Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 35 Dansinn er vinsæll eins og nærri mi geta. Sjálfboðaliðar á kjördag D-listann vantar fólk til margvíslegra sjálfsboöa- starfa á kjördag. Sérstaklega vantar fólk til starfa sem fulltrúa listans í kjördeildum auk margvís- legra annarra starfa. Þeir, sem vilja leggja D-listanum liö, meö starfs- kröftum sínum á kjördag 22. maí. Hringi vinsam- legast í síma 82900. Skráning sjálfboðaliöa fer einnig fram á skrifstofum hverfafélaganna. V____________________________J 11 i-listinn Rauði krossinn á Fáskrúðsfirði: Opið hús fyrir eldri bæjarbúa Fáskrúðsfirði, 11. maí. í VETUR og síðastliðinn vetur hefur Rauða kross-deild Fá- skrúðsfjarðar verið með opið hús fyrir 60 ára bæjarbúa og eldri. Þátttaka hefur verið mjög góð. Á dagskrá hefur verið félagsvist, bingó, kórsöngur, upplestur og stiginn hefur verið dans. Almenn ánægja hefur verið meðal eldri borgara með þetta framtak og þátttaka alltaf verið að aukast. Formaður öldrunarnefndar Rauða krossins er Agnar Jónsson, en formaður Rauða kross-deildarinn- ar er séra Þorleifur K. Krist- mundsson. — Albert BLRGPÓHUGOTU 3 SÍMAR. 19032-36870 Honda Accord árg. ’81 m/ vökvastýri 4ra dyra. Toyota Carina árg. 79, ekinn 17 þús. Mazda 929 st. árg. ’81 Scout árg. 79, ekinn 10 þús. Mazda 929 árg. 77, ekinn 34 þús. Citroen FSA Pallas árg. ’81, ekinn 15 þús. Honda Akkord 4ra dyra árg. 78. Fíat 131 árg. 79, sjálfsk. m/ vökvastýri. Lada 1600 árg. ’81, ekinn 2 þús. Audi 100 LS árg. 78, fallegur bíll. Snæfellsness- og Hnappadalssýsla: Víða komið við á síð- asta fundi sýslunefhdar StykkÍNhólmi, 12. maí. Aðalfundur sýslunefndar Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu var haldinn í Stykkishólmi dagana 10. og 11. þ.m. Oddviti nefndarinnar, Andrés Valdimarsson, sýslumaður, bauð fulltrúa velkomna til starfa og lagði fram þau málefni sem nefnd- inni höfðu borist. Á fundinum voru rædd vegamál sýslunnar og ýmis önnur mál sem gætu orðið byggðinni til gagns. Þá var ályktað um brýna nauðsyn þess að koma upp skjalasafni fyrir sýsluna í tengslum við Amtbóka- safnið. Einnig var rætt um mögu- leika á að gefa út árbók fyrir sýsluna eins og gert er i ýmsum öðrum héruðum og var kosin nefnd til að athuga það mál betur og koma því í framkvæmd. Fjár- hagsáætlun sýslunnar var sam- þykkt með niðurstöðum kr. 513.355,- og af tekjuliðum er sýslu- sjóðsgjald hæst, kr. 390.000,-, en af gjöldum til atvinnumála 150 þús- und kr. Áætlun um tekjur og gjöld sýsluvegasjóðs er að niðurstöðu- tölum kr. 1.288.903,- og fer nærri öll sú fjárhæð til viðhalds og hefl- unar veganna. Eftirfarandi tillaga var einróma samþykkt: „Sýslufundur Snæ- fellsness- og Hnappadalssýlu haldinn í Stykkishólmi 10. og 11. maí 1982, telur alvarlega hættu á að gin- og klaufaveiki geti borist til landsins með ferðamönnum og varningi jæirra, og þá sérstaklega með ýmsum matvælum. Fundur- inn telur sérstaka hættu á að veik- in geti borist með farþegum á ferjuskipinu Smyrli. Fundurinn skorar því á ríkisstjórnina að gera sérstakar ráðstafanir til eftirlits með því að ekki séu flutt matvæli sem geta borið veikina til landsins og láta herða á öllu eftirliti við tollafgreiðslu farmanna og ferða- mannafarangurs svo fyllstu varúðar sé gætt. Með því að þetta er seinasti fundur sýslunefndar sem núver- andi sýslumaður stjórnar kvaddi hann meðnefndarmenn sína með þökkum og árnaðaróskum og eins þeir hann. Andrés Valdemarsson tekur nú senn við sýslumannsembættinu í Árnessýslu. Hér hefir hann getið sér góðan orstír, verið vinsæll í starfi, og eignast góð ítök í íbúum þessa byggðarlags. Er okkur hér eftirsjá að honum og hefðum kosið að njóta hans lengur. Við vitum líka að hann vinnur sér traust í nýju umhverfi og héðan fylgja honum góðar óskir um farsæla framtíð, honum og fjölskyldu hans til handa. „ Frettaritan Skólaslit Flensborgar- skólans Kosningadagskrá- in á stuttbylgju ÁKVEÐIÐ hefur verið að kosninga- dagskrá Rikisútvarpsins þann 22. mai nk. verði send út á þremur tíðn- um á stuttbylgju. Áður hefur verið tilkynnt að sent verði út á 13.797 kHz (eða 21,74m) að kvöldi 22. maí frá kl. 18.30 GMT og þar til talningu lýkur og sunnudaginn 23. maí frá kl. 12.00 til 14.00 GMT. Einnig verður þann 22. maí frá kl. 22.00 GMT sent út á 9118 kHz (eða 32,90m) og 7666Jkllz (eða 39,13m). Flensborgarskóla, sem er 100 ára á þessu ári, verður slitið í íþróttahús- inu við Strandgötu á fimmtudaginn. Að lokinni skólaslitaathöfn verður afmælissýning og kaffi- samsæti í skólanum. Á sunnudag- inn verður hátíðarmessa í Garða- kirkju, þar sem heiðruð verður minning stofnenda skólans, Þór- arins Böðvarssonar og Þórunnar Jónsdóttur. í tilefni af afmæli skólans hefur verið stofnaður „Afmælissjóður Flensborgarskóla" og skal honum varið til kaupa á tækjum sem varða nýjungar í kennsluháttum. LAWN-BOY GAROSLATTUVELIN Þaö er leikur einn aö Rafeindakveikja. sem slá meö LAWN-BOY tryggir örugga gang- garösláttuvélinni, setningu. enda hefur allt veriö Grassafnari, svo ekki gert til aö auðvelda þarf aö^raka. þér verkiö. 3,5 hö, sjálfsmurð tvi- gengisvél, tryggir lág- marks viöhald. Hljóðlát. Slær út fyrir kanta og alveg upp aö veggjum. Auðveld hæðarstillmg. Ryöfri. Fyrirferðalitii, létt og meöfærileg. VELDU GAROSLATTUVÉL. SEM GERIR MEIR EN AÐ DUGA. SÍMI B1500-ÁRMÚLA11 v ■ L,'**' fí-ý

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.