Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 Frá tíunda þingi málm- og skip&smiða. Tíunda þing MSÍ: Málm- og skipasmiðir fari eigin leiðir í samninga- málum ef samflotið bregst Guðjón Jónsson scmir þá Snorra Jónsson og Sigurgest Guðjónsson gull- merkjum Málm- og skipasmiðasambands fslands. TÍUNDA þing Málm- og skipa- smiðasambands íslands var haldið að Hótel Heklu í Reykjavík dagana 6., 7. og 8. mai sl., en þing MSI eru haldin á tveggja ára fresti. Þingforseti var Kjartan Guð- mundsson formaður Sveinafélags málamiðnaðarmanna á Akranesi og varaforseti Snorri Konráðsson bif- vélavirki Kópavogi. í upphafi þings fluttu forseti ASÍ og formaður INSÍ ávörp og kveðjur. Snorri Jónsson fyrrverandi formaður sambandsins og Sigur- gestur Guðjónsson fyrrverandi ritari þess voru sæmdir gull- merki sambandsins fyrir forystu við stofnun sambandsins og ágæt störf í þágu þess. Helstu mál þingsins voru: Kjara- og atvinnumál, vinnu- verndarmál, fræðslumál og starf- semi og reikningar Lífeyrissjóðs málm- og skipasmiða. Samþykkt- ar voru ályktanir í kjara- og at- vinnumálum, vinnuverndarmál- um og fræðslumálum. í ályktun- inni um kjara- og atvinnumál segir m.a. að eftirvinna „þ.e. tveir tímar með 40% álagi á mánudög- um til og með fimmtudögum verði felld niður í áföngum án skerðingar heildartekna" og ennfremur beindi þingið því til miðstjórnarinnar, að náist meg- inatriði kröfugerðar MSÍ ekki fram í heildarsamningagerð verkalýðsfélaganna, þá fari málm- og skipasmiðir „eigin leið- ir til þess að ná þessum markmið- um og beiti samstilltum sam- takamætti sambandsfélaga til þess“. Á þinginu flutti Björn Björns- son frá ASÍ erindi um vísitölu- grunn og verðbætur og Þuríður Magnúsdóttir kynnti Fræðslu- miðstöð iðnaðarins. í lok þingsins fór fram stjórn- arkjör og kosning í stjórn Lífeyr- issjóðs málm- og skipasmiða. Stjórn Málm- og skipasmiða- sambands íslands til næstu tveggja ára er þannig skipuð: Miðstjórn: formaður: Guðjón Jónsson, járnsmiður, Reykjavík, varaformaður, Guðmundur Hilmarsson, bifvélavirki, Kópa- vogi; ritari, Tryggvi Benedikts- son, járnsmiður, Kópavogi; vara- ritari, Ásvaldur Andrésson, bif- reiðasmiður, Kópavogi; gjaldkeri, Helgi Arnlaugsson, skipasmiður, Reykjavík, og meðstjórnendur: Kristján Ottósson, blikksmiður, Reykjavík, Hákon Hákonarson, vélvirki, Akureyri, Kjartan Guð- mundsson, blikksmiður, Akra- nesi, og Jón Haukur Aðalsteins- son, skipasmiður, Keflavík. í sambandsstjórn voru kjörnir auk miðstjórnarmanna: Guð- mundur S.M. Jónsson, vélvirki, Kópavogi, Snorri Konráðsson, bifvélavirki, Kópavogi, Kristján Guðmundsson, vélvirki, Selfossi, Höskuldur Kárason, járnsmiður, Vestmannaeyjum, Tryggvi Sig- tryggsson, járnsmiður, ísafirði, ívar M. Sveinsson, Neskaupstað, Björn Líndal, bifvélavirki, Húsa- vík, Jóhannes Halldórsson, renn- ismiður, Hafnarfirði, Haukur Þorsteinsson, vélvirki, Akureyri, Gísli Bjarnason, bifvélavirki, Borgarnesi, Samson Jóhannsson, bifvélavirki, Reykjavík, og Har- aldur Guðmundsson, neta- gerðarmaður, Garðabæ. Endurskoðendur voru kjörnir: Björn Indriðason, bifvélavirki, Reykjavík, Sævar Guðmundsson, rennismiður, Reykjavík, og til vara, Egill Þ. Jónsson, bifreiða- smiður, Reykjavík. í stjórn Lífeyrissjóðs málm- og skipasmiða, en fyrir í stjórn er Sigurgestur Guðjónsson: Aðal- maður: Snorri Jónsson, járnsmið- ur, Reykjavík, 1. varamaður: Guðjón Jónsson, járnsmiður, Reykjavík og 2. varamaður: Guð- mundur Hilmarsson, bifvélavirki, Kópavogi. Endurskoðendur lífeyrissjóðs var kosinn: Helgi Arnlaugsson, skipasmiður, Reykjavík, og vara- maður: Guðmundur S.M. Jónas- son, vélvirki, Kópavogi. Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra: Frumleg kosningabrella Þorsteins Pálssonar f!?ad 28.-29 hngar eH®' f 700 tJam- l700 *C' h*rrSfóikgsá ^kkun tveggia Oft eru kosningabrellur frum- legar, en eina þá óvæntustu mátti líta í laugardagsblaði Morgun- blaðsins. Eins og kunnugt er, hefur Vinnuveitendasamband íslands lengi verið styrkasta stoð Sjálf- stæðisflokksins ásamt Morgun- blaðinu. Þessi þrjú öfl hafa sam- eiginlega og um áratuga skeið staðið fast gegn hvers konar kjarabótum í þágu láglaunafólks. En nú liggur mikið við. Kosn- ingar nálgast, og enn sem oft áð- ur þarf að rugla dómgreind fólks. Þess vegna hringir ritstjóri Morgunblaðsins í Þorstein Páls- son sl. föstudag og biður hann að segja eitthvað fallegt og hjart- næmt um Ragnar Arnalds, fjár- málaráðherra Alþýðubandalags- ins, svo að unnt sé að klína því á Alþýðubandalagið í leiðara næsta dag, að Vinnuveitendasambandið sé bandamaður þess!! Sl. föstudag átti blaðamaður Morgunblaðsins langt viðtal við mig um deiluna við hjúkrunar- fræðinga. En þegar til átti að taka féll það sem ég sagði ekki í kramið hjá ritstjórum Morgun- blaðsins. Ekkert af efni þessa við- tals var því birt. Hins vegar skýrði blaðamaðurinn mér frá því, að ritstjórinn hefði ákveðið, að í staðinn ætti að fá Þorstein Pálsson til að gefa yfirlýsingar um skoðanir mínar á launamál- um. Hjúkrunardeilan sjálf skipti blaðið bersýnilega litlu máli. Hitt var augljóslega aðalatriðið, hvernig nota mætti deiluna í komandi kosningum. Nú er það flestum kunnugt, að Þorsteinn Pálsson er einn af for- ystumönnum Sjálfstæðisflokks- ins, sama gildir um flesta aðra forystumenn Vinnuveitendasam- bandsins, en kona Þorsteins er í einu efsta sætinu á lista flokksins hér í Reykjavík. Það er því af óbilandi hollustu við Flokkinn, að Þorsteinn Páls- son lætur til leiðast í Morgun- blaðinu sl. laugardag að nudda sér opinberlega upp við Alþýðu- bandalagið í von um neikvæð áhrif á fylgi Alþýðubandalags- manna. Vissulega er ég samningsaðili nú um stundir af hálfu skattborg- ara þessa lands við nokkur þús- und ríkisstarfsmenn. En jafn- framt er ég ósammála Þorsteini Pálssyni um grundvallaratriði ís- lenskra kjaramála. Þar er vissu- lega af mörgu að taka: Launakjör læstlaunaða fólks- ins verður að bæta, en gegn því stendur Þorsteinn Pálsson eins og klettur. Hann og hans menn hafa alltaf verið því fúsari til samninga, þeim mun ofar sem komið er í launastigann, en aftur á móti þverastir við þá, sem lægst hafa launin. Vinnuveitendasambandið og Þorsteinn Pálsson hafa til dæmis barist gegn viðleitni núverandi ríkisstjórnar til að tryggja lág- launafólki hlutfallslega hærri verðbætur en hálaunafólki. Sein- ast gerðist þetta í samningunum 1980. Verulegur tekju- og launamun- ur í þjóðfélaginu er ófrávíkjan- legur þáttur í stefnu Þorsteins Pálssonar og annarra aftur- haldsmanna. En stefna Alþýðu- bandalagsins miðar að jöfnun lífskjara og afnámi misréttis og mismunar á kjörum fólks eftir kynjum, stéttum eða búsetu. Á þessu tvennu er reginmunur. Við Þorsteinn kunnum að vera sammála, hvað varðar hjúkrun- arfræðinga, að rétt eftir að þeir fengu talsvert meiri hækkun en aðrir og rétt áður en farið er í nýjar viðræður um kjarasamn- ing, sem þegar hefur verið sagt upp og rennur út 1. ágúst nk., sé heldur lítið vit í sérstakri 10% aukahækkun til hjúkrunarfræð- inga — og síst af öllu í trássi við lög og samninga um kjör opin- berra starfsmanna. En í grundvallaratriðum grein- ir okkur á um stefnuna í kjara- málum. Stefna Alþýðubandalagsins er að halda uppi óbreyttum kaup- mætti launa og bæta kjör lág- launafólks, þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður og léleg viðskipta- kjör. Stefna Þorsteins Pálssonar er afnám verðlagsbóta á laun og meðfylgjandi kjaraskerðing hjá launafólki. Fljótt myndi Sjálfstæöisflokk- urinn visna, fjárhagslega og and- lega, án faðmlags Vinnuveitenda- sambandsins. Á Alþýðubandalagið virkar faðmur Vinnuveitendasambands- ins eins og faðmlag kolkrabbans. Ragnar Arnalds Aths. ritstj. ÞAÐ er rangt hjá Ragnari Arn- alds, að ekkert hafi verið birt af samtali hans og fréttamanns Mbl., því að í lok fréttar um hjúkrunarfræðinga í laugardags- blaðinu var vitnað í samtal fréttamanns Mbl. við ráðherrann og kom afstaða hans greinilega fram {blaðinu. Hitt er rétt, að Mbl. spurði Þorstein Pálsson, hvað hann vildi segja um afstöðu Ragnars Arn- alds til deilu hans við hjúkrunar- fræðinga, enda var það harla fréttnæmt, ekki sízt með tilliti til þess, að formaður Vinnuveitenda- sambandsins lýsti yfir samstöðu með ráðherranum, en þau um- mæli hafði Ragnar Arnalds við- haft í Þjóðviljanum og voru þau í sama dúr og fram kom í samtali við Morgunblaðið. Fréttamaður Mbl. bar undir fjármálaráðherra hvað hann vildi helzt að yrði haft eftir honum í Mbl. og var farið að vilja hans. Samt segir ráðherr- ann að ekkert hafi verið haft eftir sér í Mbl.!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.