Morgunblaðið - 18.05.1982, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 18.05.1982, Qupperneq 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakið. Undirbúa nýja vísitöluskerðingu Um þessar mundir eru fjögur ár liðin frá því, að Alþýðubanda- lagið, Alþýðuflokkurinn, Alþýðusamband íslands og fleiri launþegasamtök geystust fram í kosningabaráttunni fyrir borgar- stjórnarkosningarnar þá undir kjörorðinu „samningana í gildi“. Þessi barátta snerist um það að hnekkja ákvörðunum þáverandi ríkisstjórnar um takmarkaða vísitöluskerðingu og koma ríkis- stjórninni sjálfri frá völdum. Fjórum árum seinna hafa samingarn- ir ekki verið settir í gildi. Alþýðubandalagið hefur þó haft forystu fyrir vinstri meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur og verið mestráðandi í ríkisstjórn á þessu tímabili. Kosningaloforð þessara aðila eru orðin að einhverri mestu blekkingu, sem höfð hefur verið uppi í stjórnmálabaráttu samtímans. I raun og veru lýsir það framferði Alþýðubandalagsins í hnot- skurn, að sömu daga og kosningabaráttan fyrir borgarstjórnar- kosningar nú er að ná hámarki, er upplýst opinberlega hér í Morg- unblaðinu, að fulltrúi Alþýðubandalagsins, Þröstur Ólafsson, að- stoðarmaður fjármálaráðherra, hefur setið á fundum í vetur og vor með aðilum vinnumarkaðar til þess að undirbúa enn frekari vísitöluskerðingu en þó er orðin á þessu tímabili og mun víðtækari en sú, sem varð tilefni til baráttunnar, sem háð var undir kjörorð- inu „samningana í gildi“. Eins og menn ef til vill muna setti ríkisstjórnin á stofn svonefnda viðræðunefnd um nýtt viðmiðun- arkerfi, skömmu eftir síðustu áramót. Þessi nefnd hefur haldið óformlega fundi með ýmsum aðilum, bæði vinnuveitendum og laun- þegum. Á þessum fundum hafa nefndarmenn reifað hugmyndir sínar um frekari skerðingu kaupgjaldsvísitölunnar. Þessar hug- myndir, sem ríkisstjórnin hefur sett fulltrúa sína í að ræða, eru m.a. þessar: Verði aukning á útgjöldum ríkissjóðs til félagslegra málefna skal það koma tiL frádráttar á kaupgjaldsvísitölu. Á þessu ári hefði þetta þýtt umtalsverða skerðingu. Settar hafa verið fram hug- myndir um að lengja verðbótatímabil í allt að sex mánuði þ.e. verðbætur komi ekki fyrr en sex mánuðum seinna. Rætt hefur vérið um að taka orkukostnað alveg út úr vísitölunni, þannig að hækkun á orkuverði þýði ekki hækkaðar verðbætur. Hér skal ekki felldur dómur um það, hvort þessar hugmyndir ríkisstjórnarinnar eru skynsamlegar eða ekki. Vísitölukerfið er meingallað og vissulega þörf á að gera umbætur á því. En það er óneitanlega dálítið kaldhæðnislegt, að nákvæmlega fjórum árum eftir að Alþýðubandalagið barðist um á hæl og hnakka undir kjör- orðinu „samningana í gildi“, skuli sérlegur fulltrúi þess sitja á lokuðum trúnaðarfundum til þess að leggja á ráðin um það, hvernig hægt sé að skerða vísitöluna ennþá meira. Það þarf engan að undra, þótt Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands, hafi látið svo um mælt hér í blaðinu, að stefna Ragnars Arnalds, fjármálaráðherra, yfirmanns Þrastar Ólafsson- ar, í kjaramálum, væri eins og töluð út úr sínu hjarta. Alþýðuflokkur vill vinstri stjórn Frambjóðendur Alþýðuflokksins við borgarstjórnarkosningarn- ar í Reykjavík hafa gefið ótvíræðar yfirlýsingar um, að þeir stefni að áframhaldandi vinstra samstarfi í höfuðborginni að kosn- ingum loknum. Alþýðuflokkurinn gengur nú til kosninga undir forystu Sigurðar E. Guðmundssonar, sem um tveggja áratuga skeið hefur verið einn helzti talsmaður þeirra afla í Alþýðuflokknum, sem alltaf vilja vinstri stjórnir. í kosningabaráttunni nú hefur Sigurður E. Guðmundsson lýst því yfir á þann veg, að ekki verður misskilið, að hann stefni að áframhaldandi vinstra samstarfi í Reykjavík að kosningum lokn- um. Einn meðframbjóðenda hans, Bjarni P. Magnússon, hefur tekið í sama streng. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, sem löngum hefur talið sig sérstakan andstæðing kommúnista, hefur lýst því yfir sérstaklega, að vinstra samstarfið í höfuðborginni hafi gengið vel og mun betur en samstarf sömu flokka í ríkisstjórn. Það fer því heldur ekki á milli mála, hvert hugur hennar stefnir að kosningum loknum. Sigurður E. Guðmundsson hefur gengið svo langt að segja, að mikið sé um jafnaðarmenn á framboðslista Alþýðubandalagsins. Þessar yfirlýsingar talsmanna Alþýðuflokksins undirstrika eitt og fyrst og fremst eitt: atkvæði greitt Alþýðuflokknum í kosning- unum á laugardaginn kemur er atkvæði greitt nýrri vinstri stjórn í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta þurfa borgarbúar að hafa vel í huga, þegar kemur að kjördegi. „Mig langar að stuðla að því að eyða vanmetakenndinni“ EINS OG frá hefur verið skýrt í Morgunblaðinu, hlaut Bragi Ás- geirsson myndlistarmaður Bröste- bjartsýnisverðlaunin í ár, en þau nema 25 þús. dönskum krónum og verða afhent 2. júní næstkomandi við hátíðlega athöfn í Kaupmanna- höfn. Morgunblaðið hafði sam- band við Braga af þessu tilefni. „Ég fékk að vita þetta núna þegar ég kom heim frá París og ég varð bæði hissa og ánægður. Ekki endilega sjálfs mín vegna, heldur allra þeirra sem eiga í erfiðleikum og reyna af fremsta megni að sigrast á þeim. Ég er sjálfur bæði þunglyndur og bjartsýnn að eðlisfari, en grunntónninn í lífi mínu hlýtur að vera bjartsýni. Sumir segja, að listamenn verði til vegna baráttu anda og efnis, en ég vil þar bæta við bar- áttunni milli bjartsýni og svartsýni. Ég álít, að ég hafi lært að nota sjónina vel og það er mikill guð- dómur falinn í sjóninni. Eftir því sem ég eldist verð ég æ gráðugri í að nota sjónina og það halda mér engin bönd ef ég veit af góðri sýningu erlendis. Þá er ég farinn af landi brott með það sama. Og þótt það kosti mikla peninga, þá fæ ég þá alltaf aftur með einhverjum hætti. Þetta er sannarlega bjartsýni. Við Erró erum ekki bara vinir heldur líka andlegir bræður. Við viljum sökkva okkur niður í hlutina í kringum okkur, en túlkum þá á mismunandi hátt. Ég sækist eftir hlutum sem gefa lífinu fyllingu og reisn. Hann líka. Kannski eimir enn eftir af því menntunarhungri sem ein- kenndi okkur, þegar við vorum saman í Osló forðum. Við vorum alltaf fyrstir í skólann á morgn- ana og síðastir heim á kvöldin. Við gátum aldrei fengið nóg.“ Verður að gera miklu betur „Maður er alltaf að leita sér menntunar og sönn menntun verður ekki staðfest með skjöl- - segir Bragi Ás- geirsson myndlistar- maður, sem hefur hlotið Bröste-bjart- sýnisverðla unin um og pappírum, sönn menntun skilar sér í menningunni og menningin er miklu meira virði en allt það sem mölur og ryð fá grandað. Það gengur reyndar erfiðlega að predika þetta í íslensku þjóð- félagi. En maður reynir að gera sitt besta. En eins og frægur maður sagði, þá er ekki nóg að gera sitt besta. Maður verður að gera miklu betur. Þessi verðlaun gera mig bjart- sýnan. Þau eru í mínum augum bæði áfangi og viðurkenning og það gleður mig mikið að fá þessa viðurkenningu frá löndum mín- um, því það eru fulltrúar þeirra sem skipa nefndina sem ákveður hver skuli hljóta verðlaunin. Erfiðasti þröskuldurinn sem verður á vegi manna, er jafnan vanmat á möguleikum þeirra og hæfileikum. Heimurinn væri betri ef fólk reyndi oftar að hvetja náungann til dáða fremur en rífa alltaf niður. Ég er stoltur af einum eiginleika mínum, en hann er sá, að ég er aldrei af- brýðisamur út í náungann og gleðst alltaf yfir velgengni vina minna. Ég hef ekki heyrt í 42 ár. Ef einhver les þetta sem heyrir ekki, þá vona ég líka, að þessi viðurkenning mér til handa geri hann bjartsýnni á veruleikann." Gefa út bækur um málaralist „Ég ætla að geyma mér þessi verðlaun. Ég er nú að fara í launalaust ársfrí frá Myndlista- og handíðaskólanum, þar eð ég hef hlotið starfslaun Reykjavík- urborgar í þann tíma. En ég hyggst nota komandi tíma vel. Kannski vinn ég í nokkra mán- uði í Kaupmannahöfn og Hels- ingfors og skrifa um list nor- rænna starfsbræðra minna. Mig langar að gefa út bækur um mál- aralist. Mig langar að sýna fram á, að við á Norðurlöndum þurf- um ekki að skammast okkar fyrir myndlist okkar og menn- ingu gagnvart öðrum þjóðum. En það virðist vera einhver van- metakennd ríkjandi hér. Mig langar að stuðla að því að eyða henni. Við höfum átt mikla lista- menn á öllum sviðum og þótt Norðurlandaþjóðirnar séu ekki stórar að höfðatölu eru þær stór- ar í menningu sinni. Ég hef ekki hlotið mikla menntun, en ég lærði að lesa hjá móður minni þegar ég var sjö ára og það hefur breytt miklu fyrir mig síðar, að ég var fluglæs þegar ég missti heyrnina. Vegna þess að málið er svo gott og fal- legt, en erfitt. Faðir minn var strangur maður og vildi alltaf að maður skrifaði íslenskuna eins vel og hægt var og helst alin bet- ur. Ég bý að þessu enn í dag. Ég mun taka við verðlaunun- um 2. júní í stórveislu í Kaup- mannahöfn, þar sem verða víst um 150 manns, þ.á m. ýmsir af mætustu listamönnum Dan- merkur. Ég hlakka mikið til.“ — SIB. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 29 Deila ríkisins og hjúkrunarfræöinga o Stjórn Sjúkrahússins í Neskaupstað: Hjúkrunarfræð- ingarnir teljast deildarhjúkr- unarfræðingar MORGUNBLAÐINU hefur borist eft- irfarandi athugasemd frá stjórn sjúkrahússins á Neskaupstað: „Vegna frétta, sem birtar hafa verið í fjölmiðlum um bráðabirgða- samkomulag um launakjör hjúkrun- arfræðinga, sem vinna á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Neskaupstað, skal tekið fram: Hjúkrunarfræðingar á sjúkrahús- inu eru ekki fleiri en það, að á öllum tímum sólarhringsins nema á morgnana er aðeins einn hjúkrunar- fræðingur á vakt og stjórnar þá einn allri vinnu á deildum sjúkra- hússins. Þeir hjúkrunarfræðingar, sem hér vinna teljast því deildar- hjúkrunarfræðingar. Bráðabirgða- samkomulag það sem hér hefur ver- ið gert er í samræmi við úrskurð kjaranefndar frá 1. apríl 1982. Á sjúkrahúsinu eru nú skipaðar 4,2 stöður hjúkrunarfræðinga, auk hjúkrunarforstjóra. Þar að auki vinnur einn hjúkrunarfræðingur í hálfu starfi á skurðstofu. Stjórn Fjórdungssjúkrahússins." Sjúklingar ná sér síðar og verða seinna virkir 1 at- vinnulífinu - segir landlæknir „Staðan er nú þannig að útskrifaðir hafa verið um helmingur þeirra sjúkl- inga sem á spítölunum hafa legið, og það þýðir auðvitað að fjölmargir hafa verið sendir heim, sem ættu að öðru jöfnu að vera á sjúkrahúsum," sagði Olafur Olafsson landlæknir i samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður hvernig ástandið væri í hjúkr- unarfræðingadeilunni. „Það fer ekkert á milli mála að þetta getur orðið til þess að sjúkl- ingar nái sér síðar og verði síðar virkir í atvinnulífinu, fyrir utan vanlíðan og annað,“ sagði landlækn- ir ennfremur. „Læknum er hins veg- ar auðvitað ljóst, að þeir verða að svara kalli og veita þjónustu eins og þeir geta, en möguleikar þeirra til að veita þá þjónustu takmarkast meira og meira með hverjum dcgi. — Einkum vegna þess hve óvíst er hvað er hægt að ná inn af hjúkrun- arfræðingum næsta dag. Þetta hef- ur sín beinu og óbeinu áhrif á líðan sjúklinga, þótt erfitt sé að dæma um áhrifin til lengdar. Of mikið væri sagt með því að telja mannslíf í hættu, en augljóst er að þessi deila bitnar á þriðja aðila." — Getið þið eitthvað þrýst á yfir- völd til að leysa þessa deilu? „Já, við höfum auðvitað reynt að fá deiluaðila til að ganga til sam- komulags, og um leið höfum við unnið að því að skipuleggja þjón- ustu þá sem veitt er, og læknar hafa brugðist afskaplega vel við öllum tilmælum um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gæta vel- ferðar og öryggis sjúklinga," sagði Ólafur Olafsson landlæknir að lok- Þeir skilja ekki neyðar- ástandið sem ríkir — þetta snertir þá ekki mikið - segir Sigríður Guð- mundsdóttir „Það gerðist ekkert á þessum fundi með fjármálaráðherra og mönnum hans, staðan er óbreytt og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Þeir virðast ekki skilja þetta neyðarástand, sem Minnispunktar úr stefiiuskrá sjálfstæðismanna í borgarmálum Sjálfstæðisflokkurinn breiðfylking allra stétta. er öflug Sjálfstæðisflokkurinn er félagslega sinnaður flokkur, og hefur leitt fé- lagslega uppbyggingu í borginni í hálfa öld. Flokkurinn gefur mannin- um, einstaklingnum, meira svigrúm til eigin skoðana og athafna en aðrar stjórnmálastefnur. • Efling atvinnuveganna er megin- nauðsyn í þróttmikilli borg. Undir- stöðuatvinnuvegina verður að efla. Iðnað og þjónustu verður að efla. Til þess þarf að lækka aðstöðugjöld og skatta á fyrirtækjum, tryggja nægi- legt framboð á lóðum. • Við viljum að saman fari hlið við hlið einkarekstur og rekstur á félags- legum grundvelli eftir því sem hag- kvæmt er hverju sinni. Við viljum stuðla að fjölbreyttu mannlífi í aðlaðandi umhverfi og gefa fólki svigrúm til þess að koma sínum eigin hugmyndum í framkvæmd. • Unga fólkið í borginni þarf að fá að njóta sín betur, það þarf að geta haft meiri áhrif á mótun sinnar borgar. Unga fólkið verður að treysta betur, fela því meiri ábyrgð á eigin lífi sem og sínu umhverfi. Stöðugt verður að leita nýrra leiða í skólamálum og al- mennum uppeldismálum. Við viljum efla gróður- og trjárækt í Reykjavík og efla gróðurvernd og uppgræðslu á nærliggjandi landsvæð- um kringum Reykjavík, til yndisauka borgarbúanna og öðrum landsmönn- um. Við viljum bæta frum-heilsugæslu í borginni og reisa heilsugæslustöðvar í öllum hverfum borgarinnar á næstu árum. Á síðasta kjörtímabili hefur ekki verið hafin bygging einnar ein- ustu nýrrar heilsugæslustöðvar. • Sjálfstæðisflokkurinn vill að Reykvíkingar fái haldið því frelsi sem felst í því að eignast eigið húsnæði og geta ráðstafað því og sínu aflafé eins og hugur stendur til. Sérstaklega þarf að auðvelda ungu fólki að koma sér upp húsnæði. • Jafnrétti karla og kvenna verði að fullu tryggt bæði hvað varðar laun, þátttöku í félagsstörfum og á almenn- um vinnumarkaði. Við viljum að framtíðarbyggð rísi á láglendi með ströndum fram, en ekki á þverbrestasvæði vinstrimanna við Rauðavatn. Við viljum standa að skipulagi Reykjavíkur á grundvelli þekkingar og í góðu samstarfi við aðliggjandi sveitarfélög. • Við viljum stefna að því að nýta byggðasvæði og byggingarlóðir í borg- inni vel, en teljum það glapræði að ráðstafa útivistarsvæðum borgarbúa undir nýbyggð. • Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að stjórna þarf borginni með hags- muni allra borgarbúa fyrir augum. • Sjálfstæðisflokkurinn telur að út- gjöld eigi að ráðast af tekjum. Flokk- urinn mun sveigja snöggt frá þeirri ofsköttunarstefnu sem ríkt hefur síð- ustu 4 ár nái hann meirihluta á ný. ríkir á sjúkrahúsunum i Reykjavík og þetta snertir þi ekki mikið,“ sagði Sig- ríður Guðmundsdóttir hjúkrunarfrteð- ingur í samtali við Morgunblaðið i ger. Hún hafði þá fyrr um daginn ver- ið á fundi með Ragnari Arnalds fjár- málaráðherra og aðstoðarmanni hans Þresti Ólafssyni og Þorsteini Geirs- syni skrifstofustjóra. Af hálfu hjúkrunarfræðinga sátu fundinn fulltrúar hjúkrunarfræð- inga á stóru spítölunum í Reykjavík; Landakotsspítala, Landspítala og Borgarspítala, formaður Hjúkrun- arfræðingafélagsins og kjararáð. „Þetta voru frekar stuttar viðræð- ur og það þokaðist ekkert í samkom- ulagsátt," sagði Sigríður. „Þeir hafa sýnt afar lítinn samningsvilja, og þeir eru ekki tilbúnir til að semja við okkur að því er mér virðist. — Síðar um daginn hafa svo hjúkrun- arfræðingar rætt málin á vinnu- stöðum sínum, og það er alls staðar ákveðið að við höldum okkar striki, samstaðan er enn meiri en áður, við höfum fíleflst við þær móttökur sem við höfum fengið, og það verða ekki opnuð fleiri rúm,“ sagði Sigríður, „en hér á Landspítalanum eins og annars staðar er allt yfirfullt," sagði hún að lokum, „við bíðum bara eftir því að ráðherrann og menn hans átti sig á því sem er að gerast.“ Margir semja við sama starfshóp en einn aðili greiðir brúsann — segir Þröstur Ólafsson um samn- inga í Neskaupstað og á Selfossi „Það er ekkert af fundinum að segja, og annar fundur hefur ekki ver- ið boðaður, staðan er óbreytt frá þvi sem var,“ sagði Þröstur Ólafsson að- stoðarmaður fjármálaráðherra í sam- tali við blaðamann Morgunblaðsins I gær, eftir fund ráðuneytismanna með hjúkrunarfræðingum sem í vinnudeil- um eiga við fjármálaráðuneytið. Þröstur sagði samninga þá, sem gerðir hafa verið við hjúkrunar- fræðinga í Neskaupstað og á Sel- fossi, auðvelduðu ekki gerð heildar- samkomulags. Þar væru mismun- andi forsendur á ferðinni, bráða- birgðasamkomulag og endanlegri launaflokkaröðun haldið opinni í öðru tilviki, hins vegar störf sem væru ólík því sem verið væri að fjalla um í deilunni hér, meiri stjórnunarstörf. „Við höfum enga skoðun á því,“ sagði Þröstur, er hann var spurður hvort ráðuneytinu þætti ef til vill miður að samning- arnir hefðu verið gerðir, „það er mál þeirra sem að þeim stóðu. En þetta vekur menn til umhugsunar um þetta kerfi, það eru margir aðilar sem semja við sömu starfshópa, en einn og sami aðili borgar brúsann. Menn hljóta að skoða hvort það geti talist eðlilegt, án þess að ég hafi eina skoðun á því frekar en aðra.“ — Næsta skref af ykkar hálfu? „Ég veit ekki, ég reikna með að reynt verði að boða til fundar ein- hvern tíma, þegar menn telja sig geta og hafa aðstæður til, hvor aðil- inn sem hefur frumkvæðið að því, það er annað mál. Aðgerðirnar hafa ekki auðveldað þessa lausn neitt, þessar ólöglegu aðgerðir." — Hefur ráðuneytið hugsað til aðgerða vegna þessara „ólöglegu að- gerða“ hjúkrunarfræðinga? „Nei, það hefur ekkert verið hugs- að til aðgerða í því,“ sagði aðstoðar- maður Ragnars Arnalds fjármála- ráðherra að lokum. Erfitt að halda uppi lágmarks- bráðaþjónustu - segja formenn læknaráða spítalanna í Reykjavík LANDLÆKNIR og borgarlæknir hafa óskað eftir því við Borgarspitala að þar verði sinnt bráðavakt í dag, þriðju- dag og við Landspítala að bráðavakt verði annað þar á miðvikudag og hafa læknar orðið við þeim óskum að svo miklu leyti sem fóng eru á að því er Ásmundur Brekkan yfirlæknir á Borg- arspítala tjáði Mbl. en formenn læknaráða spítalanna þriggja í Reykja- vík sátu síðdegis í gær á fundi og ræddu þar vandamál vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga. Samþykktu þeir eftirfarandi yfirlýsingu: „Formenn læknaráða Landa- kotsspítala, Landspítala og Borgar- spítala lýsa hér með áhyggjum og kvíða vegna þess öngþveitis er er að verða á sjúkrahúsum borgarinnar vegna kjaradeilu hjúkrunarfræð- inga. Við óbreyttar aðstæður verður mjög erfitt að halda uppi lág- marksbráðaþjónustu. Formenn læknaráðanna skora á hæstvirtan fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds, að hefja nú þegar raunhæfar við- ræður til lausnar deilunni. Ólafur Örn Arnason, Landakotsspítala, Magnús Karl Pétursson, Landspítala, Ásmundur Brekkan, Borgarspítala." „Sannleikanum er hver sárreiðastur“ eftir Pál Gíslason, borgarfulltrúa Nokkrum dögum eftir að fram hafði komið í sjónvarpsumræð- um um borgarmálin að ekki hafi verið hafin bygging né keypt húsnæði fyrir eina einustu heilsugæslustöð á þessu kjör- tímabili, kom 5 dálka frásögn á forsíðu Þjóðviljans af blaða- mannafundi sem sjálfur heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra Svavar Gestsson hafði haldið um heilbrigðismál í Reykjavík. Eins og við var að búast gat ráðherra ekki breytt þessari staðreynd, en eins og ráðherra kommúnista er siður, þá dró hann upp áætlun um hvað gera ætti á næstu árum. Það vantar nefnilega ekki skriffinnskuna og pappírsflóðið í þeim herbúðum samanber störf iðnaðarráðherra. En það er minna um athafnir og framkvæmdir. Við höfum nefnilega séð þessi loforð kommúnistanna áður! í maí 1978 skrifaði Adda Bára Sigfúsdóttir grein í Þjóðviljann og taldi ekki von að vel gengi með framgang heilsugæslu í Reykjavík þar sem sjálfstæðis- menn skipuðu bæði stöðu heil- brigðisráðherra og formanns heilbrigðisráðs Reykjavíkur. Það hefðu aðeins verið opnað- ar 3 heilsugæslustöðvar á kjör- tímabilinu 1974—1978 og ein væri í byggingu. í stefnuskrá kommúnistanna var svo í framhaldi af grein Öddu Báru sett fram það loforð að næðu þeir meirihluta myndu þeir á næsta kjörtímabili reisa eina heilsugæslustöð í hverju hverfi borgarinnar. Svo skeði það óvænta slys, að kommar komust bæði í borgar- og ríkisstjórn. Adda Bára varð formaður heilbrigðisráðs og nánast einvaldur í heilbrigðis- málum borgarinnar, en Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins varð heilbrigðis- ráðherra. Það hefði því átt að vera auðvelt að koma stefnu- skránni í framkvæmd. En nú blasa staðreyndirnar við: Ekki hefur verið hafin bygg- ing einnar einustu nýrrar heilsu- gæslustöðvar og 900 þús. kr. sem eru á fjárlögum nægja aðeins til að greiða viðbótar smáhýsi við heilsugæslustöðina í Asparfelli. Áður voru komnar heilsugæslu- stöðvar í Árbæ (1976), Domus Medica (1977), en Fossvogsstöðin í Borgarspítalanum var í bygg- ingu og lauk 1980. Það er eins í heilbrigðismálum og á öðrum sviðum þjóðmála, að kommarnir eru sterkari í áætl- anagerð og skrifæði en að fram- kvæma það, sem hagkvæmast er. Nú kemur Svavar Gestsson, heilbrigðismálaráðherra, með áætlun um heilsugæslu í Reykja- vík og hvenær á að reisa stöðvar þar. Ég held að Reykvíkingum ætti að vera ljóst að það sé ekki væn- legt að láta kommana annast þessi mál miklu lengur eftir þeirri reynslu, sem þegar er fengin. Þeir eru vísir til að skipa fleiri nefndir til að gera fleiri áætlanir eins og á þessu kjör- tímabili, en gleyma bara alveg að það þarf fyrst og fremst að koma til framkvæmda og afla húsnæð- is fyrir starfsemina. Sjálfstæðismenn hafa sýnt að þeir hafa komið þessum málum áfram og munu, ef þeir ná meiri- hluta, beita sér fyrir byggingu einnar heilsugæslustöðvar á ári, svo að uppbygging heilsugæslu í Reykjavík geti verið jöfn og vax- andi. III 1)1 tfllll t,r» illiii » f» tinuf ótin iiitiMit iiiitiu nnm »mm*i » »• i» ■■ «>*•■<•«•>• •• »4.. SJltllItailllllU<l«IIIIIOIIIU»lli,lllllll»i r<f tllili ■,t»tlii«vi tf iiiiiui iitiit * titiii i,ii tiiiii » tiitii » ii tii< tiKt»ti»i i HHii ■ tiHH«ttuii*iiHniiri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.