Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 40
Síminn á afgreiðslunni er 83033 Jflor£unblaí>ií> Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAl 1982 Vaxandi órói á vinnumarkaði: „Ráðherra skilur ekki neyðarástandið“ - segir talsmaður hjúkrunarfræðinga - Samning- ar flestra launþega runnir út - Byggingarmenn í verkfall í dag - Frekari aðgerðir í næstu viku - Verkföll á veitingahúsum og hótelum um helgina IVflKIL óvissa er nú framundan á vinnumarkaðnum, og greinilegt er að aukin harka er að færast i baráttu hinna ýmsu starfshópa fyrir grunn- kaupshækkunum. Hjúkrunarfræð- ingar hafa sagt upp störfum á helstu sjúkrahúsum landsins, bygginga- menn eru í verkfalli í dag, og hafa boðað frekari verkfallsaðgerðir í næstu viku. Þá hafa tæknimenn hjá Kíkisútvarpinu ákveðið að virða að vettugi boð fjármálaráðherra, um þriggja mánaða frest á uppsögnum. Munu þeir þvi leggja niður störf í næsta mánuði eins og þeir hafa boð- að. Einnig hafa framreiðslumenn og starfsfólk á veitingahúsum boðað verkfallsaðgerðir nú um helgina. Fjármálaráðherra og vinnuveit- endur hafa lýst því yfir að ekki sé svigrúm til grunnkaupshækkana nú, en á sama tíma hefur verið samið við hjúkrunarfræðinga á Selfossi og í Neskaupstað um fjögurra til sjö launaflokka hækkanir. Allir samn- ingar Alþýðusambands íslands og Viimuveitendasambands íslands eru runnir út, og samningar ríkisins og BSRB eru lausir frá og með 1. ágúst næstkomandi. Þar eru samn- ingaviðræður ekki hafnar, og ekkert hefur miðað í samkomulagsátt á fundum VSÍ og ASÍ. Enn er þess að geta, að svo virðist, sem „samflot" innan verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjarasamningum verði minna en verið hefur, og gerir það Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar: „Samningurinn fel- ur í sér um 10% meðaltalshækkun „ÞAÐ URÐU miklar og heitar umræður á fundinum, en samn- ingurinn var síðan samþykktur með 300 atkvæðum gegn 154, en hann gerir ráð fyrir um 10% meðaltalslaunahækkun félags- manna. Sumir fá minna og aðrir meira,“ sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Starfsmannafélagsins Sóknar, í samtali við Mbl. um nýgerðan kjarasamning Sóknar við ríki og Reykjavíkurborg. Sóknarfélagar höfðu boðað vinnustöðvun frá 19. maí nk. hefðu samningar ekki tekizt, en sl. föstu- dag var undirritað samkomulag með venjulegum fyrirvara um samþykki félagsfundar, eftir sól- arhringssamningafund. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir sagði aðspurð, að gjörbreyting hefði verið gerð á flokkaskipan Sóknarfélaga. „Þá fáum við sam- kvæmt samningum nú sama álag og annað starfsfólk á sjúkrahús- um, eða nánar tiltekið fáum við 19% hækkun á álagi fyrir vinnu, sem unnin er eftir klukkan 16 á daginn," sagði Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir ennfremur. Þá kom það fram hjá Aðalheiði, að konur, sem starfa í býtibúrum, eldhúsum, við ræstingu og á saumastofum, fái samkvæmt hin- um nýja samningi 7% grunn- kaupshækkun. „Þessar konur fá sams konar hækkun og ef þær hefðu sótt svokallað kjarnanám- skeið, en þetta hefur verið bar- áttumál félagsins lengi," sagði Að- alheiður. Aðalheiður nefndi ennfremur, að kjör þeirra sem starfa við hjúkrun aldraðra, geðsjúkra og vangefinna, hefðu verið verulega leiðrétt með þessum samningi og þá í formi beinna launahækkana. samningsgerð flóknari og erfiðari. Ekkert miðaði í samkomulagsátt á fundi Ragnars Arnalds fjármála- ráðherra og manna hans með hjúkr- unarfræðingum í gær, og nýr sátta- fundur hefur ekki verið boðaður. Einn talsmanna hjúkrunarfræðinga segir í samtali við Morgunblaðið í dag, að fjármálaráðherra og menn hans „skilji ekki það neyðarástand, sem ríkir á sjúkrahúsunum í Reykjavík og þetta snertir þá ekki mikið". Þröstur Ólafsson aðstoðar- maður fjármálaráðherra segist á hinn bóginn „reikna með því að reynt verði að boða til fundar ein- hvern tíma, þegar menn telja sig geta og hafa aðstæður til“ og síðar, „aðgerðirnar hafa ekki auðveldað þessa lausn neitt, þessar ólöglegu aðgerðir". Fjölmörg félög byggingarmanna eru í verkfalli í dag og hafa boðað enn frekari vinnustöðvanir í næstu viku, fyrst 25. maí og síðan 27. maí hafi samningar ekki tekist. Framreiðslumenn, sem eru um 125 talsins á Stór-Reykjavíkursvæð- inu, hafa boðað verkfall 22. maí nk. og síðan aftur 28.-29. maí og Félag starfsfólks í veitingahúsum, sem hefur um 700 félaga innan sinna vébanda, hefur boðað verkfall 21.—23. maí og 28.-29. maí nk. Ef til þessara verkfalla kemur munu þau lama alla starfsemi hótela og veitingahúsa, en í Reykjavík eru öll hótelherbergi fullbókuð á þessum tíma. l.jósmvml Mbl.: Kristján Það er víðar veðurblíða en á suðrænum sólarströndum þessa dagana. Þessi unga stúlka á Neskaupstað fækkaði fótum í góða veðrinu þar eystra og brá sér út í garð með leikföngin sín. Albert Guðmundsson á Reykjalundi í gær: Vinstri menn skilja eft- ir slóð svikinna loforða Erum reiðubúin að taka upp þráðinn frá 1978, segir Katrín Fjeldsted „VINSTRI meirihlutinn í Reykjavík hafði úr 300 milljónum króna meira fé að spila umfram verðbólgu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1982 en Sjálfstæðisflokkurinn hafði árið 1978. Þetta eru auknir skattar, auknar álögur á borgarbúa. Þrátt fyrir þetta tók meirihlutinn 40 millj- ón króna lán til að koma fjárhags- áætlun fyrir þetta ár saman," sagði Albert (iuðmundsson borgarfulltrúi á fundi með vistmönnum á Reykja- lundi í gær. Auk Alberts á fundinum voru Katrín Fjeldsted og Anna K. Jónsdóttir. Albert benti á að í meirihlutatíð Sjálfstæðisflokksins hefðu um 70% af tekjum borgarinnar farið í rekstur en 30% í framkvæmdir. Nú færu hins vegar rúmlega 80% af tekjum í rekstur, en innan við 20% í framkvæmdir. „Ég tel að í óefni sé komið í rekstri borgarinn- ar, það er ekki hægt að rengja þessar tölur, enda hefur það ekki verið gert,“ sagði Albert. Albert gat þess að vinstri meiri- hlutinn hefði skilið eftir sig slóð svikinna kosningaloforða á þessu kjörtímabili, enda endurflyttu flokkarnir nú loforðin frá 1978. „Við sjálfstæðismenn bjóðum fram sterka forystu og það er vel menntuð og hæf kona í baráttu- sætinu hjá okkur, Katrín Fjeldsted. Eg hvet til þess að það traust sem Sjálfstæðisflokkurinn naut hjá Revkvíkingum í 50 ár verði endurnýjað í kosningunum,“ sagði Albert. Katrín Fjeldsted sagði að sjálfstæðismenn gengju einhuga og bjartsýnir til þessara kosninga, tilbúnir til þess að taka upp þráð- inn við stjórn borgarinnar þar sem frá var horfið 1978. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins voru spurðir margra spurninga á fundinum. Meðal spurninga sem fram komu, var álit frambjóðenda á kosningaslag- orðum Framsóknarflokksins um Albert Katrin sölu á Borgarspítalanum og skattalækkun. Katrín Fjeldsted sagði að Borgarspítalinn væri stolt Reykvíkinga og sinnti brýnni þörf í borginni. Það væri einkamál framsóknarmanna að vilja selja eða gefa spítalann. Sjálfstæðis- menn væru ekki þeirrar skoðunar. Varðandi skattalækkunarslagorð- in sagði Albert að sjálfstæðis- menn hefðu á hverju ári gert til- lögur um lækkun skatta, en þær hefðu alltaf verið felldar af meiri- hlutanum, með Framsóknarflokk- inn innanborðs. Nú kæmu fram- sóknarmenn og tækju upp tillögur sjálfstæðismanna, en engum dytti í hug að trúa þessum loforðum, því framsóknarmenn hefðu staðið að skattahækkunum síðustu fjögur ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.