Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 45 Reidar G. Alberts- son — Minning Kveðja frá bekkjarsystkinum Vorið 1947, rétt um sama leyti og Hekla byrjaði að gjósa, hafði samband við mig ungur maður, jafnaldri minn, og sagði að dr. Broddi Jóhannesson hefði bent sér á að tala við mig. Maðurinn var heldur lægri en í meðallagi, frekar þrekinn, dökkhærður og fríður sýnum. Hann virtist vera svolítið feiminn, alvörugefinn og áhyggju- fullur. Hér var kominn Reidar G. Albertsson. Og áhyggjurnar stöf- uðu af því að hann ætlaði að þreyta inntökupróf í 2. bekk Kennaraskólans þá um vorið og taldi sig vera mjög fákunnandi til þess. Erindið á minn fund var að biðja mig að kenna sér reikning og íslensku. Ég var undrandi á því að nokkur maður skyldi benda á mig sem ís- lenskukennara, á hinu var ég kannski ekki eins hissa þó á mig væri bent sem líklegan stærð- fræðikennara. Við Reidar áttum að gangast undir sama próf og hann kom til mín í kjallaraher- bergið á Egilsgötu 20, þar sem ég bjó þá. Ég reyndi að kenna honum allt um íslensku, eða það sem ég þóttist hafa lært um veturinn, og sama var að segja um stærðfræð- ina. Ég hef kennt nokkuð mörgum um ævina, en betri nemanda en Reidar hef ég ekki haft. Og þetta vor tengdust á milli okkar vin- áttubönd, sem hafa haldist allt til þessa, en nú hefur dauðinn sett strik í reikninginn. Reidar stóðst prófið og um haustið settist hann á skólabekk með okkur, sem áttum svo eftir að verða módel 1950 frá Kennaraskóla Islands. Nú var Reidar ekki sami alvöru- gefni maðurinn og um vorið. Hann var brosmildur og skemmtilegur, kunni vel að segja frá og var lag- inn að finna upp á ýmsum skemmtilegheitum til þess að auðga og bæta tilveruna. Það er margs að minnast þegar litið er til baka og kveðjustundin er runnin upp. Það var oft kátt í horninu þar sem hann Reidar sat og á bóka- safninu, sem var í litlu kjallara- herbergi í gamla Kennaraskóla- húsinu. Ég minnist skólaferða- lagsins norður í land 1950 sem einna skemmtilegustu daga ævi minnar. Þá höfðum við nýlokið prófi frá Kennaraskólanum og áttum lífið framundan. Reidar lá ekki á liði sínu við að gera ferðina ógleymanlega. Minningarnar streyma upp í hugann, skógræktin í Haukadal og afmælisferðirnar, sem við bekkjarsystkinin höfum farið í á fimm ára fresti. Alls stað- ar hefur Reidar verið hrókur alls fagnaðar. 1975 þegar við fórum inn á Þórsmörk, þá var heilsa hans mjög tekin að bila, en samt kom hann með og hann hafði sannarlega ekki gleymt því að vera skemmtilegur. Þegar Reidar varð fimmtugur 1. júlí 1978, átti ég leið til Reykjavík- ur. Ég ætlaði að líta inn hjá hon- um og óska honum til hamingju með daginn. Ég greip í tómt, þau hjónin höfðu farið eitthvað út fyrir bæinn. Síðdegis þegar ég kom heim voru þau stödd heima hjá mér. Þau dvöldu hjá okkur hjónum fram eftir kvöldi og við rifjuðum upp gömul kynni. Það fylgdi því einhver sérstök hlýja, að hann skyldi einmitt heimsækja mig á fimmtugasta afmælisdag- inn sinn. 1980 fórum við skólasystkin í ferðalag um Sléttuhrepp nyrst og vestast á Vestfjarðakjálkanum, en þar voru heimaslóðir og æsku- stöðvar Reidars. Sléttuhreppur fór í eyði rétt eftir 1950, en Reidar og hans fjölskylda héldu tryggð við gömlu heimaslóðirnar og héldu við íbúðarhúsi og verslunarhúsi á Hesteyri og dvöldu þar flest sum- ur í fríum. En nú var Reidar orð- inn svo farinn að heilsu, að hann gat ekki komið með. Að því var mikill söknuður. Við komum heim að húsinu þar sem fjöiskylda hans bjó í og fengum okkur sæti í hlað- varpanum og snæddum nestið okkar. Það vantaði bara hann Reidar. Við komum líka í gömiu búðina og að minnisvarðanum þar sem gamla kirkjan stóð. Þangað hefur Reidar sótt kirkju á helgum dögum þegar hann var lítill. Reid- ar var alla tíð mjög trúhneigður og starfaði mikið í KFUM. Ég vil svo fyrir hönd okkar hjóna og allra bekkjarsystkinanna þakka Reidari fyrir samfylgdina og óska honum alls hins besta á nýjum vegum. Þá viljum við votta konu hans, móður, systkinum og frændum samúð okkar. Guð blessi ykkur öll. F.h. bekkjarsystkina úr Kenn- araskólanum, Markús Runólfsson. Amerisk gróóurhús Florada-húsin hafa ýmislegt fram yfir venjuleg gróöurhús t.d. 1. Þau eru boga- dregin og taka þess vegna betur vind og snjó. 2. Álprófílar eru í heilu lagi frá mæni og ofan í jörð. 3. Sterkari hús 30—35% meira magn af áli í prófíl- um. 4. Hærri en venjulegt er, sem gefur meiri birtu og þægilegra að vinna í. 5. Gagnsætt acryl- gler í bogum, ann- ars gler. 6. Mjög auðveld í samsetningu. Fyrirliggjandi í stærðunum 8x10 fet — 8x12 fet og 10x12 fet. Sólstofa eða btómaskáli Þessi hús eru fyrir- liggjandi í stærðun- um 8x8 fet — 8x12 fet 10x12 fet og 12x12 fet. Tvær stærri stærðirnar eru fáanlegar með tvö- földu gleri. Gísli Jónsson & Co hf., Sundaborg 41, sími 86644. Frá kjörstjórn Bessastaðahrepps Vegna framkominnar óskar um hlufallskosningu í sveitarstjórnarkosningum í Bessastaðahreppi 26. júní nk. skal bent á, aö frestur til aö skila framboðs- listum er til 25. maí nk. Kjörstjórn veröur viö í Bjarna- staðaskóla, þriöjudaginn 25. maí kl. 22.00 til 24.00. Kjörstjórn Bessastaðahrepps, 16. maí 1982 Valgeir Gestsson, Gunnar Stefánsson, Gunnar Halldórsson. Sameiginleg verk- fallsstjórn f dag á vegum: Málarafélags Reykjavíkur, Múrarafélags Reykjavíkur, Sveinafélags bólstrara, Sveinafélags húsgagnasmiöa, Sveinafélags pípulagningamanna og Trésmiðafélags Reykjavíkur hefur aðsetur sitt aö Suðurlandsbraut 30, 2. hæð. Síminn er 39180. FÉLAGSMENN FJÖLMENNIÐ Á VERKFALLSVAKTINA Verkfallsstjórnin. _____'■JF): : Bifreiðarákjördag D-listann vantar fjölda bifreiða til aksturs frá hin- um ýmsum bifreiðastöðum D-listans á kjördag. Frambjóöendur heita á stuðningsmenn listans að bregðast vel við og leggja listanum liö m.a. með því að skrá sig til aksturs á kjördag 22. maí. Vinsamlegast hringiö í síma 82900. Skráning bif- reiða fer einnig fram á skrifstofum hverfafélag- ^ anna._______________^ 11-listinn Tölvuskólinn Skipholti 1 sími 25400 Tölvunámskeið Notendanámskeið Ný 10 daga námskeiö I meöferö tölva eru aö hefjast. Námskeiðin eru ætluð fyrir starfsmenn og stjórn- endur fyrirtækja, svo og einstaklinga, sem hafa áhuga á því að afla sér starfsmenntunar á þessu sviði. Kennt verður eftirfarandi m.a.: Að færa bókhald og reikna laun, skrifa út reikn- inga og halda utan um lager með tölvu, einnig aö gera áætlanir, geyma og finna upplýsingar og skrifa skýrslur og bróf. Viö kennsluna eru notuö 8 Commodore-tölvukerfi, sams konar og eru í notkun hjá fjölda fyrirtækja út um land allt. Kennsla fer fram kl. 9—12 fyrir hádegi. Æfingatímar á kvöldin eftir þörfum undir stjórn leiðbeinenda. Reyndir leiðbeinendur. Innritun í síma 25400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.