Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1982 27 Hrubesch með þrennu og HSV hefur aðra höndina á bikarnum Hamburger SV er nú komið með aöra höndina á Þýskalandstitilinn í knattspyrnu eftir 5—0 stórsigur gegn Werder Bremen á laugardaginn. Horst Hrubesch var maðurinn á bak við myndarlegan sigur HSV, hann skoraði þrívegis í leiknum og ógnaði gífurlega með hæð sinni, leikni og krafti. Köln krækti einnig í tvö stig um helgina á sama tíma og Bayern Miinchen fékk stóran skell gegn Borussia Mönchengladbach. Það er þvi sýnt að Bayern ver ekki titil sinn að þessu sinni. Hins vegar gæti Köln skotið HSV ref fyrir rass, þó staða Hamborgar-liðsins sé óneitanlega afar sterk. Sem fyrr segir skoraði Horst Hrubesch þrjú af mörkum liösins, hin tvö skoruðu þeir Felix Magath og Lare Bastrup. Úrslit leikja urðu annars sem hér segir: B. Mönch.gladbach — Bayern M. 3-0 Bochum — Arm. Bielefeldt 1-1 FC Niirnb. — E. Braunschweig 4-0 FC Köln — Karlsruhe 2-0 E. Frankfurt — F. Diisseldorf 4-0 Hamburger SV — Werd. Bremen 5-0 Duisburg — Darmstadt 0-2 Stuttgart — Bayer Leverkusen 4-2 Kaiserslaut. — Bor. Dortmund 2-1 Köln átti í talsverðu basli með Karlsruhe og það var ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleik að Klaus Allofs braut ísinn og skor- aði fyrra markið. Hann skoraði síðara markið einnig, á 87. mín- útu. Langt síðan að landsliðsmað- urinn kunni hefur sýnt tilþrif. Borussia Mönchengladbach lék Bayern grátt og ekki bætti úr skák fyrir Bayern, að Paul Breitner meiddist á 22. mínútu leiksins og varð að hverfa af leikvelli. Wil- fried Hannes skoraði fyrsta mark- ið úr vítaspyrnu á 39. mínútu og fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik. Mohren bætti öðru marki við á 76. mínútu og Wuttke átti síðasta orðið er hann skoraði þriðja markið fjórum mínútum síðar. Duisburg féll formlega á laug- ardaginn er Darmstadt 98 sótti liðið heim og sigraði 2—0. Aðeins 4000 manns fylgdust með viður- eign liðanna og Klaus Stetter nán- ast kafsigldi heimaliðið strax á 2. mínútu leiksins er hann skoraði glæsilegt mark. Duisburg náði sér aldrei á strik og Vorreiter bætti um betur á 57. mínútu, skoraði annað mark Darmstadt. 2. deildin blasir við Bayern Leverkusen, eftir 2—4 ósigur gegn Stuttgart, hinu nýja félagi As- geirs Sigurvinssonar. Leikmenn Leverkusen gáfu lítið eftir í fyrri hálfleik og þeir Arne Larsen Ök- land og Szech jöfnuðu tvívegis eft- ir að Karl Heinz Förster og Hansi Muller höfðu fært Stuttgart for- ystu. Stuttgart hafði síðan mikla yfirburði í seinni hálfleik og þá skoruðu þeir Olicher og Dieter Muller sigurmörk liðsins. Atli og félagar hjá Dusseldorf voru gersigraðir í Frankfurt, héldu reyndar hreinu í fyrri hálf- leik, en stíflan brast heldur betur í þeim síðari og þá skoruðu þeir Dusend, Borchers (2) og Nickel fyrir Frankfurt. Pageldorf skoraði fyrir Arm- enia Bielefeldt á síðustu sekúndu leiksins gegn Bochum og bjargaði þannig stigi, Lameck hafði náð forystunni fyrir Bochum úr víta- spyrnu á 33. mínútu. Nurnberg vann óvenjustóran sigur gegn Braunschweig á heima- velli sínum, ekki á hverjum degi sem heimaliðið skorar svo grimmt. Dressel, Weyereich og Heck (2) skoruðu mörk liðsins. Loks skulum við líta á stöðuna í deildinni. Hunburger SV FCKöln Biyern Bor. Dortmund I. FC Kaisernlaulern Möncbengl. Werder Bremen Eintr. Franklurt Stuttgart Eintr. Braunschweig VFL Bochum Arminia Bielefeld I. FC Niirnberg Karlsrube ForL Dusscldorf Bayer Leverkusen Darmstadt MSV Duisburg 32 18 10 4 89:39 46 32 18 8 6 65:30 44 31 19 3 9 73:49 41 32 17 5 10 56:35 39 32 14 10 8 64:57 38 32 14 9 9 55:50 37 31 14 8 9 50:49 36 32 16 2 14 77:68 34 32 13 8 11 57:48 34 32 14 3 15 55:58 31 32 11 8 13 47:47 30 32 12 6 14 43:44 30 32 10 6 16 49:70 26 32 9 7 16 45:63 25 32 6 12 14 44:68 24 32 8 6 18 42:71 20 32 5 10 17 42:73 20 32 7 3 22 37:71 17 Ajax hefur endurheimt meistaratiunina í Hollandi AJAX, með Johan Cruyff í broddi fylkingar, varð hollenskur meistari í knattspyrnu um helgina, að vísu er ein umferð eftir, en næstu lið eiga enga möguleika á þvi að ná liðinu að stigum. Það var gaman fyrir leik- menn Ajax að tryggja titilinn á heimavelli sínum fullskipuðum áhorfendum og það i leik gegn Alk- maar, meistaraliði síðasta keppnis- tímabils. 3—2 urðu lokatölur leiks- ins í einum besta leik tímabilsins að sögn fréttskeyta. Kees Kist náði for- ystunni fyrir Alkmaar strax á fjórðu mínútu leiksins, en Dick Sconaker jafnaði á 22. mínútu. Rétt fyrir hlé tókst Kej Molenaar að skora fyrir Ajax og færa liðinu forystu. Leik- menn Alkmaar gáfust ekki upp og strax i upphafi síðari hálfleiks jafn- aði Johnny Metgod fyrir liðið. Það stóð ekki lengi, á 52. mínútu fékk Cruyff knöttinn á miðjum vellinum. Hann leit upp og sendi síðan stór- glæsilega langsendingu til hins 17 ára gamala Gerald Vananburg sem skoraði sigurmarkið og risu áhorf- endur úr sætum sinum af hrifningu. iH'tta reyndist vera sigurmarkið. Ur- slit leikja urðu annars sem hér segir: PARIS St. Germain varð um helgina franskur bikarmeistari i knattspyrnu og ná áhrif þess víða. Fyrir vikið komast Karl Þórðarson og félagar hjá Laval ekki í UEFA-keppnina. Paris S.G. sigraði nefnilega St Eti- enne í úrslitaleiknum, en Etienne- liðið hafnaði i 2. sæti deildarkeppn- innar og tekur því sætið sem Laval hefði hreppt í UEFA-keppninni ef Etienne hefði sigrað St. Germain. Mikil barátta og spenna var í leik liðanna, en ekkert var skorað í fyrri hálfleik. í seinni hálfleik náði Toko forystu fyrir Paris S.G. Maastricht — Willem 2 1—1 Pec Zwolle — Feyenoord 2—1 Twente — Nec Nijmegen 0—2 De Graafschap — Haarlem 1—2 Ajax — AZ’67 Alkmaar 3—2 Den Haag — Roda JC 1—3 Groningen — FC Utrecht 1—1 Sparta — GAE Deventer 1—1 Nac Breda — PSV Eindhoven 2—0 Greinilegt að leikmenn PSV eru búnir að missa áhugann á mótinu, enda ekki lengur möguleiki á toppsætinu og 2. sætið tryggt. Van Der Borg og De Schepper skoruðu mörk Nac. Tvennt annað kom á óvart í hollensku knattspyrnunni. Fyrst tap Feyenoord gegn Pec Zwolle, en það hefur í för með sér, að Feyen- oord leikur ekki í Evrópukeppn- inni á næsta kjörtimabili, í fyrsta skipti í sögu félagsins að slíkt kemur fyrir. Þá kom árangur Haarlem mjög á óvart, en liðið tryggði sér sæti í UEFA-keppn- inni með sigrinum gegn De Graaf- schap. í 2. deild féllu ásamt De Graafschap lið Den Haag og Maa- stricht. á 58. mínútu, en Michel Platini jafnaði síðan fyrir St. Etienne á 76. mínútu. Var staðan 1—1 er 90 mínútur voru liðnar. Platini færði Etienne forystu með öðru marki sínu á 9. mínútu framlengingar- innar, en Dominique Rocheteau jafnaði undir það síðasta fyrir Paris S. G. Grípa þurfti því til vítaspyrnukeppni og sigraði PSG þá 6—5. Rúmlega 46.000 áhorfend- ur fylgdust með leiknum á Parc Des Prince-leikvanginum í París. Meðal þeirra var forsetinn, Mitt- errand, og nokkrir úr ríkisstjórn hans. Willem Kieft hjá Ajax er markahæstur sem fyrr með 31 mark, en Kees Kist hjá Alkmaar hefur skorað 28 mörk. Þriðji er Englendingurinn McDonald hjá Willem 2. með 19 mörk. Staðan er nú þessi: 1. Ajax 33 25 4 4 114- -41 54 2. PSV 33 23 3 7 74- -37 49 3. AZ’67 33 20 5 8 69- -38 45 4. Haarlem 33 17 8 8 56- -38 42 5. FC Utrecht 33 17 I > 11 65- -37 39 6. FC Groningen 33 14 9 10 65- -54 37 7. Feyenoord 33 13 11 9 58- -56 37 8. Sparta 33 12 10 11 60- -48 34 9. Roda JC 33 14 6 13 56- -50 34 10. GA Eagles 33 12 9 12 56- -47 33 11. Nac Breda 33 12 9 12 41- -46 33 12. FC Twente 33 11 4 16 47- -55 30 13. Nec Nijm. 33 10 8 15 39- -62 28 14. PecZwolle 33 18 10 15 44- -66 26 15. Willem 2. 33 9 7 17 47- -63 25 16. Maastricht 33 6 11 16 34- -63 23 17. FC Den Haag 33 4 5 24 27- -77 13 18. De Graafschap 33 3 6 24 29- -93 12 I.imm Brady Laval komst ekki í Evrópukeppnina I Thomas von Heesen til vinstri sem er elnn af efnilegri knattspyrnumönnum í V-Þýskalandi fagnar fyrirliða sínum, Horst Hrubesch, en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk fyrir HSV um helgina gegn Werder Bremen. Cruyff áfram hjá Ajax Knattspyrnusnillingurinn Joh- an Cruyff gladdi sannarlega hjörtu aðdáenda Ajax, er hann lýsti því yfir í upphafi leiksins gegn Alkmaar á sunnudaginn, að hann hefði undirritað samning við félagið sem hefði í för með sér að hann myndi leika að minnsta kosti eitt keppnistímabil enn með Ajax. Var þetta kallað upp í hátalara- kerfið á leikvangi Ajax rétt áður en leikurinn hófst. Var jafnframt tekið fram að gengið hefði verið frá þessu fyrir tveimur vikum, en að beiðni Cruyff hefði því verið haldið leyndu þar til nú, er titill- inn var í höfn. Cruyff lék síðan snilldarlega gegn Alkmaar, Ajax sigraði 3—2 og tryggði sér titilinn endanlega. Og það var Cruyff sem lagði upp sigurmark Ajax í leikn- um... Brady kvaddi Juventus með því að færa liðinu titilinn JUVENTUS varð ítalskur meistari í knattspyrnu um helgina og muna menn ekki aðra eins spennu í ít- ölsku deildinni og nú, enda var loka- sprettur Juventus og Fiorentina geysilega langur, liðin nánast jöfn allt frá áramótum. Og þegar siðasta umferðin hófst á laugardaginn, voru liðin jöfn að stigum. Juventus herj- aði út sigur gegn Catanzarro á úti- velli og var það írski miðvallarleik- maðurinn Liara Brady sem skoraði sigurmarkið í 1—0 sigri liðsins úr vítaspyrnu á 75. mínútu. Það eru að- eins nokkrir dagar siðan Brady var tilkynnt að Juventus myndi selja hann og fékk það nokkuð á þann írska. Talið er að samningaviðræður standi nú yfir milli Juventus og Manchester Utd. Á sama tíma náði Fiorentina aðeins markalausu jafn- tefli gegn Cagliari. Como, Bolognia og hið gamal- fræga lið AC Mílanó féllu í 2. deild, en frægasti leikmaður Míl- anó er enginn annar en skoski landsliðsmiðherjinn Joe Jordan. Hann neyðist nú til að yfirgefa félagið hvort sem honum líkar betur eða verr, því 2. deildarlið á Ítalíu mega ekki tefla fram er- lendum leikmönnum. Lítum svo á lokastöðuna í deildinni: JuventuB 30 19 8 3 1 48 14 4fi Kiorentina 30 17 11 2 36 17 45 Koma 30 15 8 7 40 29 38 Napoli 30 10 15 5 31 21 35 Inter 30 11 13 6 39 33 35 A.scoli 30 9 14 7 26 21 32 (atanzaro 30 9 10 11 25 29 m Avellino 30 9 9 12 21 26 27 Torino 30 8 11 11 25 30 27 ( esena 30 8 11 11 34 41 27 Tdinese 30 9 8 13 27 37 2fi ('agliari 30 7 11 12 33 36 25 (íenoa 30 6 13 11 24 29 25 AC Milano 30 7 10 13 21 31 24 Bologna 30 6 11 13 25 37 23 < omo 30 1 11 16 18 42 17 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.