliti og taldi að framboðin brytu í
bága við jafnréttislögin. í sam-
þykkt meirihlutans segir m.a.:
„Kyngreind framboð virðast í
fljótu bragði ekki vera í samræmi
við tilgang jafnréttislaganna, sbr.
1. grein. Sé hins vegar litið á
þátttöku kvenna og karla í bæjar-
og sveitarstjórnum, en karlar eru
93,8% sveitarstjórnarmanna, en
konur 6,2%, getur slíkt ástand
varla talist í anda jafnréttislag-
anna. Það er yfirlýstur tilgangur
kvennaframboðanna á Akrueyri
og í Reykjavík að auka hlut
kvenna í bæjarstjórn Akureyrar
og borgarstjórn Reykjavíkur og
hlýtur það í ljósi fyrrgreindra
upplýsinga að vera í samræmi við
tilgang jafnréttislaganna, sbr. 1.
grein."
Þá taldi ráðið að framboðin
brytu ekki í bága við aðrar greinar
laganna.
Deilt um byggingar-
verktaka í borgarráði
DAVÍÐ Oddsson gagnrýndi lóðaúthlutanir meirihlutans til byggingaraðila á
fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag. Sagði Davíð að þessar úthlutanir hefðu
farið framhjá lóðanefnd borgarinnar, sem um lóðaumsóknir fjallaði.
Davíð sagðist hafa, ásamt Albert
Guðmundssyni, gert um það tillögu
í borgarráði, að ákveðnum bygg-
ingaverktökum í borginni, Jóni
Hannessyni og fleirum, yrði út-
hlutað lóðum, en það hafði ekki
hlotið stuðning meirihlutans. Dav-
íð sagði að sjálfsagt hefði verið að
úthluta þessum aðilum lóðum, þar
sem þeir hefðu staðið óvenjulega
vel að öllum framkvæmdum sem
þeir hefðu innt af hendi. Slíkir aðil-
ar ættu að njóta þess sem vel væri
gert, en það viðhorf hefði ekki verið
ríkjandi hjá meirihlutanum í borg-
arráði.
Verslunin Herragarðurinn í Aðalstræti 9 er 10 ára
um þessar mundir, í tilefni af því hefur
Herragarðurinn opnað nýja og glæsilega verslun við
hliðina á þeirri gömlu góðu.
Eins og áður verður megin áherslan lögð á vandaðan
karlmannafatnað, sem hannaður er af fremstu
tískuhönnuðum Evrópu og búinn til úr úrvals efnum.
Garðar í Herragarðinum hefur heldur ekki
gleymt því að til eru ,,menn með prófíl” og hefur
hann sérhæft sig í þjónustu við þá bæði
með sérinnflutningi, hraðvirkri pöntunarþjónustu og
rekstri sauma- og breytingaverkstæðis.
Líttu við á nýja Herragarðinum, því þú ert
í góðum höndum hjá Garðrari.
HERRA
ARÐURINN
Aðalstræti 9 sími 12234