Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 21 Ársþing HSÍ: Búsetuskylda erlendra — og nær 100 prósent fjölgun leikja EFTIR 1. júlí 1983 verða erlendir leikmenn ekki löglegir með íslensk- um handknattleiksliðum, nema þeir hafi að baki 6 mánaða búsetu hér- lendis. Þetta er stefnan sem mörkuð var i málefnum erlendra leikmanna á ársþingi HSÍ um helgina. Þessi nýja reglugerð nær ekki til Anders Dahl Nielsen, sem mun þjálfa og leika með KR næsta keppnistímabil, eða til Dananna þriggja sem hyggj- ast leika með KA. Þá var annað stórmál tekið fyrir, fjölgun leikja á íslandsmót- inu, eins og Mbl. greindi frá að væri í bígerð. Útkoman var eins og greint var frá, fjölgun leikja úr 14 í 26 á hvert lið. Fjölgunin fer þannig fram, að eftir hinar hefð- bundnu 14 umferðir leika fjögur efstu liðin aukakeppni um efsta sætið, en fjögur neðstu auka- keppni um fallið. Bætast þar með við 12 leikir á hvert lið, þar sem leikin verður fjórföld umferð i aukakeppnum þessum. Stig úr innbyrðisviðureignum gilda ekki í toppslagnum, en gera það hins vegar í botnslagnum. Þetta form verður einnig viðhaft í 2. deild. Sætið í IHF-keppninni svokölluðu fellur í hlut þess félags, sem er í efsta sætinu eftir 14 umferðir. Mótið mun hefjast 17. september og ljúka 17. apríl. Þá voru nýjar reglur samþykkt- ar varðandi félagaskipti. Nú geta leikmenn skipt um félag tvisvar á ári, nánar tiltekið fyrir 1. júlí og svo aftur fyrir 1. janúar. Þá fór fram stjórnarkjör. Var Július Hafstein og stjórn hans endurkjörin. Ársþing KKÍ: Helgi Ágústsson kjörinn formaður ÁRSÞING KKÍ var haldid um helg- ina og var beðið með nokkurri eftir- væntingu hvernig tillaga sú, sem fram kom um bann á erlenda lcik- menn, yrði meðhöndluð. Tillaga þessi gerði ráð fyrir eins árs banni á erlenda leikmenn með íslenskum körfuknattleiksliðum. Tillagan var rædd fram og aftur og sýndist sitt hverjum, eins og vænta mátti. Var síðan gengið til atkvæða og fóru leikar þannig, að tillagan var felld naumlega, 19 fulltrúar voru henni andvígir, en 15 samþvkkir. Fjórir sátu hjá. fslensku félögin geta þvi farið á stúfana að leita sér að leik- mönnum fyrir næsta keppnistimabil. Mál þetta var það bitastæðasta á rólegu þingi sambandsins. Stjórnarkjör fór fram, en eins og fram hafði komið, gaf formaðurinn, Kristbjörn Albertsson, ekki kost á Helgi Ágústsson nýkjörinn formaður KKÍ. sér til endurkjörs. f hans stað var Helgi Ágústsson úr KR kjörinn formaður sambandsins. Með honura i stjórn verða Gunnar Ölversson, Einar Bollason, Kolbrún Jónsdóttir og Gunnar Valgeirsson. Þróftur sigraði Skallagrím 4-0 LIÐ ÞRÓTTAR vann öruggan sigur, 4—0, á Skallagrími, Borgarnesi, á Mclavcllinum í gærkvöldi. Sigur Enn sigrar Perú PERÍJBÚAR sigruðu Rúmena 2—0 í vináttulandsleik i knattspyrnu sem fram fór í Lima nm helgina. Leikur- inn var liður í undirbúningi Perú- búa fyrir lokakeppni HM og er óhætt að segja frammistöðu liðsins lofa góðu, því áður hefur það sigrað Frakkland og Ungverjaland á úti- völlum. Julio Uribe skoraði fyrra markið úr viti í fyrri hálfleik, en Vel- azques það síðara níu mínútum fyrir leikslok. Rúmenarnir léku mjög grófan varnarleik og tveir af varnar- mönnum liðsins fengu að skoða rauða spjaldið áður en yfir lauk. Þróttar var sanngjarn. Liðið lék mun betur og oft vel. Staðan í hálfleik var 1—0. Það var ekki fyrr en á 42. mín- útu leiksins sem Þróttur skoraði fyrsta markið. Var það Daði Harðarson sem skoraði örugglega úr vítaspyrnu. Sverrir Pétursson skoraði annað markið mjög iag- lega á 57. mínútu. Lék Sverrir einn upp allan völlinn frá miðju og í gegn um þrjá varnarmenn Skalla- gríms og skoraði laglega. Bjarni Harðarson skoraði þriðja mark Þróttar og Arnar Friðriksson inn- siglaði sigurinn með mjög fallegu skallamarki, 4—0. Góð byrjun hjá Þrótti í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í ár. — ÞR. Knatlspyrna) Liverpool-liðið varð enskur meistari Liverpool varð enskur meistari í knattspyrnu í 13. skiptið á laugardaginn er liðið sigraði Tottenham 3—1 á heimavelli sínum. Þessi mynd var tekin fyrr i vetur eftir að félagið hafði lagt sama lið að velli i úrslitum deildarbikarkeppninnar og eru kapparnir glaðklakkalegir eins og sjá má. Aftari röð f.v. Ken Dalglish, Mark Lawrenson, Sammy Lee, lan Rush, Bruce Grobelaar, Terry McDermott og Phil Thompson. Og krjúpandi f.v. Ronnie Whelan, Dave Johnson, Graeme Souness, Alan Kennedy og Phil Neal. Lárus skoraði tvö mörk og kom liði sínu í úrslit — ÞAÐ VAR mjög ánægjulegt að skora þessi tvö mörk sem komu okkur í úrslitleikinn. En það var líka leiðinlegt að vera vikið af leikvelli þegar staðan var 2—1 fyrir okkur í leiknum og aöeins 20. mínútur til leiksloka, sagði Lárus Guðmunds- son í gærkvöldi er Mbl. ræddi við hann. Lárus átti mjög góðan leik er lið hans, Waterschei, tryggði sér sæti í úrslitaleik belgísku bikar- keppninnar um helgina. Waterschei tapaði 3—2 fyrir Beveren í Beveren, en þar sem liðið skoraði tvö mörk á útivelli komst það áfram. Water- schei hafði sigrað í fyrri leiknum, 1—0, og skoraöi Lárus þá sigur- markið. Lárus hefur því skorað þrjú mörk í siöustu tveimur leikjum lið- sins og staðið sig mjög vel og fengið góða dóma. Lárus sagði að fyrra mark sitt hefði hann skorað af stuttu færi, hálfgert potmark eftir mikla pressu að marki Beveren. Síðara markið hefði hann hinsvegar skor- að með viðstöðulausu skoti frá markteig. Gott mark, að sögn fréttaskeyta. Eins og áður sagði var Lárus rekinn útaf í leiknum. Um það atvik sagði hann að það hefði verið mjögósanngjarnt. Paff landsliðsmarkvörður Belgíu hefði haldið sér og hindrað sig og þá hefði hann danglað til hans. Paff lét sig detta og lék meiðsli, og var með mikinn leikaraskap. Dómar- inn var í vafa hvort hann ætti að reka Lárus útaf, ætlaði að sýna honum gula spjaldið þegar leik- menn Beveren hófu áköf mótmæli og læti og þá dró dómarinn upp rauða spjaldið. Lárus sagði að bik- arúrslitaleikurinn legðist vel í sig. En það yrði harður og erfiður leik- ur, sem jafnframt fylgdi mikil spenna. — En það verður mikil upplifun fyrir mig að taka þátt í svona stórleik strax á fyrsta tíma- bili mínu hér sem atvinnumaður, sagði hann. Leikur liðanna fer fram á Heysel-leikvanginum í Brússel næstkomandi sunnudag. í fyrra tóku tveir íslenskir knatt- spyrnumenn þátt í leiknum, - ÞR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.