Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 Ásmundur Stefánsson: Ví si töluskerðing augljóslega ekki í samræmi við vega- bréf nefndarinnar „ÞAÐ MÁ minna á það, að í forsendum fyrir skipun þeirrar viðræðunefndar, sem er starf- andi á vegum ríkisstjórnarinn- ar, er talað um að markmið þessara viðræðna skuli vera að gera tillögur um vísitölu- kerfi sem tryggi kaupmátt, þannig að vísitöluskerðing er augljóslega ekki í samræmi við það vegabréf, sem þeir fengu með sér,“ sagði Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ, í samtali við Mbl., er hann var inntur álits á þeim vísitölu- skerðingarhugmyndum, sem nefnd á vegum ríkisstjórnar- innar hefur reifað með full- trúum vinnuveitenda og laun- þega á fundum undanfarið. „Annars get ég lítið um þessa fundi sagt. Við höfum átt eina fjóra fundi með fulltrúum ríkis- stjórnarinnar og á þeim hefur að- allega verið um lauslegt rabb að ræða milli manna. Þeir hafa ekki lagt fram neinar formlegar tillög- ur gagnvart okkur, en ég veit auð- vitað ekki hvað hefur gerst í við- Þjóðhagsstofnun: Gífurlegur halla- rekstur á útgerð ræðum við aðra aðila," sagði Ás- mundur ennfremur. „Ég hef í sjálfu sér ekkert um þessar viðræður að segja á þessu stigi. Það hafa komið fram ýmsar athyglisverðar hugmyndir, sem gætu miðað í jákvæða átt,“ sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands ís- lands, i samtali við Mbl. Þorsteinn Pálsson sagði enn- fremur, að þessar viðræður væru trúnaðarmál, en það væri hægt að segja, að þær hafi verið jákvæðar til þessa. Miklar endurbætur hafa verið gerðar að undanfornu á húsi þvi á horni Lækjargötu og Vonarstrætis, sem iðnaðar- menn í Reykjavík byggðu á sínum tíma. Á laugardaginn var turn hússins settur á sinn stað, en hann var endurbyggður hjá trésmiðju Reykjavikurborgar. Ljósm. Mbt: köe Ólafur Odds- son skipa- tæknifræd- ingur látinn ÓLAFUR Guðni Oddsson skipa- tæknifræðingur andaðist í sjúkrahúsi í Blantyre, Malawi, 16. maí sl., 47 ára að aldri. Ólafur Guðni Oddsson fæddist 6. febrúar 1935 í Reykjavík; sonur Odds Guðmundar Rögnvaldssonar verzlunarmanns og Arndísar Ólafsdóttur. Hann lauk vélskólanámi 1960, og prófi í véltæknifræði með skipasmíðar sem sérgreín frá Odense Maskinteknikum 1963. Hann starfaði svo hjá íslenzk- um skipasmíðastöðvum, siðast hjá Skipasmiðastöð Marselíusar Bernharðssonar á ísafirði. Hann sat í hreppsnefnd Eyrarhrepps, N-ísafjarðarsýslu, og var jafn- framt byggingarfulltrúi hrepps- ins, en 1975 fór hann til starfa í Malawi. Hann var kvæntur Ragnhildi Sigfríð Gunnarsdóttur. Aflaverömæti togara hefur minnkað um meira en 30% frá því í fyrra MIKILL vandi steðjar nú að útgerð- inni í landinu, sérstaklega togaraút- gerðinni sökum aflabrests og ann- arrar samsetningar afla en undan- farin ár. Fjöldi togara er með sama eða svipað aflaverðmæti í krónum talið fyrstu fjóra mánuði þessa árs og fyrstu fjóra mánuði síðastliðins árs. Er því Ijóst, að tekjur útgerðar og sjómanna hafa minnkað gífurlega milli ára, eða ekki undir 30% milli ára miðað við fast verðlag, eins og viðmælandi Mbl. sagði í gær. I skýrslu Þjóðhagsstofnunar sem nú hefur verið lögð fram um stöðu útgerðar og vinnslu, segir, að nú sé bátaflotinn rekinn með 8,8% tapi, minni togararnir með 6,0% tapi, stóru togararnir séu reknir með 9,2% tapi og er meðal- tap fiskiskipaflotans 7,5%, að mati Þjóðhagsstofnunar. Viðmæl- endur Morgunblaðsins sögðu hins vegar í gær, að raunverulegur taprekstur flotans væri miklu meiri, þar sem Þjóðhagsstofnun miðaði við aflatölur síðasta árs. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar segir, að mikil breyting hafi orðið á samsetningu aflans frá því sem var í fyrra og aflaverðmæti hafi því minnkað meira en tonnatölur gæfu til kynna. Þannig hafi afla- verðmæti báta líklega minnkað um tæplega 4% frá því sem afli og aflasamsetning í fyrra hefði gefið og aflaverðmæti togaranna hefði líklega minnkað um rúmlega 22%. Á hinn bóginn hefur togurum fjölgað um 9 frá í fyrra, eru nú 94 samanborið við 85 í fyrra. Afli og aflaverðmæti á hvert skip hefur því minnkað mun meira en sem nemur þeim 22% sem Þjóðhags- stofnun slær fram. Sagði viðmæl- andi Morgunblaðsins, að aflaverð- mæti togaranna hefði minnkað um meira en 30%. Þá mætti benda á, að loðnubátar hefðu líklega veitt meira magn af þorski nú en í fyrra. Helguvíkurrannsóknir: Sýna óyggjandi að aðstæður eru góðar - segir Svavar Jónatansson verkfræðingur „ÞAÐ ER allt jákvætt sem við höfum séð og ekkert sem bendir í aðra átt en að jákvætt sé að byggja þau mannvirki sem þarna eru fyrirhuguð. Ef það eru einhvers staðar góðar aðstæður þá eru þær einmitt þarna, ef menn eru að hugsa um mengunarhættu á vatnsból- um. Rannsóknirnar sýna alveg óyggjandi, að streymið er út til sjávar. Olíutankarnir verða Einar Bjarnason prófessor látinn EINAR Bjarnason prófessor andaðist á Borgarspitalanum í gær á sjötugasta og fimmta aldursári. Hann var fæddur 25. nóvember 1907 á Seyðisfirði. For- eldrar hans voru Bjarni Jónsson hankastjóri og kona hans Sólveig Einarsdóttir. Einar lauk stúdentsprófi árið 1926 og lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1933. Hann var ráðinn til starfa í fjármálaráðuneytinu 1934. Árið 1949 var hann skipaður aðal- endurskoðandi ríkisins, síðar ríkis- endurskoðandi. í júní 1969 var Ein- ar skipaður prófessor í ættfræði við Háskóla íslands, en hann hafði áður í fríum frá störfum dvalið í Kaup- mannahöfn við fræðistörf og starf- aði þá jafnframt um skeið í sendi- ráði íslands þar. Einar var um nokkurra ára bil ritstjóri og ábyrgðarmaður Lögbirt- ingablaðsins, átti sæti i stjórn ís- landsdeildar norræna embætt- ismannasambandsins og formaður þess um tíma. Þá var hann í stjórn Hins íslenzka bókmenntafélags, í stjórn Sögufélagsins, formaður happdrættisráðs Vöruhappdrættis Sambands íslenzkra berklasjúkl- inga, umdæmisstjóri Rotaryklúbb- anna 1962—63, auk fjölmargra ann- arra trúnaðarstarfa. Eftir Einar liggja fjölmörg rit og ritgerðir, aðal- lega um ættfræði. Eftirlifandi eiginkona Einars er Kristjana Margrét Jensdóttir. settir niður við sjó, þannig að ef mengun yrði færi hún ekki í drykkjarból heldur beint út til sjávar,“ sagði Svavar Jóna- tansson, verkfræðingur hjá Al- mennu verkfræðistofunni, að- spurður um niðurstöður rann- sókna í Helguvík, en rann- sóknum þar er nú svo til lokið. Að sögn Svavars liggja fyrir allar niðurstöður varðandi rann- sóknir á landi, eingöngu er eftir að taka sýni úr setlögum í vík- inni. Vita- og hafnarmálastofnun vinnur að því þessa dagana, og verður þeirri könnun lokið innan tveggja vikna. „Niðurstöður frá Orkustofnun liggja fyrir. Haf- rannsóknastofnun er búin að gera sínar athuganir á þykkt setlaga í víkinni sjálfri, eingöngu er eftir að fá vitneskju um efnis- innihald þeirra. Við vitum þykkt þeirra og allt sem varðar land- svæðið í kringum víkina," sagði Svavar. „Það er ekkert sem bend- ir í aðra átt en að jákvætt sé að reisa þessi mannvirki þarna," sagði hann að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.