Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 17 traustur grundvöllur til að byggja á varðandi framtíðina fyrir það unga fólk, sem nú er að bætast við á vinnumarkaðinn. Að kaupa gamalt álver, — eða reisa nýtt? Auðvitað eru takmörk fyrir því, hvað við Islendingar höfum ráð á að leggja í mikla áhættu við rekstur stóriðju. Við kaupum hráefnið er- lendis frá og erum upp á útlendinga komnir varðandi söluna. Verðsveifl- ur eru miklar og sölutregða oft lang- varandi. Ef við tökum dæmi af þeim kveinstöfum stjórnvalda, sem heyrzt hafa vegna lokunar skreiðarmarkað- arins í Nígeríu nú um stuttan tíma, getum við rétt ímyndað okkur, hversu lengi við gætum risið undir rekstri álvers, sem ekki losnaði við framleiðsluna svo og svo lengi. Eða hvað höfum við ekki þurft að leggja fram vegna Járnblendiverksmiðj- unnar? Fjármagn, sem hrökkva myndi til að leggja bundið slitlag á hringveginn eins og hann leggur sig. Hins vegar eru fá ár í, að tekjurnar af álverinu við Straumsvík hafi borgað byggingu Búrfellsvirkjunar og allan rekstrarkostnaðinn að auki. Liggur þó fyrir, að veruleg hækkun orkuverðsins til álversins hefur ekki náðst fram vegna óþjóðholls mála- tilbúnaðar iðnaðarráöherra, sem raunar er menntaður í Austur- Þýzkalandi. Hver er svo málflutningur iðnað- arráðherrans nú, þegar fyrir liggur að sjávarafli er stopulli en nokkru sinni? Fyrst stakk hann upp á, að rekstri álversins yrði hætt af því að þá fengjum við svo ódýra raforku! Nú þykir honum þjóðráð, að við not- um það sem eftir er að lánstrausti okkar erlendis til að kaupa álverið. Liggur þó fyrir, að slík kaup myndu ekki skapa einum einasta manni at- vinnu. — Að sjálfsögðu er vitið meira, ef menn á annað borð vilja leggja ís- lenzkt áhættufé í álverksmiðju, að reisa nýja. Slíkum framkvæmdum fylgja margvísleg umsvif og myndu verka sem vítamínssprauta á at- vinnulífið. En skynsamlegast er vitaskuld að semja við erlenda aðila um að þeir reisi slíka verksmiðju og reki. Af því höfum við góða reynslu. Þá myndum við líka taka hagnaðinn á þurru í gegnum orkusöluna og veit- ir sannarlega ekki af, að eitthvað standi undir sér hér á landi. Eins og dæmið er sett upp af iðn- aðarráðherra sé ég ekki betur en að hann ætli að fórna stóriðjufyrirtæki við Eyjafjörð fyrir gamalt álver við Straumsvík. Eins og Slippstöðinni er verið að fórna fyrir Einar Bene- diktsson eða aðra þá ryðkláfa, sem keyptir hafa verið til landsins. Að troða fyrirtæki upp á Eyfirðinga!!! I þingræðu gekk ég á iðnaðarráð- herra með það, hvers vegna ríkis- stjórnin hefði horfið frá öllum ný- iðnaðar- eða stóriðjuhugmyndum við Eyjafjörð. Honum þótti ekki undar- legt, þótt ég skyldi hafa orð á „þeirri miklu eyðu“ sem Eyjafjarðarsvæðið er í áætlunum, sem uppi eru um stórrekstur. Á hinn bóginn fullviss- aði hann mig um, að þetta væri ekki sinn vilji. Viðhorf sitt varðandi stað- setningu meiriháttar iðnaðar sé það, að það „eigi ekki að vera að troða slíkum fyrirtækjum upp á heima- menn af hálfu utanaðkomandi aðila, af ríkisvaldinu eða öðrum, heldur þurfi menn að ná saman heima fyrir um áform í þessu efni“. í framhaldi af þessum ummælum vísaði iðnað- arráðherra til þeirrar samstöðu, sem náðst hefði á Austurlandi um kísilmálmverksmiðju við Reyðar- fjörð. Svo mörg voru þau orð. Auðvitað hlýtur okkur Norölendinga að svíða undan þeim, þegar við sjáum Blönduvirkjun rísa. Sannleikurinn er náttúrlega sá, að bæjarstjórnar- kosningarnar hér fyrir norðan snú- ast um þetta umfram allt, hvort við viljum vera með í þeirri iðnþróun, sem nú er verið að undirbyggja í okkar landi. eða ekki. Framsókn- armenn og kommúnistar — Kvenna- listinn raunar líka — boða stöðnun í atvinnumálum. Við sjálfstæðismenn megum ekki til þess hugsa, að Akur- eyri og Eyjafjörður verði af tæki- færinu nú. Atvinnulífið hér fyrir norðan þarf á því að halda að fá vítamínssprautu og við erum ekki reiðubúnir til að gefa hana eftir fyrir kaup á gömlu og að sumu leyti úreltu álveri við Straumsvík. Schram, hinn góðkunni höfundur Stundarinnar okkar í Sjónvarp- inu, ennfremur fulltrúar öflugra liðssveita sem leggjast hér á eitt: Baldvin Ottósson, lögregluvarð- stjóri, Ásgeir Heiðar, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur, og Jóhannes Pálmason, formaður Lionsklúbbsins Njarðar. Auk þessara eru Vésteinn Þórsson menntaskólanemi og Þór Jakobs- son. Bryndís fer nú á milli skóla og kynnir Hjólreiðadaginn. Á sjálfan Hjólreiðadaginn mun hún m.a. vera kynnir atriða á vellin- um. Fleiri mætti nefna sem hjálpa til með ráðum og dáð. Um 40 kon- ur úr kvennadeild Styrktarfélags- ins og frá „Svölunum', félagi fyrrv. og núv. flugfreyja, munu t.d. taka á móti söfnunarkortum og söfnunarfénu, þegar hjólreiða- menn koma á Laugardalsvöllinn. Það er býsna mikið verk að taka á rúmum klukkutíma á móti mannfjölda á borð við vænan bæ á íslandi. Það þarf snarar hendur og skjót svör, en skilningsrík við ýmsum óvenjulegum fyrirspurn- um hinna yngstu, þegar þeir koma í mark, stoltir og furðu sprækir. Þess skal að lokum getið, að all- ir, 10 ára eða eldri, eru velkomnir til þátttöku. Yngri börn verða að eiga vísa samfylgd fullorðinna. Unglingar, ungt fólk, og allir sem treysta sér, eru hvattir til að bregða sér með. Hjólin í lag og munið, að ekkert liggur á! Bíl- stjórar á ferð eru hvattir til að aka mjög varlega þennan dag. Það var glæsileg sjón að sjá hjólreiðafólkið streyma inn á völl- inn í fyrra í stríðum straumum, fleira en hægt var að kasta tölu á, en þátttakendur skiptu þúsundum. Þetta var fólk á öllum aldri og ýmsir sem mikið hafa hjólað um dagana, svo sem dr. Björn Sigfús- son, fyrrv. háskólabókavörður. Og á margan hátt má taka þátt í hin- um fjölþætta Hjólreiðadegi. Síð- asta framlag til hins góða málefn- is í fyrra kom úr hendi Snorra litla Beck í fangi móður sinnar, en fullungur til að hjóla langa leið, en tók þó á sinn þátt í deginum. Ráðið í starf skrifstofustjóra Borgarneshrepps: Mjög mikil óánægja með þessa afgreiðslu - segir Gísli Kjartansson HREPPSNEFND Borgarneshrepps samþykkti á fundi sínum mánudag- inn 10 maí sl. að ráða Svein Árnason í stöðu skrifstofustjóra Borgar- neshrepps, en fimm aðilar sóttu um þetta starf, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Gísla Kjartanssyni, fulltrúa á sýsluskrif- stofunni í Borgarnesi, en Gísli er efsti maður á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Borgarneshreppi. Gísli sagði að einn umsækjenda, Helgi Bjarnason, væri almennt talinn hæfastur til starfsins, hann hefði rekið bókhaldsskrifstofu í Borgarnesi í mörg ár, en hann er Verslunarskólagenginn. Ennfrem- ur sagði Gísli að Helgi hefði starf- að mikið að félagsmálum i hreppnum. „Við áttum flestir von á því að Helgi yrði ráðinn,“ sagði Gísli. „Sjálfstæðismenn eru í meirihlutasamstarfi með fram- sóknarmönnum og hefur Sjálf- stæðisflokkurinn tvo fulltrúa í hreppsnefnd en Framsóknarflokk- urinn þrjá. En framsóknarmenn fengust ekki til að ræða við okkur fyrir fundinn um það hvern skyldi ráða, og síðan var samþykkt að ráða Svein til starfsins. Hann er titlaður húsgagnasmiður í síma- skránni, en mun hafa starfað á skrifstofu Egilsstaðahrepps síð- ustu árin. Auk þess er hann í heið- urssæti Alþýðubandalagsins þar. Á fundinum fékk Sveinn fjögur atkvæði, framsóknarmanna og fulltrúa Alþýðubandalagsins, en Helgi fékk þrjú, atkvæði sjálf- stæðismanna og alþýðuflokks- mannsins í nefndinni," sagði Gísli. „Okkur hér kemur það spánskt fyrir sjónir að formaður verka- lýðsfélagsins hér, Jón Eggertsson, lagðist gegn Helga, sem er heima- maður. Jón þessi skrifaði bréf ekki alls fyrir löngu til verkstjóra hér og fleiri aðila, þar sem hann benti á að ráða ekki aðra en heimamenn til starfa. Það kom mönnum á óvart að Jón skyldi framkvæma þessa stefnu sína á þennan hátt í hreppsnefnd. Þetta kemur eins og köld vatnsgusa framan í okkur sjálfstæðismenn. Kjörtímabilið hefur verið gott að mörgu leyti, samstarfið við framsóknarmenn hefur gengið ágætlega og menn áttu ekki von á þessum vinnu- brögðum síðustu vikur kjörtíma-^ bilsins. Það er mjög mikil óánægja hjá hinum almenna Borgnesingi með þessa afgreiðslu, enda teljum við að Helgi hafi bæði starfs- reynslu og menntun umfram þann mann sem ráðinn var. Þetta mál mun að sjálfsögðu blandast inn í kosningarnar hér,“ sagði Gísli Kjartansson að lokum. „Fríleyfi“ 1 Elliðavatn ÞEIR unglingar og ellilífeyrisþegar, sem ætla að notfæra sér samþykkt borgarráðs um ókeypis veiðileyfi í Elliðavatni, verða að ná í „fríleyfi" til Æskulýðsráðs, Fríkirkjuvegi 11, og á borgarskrifstofurnar í Austur- stræti. Einnig eru fríleyfi afhent á Vatnsenda og við Elliðavatn. Lamaðir og fatlaðir geta sem fyrr fengið „fríleyfi" á skrifstofu Sjálfsbjargar. ”Hver reiknaði þad út?” Spurði Jón Spæjó þegar hann komst að því hvað verðið á nýja Skodanum var hlægilega lágt. Og ekki varð hann minna hissa þegar það kom í ljós að ekki þyrfti að borga nema 40.000 kr. út og afganginn á 6 mánuðum. Þetta fannst Jóni Spæjó greiðsluskilmálar í betra lagi. JÖFUR ■ |æ— * iiniiuitýi iitoiiOyi JS9vl Mt".. iwwaMtta - kóp4o» --^Ýd*flVWianuuluid go kuíísi lúja i ---------------------------------------------------urii'l slli Kop#«9, ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.