Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 13 ilum. Þessi athugun var tíma- bær. Þar voru tekin fyrir ýmis atriði varðandi innra starfið, s.s. menntun starfsfólks, samvinna við starfsfólk, foreldrasamstarf, sveigjanlegur opnunartími, blöndun aldurshópa og fækkun barna á deildum í leikskólum o.fl. Þá var lagt til að 10% af heild- artölu barna mættu vera börn giftra foreldra, en sjálfstæðis- menn lögðu á það áherslu, þegar nefndin skilaði áliti í júní 1980, að mæta þyrfti fyrst og fremst þörf forgangshópa einstæðra foreldra og námsmanna þar til fleiri valkostir kæmu til greina — fannst þessi ákvörðun meiri- hlutans vera hálfgert sjónarspil, eins og í pottinn var búið. í mars 1981 var lögð fram greinargerð um uppbyggingu dagvistarheimila fyrir börn í Reykjavík árin 1981—1990. Þegar hún var afgreidd í borg- arstjórn að undirlagi meirihlut- ans, gerðu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins þá bókun, að vissulega hefði þessi áætlun ýmsar gagn- legar upplýsingar að geyma — en uppbyggingarhraðinn mundi hér eftir sem hingað til miðast við árlegar fjárveitingar borgar og ríkis vegna stofnkostnaðar. Enda hefur reynslan orðið sú, að þessi áætlun er þegar komin úr skorðum. I fyrra var ekki hægt að framkvæma fyrir það fé, sem heimild var fyrir á fjárhags- áætlun, og í ár fæst ekki nóg fé til framkvæmda samkvæmt henni. Sjálfstæðismenn ítrekuðu einnig í bókun sinni að þeir vildu leggja meiri áherslu á uppbygg- ingu leikskóla en dagheimila enda teljum við það börnunum fyrir bestu. Það er álit okkar sjálfstæð- ismanna að dagheimili geti aldrei tekið við hefðbundnu hlut- verki heimilanna en sé góð lausn þegar hún er ekki misnotuð. Mig langar að vitna hér í niðurlag greinar Bessíar Jó- hannsdóttur í bókinni „Fjöl- skyldan í frjálsu samfélagi" um dagvistarmál barna því mér finnst að í henni felist í hnot- skurn álit sjálfstæðismanna og afstaða til þessara mála. Þar segir: „Opinber ábyrgð á börnum okkar á ekki að ná svo langt að hún svipti foreldra ábyrgð á þeim. Með því færist þjóðfélagið í flatneskju tauga- veiklaðra einstaklinga þar sem sérviska og snilli fá ekki notið sín. Stofnanir eins og dagvistar- heimili eiga að vera til að styrkja fjölskylduna og stuðla að samheldni hennar. Þau eru þjónn en ekki herra." Ég vil svo víkja nokkrum orð- um að skólamálum og þá grunnskólum og vitna í sam- þykkt frá síðasta landsfundi Sj álf stæðisf lokksins. Þar segir að meginmarkmið skólahalds sé að hver einstakl- ingur nái sem mestum þroska sér og samfélaginu til heilla. Við viljum snúa frá miðstýr- ingu menntamála sem orðið hef- ur á síðustu árum — auka fjöl- breytni og að hver skóli verði sem sjálfstæðastur. Jafnframt að fjármálum skóla sé þannig / I Hulda Valtýsdóttir hagað að frumkvæði og áhugi heimamanna fái notið sín — þeir verði þátttakendur í ákvörðun- um um skólahald. Árið 1974 voru fyrst samþykkt lög um grunnskóla en þau hafa tekið allmiklum breytingum síð- an. Þar er lögð áhersla á að jafna námsaðstöðu og er það út af fyrir sig gott og blessað. Hins vegar hefur sú tilhneig- ing til að jafna árangur nem- enda innan skólanna gengið út í öfgar að margra áliti, þannig að hvorki þeir sem skara fram úr eða þeir sem seinni eru til á þroskabrautinni til náms, fá þá þjónustu, sem þeir eiga heimt- ingu á, með þeim afleiðingum að þeir sem bráðþroska eru missa áhuga á námi — þeim leiðist — hinir sem eru síðbúnir til náms heltast jafnvel alveg úr lestinni — lenda utan hins hefðbundna skólakerfis, oft með skaðvænleg- um áhrifum á allan þeirra lífs- feril. Þarna er brýn nauðsyn lag- færinga. Elín Pálmadóttir hefur lengi verið fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í fræðsluráði ásamt fleiri góðum mönnum og hefur barist þar fyrir mörgum þörfum mál- um sem hafa komist í kring. Ég nefni kennslu 6 ára barna sem mæltist strax mjög vel fyrir, þótt ekki væri um skólaskyldu að ræða. Kennslumagn var að vísu mjög takmarkað og full þörf á verulegri aukningu. Samfelldur skólatími og skólamáltíðir hafa einnig verið til umræðu og full ástæða til að fylgja því eftir. Þörfin er vissulega mikil og vax- andi. Það er mikið og merkt starf sem fram fer í barnaskólum okkar og mikils um vert að til alls sé vandað. Ég tel hins vegar að álag og ábyrgð sú sem lögð er á kennara barna á þessu við- kvæma aldursskeiði sé í mörgum tilfellum allt of mikil. Þarna þarf að koma til miklu virkara og hnitmiðaðra samstarf for- eldra og kennara og ég held að almenningi sé að verða það æ ljósara. Það sést m.a. á aukinni þátttöku foreldrafélaga við skóla sem vilja láta þessi mál til sín taka. Ég ætla að drepa hér aðeins á nokkur höfuðatriði í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins um skóla og fræðslumál vegna borgarstjórn- arkosninganna í Reykjavík nú í vor. Þar segir um grunnskóla: „Miða skal við að grunnskóla- nemendur geti sótt skóla í sínu hverfi — — allir grunnskólar verði ein- setnir frá 4. bekk og skóladagur samfelldur, — að áfram verði rekið skóla- hald fyrir 6 ára börn, — og að útttekt verði gerð á því hvaða reynsla hafi orðið af þeim breyttu kennsluháttum sem teknir hafa verið upp og árangur veginn og metinn. Þetta hlýtur allt að teljast mjög brýnt." Að lokum vil ég aftur leyfa mér að vitna í bókina „Fjöl- skyldan í frjálsu samfélagi". Þessi eru lokaorð Elínar G. Ólafsdóttur í grein hennar um grunnskólastigið: Gamalt mál- tæki segir: „Lengi býr að fyrstu gerð“. Þess skulum við minnast þegar við leggjum okkar lóð á vogarskálar framtíðarinnar, sem í börnum okkar býr, og búa þannig í haginn fyrir skóla landsins að að þeir geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki á þann hátt að sómi sé að í bráð og lengd. Sina og njóli Ásdís Hallgrímsdóttir, Húsavík, spyr: 1. Ég er með kartöflugarð, sem ekki var sett niður í í fyrra. í honum er nú sina og njóli. Hvernig geri ég hann sem best- an undir gróðursetningu? 2. Ég er með runna, limgerði, sem ég er búin að klippa eins og lög gera ráð fyrir ef þétta á hann. Þarf ég að gera eitthvað frekar til að árangur náist, eða er nóg að klippa bara? Svar: 1. Ef um það lítið svæði er að ræða, að garðlandið sé stungið upp með skóflu eða kvisl, þá er best að tína úr moldinni allar rætur og fjarlægja þær, að svo miklu leyti sem það er hægt, um leið og stung- ið er upp. Gæta þess síðan í sumar að illgresið fái aldrei frið til að vaxa og stela næringunni sem matjurtunum var ætluð. 2. Það væri að sjálfsögðu rétt að athuga hvort ástæða væri til að bæta mold í beðin og svo verður limgerðið að fá sinn árlega skammt af áburði. í vatni í sólarhring Sigtryggur Finnsson spyr: 1. Ég keypti rósir í sellófanum- búðum, en hef ekki viljað setja þær niður vegna frostsins. Ér hægt að taka þær úr umbúðun- um og geyma þær í vatni áður en ég set þær niður? Svar: Heppilegast er að taka rósir sem fyrst úr umbúðunum eftir að þær hafa verið keyptar og það er best að leyfa þeim að standa í vatni í einn sólarhring eða svo, en setja þær svo í mold, t.d. í plast- poka eða öðru hentugu íláti. Klippa örlítið af stilkunum og hefja síðan ræktun þeirra innan- húss með sömu alúð og um stofu- blóm væri að ræða. Það er svo ekki fyrr en um miðjan júní, sem við gróðursetjum þær úti í beðin í garðinum og gerum það af allri þeirri nærfærni sem við eigum yf- ir að ráða, þannig að ræturnar verði fyrir sem allra minnstum truflunum. Fyrsta lönd- un togara í Sundahöfn ÞANN 11. maí sl. landaði togari í fyrsta sinn í Sunda- höfn. Var hér um að ræða nýjan togara, Örvar frá Skagaströnd, sem var að koma úr sínum fyrsta veiði- túr og var með á þriðja hundrað tonn af grálúöu. Fiskurinn hefur þegar verið seldur til Þýzkalands og var hon- um skipað beint upp í frystigáma á hafnarbakkanum, og mun Ála- foss, skip Eimskipafélagsins, sigla með hann til Hamborgar. Þess má geta, að CIF-verðmæti aflans er um 3 milljónir króna. Aðbúnað- ur hænsna Á AÐALFUNDI Sambands dýraverndunarfélaga íslands (SDÍ), var m.a. fjallaö um að- búnað hænsna í hænsna- búum og var gerð svohljóð- andi ályktun í því efni: „Aðalfundur SDÍ, haldinn í Reykjavík 11. maí 1982, skorar á menntamálaráðherra að beita sér fyrir því að nú þegar verði samin reglugerð um aðbúnað hænsna í hænsnabúum. Verði í því sam- bandi sérstaklega athuguð stærð búra, sem hænsni eru geymd í, fyrirkomulag þeirra á búunum og takmarkaður fjöldi hænsna í hverju búri, svo og á hænsna- búum, svo að unnt sé að sinna þeim á mannúðlegan hátt. Einnig þyrftu reglur þessar að taka til öryggisráðstafana varðandi sjálfvirkni búanna." AUGLVSIMGASIMINN KR: 22410 JU«r0unblnÖih Message rafmagns- ritvélar Litla Message 860 ST rafmagnsritvélin er alvöru ritvél. Letur- borðið er fullkomið með dálkastilli. Vélin er stöðug og traust, en tekur þó sáralítið pláss. Message 990CR er eins byggð og 860ST vélin en hefur leið- réttingarborða að auki. Message 860 ST eða 990 CR er tilvalin ritvél fyrir minni fyrir- tæki, í skólann eða á heimilið. Verðið er ótrúlega hagstætt. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 — Slmi 20560 — Pósthólf 377 Reykjavík ÓSA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.