Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982
frambjóðenda
NU LÍÐUR aö sveitarstjórnarkosningum og kosningabaráttan er að komast í
algleyming. Flokkar og fylkingar reyna meÖ ýmsu móti aö ná til kjósenda.
Morgunblaösmenn fylgdust meö einum degi í kosningabaráttu frambjóðenda
Sjálfstæöisflokksins viö borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vikunni, og
kom [>á í Ijós að í mörgu er að snúast.
Frambjóðendurnir tóku daginn
snemma, mættu klukkan átta að
morgni í. Sjálfstæðishúsinu til
skrafs og ráðagerða, áður en rokið
væri af stað út í fyrirtæki í borg-
inni. Þeir báru saman bækur sín-
ar, gáfu skýrslur um fyrri fyrir-
tækjafundi og skeggræddu um
sjónvarpsþátt á sunnudag. Þeir
vörpuðu fram hugmyndum um
baráttuaðferðir og reyndu að vega
stöðuna og meta. Þeir voru á því
að flokkurinn hefði meðbyr, en
samt væri margt óunnið fram að
kjördegi.
Fundi var slitið á slaginu níu.
Tóku menn að tygja sig til brott-
ferðar, enda skyldu nokkrir vinnu-
staðir heimsóttir og spjallað við
starfsfólk í morgunkaffinu. Við
slógumst í för með Hilmari Guð-
laugssyni, Páli Gíslasyni og Önnu
K. Jónsdóttur, sem fóru í lysta-
dúnverksmiðjuna Vogafell í
Dugguvogi. Þeim Páli og Önnu
seinkaði og fundur dróst örlítið
þar sem sprakk á bifreið Páls á
miðri Miklubraut, en með góðri
samvinnu þeirra beggja skiptu
þau um dekk á nokkrum mínútum.
Hilmar hafði orð fyrir þeim, þar
sem setzt var niður í þröngri kaff-
istofu, sem ekki rúmaði alla fund-
armenn. Hann sagði að þrjú mál
væru efst á baugi í sambandi við
þessar kosningar, fjármál, hús-
næðismál og skipulagsmál borgar-
innar. Vinstri meirihlutinn hefði
reynst skattaglaður, en samt þurft
að taka 40 milljóna króna lán til
að endar næðu saman. Sjálfstæð-
ismenn langaði að breyta til og
lækka fasteignaskatta um 20%,
eða koma þeim niður í það sem
þeir voru áður en vinstri meiri-
hlutinn komst að fyrir fjórum ár-
um. Varaði Hilmar í þessu sam-
bandi við kosningaloforði fram-
sóknarmanna, sem segðust nú
vilja lækka fasteignaskatta. Þeir
hefðu lofað því sama fyrir síðustu
kosningar, en síðan hækkað fast-
eignaskatta, og raunar aðrar álög-
ur líka, fjórum sinnum.
Hilmar gerði grein fyrir and-
stöðu Sjálfstæðisflokksins við að
byggt yrði á Rauðavatnssvæðinu,
fyrst bæri að byggja á Grafar-
vogslandinu og á Keldnalandinu,
eins og samþykkt hefði verið í
borgarstjórn 1977, þá með sam-
þykki allra flokka nema Alþýðu-
bandalagsins. „Það kostar jafn
mikið að leggja holræsi frá
Rauðavatnssvæðinu og tveir
þriðju hlutar allrar gatnagerðar
og holræsagerðar annarrar á
þessu ári,“ sagði Hilmar.
„Nú er eðlilegt að spurt sé,
hvort ekki fylgi samdráttur því að
lækka fasteignaskattana," sagði
Hilmar. „Það gæti verið að ein-
hvers staðar yrðum við að temja
okkur sparnað, en við ætlum að
hafa það í þessum efnum eins og á
heimilunum. Við ætlum fyrst að
sjá hversu miklum tekjum við höf-
um úr að spila, og síðan ákveða
hvernig við notum peningana. Við
getum ekki eytt meiru en við öfl-
um.“
Heilmiklar umræður spunnust í
kaffistofunni í Vogafelli, þar sem
einn starfsmaður gekk þó hvað
harðast fram og spurði m.a. hvort
ekki væri nóg land til að byggja á,
hvort lóðum hefði ekki verið út-
hlutað eftir einhverjum klíkuskap
í tíð sjálfstæðismanna, og þar
fram eftir götunum. „Ég hef þrisv-
ar sótt um lóð og aldrei fengið,"
sagði hann. „Ég hef heldur aldrei
fengið lóð,“ sagði Hilmar, „bý í
blokk. Þetta er ekki svona einfalt.
Að okkar dómi er punktakerfið
eins óréttlátt og helzt getur verið.
Samkvæmt því fær unga fólkið
minnsta kosti. Þannig var meðal-
aldur þeirra sem lóð fengu árið
1979 40,7 ár, en 33,5 ár hjá þeim
sem ekki fengu. Og á árunum
1970—1978 var að jafnaði úthlutað
lóðum fyrir 715 íbúðir á ári, en
fyrir aðeins 352 á ári meðan
vinstri menn hafa farið með völd.
Þá má minna á, að vinstri menn
sögðu okkur hafa stuðlað að fyrir-
tækjaflótta yfir í nágrannabyggð-
ir með því að úthluta ekki nógu
mörgum lóðum undir atvinnust-
arfsemi. I þessu sambandi er að-
Frá fundi frambjóðendanna i Sjálfslæði.shúsinu í upphafi dagsins.
Björn Bjarnason hjá Dúk kynnir frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins starf-
semi verksmiðjunnar.
Stund milli stríða. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins, Katrín Fjeldsted,
Guðmundur Hallvarðsson og Davíð Öddsson fá sér kaffisopa með ísleifi
Jónssyni yfirþjóni áöur en fundur með starfsfólki Hótels Loftleiða hefst.
Ljósm. Mbl. Kristján Kinarsson.
eins hægt að segja það, að á árun-
um 1978—1982 hefur engri nýrri
lóð verið úthlutað undir atvinnu-
rekstur, ef undan eru skildar tvær
lóðir, önnur fyrir SIS og hin fyrir
KRON. Og ef hringt var og spurzt
fyrir um lóðir var svarið á einn
veg, engar lóðir til fyrir atvinnu-
rekstur."
Páll Gíslason sagði að oddamað-
ur Sjálfstæðismanna væri þeirra
borgarstjóraefni. „Við viljum
reyna að hafa samráð við borgar-
ana. Oddviti okkar fyrir vinstra
tímabilið hélt reglulega fundi með
borgurunum til að fá fram ábend-
ingar þeirra um hin ýmsu mál,“
sagði Páll. Hann var spurður um
Borgarspítalann. „Ég er mótfall-
inn því að ríkið verði látið taka
hann yfir og ekki er hægt að ætl-
ast til að þar fái aðeins Reykvík-
ingar aðhlynningu. Ég held að
engum sem rekur spítala dytti í
hug að hafa dyravörð og hleypa
inn einum en ekki öðrum, allt eftir
því hvar viðkomandi byggi, en
þess má þó geta, að B-álman svo-
kallaða verður eingöngu fyrir
aldraða Reykvíkinga.
„Erfiðleikar sjúkrahússins eru í
því fólgnir að ríkið og sjúkrasam-
lögin greiða ekki jöfnum höndum
fyrir meðferð sjúklinganna, held-
ur löngu eftir á. Það liggur í aug-
um uppi að þetta hefur í för með
sér ýmsa örðugleika. Og ég held að
það fylgdi enginn sparnaður
miðstýringu, þótt það sé tilhneig-
ing hjá ríkinu að taka allt til sín.
Reynslan hefur einmitt orðið önn-
ur, t.d. í Svíþjóð,“ sagði Páll.
Klukkan var langt gengin í ell-
efu þegar fundinum í Vogafelli
lauk. Hilmar, Páll og Anna héldu
til sinna starfa, þar sem aðrir
frambjóðendur yrðu á næsta
fundi, en reynt er að skipta fund-
unum sem jafnast niður á fram-
bjóðendurna, enda í mörgu að snú-
ast síðustu dagana fyrir kosn-
ingar. Við héldum næst að Hótel
Loftleiðum, þar sem þau Davíð
Oddsson, Guðmundur Hallvarðs-
son og Katrín Fjeldsted ætluðu að
ræða við starfsfólk í tveimur
mötuneytum, annars vegar starfs-
fólk hótelsins og hins vegar skrif-
stofufólk Flugleiða.
„Þessar kosningar eru mikil-
vægar á marga lund,“ sagði Davíð
Oddsson í inngangsorðum sínum.
„Annars vegar eiga borgarbúar
kost á heilsteyptri stjórn sjálf-
stæðismanna, eða fjögurra flokka
vinstri stjórn." Sagði Davíð
kvennaframboðið til vinstri við
Alþýðubandalagið, og að það
mundi eflaust ganga til liðs við
hina vinstri flokkana þrjá að
kosningum loknum, ef sjálfstæð-
ismenn næðu ekki meirihluta.
Davíð sagði nokkur mál myndu
ráðast af úrslitum þessara kosn-
inga. Það væri síðasti möguleiki
nú að koma í veg fyrir að byggðin
yrði færð upp til heiða, á snjó-
þungt og gegnumsprungið land í
130 metra hæð yfir sjávarmáli,
Rauðavatnssváeðið. Ef vinstri
meirihlutinn yrði ekki felldur nú,
yrði aldrei komið í veg fyrir byggð
þar efra, og sagði Davíð að aðal-
holræsið yrði 50—60 milljónum
dýrara en ef byggt yrði meðfram
ströndinni.
Hann ræddi einnig um fasteign-
agjöld og leigu- og lóðamál, og
sagði í því sambandi, að fram-
sóknarmenn, sem nú lofuðu
skattalækkunum, hefðu látið það
verða sitt fyrsta verk á valdastóli
að hækka fasteignagjöld á borg-
arbúa, og ýmsar aðrar álögur. Þeir
hefðu jafnan verið fremstir í
flokki gegn lækkunartillögum
sjálfstæðismanna.
Frambjóðendurnir voru spurðir
um ýms mál á fundinum með hót-
elstarfsfólkinu, m.a. hvort ekki
væri hægt að láta strætisvagna
ganga að hótelinu, um lóðamál,
fjármál o.þ.h. Davíð Oddsson
sagði að Reykjavíkurborg bæri
skylda til að hefja strætisvagna-
þjónustu að hótelinu, fyrir starfs-
fólk Flugleiða og hótelgesti. Hann
sagði að þessi vinnustaður væri
svolítið út úr og væri því meiri
nauðsyn á strætisvagnaþjónustu
þangað.
Spurt var um hvort borgin fengi
eðlilegar greiðslur fyrir þá þjón-
ustu sem Seltirningar fengju frá
Reykjavíkurborg. Davíð sagði að
almennt séð nytu íbúar nágranna-
byggðanna mikils af Reykjavík-
urborg, og högnuðust þessir aðilar
því af sambýlinu við borgina, þótt
ekki væru þeir baggi á borginni.
Þannig væru sundstaðirnir
greiddir niður um 50—60%, fjórar
milljónir króna af útsvarspening-
um Reykvíkinga hefðu verið grei-
ddar til Leikfélags Reykjavíkur á
síðasta ári, einnig bæri borgin
hluta af kostnaði Sinfóníu-
hljómsveitarinnar. Davíð sagði
Dagur í lífi