Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1982
19
Zaire opnar
sendiráð í
Jerúsalem
Argentínumenn á Sudur-Georgíu gefast upp
Breska varnarmálaráðuneytið hefur látið frá sér fara þessa mynd,
sem var tekin þegar argentínska herliðið á Suður-Georgíu gafst
formlega upp fyrir Bretum. lengst til vinstri á myndinni sést hvar
argentínski yfirmaðurinn, Alfredo Astiz kapteinn, undirritar upp-
gjöfina. Astiz er enn í haldi á Ascencion-eyju en hann er sagður einn
helsti pyntingameistari herforingjastjórnarinnar og hafa Frakkar
og Svíar beðið Breta um að fá að yfirheyra hann vegna morða á
tveimur nunnum og 17 ára gamaili sænskri stúlku.
Bretar gera nýjar árásir á
birgðaskip Argentínumanna
London, Kuenos Aires, 17. maí. AP.
BRESKAR Harrier-þotur gerðu í
gær, sunnudag, árás á tvö argen-
tínsk birgðaflutningaskip á sundinu
miili eyjanna auk þess sem ráðist
var á flugvöllinn við Port Stanley
enn einu sinni. Vegna þessa hafa
Argentínumenn sakað Breta um
„svívirðilegar árásir“ á óvopnuð
skip, sem flutt hafl vistir og lyf til
setuliðs þeirra á Falklandseyjum,
og hóta að grípa til „viöeigandi“
ráðstafana.
Fréttirnar um síðustu aðgerðir
Breta koma í kjölfar þeirrar að-
vörunar John Notts, varnarmála-
ráðherra, að ef sáttaviðræður
Sameinuðu þjóðanna beri engan
árangur „allra næstu daga“ muni
hernaðaraðgerðir verða auknar.
Fréttamaður um borð í flugmóð-
urskipinu Hermes, flaggskipi
breska flotans við Falklandseyj-
ar, segir, að sprengjum hafi verið
varpað á flugvöllinn í Port Stanl-
ey i gær, sunnudag, annan daginn
í röð, og hafa þá verið gerðar
árásir á hann alls sex sinnum.
Að sögn breska varnarmála-
ráðuneytisins er talið, að skipin
tvö, sem ráðist var á í Falklands-
eyjasundi, hafi verið þar síðan
Bretar settu hafnbann á eyjarnar
30. apríl sl. Á annað skipið var
ráðist með sprengjukasti og
skothríð en aðeins skotið að hinu
af ótta við að vinna tjón á ná-
lægri byggð. í árásinni varð ein
Harrier-þotan fyrir skoti en
komst klakklaust til skips þrátt
fyrir það. -
Að sögn argentínsku herstjórn-
arinnar kviknaði í öðru skipinu
og verulegar skemmdir urðu á
hinu. Auk þess er því haldið
fram, að Bretar hafi sökkt því
þriðja fyrir viku síðan, 3900
tonna birgðaflutningaskipi með
30—40 mönnum, sem ekkert hef-
ur spurst til í nokkra daga.
Kinshansa, 17. maí. AP.
ZAIRE endurreisti stjórnmálasam-
band við ísrael á laugardag, og í
dag tilkynnti utanríkisráðuneytið í
Kinshansa, að sendiráð landsins
yrði til húsa i Jerúsalem.
Begin forsætisráðherra varð
við beiðni Zaire í dag um -að
sendiráðið yrði staðsett í Jerús-
alem. Jafnframt þáði Begin boð
um að heimsækja Zaire seinna í
vor, og endurgalt hann boðið
með því að bjóða Mobutu forseta
til ísraels.
Mörg lönd með stjórnmála-
samband við ísrael hafa skirrst
við að flytja sendiráð sín frá Tel
Aviv til Jerúsalem, sem Israelar
innlimuðu við mikil mótmæli
Arabaríkja.
Costa Rica tilkynnti á mið-
vikudag að sendiráð landsins
yrði á næstunni flutt til Jerúsal-
em frá Tel Aviv. Costa Rica og
11 önnur ríki Rómönsku-Ame-
ríku fluttu sendiráð sín frá
Jerúsalem 1980 til að mótmæla
innlimun Jerúsalem.
Sendimaður Zaire í ísrael
sagði við AP-fréttastofuna, að
við því væri að búast, að ýmis
fleiri blökkumannaríki í Afríku
fylgdu í fótspor Zaire og endur-
nýjuðu stjórnmálatengsl við
Israel.
Samtök Arabaríkja vöruðu
Zaire við afleiðingum þess að
opna sendiráð í Jerúsalem, og
sögðu það geta haft hin neikvæð-
ustu áhrif. Viðurkenning á ísra-
el bryti í bága við allar niður-
stöður leiðtogafundar Araba-
ríkja og Afríkuríkja 1977. Kæmi
ákvörðun Zaire mjög á óvart, og
bæri að harma hana.
379 farast
í flóðum
llong Kong, 17. maí. AP.
BLAÐ kommúnista í Hong Kong
segir í dag, að 379 manns a.m.k.
hafi farist í flóðunum í Guang-
dong-héraði í síðustu viku. Miklar
rigningar hafa geisað í norður- og
vesturhéruðum Guangdong og hef-
ur rúmlega milljón manna misst
heiir.ili sín í flóðunum. Talið er að
rúmlega eitt hundrað þúsund hekt-
arar akurlendis hafi farið undir
vatn, að 46.300 hús hafi skolast í
burtu og einnig 49 brýr.
argentínsku fallbyssuskyttanna á
Pebble-eyju og argentínskra
flugvéla frá meginlandinu.
í London er sagt að alls hafi
verið eyðilagðar sex A-58 Pucara-
skrúfuárásarflugvélar, auk einnar
Skyvan-flutningaflugvélar og
fjögurra lítilla flugvéla. Arg-
entínska herstjórnin viðurkenndi
að árásin hefði verið gerð og sagði
að þrjár flugvélar hefðu laskazt.
Lni manntjón Argentínumanna er
ekki vitað.
Tilgangur árásarinnar var tví-
þættur: að koma í veg fyrir að
Argentínumenn notuðu flugbraut-
ina og flugvélar þeirra flyttu
birgðir og að eyðileggja hugsan-
lega miðstöð til andspyrnu gegn
hugsanlegri brezkri innrás. Annar
tilgangur árásarinnar var að eyði-
leggja ratsjárstöð á eynni.
Argentínsku Pucara-flugvélarn-
ar eru búnar tveimur 20 mm
Hispano-fallbyssum og sjö 7.62
mm vélbyssum hver og þurfa að-
eins um 300 metra flugbraut. Þær
hefðu orðið geysiöflugt vopn gegn
árásarsveitum.
Press Association hermdi að
einn eða tveir Argentínumenn
hefðu verið teknir til fanga og
færðir til yfirheyrslu, en ITV
hermdi að fréttin væri röng.
WLAUGAVEGI 40
REYKJAVÍK SÍMI 16468
Stúdenta
• •• (»• r r
gjotm í ar
STEINBLOM
— sérhannaður
vasi fyrir stúdenta
Hönnuðir Steinblóma,
Eydís og Þór, hafa sérunnið
veglegan minjagrip fyrir
stúdenta ’82.
Steinblómið er fagurlega skreytt
villtu móasefi (J. TRIFIDUS) tínt
í landi Egils Skallagrímssonar,
á Borg á Mýrum.
GJÖF Á HAGSTÆÐU VERÐI
— TAKMARKAÐ UPPLAG.