Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 41 Páll Gíslason á fundi með starfsmönnum Pósts og síma. Katrín Fjeldsted spjallar við fólkið í Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni 12. Ragnar Júliusson og Guðmundur Ilallvarðsson rcða við starfsfólk Vita- og hafnarmálaskrifstof- unnar á Seljavegi. Vegagerðm gerir tillögur um úrbæt- ur á Ó-vegunum SAMHEITIÐ Ó-vegur hefur verið notað um vegakaflana um Olafsvík- urenni, Óshlíð og Ólafsfjarðarmúla. I>essir staðir eiga það sameiginlegt, að vegur fer þar um skriður og kletta og liggur mjög undir áföllum vegna snjóflóða, skriðufalla og grjóthruns. Þó að þessir vegir hafi verið settir undir einn hatt á þennan hátt eru aðstæður þó nokkuð breytilegar, segir í fréttabréfi Vegagerðarinnar. Vegir um Enni og Óshlíð liggja lágt og snjóþyngsli á þeim ýkja mikil. Er þeim haldið opnum flesta daga ársins, og þá einnig þegar hætta frá umhverfi er mest. Umferð um þessa vegi er tiltölu- lega mikil, um 300 bílar á dag yfir allt árið, og slys^tíðni mikil eða 3—4-föld meðalslysatíðni á þjóð- vegakerfinu. Eru þessir vegarkafl- 'ar þar með komnir í hóp með hættulegustu vegum landsins. Vegur um Múla liggur hins vegar nokkuð hátt og snjóþyngsli á hon- um mikil. Er vegurinn að jafnaði lokaður rúmlega einn mánuð á ári af völdum snjóa, og eru þá einung- is taldir með heilir dagar. Við þetta bætist álíka langur tími með lokun hluta úr degi vegna snjóa, snjóflóða eða ofanhruns. Slysa- tíðni er nálægt meðallagi, en í því sambandi ber að hafa í huga, að vegurinn er oft lokaður af snjó þegar hætta er mest. Vegna að- stæðna verður snjóbílum ekki komið við í Múla og liggja því samgöngur á landi alveg niðri þeg- ar vegurinn er lokaður. Þeir sem háðastir eru samgöng- um um þessa vegi hafa lengi bent á þær hættur, sem blasa við veg- farendum, og knúið á um endur- bætur. Samgönguráðuneytið óskaði eftir því við Vegagerð ríkis- ins, að hún léti gera áætlun um framkvæmdir til að draga sem mest úr hættu fyrir vegfarendur. Hófst Vegagerðin þegar handa um rannsóknir og athuganir. Naut hún til þeirra ráðgjafar ýmissa sérfræðinga, innan lands og utan, auk síns eigin starfsliðs. Þessi undirbúningur er mis- jafnlega langt kominn fyrir ein- staka vegarkafla, en þó það langt í heild að fyrir liggja tillögur Vega- gerðarinnar um lausnir, sem hún mælir með til að draga úr hættu fyrir vegfarendur á umræddum vegum. Þær tillögur eru sem hér segir: Ólafsvíkurenni: Byggður verði nýr vegur í fjöru neðan Ennis á um 3 km kafla, þar af um 1,7 km, sem verja þarf ágangi sjávaröldu. Núverandi vegi verði haldið til að taka á móti grjóthruni og draga úr snjóflóð- um. Kostnaður áætlaður 46 m. kr. á verðlagi í ágúst 1981. Óshlið: Núverandi vegur verði endur- byggður með sérstöku tilliti til snjóflóða og ofanhruns. í kostnaði er m.a. innifalin bygging vegþekja á fjórum helstu snjóflóðastöðun- um, en þeir hafa um helming allra skráðra snjóflóða í Óshlíð undan- farin sex ár. Kostnaður er áætlað- ur 60 m.kr. Ólafsfjarðarmúli: Byggð verði jarðgöng 2,5 km löng undir Múlann, og vegur endurbyggður beggja megin ganga með tilliti til aukins öryggis gegn snjóflóðum og ofanhruni. Kostn- aður er áætlaður 80 m.kr. Þess skal getið, að þörf fyrir rannsókn- ir er hér mest og því undirbúning- ur skemmst á veg komin. likamsrhtin f i TjS LAUGAVEGI59. SÍM116400 [ 1 * * 11 | Kjallari Kjorgarðs Við þurfum ekki að fara langt til að óska íslandameiaturunum í vaxtarrækt til ham- ingju. Þau eru bæði leiðbeinendur hjá UKAMSRÆKTINNI. Ef þú átt þér leynda drauma eða óskir gagn- vart því aö bæta eigin líkama, þá snúðu þér til okkar. Hjá okkur ert þú í öruggum hönd- um. íslandsmeistararnir í vaxtarrækt, þau Hrafn- hildur Valbjörnsdóttir og Guðmundur Sigurðs- son, leiðbeina og veita persónulegar ráðlegg- ingar í vaxtar- og líkamsrækt. Hinir reyndu leiöbeinendur, Gústaf Agnarsson og Finnur Karlsson, eru einnig til staöar og gefa alla þá ráögjöf sem þeim er unnt í sam- bandi viö líkamsþjálfun, megrun, mataræöi o.fl. Ef þú hefur áhuga á: Að þjálfa þig í vaxtarrækt, að stunda líkamsrækt eða losa þig við offitu, að búa þig undir aðrar íþróttir, aö styrkja þig, að losna við cellulite (staöbundin fita), þá snúöu þér hiklaust til okkar. Læknir staöarins er reiðubúinn meö ráölegg- ingar þegar þörf er á. Sérhannaöir matseölar fylgja megrunar- og cellulite-kúrnum. Sérprentaðar uppl. varöandi meöferð á cellu- lite og offitu. Æfingaaðstaða eins og hún gerist best. Vatnsnudd — Gufuböð — Solarium-samlokur Allt þetta er innifalið í mánaöargjaldinu. Opið fyrir bæði kynin mánud. til föstud. frá kl. 07.00 til kl. 21.30. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 10.00 til 14.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.