Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 44
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982
Tvö efstu liðin frá síðasta
keppnistímabili skildu jöfn
TVÖ efstu lið 1. deildarinnar frá síðasta keppnistimabili, Víkingur og Fram,
skildu jöfn á Laugardaisvellinum á sunnudaginn og voru það eftir atvikum
sanngjörn úrslit. Jafnræði var með liðunum úti á vellinum, en ef grannt er
skoðað hefðu Víkingar ekki getað kvartað þótt Fram hefði hreppt sigurinn,
því all oft varð Ögmundur Víkingsmarkvörður að taka á honum stóra sínum.
Framarar fengu vissulega fleiri opin tækifæri og að minnsta kosti tvisvar
brenndu þeir gróflega af fyrir opr.u marki.
Róleg byrjun
Annars byrjaði leikur liðanna
afar rólega, þannig gerðist bók-
staflega ekki nokkur skapaður
hlutur fyrsta stundarfjórðunginn
meðan liðin þreifuðu fyrir sér og
könnuðu styrk hvort annars. Þess
vegna kom mark Víkings eins og
skrattinn úr sauðaleggnum á 14.
mínútu leiksins. Þórður Marelsson
brunaði þá með knöttinn niður
hægri vænginn, sendi vel fyrir
markið að fjærstönginni. Þar tók
við knettinum Gunnar Gunnars-
son og sendi hann viðstöðulaust
fyrir markið á ný til Sverris Her-
bertssonar sem stýrði knettinum í
netið frá markteigslinunni án þess
að Guðmundur Baldursson kæmi
nokkrum vörnum við.
Framarar hressast
Eftir markið hrukku Framarar
illilega upp, svona eins og þeir
hefðu verið vaktir af værum
blundi með þeim hætti að Vík-
ingarnir potuðu rafskauti í þá.
Sókn liðsins þyngdist mjög og að-
eins mínútu eftir Víkingsmarkið
fékk liðið gott færi í kjölfarið á
löngu innkasti Trausta Haralds-
sonar. Knötturinn barst hættu-
lega fyrir markið frá nærstöng-
inni og Guðmundur Torfason kom
þar á fieygiferð og spyrnti af öll-
um kröftum. En af meira kappi en
forsjá, knötturinn þaut hátt yfir
markið. Fjórum mínútum síðar
varði Ögmundur glæsilega skalla
Halldórs Arasonar eftir fyrirgjöf
frá hægri og enn liðu aðeins fjórar
mínútur uns Ögmundur varð enn
að taka til sinna ráða. Það gerði
hann er Viðar Þorkelsson komst í
gott færi, en Ögmundur varði
meistaraiega.
Víkingarnir voru reyndar aldrei
yfirspilaðir þrátt fyrir að sókn
Víkingur
-Fram
Fram hafi verið beittari, þeir
svöruðu fyrir sig er Gunnar Gunn-
arsson skallaði í stöngina hjá
þeim úr þröngu færi. Skömmu síð-
ar skaut Halldór Arason yfir úr
þokkalegu færi, en síðan virtist
sókn Framara fjara út. Þess vegna
kom jöfnunarmark þeirra á 44.
mínútu jafn mikið á óvart og
mark Víkings fyrr í leiknum.
Framarar náðu góðri sókn niður
hægri kantinn og Hafþór Svein-
jónsson slapp með knöttinn inn
fyrir vörn Víkings. Skot hans
varði Ögmundur vel, en hann hélt
ekki knettinum. Hann barst til
nýliðans unga Ólafs Hafsteinsson-
ar sem var ekki í vandræðum að
skora í tómt markið af stuttu færi.
Jafn síðari hálfleikur
Síðari hálfleikur var afar jafn
og náði hvorugt liðið afgerandi
tökum á leiknum. Mikið barist og
hart og oft allþokkaleg knatt-
spyrna á boðstólum. Framarar
byrjuðu ívið betur og Ögmundur
varði tvívegis vel frá Guðmundi
Torfasyni og Halldóri Arasyni eft-
ir hornspyrnur á 60. mínútu. Ann-
ars féllu marktækifærin nokkuð
jafnt til liðanna í síðari hálfleikn-
um, Guðmundur Baldursson varði
vel skalla Heimis Karlssonar á 74.
mínútu og gífurlegt þrumuskot
Aðalsteins Aðalsteinssonar á 81.
mínútu. Hinu megin var Halldór
Arason ágengur, hann átti góðan
skalla í markvinkilinn á 77. mín-
útu og Ögmundur sýndi tilþrif í
markinu er hann varði þrumu-
fleyg Halldórs mínútu síðar.
Mörkin urðu sem sé ekki fleiri
þrátt fyrir allt.
Jöfn lið
Miðað við að um fyrsta grasleik
beggja félaganna var að ræða og
fyrsta leik þeirra á íslandsmótinu,
lofaði leikurinn góðu, mikil bar-
átta og á köflum mjög frambæri-
leg knattspyrna. Gilti það um
bæði liðin. Víkingsliðið er mjög
jafnt að getu frá manni til manns,
afgerandi menn er þar vart að
finna, þvert á móti er styrkur lið-
sins jafnræði leikmanna. Tveir
skáru sig lítillega úr þó að mati
undirritaðs, Ögmundur markvörð-
ur, sem bjargaði Víkingi nokkrum
sinnum með snjallri markvörslu,
og Þórður Marelsson, sem er
skemmtilega sókndjarfur í bak-
varðarstöðunni. Lið Fram er nú að
meðaltali mjög ungt, mikil endur-
nýjun leikmanna hefur þar átt sér
stað. Enginn vafi er á því að leik-
mennirnir ungu eru bráðefnilegir,
spurningin heldur hvort þeir
springa út í sumar eða síðar.
Bestu menn Fram voru reyndar
reyndu mennirnir Guðmundur
Torfason og Halldór Arason, en
allir leikmenn liðsins eins og
reyndar allir leikmenn Víkings
einnig börðust mjög vel og lögðu
sitt af mörkunum.
í stuttu máli
íslandsmótið í 1. deild, Laugar-
dalsvöllur. Víkingur — Fram 1—1
(1-1)
Mark Víkings: Sverrir Herberts-
son á 14. mínútu.
Mark Fram: Ólafur Hafsteinsson
á 44. mínútu.
Áminningar: Ómar Torfason Vík-
ing.
Dómari: Grétar Norðfjörð. — gg.
Sigurður Lárusson, íA, í góðu marktækifæri
vel. Metaðsókn var á Kópavogsvelli, 1550 i
Breiða
stigin
„Ég vona að þetta sé bara for-
smekkurinn að því sem koma skal
hjá okkur í sumar. Það er góð byrjun
að ná í tvö stig gegn jafn sterku liði
og ÍA er. Þetta var baráttuleikur og
kom það nokkuð niður á knattspyrn-
unni í leiknum,“ sagði fyrirliði
þcirra Breiðabliksmanna, Ólafur
Björnsson, eftir leik UBK og ÍA.
UBK sigraði 2—1 og mátti vel við
una, því að lið ÍA átti öllu meira í
leiknum. Sérstaklega þó síðari hluta
leiksins.
Þrjú mörk á
ffímm mínútum
Öll þrjú mörk leiksins voru
skoruð á fimm mínútna kafla í
fyrri hálfleiknum. Á 10. mínútu
tóku Skagamenn forystuna með
stórglæsilegu marki Sigþórs
Ómarssonar. Jón Áskelsson gaf
Olafur Hafsteinsson, að nokkru hulinn Þórði Marelssyni (nr. 2), hefur skorað mark Fram rétt fyrir leikhlé. Fyrir
miðri mynd fagnar Guðmundur Torfason, en lengst til vinstri standa Stefán Halldórsson og Helgi Helgason og
ýlgjast með atburðarásinni. Ljósm. K()K.
LIÐ ÍBÍ:
Hreiðar Sigtryggsson 5
Gunnar Pétursson 7
Jón Björnsson 4
Ámundi Sigmundsson 7
Örnólfur Oddsson 5
Gunnar Guðmundsson 7
Haraldur Stefánsson 4
Kristinn Kristjánsson 5
Halldór Ólafsson 5
Gústaf Baldvinsson 6
Jón Oddsson 5
Guðmundur Jóhannsson 5
LIÐ KR:
Stefán Jóhannsson 8
Guðbjörn Hilmarsson 5
Sigurður Pétursson 5
Otto Guðmundsson 6
Siguröur Indriðason 6
Jósteinn Einarsson 5
Ágúst Jónsson 5
Jakob Pétursson 7
Erling Aðalsteinsson 7
Wíllum Þórsson 6
Magnús Jónsson 5
Kristinn Helgason (vm) 5
ÍBV:
Hreggviöur Ágústsson 6,
Snorri Rútsson 6,
Viðar Elíasson 6,
Valþór Sigþórsson 7,
Örn Óskarsson 7,
Sveinn Sveinsson 7,
Þóröur Hallgrímsson 6,
Ómar Jóhannsson 7,
Jóhann Georgsson 6,
Sigurlás Þorleifsson 6,
Kári Þorleifsson 6.
ÍBK:
Þorsteinn Bjarnason 8,
Óskar Færseth 7,
Kári Gunnlaugsson 6,
Kristinn Jóhannsson 5,
Gísli Eyjólfsson 7,
Sigurður Björgvinsson 6,
Einar Ásbjörn Ólafsson 5,
Ólafur Júlíusson 6,
Magnús Garöarsson 5,
Daníel Einarsson 6,
Skúli Rósantsson 3,
Ingvar Guömundsson (vm) 6,
Hermann Jónsson (vm) 4.
Lið Fram:
Guömundur Baldursson 7
Hafþór Sveinjónsson 6
Trausti Haraldsson 6
Marteinn Geirsson 6
Sverrir Einarsson 6
Halldór Arason 7
Viðar Þorkelsson 6
Ólafur Hafsteinsson 6
Guðmundur Torfason 6
Steinn Guöjónsson 6
Lárus Grétarsson vm. 6
Lið Víkings:
Ögmundur Kristinsson 8
Þórður Marelsson 7
Magnús Þorvaldsson 6
Helgi Helgason 6
Stefán Halldórsson 6
Jóhannes Bárðarson 6
Gunnar Gunnarsson 6
Ómar Torfason 6
Sverrir Herbertsson 5
Jóhann Þorvaröarson 5
Heimir Karlsson 6
Andrés Kristjánsson vm. 5
Aðalsteinn Aöalstss. vm. 5
Lið UBK:
Guðmundur Ásgeirsson 6
Ólafur Björnsson 8
Valdimar Valdimarsson 6
Helgi Helgason 6
Ómar Rafnsson 6
Björn Þór Egilsson 6
Jóhann Grétarsson 6
Hákon Gunnarsson 6
Sigurður Grétarsson 6
Helgi Bentsson (vm) 5
Trausti Ómarsson 7
Sigurjón Kristjánsson 6
Lið ÍA:
Bjarni Sigurösson 5
Árni Sveinsson 7
Guöjón Þórðarsson 5
Jón Áskelsson 5
Jón Gunnlaugsson 3
Siguröur Halldórsson 6
Jón Alfreösson 6
Júlíus Ingólfsson (vm) 6
Sigþór Ómarsson 7
Guöbjörn Tryggvason 6
Sveinbjörn Hákonarson 7
Lið Vals:
Brynjar Guömundsson 6
Úlfar Hróarsson 5
Grímur Sæmundsen 7
Þorgrimur Þráinsson 6
Njáll Eiösson 6
Magni Pétursson 5
Hilmar Sighvatsson 6
Valur Valsson 6
Vilhelm Frederiksen 5
Úlfar Másson 5
Siguröur Sveinbjörnsson 5
Lið KA:
Aöalsteinn Jóhannsson 7
Guöjón Guöjónsson 7
Haraldur Haraldsson 5
Gunnar Gíslason 5
Erlingur Kristjónsson 6
Jóhann Jakobsson 6
Eyjólfur Ágústsson 5
Elmar Geirsson 6
Hinrik Þórhallsson 5
Ásbjörn Björnsson 7
Jón Marinósson 5
Ormar Örlygsson 6