Morgunblaðið - 18.05.1982, Side 5

Morgunblaðið - 18.05.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 5 Birgir ísl. Gunnarsson Albert Guðmundsson Ingibjörg Rafnar Katrín Fjeldsted Davíð Oddsson Hulda Valtýsdóttir Markús Örn Antonsson Sjálfstæðisfélögin í Reykjavlk: Útifundur á Lækjartorgi á morgun 20 manna jasshljómsveit leikur í 30 mín. áður en fundur hefst SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Reykjavík standa fyrir útifundi á Lækjartorgi á morgun, mið- vikudag, og hefst fundurinn klukkan 17.15. „Undirbúningur er í full- um gangi, 20 manna Big band-jasshljómsveit, Tón- listarskóla FÍH leikur í hálfa klukkustund áður en fundur hefst, frá klukkan 16.45, en Reynir Sigurðsson stjórnar hljómsveitinni," sagði Björg Einarsdóttir, formaður und- irbúningsnefndar, í samtali við Morgunblaðið. „Þá munu Magnús Kjartansson og fé- lagar hans leika nokkur vel þekkt Reykjavíkurlög sem þeir hafa sérstaklega æft fyrir þennan fund. Það verða leikin lög eftir Sigfús Hall- dórsson og lög við ljóð eftir Tómas Guðmundsson," sagði Björg. Björg sagði ennfrem- ur að sviðsvagn yrði á Lækj- artorgi og sæi Kristinn Ragnarsson arkitekt um skreytingu hans. Fundinn setur Birgir ísl. Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, en stutt ávörp munu flytja Al- bert Guðmundsson, Ingi- björg Rafnar, Katrín Fjeld- sted og Davíð Oddsson. Hulda Valtýsdóttir og Mark- ús Örn Antonsson verða kynnar á fundinum. „I lok fundarins verður leikið lagið „Vorkvöld í Reykjavík" og við vonumst til þess að þá verði eitt þess- ara fallegu vorkvölda í Reykjavík. Það er vorhugur innra með sjálfstæðis- mönnum í Reykjavík og við höfum hugsað okkur að enda fundinn á því að syngja „Vorkvöld í Reykjavík," sagði Björg Einarsdóttir að lokum. Islendingur hlýtur við- urkenningu í Cambridge ÞORSTEINN I. Sigfússon eðlisfreó- ingur, sem er að Ijúka doktorsverk- efni við háskólann í Cambridge í Englandi, var nýlega kjörinn félagi, „Fellow", við Darwin College í Cam- bridge fyrir rannsóknir á sambandi rafeindabyggingar og segulmögnun- ar fastra efna. Rannsóknir hans hafa m.a. falið í sér þróun nýrra aðferða til mæl- inga á umræddum eiginleikum málma nærri alkuli. Þorsteinn hefur verið styrktur af Vísinda- sjóði íslands og British Council og hlaut Clerk Maxwell-styrk Cam- bridge-háskóla 1980. Hann er son- ur hjónanna Sigfúsar J. Johnsen og Kristínar Þorsteinsdóttur og er kvæntur Bergþóru Ketilsdóttur kerfisfræðingi. Þorsteinn I. Sigfússon Siglufjörður: Siglufirði, 17. maí. Eigendaaskipti urðu á Nýja bíói hér í Siglufirði fyrir skömmu, en hinn nýi eigandi er Steingrímur Kristinsson, sem i á Nýja bíói jafnframt verður sýningar- stjóri. Hann keypti bíóið af Oddi Thorarensen, en salur bíósins tekur um 350 í sæti. 21 rithöfundur fær viður- kenningu úr Rithöfundasjóði STJORN Rithöfundasjóðs fslands ákvað á fundi sínum 11. maí sl. að úthluta 21 rithöfundi í viðurkenn- ingarskyni úr Rithöfundasjóði árið 1982, hverjum um sig 20 þús. króna, segir í frétt frá stjórn sjóðs- ins. Rithöfundarnir eru: Agnar Þórðarson, Andrés Indriðason, Ása Sólveig, Bragi Sigurjóns- son, Fríða Á. Sigurðardóttir, Guðmundur Daníelsson, Guð- mundur Frímann, Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum, Gunnar M. Magnúss, Gylfi Gröndal, Indriði G. Þorsteins- son, Jón Björnsson, Kristján Röðuls, Matthías Johannessen, Oddur Björnsson, Ólafur Jó- hann Sigurðsson, Stefán Júlí- usson, Steinar Sigurjónsson, Svava Jakobsdóttir, Úlfur Hjörvar og Þórir S. Guðbergs- son. Stjórn Rithöfundasjóðs ís- lands skipa nú þessir menn: Þorvarður Helgason, Njörður P. Njarðvík og Árni Gunnarsson. Reykjavík: Frambjóðend- ur á fundi um „gamla bæinn“ ÍBÚASAMTÖK Vesturbæjar og íbúasamtök Þingholtanna gangast fyrir almennum fundi með full- trúum frá öllum framboðslistun- um í Reykjavík um málefni gamla bæjarins. Fundurinn verður hald- inn í kvöld, þriðjudagskvöld 18. maí, á Hótel Borg og hefst kl. 20.30. 1000- tou/i á l Nú er tækifærið til að festa kaup á eldavél frá Philips, - það er að segja ef þú gerir það strax. Tilboð okkar er að- eins bundið við ákveðna sendingu. Philips eldavélarnar eru afbragðsgóðar og nú bjóðast þær á góðu verði með hlægilega lítilli útborgun. Einfalda eldavélin, ACH 047, hefur fjórar hellur, þar af eina með stiglausri hitastillingu; sjálfhreinsandi grillofn með tímastilli og hitahólf svo eitthvað sé nefnt. Hin fullkomna ACH 023 hefur einnig fjórar hellur, þar af tvær með stiglausri hitastillingu, sjálfhreinsandi blástursofn, hitahólf og elektróniskan hita- og tímastilli, sem m.a. getur lækkað undir kartöflunum og stjórnað affrystingu á kjöti! Kannaðu málið - og hafðu þúsund kallinn með! heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.