Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982
15
stjórnendur á lýðræðislegan hátt.
Það er mjög þýðingarmikið fyrir
lýðræðisskipulagið að kjósendur
hafi þessa reglu í heiðri. Kosn-
ingar eru til að velja borgurunum
hæfa stjórnendur, ekki til að refsa
einum eða neinum. Ekki til að
verðlauna einn eða neinn fyrir
sérstaka framkomu eða persónu-
lega greiðvikni. Þær eru til að
velja lýðræðislega stjórn. Kjörnir
fulltrúar eiga að gæta þess að
stjórnarfarið sé lýðræðislegt og
heiðarlegt. Þeir eru ekki kjörnir
til að keyra sín persónulegu sjón-
armið yfir stjórn fagmanna
stjórnsýslukerfisins með offorsi
og ráðríki. Aðferð Sjálfstæðis-
flokksins hefur verið að setja einn
úr meirihlutanum sem borgar-
stjóra, þ.e. leiðtoga embætt-
ismannanna, sem gengur til starfa
við hlið þeirra og ber ábyrgð eins
og þeir. Aðferð hinna pólitísku
forsvarsmanna vinstri meirihlut-
ans hefur verið að sleikja upp all-
ar veislur og virðingar á vegum
borgarinnar, en vera hvergi nærri
þegar á bjátar. Menn munu áreið-
anlega fá að heyra að allt sem á
undan er talið sé alls ekki þeim að
kenna, heldur einhverjum allt öðr-
um. Það sem vantar í stjórnkerfi
vinstri mannanna er ábyrgðin.
Með ópólitískan borgarstjóra, en
pólitíska þvargara liggjandi sem
stjórnendur utan á hinu faglega
stjórnsýslukerfi hefur ábyrgðin
dottið niður á milli skips og
bryggju. Til að bæta úr þessu
þurfa kjósendur að nota kosn-
ingarnar til að velja sér sjálfir
borgarstjóra enn á ný. Þá munu
kjósendur endurreisa hið ábyrga
stjórnarfar í Reykjavík.
Enginn andstöðuflokk-
anna er hæfur
Vinstri flokkarnir bera nú hver
í sínu lagi þann áróður fyrir kjós-
endur að sigri þeir, þá eigi vilji
þeirra að ráða í nýja vinstri meiri-
hlutanum. Þetta er að sjálfsögðu
óraunhæf mynd af stjórn Reykja-
víkurborgar. Ef Sjálfstæðisflokk-
urinn fær ekki meirihluta en
vistri meirihlutinn heldur áfram
með þátttöku kvennalistans, þá
munu flokkarnir máta hver annan
með eigin ráðríki, reyndin verður
að enginn fær að ráða neinu, en
embættismennirnir bjarga svo
hlutunum í horn svo lítið ber á
þegar allt er komið í óefni. í þar
næstu kosningum verður svo stað-
ið upp og sagt sjáið hvað við erum
duglegir rétt eins og gert er núna.
Að vísu getur þetta farið miklu
verr, orsökin fyrir því er kvenna-
framboðið sem bætist í hóp vinstri
flokkanna og þarf að skapa sér
einhvern sjálfstæðan pólitískan
tilverurétt. Þetta er flokkur sem í
raun virðist ekki vera að bjóða
fram til borgarstjórnarkosninga
heldur virðast þessir frambjóð-
endur einungis vera að bjóða kon-
um uppá tækifæri til að refsa
stjórnmálaflokkunum slælega
framkomu gagnvart konum. Þetta
er verulega ómaklegt, því innan
allra stjórnmálaflokka eru sérstök
kvennasamtök sem hafa það sér-
staka hlutverk að laða hæfar kon-
ur til pólitískra starfa, og tryggja
framgang þeirra innan flokkanna.
þetta er nauðsynlegt, því það er
sameiginlegt vandamál allra
flokka að fá hæfa stjórnmála-
menn af kvenþjóðinni til starfa.
Menn mega ekki gleyma því, að
þeir sem eru hæfir stjórnmála-
menn (konur jafnt sem karlar) eru
hæfir í flest annað líka og geta því
hæglega valið sér hvaða annað
starf sem er. En kvennasamtökum
stjórnmálaflokkanna hefur í stór-
um dráttum tekist þetta hlutverk
sitt. Hér væri hægur vandi að
telja upp marga afburða stjórn-
málamenn sem hafið hafa feril
sinn í félögum sjálfstæðiskvenna.
Þeim mun furðulegra var að
hlusta á frambjóðanda kvenna-
listans í sjónvarpinu, höfða til
kynsystra sinna sem útskúfaðrar
tegundar úr mannheimum, með
hatursfullu orðfari. Hatrið þarf
ekki að eiga sérstakan fulltrúa í
borgarstjórn Reykjavíkur. Nú vill
svo til, að hjá flestum flokkum eru
konur í baráttusætunum. Það er
illa farið ef þeir frambjóðendur
eiga að falla fyrir hinni nýju stétt
kvenstjórnmálamanna.
með hreinni samvisku. Konur
hafa um árabil reynt fyrir sér inn-
an ýmissa samtaka í þeirri von, að
þar kynni jafnréttisbaráttan að
eiga hljómgrunn og að þar mætti
finna það vekjandi afl sem til
þarf. Hafi þau samtök, eða flokk-
ar, brugðist vonum kvenna, er það
ekki konum að kenna heldur sam-
tökunum. Þær yfirgefa nú flokka
og samtök til að opna nýjar leiðir
í þeirri baráttu, sem sameinar
konur. Nýja leiðin er Kvenna-
framboðið.
Snemma í þessum pistli skrifaði
ég, að grein Áslaugar Ragnars
hefði orðið mér gleðiefni. Hvers
vegna? Jú, vegna þess, að við lest-
ur hennar sá ég svart á hvítu,
hversu ánægjuleg framvindan var
við stefnumótun Kvennafram-
boðsins, hversu einbeittar við vor-
um í því að hafna vinstri leiðum,
hægri leiðum, miðjuleiðum —
flokksleiðunum gömlu. Þeirra í
stað tókum við höndum saman um
að hefja konur upp yfir togstreitu
gömlu stjórnmálaflokkanna og
. skapa alveg nýja stefnu. Það tókst
einmitt vegna þess að „minni-
máttarkenndin" vék fyrir stolti.
„Aðskilnaðarstefnan" vék fyrir
þeirri fullvissu, að konur hafa jafn
mikið til málanna að leggja og
karlar og ættu að skapa sjálfum
sér tækifæri til þess svo karlar og
konur fái einhvern tímann staðið
hlið við hlið. Sú stefna verður
hvorki kölluð hægri stefna né
vinstri stefna og ekki heldur
miðjustefna — raunar hefur eng-
um tekist að draga hana í gamlan
dilk, svo fersk sem hún er.
Kannski getum við bara kallað
hana sólskin og sunnanvind, ef
hún endilega þarf að hafa annað
nafn en kvennastefna.
Síðan sól og sunnanvindar náðu
yfirhöndinni á Hótel Vík, hefur
starfið þar einkennst af trausti,
baráttuvilja og fölskvalausri sam-
stöðu. Enda gengur okkur allt í
haginn þessa dagana! , '
Gleðilei^st^par! ^
Sagan af
Adele H.
Kvikmyndaklúbbur Alli-
ance Francaise gengst
fyrir annarri sýningu á
kvikmynd Truffauts, „Sag-
an af Adele H.“ í Regnbog-
anum á miðvikudagskvöld.
Myndin er af Isabelle
Adjani, sem fer með aðal-
hlutverk kvikmyndarinnar.
------■ y < ^i- .
IA. .
Austurbakki breikkaður um 25 metra
Miklar framkvæmdir hafa staðið vfir við Austurbakka undanfarnar vikur, en til stendur, að breikka bakkann
um 25 metra, til þess að auka athafnarými Hafskips, sem hefur sína aðal hafnaraðstöðu við Faxaskálana.
Ljósmynd Mbl.
GOODVYEAR
GEFUR &RÉTTA GRIPIÐ
A Eoomut
KíMSTÞÚ
UOEOA
Goodyear hjólbarðar eru
hannaðir með það í huga, að
þeir veiti minnsta hugsanlegt
snúningsviðnám, sem þýðir
öruggt vegagrip, minni bensín-
eyðslu og betri endingu.
[ulHEKIA
Laugavegi 170-172 Sír
VHF
Sími 212 40
FULLKOMIN HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
Affelgum, felgum og
jafnvægisstillum
j r
iV
M*
l