Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1982 Halldór Blöndal, alþingismaður: Baráttan stendur um nýíðnað fyrir norðan Það var erfitt að sitja undir því sem þingmaður Norðlendinga, þegar Blönduvirkjun var ákveðin, að ekki skyldi vikið að því einu orði, að stór- iðja risi hér við Eyjafjörð eða annars staðar á Norðurlandi. Vitaskuld eru það svik við byggðarlögin þar og raunar við byggðastefnuna sem slíka, en kjarni hennar hefur verið sá, að nauðsynlegt sé að efla byggðir Eyjafjarðar sérstaklega til mótvæg- is við höfuðborgarsvæðið. Okkur Norðlendinga hefur dreymt stóra drauma um virkjun Blöndu og þann nýiðnað, sem hér risi hennar vegna. Nú hafa þessir draumar að því leyti snúizt upp í martröð, að við erum fjær því en nokkru sinni, að virkjun Blöndu geti verkað sem vítamíns- sprauta til frambúðar á atvinnulífið hér nyrðra. Eyjafjörður hefur gleymzt Ég gerði atvinnumál Norðlendinga sérstaklega að umræðuefni við af- greiðslu kísilmálmverksmiðjunnar á Alþingi. Ég minnti á, að við Norð- lendingar hefðum stutt þessar hug- myndir og aldrei rennt öfundaraug- um til Austfirðinga þeirra vegna, þótt fyrir því mætti færa haldgóð rök, að verksmiðjan væri jafn vel eða betur komin við Húsavík eða Akureyri en við Reyðarfjörð. Um leið lagði ég áherzlu á, að árangur þeirra væri svo mikill vegna þess, að heima í héraði hefði náðst samstaða um verksmiðjuna og allir þingmenn kjördæmisins lagzt á eitt. Síðan rakti ég þær hugmyndir, sem uppi hafa verið um nýiðnað á Hann er að leggja drög að því, að nýiðnaðar- og stóriðjuhugmyndum okkar Norðlendinga verði fórnað fyrir kaup i gamaldags álveri við Straumsvík. Hann var ekki reiðubúinn til þess að ræða atvinnumál Eyfirðinga og Ak- ureyringa á Alþingi fyrir skömmu og getur ekki hugsað sér neinar breyt- ingar. Hann hefur aldrei farið dult með, að hann geti ekki undir neinum kring- umstæðum hugsað sér nýtt stórfyr- irtæki, sem byggir i orkufrekum iðnaði i Norðurlandi. Kaup á álverinu fyrir sunnan skapar engum manni ný atvinnutækifæri — og er sama eölis og innflutningur á ryðkláfum frá Englandi Norðurlandi. Það er rétt, að unnið er að könnun á rekstrargrundvelli trjákvoðuverksmiðju við Húsavík. Það mun koma í hlut okkar þing- mannanna að fylgja þvi máli eftir eins og efni standa til. Á hinn bóginn sýna þau gögn, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Al- þingi í vetur, að engar hugmyndir eru nú uppi um nýiðnað, hvað þá stóriðju við Eyjafjörð. Við saman- burð á gögnum frá fyrri þingum kemur sem sagt í ljós, að þar sem áður stóð Eyjafjörður eða Akureyri, er komin eyða. Á þessi byggðarlög má ekki minnast. Þetta er þeim mun athyglisverð- ara sem fyrir liggur nú (eftir að Al- þingi var slitið vel að merkja) álits- gerð frá staðarvalsnefnd, þar sem þrír þeirra átta staða, sem tilnefndir eru vegna nýs álvers, eru við Eyja- fjörð. Hinir í grennd við höfuðborg- ina og svo Þorlákshöfn. Hafa Eyfirðingar efni á þessu? Hinar blómlegu byggðir Eyja- fjarðar þykja tíðindum sæta í öðrum landsfjórðungum. Akureyri er róm- uð fyrir vöruvöndun. Enginn annar bær byggir afkomu sína í jafn ríkum mæli á útflutningsiðnaði. Allt er þetta satt og rétt. Samt viðurkenna allir, sem kunnugir eru, að undir- staðan sé að riðlast. Bygginga- og húsgagnaiðnaðurinn er svipur hjá sjón, sumpart vegna samkeppni er- lendis frá, sumpart vegna verri efna- hags fyrirtækja og heimila. Ullar- iðnaðurinn á í vök að verjast eins og gerst má sjá af síendurteknum kveinstöfum þeirra sambandsmanna í Degi. Verkefnaskortur Slippstöðv- arinnar er yfirþyrmandi og eins og að setja salt í sárið að heimila inn- flutning ryðkláfa erlendis frá á sama tíma og raðsmíði fiskiskipa er ýtt til hliðar. Á vigsludegi nýja mjólkursamlagsins kynnti landbún- aðarráðherra óhjákvæmilegan sam- drátt á mjólkurframleiðslu í Eyja- firði, enda hafði Steingrímur Her- mannsson, meðan hann var landbún- aðarráðherra, gloprað niður fyrir handvömm þeim markaði sem þó var fyrir óðalsost í Bandaríkjunum. Otalin er útgerð skuttogaranna og fiskverkun henni tengd. Ekki er það Flugfaxi áttu að heita Hjólreiðadag- urinn nálgast Eftir Ivar Orgland Ég man glöggt hve hrifinn ég var af nöfnunum á íslenskum flugvélum: Skymastervél Loftleiða hét Hekla, seinna kom Geysir. Fyrsta Skymasterflugvél Flugfé- lags íslands hét Gullfaxi. Hún kom til íslands sumarið 1948. Seinna fengu Loftleiðaflugvélar nöfn eins og Leifur Eiríksson, Þorfinnur karlsefni, Bjarni Herj- ólfsson, Guðbjörg Þorbjarnardótt- ir og Eiríkur rauði, ef ég man rétt, en Flugfélag íslands fékk Hrím- faxa, Glitfaxa, Gljáfaxa o.fl. Má vera að Loftleiðanöfnin hafi verið nokkuð þung, en samt skemmtileg til minningar um landnámið vest- an hafs. — Faxanöfnin voru að öllu leyti góð og skemmtileg. Eins og kunnugt er, hefur SAS víkinganöfn á flugvélum sínum, Það hentar bæði í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Dæmi: Ottar viking, Svein viking o.s.frv. — Braathen SAFE notar gömul nöfn úr Noregssögunni, t.d. konunga- nöfn, á sínum Boeing-vélum. Þegar ég frétti að íslenskar flugvélar séu nú, eftir sameining- una, orðnar nafnlausar, verð ég fyrir sárum vonbrigðum. Það var gaman í gamla daga að geta sagt: Ég fór með Gullfaxa frá Reykja- vík til Osló á hér um bil sex klukkustundum. En ankannalegt hefði verið að segja að ferðin hefði verið farin með TF-ISE! Fyrir fáum dögum fór ég frá Keflavík til Osló með TF-FLI! Kannast nokkur maður við þessa vél, nema þeir sem vinna hjá Flugleiðum og ef til vill nokkrir aðrir áhugamenn? — Þetta er Boeing-vél af stærri gerðinni og tekur 164 farþega. Gullfaxi og Sól- faxi, sem nú fljúga nafnlausar — en við munum nöfn þeirra — eru af minni gerðinni. Það var í þriðja sinn sem ég flaug með TF-FLI, og mér þykir mjög vænt um þessa vél. Ég hef talað við marga íslendinga um nafnlausu flugvélarnar. Það er eitthvað óíslenskt í þessu nafn- leysi. íslendingar gefa öllum hlut- um einhver nöfn. Persónuleg tengsl milli manns og vélar eru horfin. íslendingur í Osló, sem hefur dálítið meira af flugvélum að segja en flestir aðrir, tók undir þetta á þann hátt, að mér flugu í hug orð Jóns Hreggviðssonar í ís- landsklukkunni, þegr hann segir: 0, nefndu það ekki ógrátandi. En einmitt nú á leiðinni austur til Osló 30. apríl sl. datt mér í hug nafn, sem ég gef hér með TF-FLI. Leyfi ég mér að breyta stöfunum (sem hún að sjálfsögðu líka mun bera áfram): FLI í Flugfaxi! Ég sagði að gamni mínu um borð í flugvélinni, bæði við annan flugmanninn og flugfreyju, að ég væri búinn að gefa vélinni þetta nafn og mér skildist á þeim að þau hefðu failist á það. — Spurningin er nú: Hvað segja valdamennirnir hjá Flugleiðum? Vonandi finnst þeim uppástunga mín góð, og von- ast ég þá til að geta átt einhverja hlutdeild í athöfninni þegar kampavínsflaskan verður brotin á nefi vélarinnar með orðunum: Ég gef þér heitið Flugfaxi, þó seint sé. (Vélin er að verða tveggja ára gömul.) Betra seint en aldrei. Og ef svo skyldi fara, að ósk mín verði ekki uppfyllt, þá mun ég samt halda áfram að nota þetta nafn á þessari vél og segja það öllum sem ég tala við, og því trúi ég að smámsaman eignist hún nafnið, þó að hún haldi opinberlega áfram að vera nafnlaus. Með þessum orðum þakka ég áhöfninni kærlega fyrir síðast (við flugum þægilega á tveim klukku- stundum). Flugfaxi reyndist enn einu sinni frábær flugvél, og lang- ar mig nú bara að fara bráðum aftur til íslands með Flugfaxa. Asker, í maí 1982. Eftir dr. Þór Jakobsson Hjólreiðadagurinn stendur fyrir dyrum. Hann verður nk. sunnu- dag, 23. maí (e.h.), og er eins og í fyrra haldinn á vegum Styrktarfé- lags lamaðra og fatlaðra. Nú þegar eru hundruð manna á öllum aldri að búa sig til þátttöku og enn fleiri leggja þeim lið, sem ætla að hjóla. En dag frá degi munu þúsundir bætast við þennan marglita hóp. Sumir þeirra huga að reiðhjól- um sínum og hyggja gott til hressilegrar útivistar, en safna jafnframt eftir getu og aðstæðum fé til stuðnings velferðarmálum aldraðra. Aðrir efla daginn með tillagi sínu hversu smátt sem það er: Safnast þegar saman kemur, en féð á að nota til að gleðja og hjálpa þeim sem komnir eru til ára sinna. Kynning á hjólreiðadeginum fer um þessar mundir fram í skólum Reykjavíkur og nágrennis, en nú bætast við frá í fyrra eftirtalin bæjarfélög: Mosfellssveit, Sel- tjarnarnes, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður. Áhugi skóla- stjóra og kennara hefur verið mik- ill og er velvild þeirra ómetanleg hjálp í undirbúningnum. Eins og í fyrra fær hver þátt- takandi söfnunarkort. Á þeim standa einkunnarorðin að þessu sinni: Látið öldruðum líða vel. Þau hafa verið afhent í skólum, en einnig má fá þau á skrifstofu Styrktarfélagsins að Háaleitis- braut 13. Á kortið skrifa þeir nafn sitt sem heita á hjólreiðamanninn og styrkja vilja málefnið með dá- lítilli upphæð. Engin sérstök upp- hæð er áskilin, m.ö.o. ekkert lág- mark er sett sem skilyrði fyrir þátttöku. Ennfremur er brýnt fyrir öllum, að hér er alls ekki um keppni að ræða. Þvert á móti er fólk hvatt til að fara sér að engu óðslega, fara sér hægt og hvíla sig jafnoft og þurfa þykir. Hjólreiðadaginn sjálfan er safn- ast saman kl. 1 e.h. við 15 tiltekna skóla á höfuðborgarsvæðinu og er hjólað þaðan á LaugardalsvöU. Þeir, sem fjærst búa, hjóla beint, en aðrir meiri og minni krókaleið- ir. Hjóla því allir svipaða vega- lengd. Lögreglan í Reykjavík og ná- grenni tekur þátt í undirbúningi dagsins og mun leiðbeina og að- stoða á margan hátt sjálfan Hjólreiðadaginn, t.d. fara í broddi fylkingar og stjórna umferð. Einnig munu um 75 hjólreiða- kappar úr Hjólreiðafélagi Reykja- víkur aðstoða þátttakendur, vísa leiðina og hlaupa undir bagga, ef þörf krefur. Á Laugardalsvelli afhenda hjólreiðamenn fégjafir sínar sem þeir hafa safnað, fá viðurkenn- ingarskjal fyrir unnið afrek og svaladrykk eftir langa ferð að baki, en ýmislegt verður til skemmtunar og afþreyingar með- an staldrað er við á vellinum, tón- líst, trúðar og fleira sem er í und- irbúningi. Heim verður farið skemmstu leið með samfylgd hjólreiðafélagsmanna og lögreglu. Margir leggja hönd á plóginn við undirbúning Hjólreiðadagsins, en framkvæmdanefnd skipa Sig- urður Magnússon, framkvæmda- stjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, sem er formaður undir- búningsnefndarinnar, Bryndís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.