Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR
106. tbl. 69. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Ydrnienn argentínska heraflans við messu i kapellu Stellu Mariu í Buenos Aires á degi sjóhersins (talið frá vinstri):
Leopoldo Galtieri forseti, Jorge Anaya, yfirmaður sjóhersins, og Basilio Lami Dozo, yfirmaður flughersins.
skilyrði Khomeinis
Beirút, 17. maí. AP.
FOR8ÆTISRÁÐHERRA írans, Hossein Musavi, sagði í dag, mánudag, að
fall Saddam Husseins íraksforseta væri skilyrði fyrir friðsamlegri lausn
stríðs þjóðanna. Stríðsaðilar skýrðu jafnframt frá bardögum á láði, legi og í
lofti á vígstöðvunum og Khomeini trúarleiðtogi varaði Persaflóaríki á ný við
því að koma tii liðs við íraka. „Þið lendið í sömu gildrunni og írakar,“ sagði
hann i ræðu sem var útvarpað.
Khomeini sagði að Arabaþjóðir
hefðu enga ástæðu til að óttast ír-
ana ef þær veittu írökum ekki að- ■
stoð. Hann ítrekaði að íranski her-
inn mundi ekki ráðast inn á íraskt
yfirráðasvæði þegar hann hefði
náð aftur Khuzistan.
Utanríkisráðherrar Persaflóa-
ríkjanna héldu skyndifund í Ku-
wait á laugardaginn vegna þróun-
arinnar í stríðinu og koma aftur
saman í lok mánaðarins. Á meðan
reyna Samtök múhameðstrúar-
ríkja að miðla málum. Persaflóa-
ríkin óttast að ef íranir vinna end-
Thatcher tekur ákvörðun
um stríð eða frið í vikunni
l.ondon, 17. maí. AP.
ÞOLINMÆÐI Margaret Thatchers forsætisráðherra var á þrotum í dag,
mánudag, og hún sagði að líklega yrði tekin ákvörðun um stríð og frið við
Argcntínu út af Falklandseyjum í þessari viku. Hún sagði að sendimaður
Breta hjá SÞ ætti í lokaviðræðum um frið og lýsti því yfír að ef Galtieri
forseti kallaði ekki her sinn frá eyjunum mundu Bretar neyða hann til að
hörfa. í Luxemborg tókst Francis Pym utanríkisráðherra i kvöld að fá
bandamenn Breta í Efnahagsbandalaginu til að framlengja refsiaðgerðirnar
gegn Argentínu, en aðeins í eina viku.
ósveigjanlegri. Samkvæmt skoð-
anakönnun BBC fengi íhaldsflokk-
urinn 48% atkvæða ef kosið væri
nú, 15% meira en Verkamanna-
flokkurinn og 28% meira en sósíal-
demókratar.
Francois Mitterrand Frakklands-
forseti ítrekaði stuðning sinn við
Breta í deilunni og samstöðu með
þeim þegar hann ræddi við frú
Thatcher í Downing-stræti 10.
Á fundinum í Luxemborg lögðust
írar og ítalir gegn framlengingu
viðskiptabannsins og Danir vildu að
hvert aðildarríki um sig ákvæði
slíkt.
anlegan sigur í stríðinu muni ír-
anska byltingin breiðast út.
íranir segjast hafa náð enn ein-
um hluta Khuzistans á sitt vald.
Irakar sögðu að hersveitir þeirra,
þotur og þyrlur, hefðu ráðizt á
nýjar stöðvar Irana umhverfis
hafnarborgina Khorramshahr. ír-
akar segja að 45 íranskir hermenn
hafi beðið bana í þessum árásum.
írakar segja að tveimur stórum
skipum íranska sjóhersins hafi
verið sökkt í sjóorrustu í Khor
Mousa-flóa. Þeir viðurkenndu að
13 íraskir hermenn hefðu fallið í
síðustu átökunum.
Iranir sögðu að hreinsunarað-
gerðir hefðu farið fram á svæðinu
Kushk norðvestur af Khorram-
shahr, síðasta vígi íraka í Khuz-
istan. Margir írakar hefðu verið
felldir og teknir til fanga. Kushk
er nálægt bænum Jofeir sem íran-
ir náðu nýlega aftur á sitt vald, 35
km austan við landamærin og 60
km frá Ahvaz.
Teheran-útvarpið sagði að 40 ír-
akar hefðu fallið á vestur- og suð-
vesturvígstöðvunum og 50 írakar í
viðbót í aðgerðum skæruliða á ír-
aska yfirráðasvæðinu Chenaran á
laugardaginn. Tvær íraskar flug-
vélar hefðu verið skotnar niður,
eða 39 alls.
Fall íraksstjórnar
„Við höfum átt í samningavið-
ræðum í sex vikur," sagði frú
Thatcher í útvarpsviðtali. Ég hef
kynnt mér sex ólíkar tillögur. Þær
hafa ekkert þokað okkur áleiðis. Ef
Argentínumenn hefðu raunveru-
lega viljað frið værum við farin að
sjá þess merki núna."
Hún sagði að Sir Anthony Par-
sons, sendiherra hjá SÞ, sem er far-
inn til New York eftir viðræður sín-
ar í Ivondon um helgina, mundi gera
„eina tilraun enn“ til að finna
lausn. Áður en Parsons fór kvaðst
Haig hittir
Gromyko
Luxemborg, 17. maí. AP.
ALEXANDER HAIG utanríkis-
ráóherra mun hitta Andrei Grom-
yko starfsbróóur sinn að máli á
afvopnunarráðstefnu SÞ í New
York í næsta mánuöi samkvæmt
áreióanlegum heimildum i dag,
mánudag.
Þetta spurðist þegar utanrík-
isráðherrar NATO komu til ár-
legs fundar í Luxemborg, m.a.
til að undirbúa leiðtogafund
bandalagsins í Vestur-Þýzka-
landi 10. júní.
Haig ræddi við Gromyko í
fyrrahaust og aftur í janúar,
skömmu eftir setningu herlag-
anna í Póllandi. Eitt helzta um-
ræðuefnið á júnífundinum verð-
ur áætlun Reagans forseta um
niðurskurð á kjarnorkuvopnum
risaveldanna og viðræðpr um
þær.
Rússar hafa enn ekki svarað
tillögum Reagans, en búizt er
við að Brezhnev forseti geri það
í ræðu síðar í mánuðinum.
Fundurinn fer fram í skugga
umræöna EBE-landanna um
framlengingu refsiaðgerða gegn
Argentínu vegna Falklandseyja-
deilunnar.
hann búast við árangri „innan
nokkurra daga, ekki vikna" og frú
Thatcher sagði: „Ég gizka á að við
fáum úr því skorið í þessari viku
hvort við finnum friðsamlega lausn
eða ekki.“
Deilt er um þrjú atriði að sögn
BBC:
• Bretar vilja ekki kalla flota sinn
út fyrir jaðar 200 mílnanna fyrr en
Argentínumenn hafa lokið brott-
flutningi sínum. Argentínumenn
vilja að flotinn fari lengra í burtu.
• Bretar vilja að heimastjórn
Falklendinga taki þátt í störfum
bráðabirgðastjórnar meðan samið
er um yfirráð. Argentína vísar
þessu á bug sem leifum nýlendu-
stefnu.
• Bretar vilja að bráðabirgða-
stjórnin haldi áfram störfum, ef
ekkert samkomulag næst um yfir-
ráð fyrir árslok. Argentína vill að
viðræðunum ljúki 1. janúar.
Fréttaritarar segja að brezkt
herskip hafi skotið á hernaðar-
skotmörk við Port Stanley í nótt, en
annars var tíðindalaust á stríðs-
svæðinu. Viðbúnaður var í tvo tíma
í flugvélamóðurskipinu Hermes,
þar sem sex argentínskar herflug-
vélar birtust á ratsjárskermum
þess, en þoturnar hurfu án þess að
nokkuð gerðist.
Bollalagt er að allsherjar innrás
verði gerð ef friðarviðræður Perez
de Cuellar, framkvæmdastjóra SÞ,
bera ekki skjótan árangur. Press
Association sagði að frú Thatcher
mundi taka ákvörðun um innrás
innan tveggja sólarhringa.
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar
báðu um meiri frest og sögðu að
Argentína hefði sýnt aukinn sveigj-
anleika, en frú Thatcher benti á að
Galtieri hefði sagt um helgina að
hann mundi fórna 40.000 mannslíf-
um ef nauðsynlegt reyndist til að
halda eyjunum.
Búizt er við að innrás herði al-
menningsálitið gegn frú Thatcher
og geri framtíðarafstöðu Breta
Margaret Thatcher forsætisráöherra veifar til mannfjölda viö Downing-
stræti 10 er hún fagnar Francois Mitterrand Frakklandsforseta og Pierre
Mauroy, forsætisráðherra Frakka.
Skothríð
í Kóreu
Seoul, 17. maí. AP.
HERSTJÓRN SÞ mótmælti í dag,
mánudag, skothrió noróur-kóreskra
hermanna á suöur-kóreskar stöóvar
á.vopnlausa svæóinu milli Noröur-
og Suóur-Kóreu.
Skothríðin, sem var hörð að
sögn SÞ, hófst þegar flokkur
suður-kóreskra lögreglumanna
sprengdi jarðsprengju á miðju
vopnlausa svæðinu nálægt Chorw-
on. Talið er að sprengjan hafi ver-
ið frá dögum Kóreustríðsins
1950-53.
Kremlverji kannar
ástandið í Póllandi
Varsjá, 17. maí. AP.
KONSTANTÍN V. Rusakov, helzti
tengiliður Kremlverja og kommún-
istafíokka í bandalagsríkjum Rússa,
kom til Varsjár í dag, mánudag, til
viðræóna vió pólska leiðtoga.
Þetta er önnur Póllandsferð
Rusakovs á sex vikum. Heimsóknin
fylgir í kjölfar götumótmæla gegn
herlögum og vestrænn fulltrúi í
Moskvu telur að hann vilji kynna
sér ástandið af eigin raun.
Pravda endurtók jafnframt
ásakanir um að útvarpsstöðin Rad-
io Free Europe styddi „andsósíal-
istisk öfl“ í Póllandi og stjórnaði
þeim. Blaðið kallaði þetta „hug-
sjónafræöilega árás“ og sagði að
starfsemi útvarpsstöðvarinnar
vekti þá spurningu hvort eitthvert
vestrænt ríki bæri beina ábyrgð á
slíkri árás.
I París sagði starfsmaður Sam-
stöðu í útvarpsviðtali að hreyfing-
in óttaðist að hópar vopnaðra
hryðjuverkamanna væru að skjóta
upp kollinum í Varsjá.
Hann sagði að nokkrum hópum
hefði tekizt að komast yfir hergögn
og talið væri að hryðjuverkamenn-
irnir væru 50—300 talsins. Hann
sagði aö Samstaða vildi ekki láta
bendla sig við þessa hópa, þar sem
hreyfingin teldi að ekkert mundi
ávinnast með hryðjuverkastarf-
semi. Yfirvöld mundu færa sér það
í nyt ef vopnaðir menn færu út á
göturnar og ekki væri óhugsandi
að leyniþjónustan hefði laumað
sínum mönnum í þessa hópa.
Fyrirhuguð útsending „Útvarps
Samstöðu“, hin fimmta í röðinni,
fór út um þúfur á sunnudagskvöld.
Yfirvöld virðast ekki hafa fundið
senditækið.
Yfirvöld tilkynntu á sunnudag-
inn að rannsókn færi fram á frétt-
um um tengsl milli Samstöðu og
mannsins, sem reyndi að ráða
Jóhannes Pál páfa II af dögum í
Portúgal, Fernandez Krohn. Hann
sótti þing hreyfingarinnar í
Gdansk í fyrra og ræddi við Lech
Walesa og fleiri leiðtoga.
Pólskir fjölmiðlar gera mikið úr
þessu máli og yfirvöld útvörpuðu
áskorun im upplýsingar