Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 Ingibjörg Rafnar á framboðsfundi KRFÍ á Hótel Borg: Engin leiguíbúð byggð á kjörtímabilinu Þrjár keyptar - 20 á teikniborðinu „REYKJAVÍK hefur verið stjórnað af þremur vinstri flokkum á síðasta kjörtímabili og allir hafa þeir lýst áhuga á áframhaldandi vinstra samstarfi. Fram á sjónarsviðið hef- ur komið fjórði vinstri framboðs- listinn, Kvennaframboðið, sem að sögn Alþýðubandalagsins vinnur eftir sömu stefnu og það, og því þarf ekki að fjölyrða frekar um pólitískan hug þess framboðs," sagði Katrin Fjeldsted, 11. maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Rcykjavík, á fundi sem Kven- réttindafélag íslands gekkst fyrir sl. laugardag. Á funinum voru tveir fulltrúar frá hverjum framboðslista og héldu þeir framsöguerindi og svöruðu fyrirspurnum. „I kvennapólitík höfum við gjarnan haft þetta slagorð: Mann- eskja, ekki markaðsvara," sagði Katrín, „og konur í kvennafram- boði segjast ætla að láta málefnin ráða hverju sinni í atkvæðagreiðsl- um i borgarstjórn. Þá verða þær að semja, þar verða hrossakaup, mál- efnin ganga kaupum og sölum, eins og verið hefur á þessu kjörtímabili. Hugsjónir mega aldrei vera til sölu. Við megum ekki gera mann- eskjuna að markaðsvöru," sagði Katrín. Ingibjörg Rafnar, sem skipar 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins, fjallaði í ræðu sinni um þann mun sem hefur verið á Reykjavík undir vinstri stjórn og undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Benti hún á að nú flyttu vinstri flokkarnir sömu tillögurnar og þeir fluttu fyrir fjórum árum. Hún sagði að vinstri meirihlutinn hefði stórhækkað skattaálögur á borg- arbúa, en sjálfstæðismönnum hefði tekist að stjórna borginni með mun minni skattatekjum. Þrátt fyrir auknar tekjur borg- arsjóðs, hefðu framkvæmdir í Reykjavík dregist saman. Sagði Ingibjörg að lóðaúthlutanir fyrir íbúðarhúsnæði hefðu dregist sam- an um helming á síðustu fjórum árum, miðað við tímabilið 1970—1978. Hins vegar hefði stöðnunin orþið nær alger á sviði atvinnulóða, þremur nýjum lóðum hefði verið úthlutað, einni til SÍS, einni til KRON og einni undir gróðurhús á Ártúnsholti. Ingibjörg gat þess að þrátt fyrir kosningalof- orð vinstri flokkanna, hefði engin leiguíbúð verið byggð á kjörtíma- bilinu. Þrjár íbúðir hefðu verið keyptar, en 20 væru á teikniborð- inu. Þetta væru afrekin á þessu sviði. Þá sagði Ingibjörg að ekkert nýtt svæði hefði verið skipulagt undir atvinnuhúsnæði á kjörtíma- bilinu. Nokkrum spurningum var beint til frambjóðenda á fundinum. Guð- rún Jónsdóttir, efsti maður á lista Kvennaframboðsins, var spurð um hvort hún hefði tekið þátt í stefnu- mótun í borgarmálaráði Alþýðu- bandalagsins á kjörtímabilinu, en hún var varamaður þess í félags- málaráði á þessu kjörtímabili. Kvað Guðrún svo ekki hafa verið, Frá fundi Kvenréttindafélags íslands á Hótel Borg. Katrín Fjeldsted í ræðustól. Ljósm. Mbl. Krislján hún hefði ekki verið boðuð þar á fundi. Sjálfstæðismenn voru spurðir hvernig þeir ætluðu að fara að því að lækka skatta eftir kosningar, eins og þeir lofuðu. Ingibjörg Rafnar varð fyrir svörum og sagði m.a. að með því að hætta við Rauðavatnsskipulagið, væri þegar hægt að spara 50—60 milljónir í framkvæmdum við skolpræsi. Þá vildu sjálfstæðismenn leggja niður framkvæmdaráð borgarinnar, það kvað hún ónauðsynlegt innan borgarkerfisins. Einnig sagði Ingi- björg að sjálfstæðismenn vildu fækka borgarfulltrúum í 15. Þá væri hægt að færa máiaflokka frá borg og til einstaklinga og það mætti athuga, t.d. á sviði heil- brigðismála. HAFNFIRÐINGAR Kosningafundur Sjálfstæðisflokksins verður miðvikudaginn 19. maí í Hafnarfjarðarbíói kl. 20.30. Fundinn setur Einar Þ. Mathiesen. Fundarstjóri: Guðmundur Guðmundsson. Stutt ávörp flytja: Árni Grétar Finnsson Magnús Kristjánsson Ása María Valdimarsdóttir Ellert Borgar Þorvaldsson Jakob Bjarnar Grétarsson og Margrét Flygenring Tónlistarflutningur verður í höndum Þorvalds Steingrímssonar og Carl Billich og félagarnir Magnús Ólafsson og Þorgeir Ástvaldsson munu sjá um skemmtiatriði af sinni alkunnu snilld. Gerum góöan bæ betri Gerður Steinþórsdóttir á fundi KRFÍ: Borgarverkfræð- ingur lét rannsaka Rauðavatnssvæðið GERÐUR Steinþórsdóttir, varaborg- arfulltrúi Framsóknarflokksins, sem skipar 2. sæti á framboðslista þess flokks við borgarstjórnarkosn- ingarnar þann 22. maí nk., sagði á fundi sem Kvenréttindafélag ís- lands stóð fyrir sl. laugardag, að fróðlegt hefði verið að kynnast því valdakerfi sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefði byggt upp á 50 ára valda- ferli í Reykjavík. Sagði hún að þetta kérfi væri byggt upp á pólitískum borgar- stjóra og embættismönnum sem hefðu pólitísk völd. Nefndi hún sérstaklega borgarverkfræðing í því sambandi, sagði borgarverk- fræðing mikinn sjálfstæðismann og hafa tekið það upp hjá sjálfum sér að fá mann til að rannsaka Rauðavatnssvæðið með tilliti til sprungna. Slíkt og þvílíkt kvað Gerður aldrei hafa gerst áður, — að embættismaður tæki slíkt upp hjá sjálfum sér. Þá sagði Gerður einnig, þegar hún reyndi að skýra af hverju ekki hefði verið staðið við kosningalof- orð, að peningar yxu ekki á trján- um og pólitískir fulltrúar réðu ekki alltaf ferðinni í borgarmál- um. Sagði hún að oft virtist sem svo að „einhver önnur öfl“ í þjóð- félaginu réðu. Utankjörstaðarkosning í Reykjavlk: 106 kusu á spítöl- unum um helgina Utankjörstaðakosning fór fram á stóru sjúkrahúsunum í Reykja- vík um helgina. Kosið var á Landa- koti á laugardag, en þar kusu 20 af 70 sjúkiingum spítalans. Á Borg- arspítalanum og Landspítala var kosið á sunnudag og neyttu at- kvæðisréttar síns 51 á Borgarspít- ala en 35 á Landspitala. Samtals kusu á spítölunum 106, en þar var óvenju fámennt um helgina, eins og kunnugt er af fréttum. Að sögn borgarfógeta höfðu um miðjan dag í gær samtals kosið utankjörstaðar í Reykjavík 2.072, og eru það mun fleiri en kosið höfðu á sama tíma í síð- ustu kosningum. Kjörstaðir verða ekki opnir á kjördag á stóru sjúkrahúsunum, en aftur á móti verður þá opinn kjörstaður á Hrafnistu og Elliheimilinu Grund. Jónas á Kletti: „Betra að bræða grásleppuna en að henda henni „VIÐ HÖFUM alltaf tekið á móti grásleppu til bræðslu, ef hún hefur verið boðin fram, en nú auglýstum við að tekið verði á móti grásleppu, til að undirstrika að menn geta losn- að við þetta hráefni til bræðslu, í stað þess að þurfa að grafa það á haugunum," sagði Jónas Jónsson framkvæmdastjóri Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjunnar hf. þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Fram til þessa hefur gráslepp- unni yfirleitt verið hent, þegar bú- 4 » 1 * I U4< , »f Hll ið er að hirða hrognin innan úr henni. „Það hefur verið fundið að því að grásleppunni hefur verið hent, en menn hafa sett það fyrir sig oft á tíðum að koma með hana til bræðslu. Mér finnst hins vegar allt eins gott að menn komi með þetta hráefni til okkar í bræðslu. Að vísu er það ekki mikið magn sem fellur til af grásleppu, en við borgum 60 krónur fyrir tonnið, sem er sama verð og fyrir slor,“ sagði Jónas. Vh ^tlll I 1'J‘C .1 « 61M Ojt i l #

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.