Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982
X-D er besti
kosturinn
eftir Jónas Elíasson
Enn virðast ýmsir óráðnir í
hvað þeir eigi að kjósa í borgar-
stjórnarkosningunum eða hvort
þeir eigi að kjósa yfirleitt. Margar
ástæður liggja til þess að Sjálf-
stæðisflokkurinn fái mikið fylgi í
kosningunum. Skulu nú raktar
nokkrar.
Skipulagið
Margir skilja lítið í deilunum
um skipulagsmálin, en hér liggur
að baki gömul saga sem þó er allt-
af ný. Sjálfstæðismenn hafa alltaf
lagt mikla rækt við skipulagsmál-
in, allir borgarstjórar í Reykjavík
hafa komið úr því embætti með
mikla þekkingu á skipulagsmálum
eins og allir vita. Borgarstjórnar-
andstaða vinstri manna réðist
gegn tillögum Sjálfstæðisflokks-
ins í skipulagsmálum, stundum
meira af kappi en forsjá, svo þegar
þeir nokkuð óvænt fengu völdin
töldu þeir sé skylt að breyta skipu-
laginu. Þá ráku þeir sig einfald-
lega á, að Sjálfstæðismennirnir
voru búnir að skipuleggja öll bestu
byggingarsvæðin í nágrenni borg-
arinnar, svo ekkert var eftir
óskipulagt nema svæði með frekar
lélega landkosti. Það er svo sem
rétt hjá allaböllunum að menn eru
lengi búnir að vita að Rauða-
vatnssvæðið var mikið sprungið,
það nýja er að skipuleggja byggð
þarna uppfrá. En það voru bara
engin önnur svæði eftir í nágrenni
Reykjavíkur þegar til átti að taka
nema vatnsverndarsvæði svo hvað
áttu þeir að gera?
Iðnaðarlóðir
Menn munu nú væntanlega
sleppa með lífi þó þeir byggi hús á
sprungunum við Rauðavatn, að
minnsta kosti ef þeir járnbenda
þau vel gegn jarðskjálftum. Hitt
er jafnan verra, að í dag eru engar
lóðir tiltækar í Reykjavík fyrir
margvíslegan iðnað og úr því verð-
ur að bæta ef Reykjavík á að halda
lífi sem bæjarfélag. Vinstri menn
virðast engar áhyggjur hafa af
því, þeir líta á sjálfstæða atvinnu-
rekendur sem sníkjudýr á samfé-
laginu, hversu smáir sem þeir eru,
og vísa þeim frá með ánægju þeg-
ar þeir koma að spyrja um lóðir
undir atvinnustarfsemi sína. Það
sem vinstrimenn vilja í staðinn er
„félagsleg" atvinnustarfsemi, en
þeim virðist nægja að tala um
hana, að minnsta kosti bólar ekki
á neinni slíkri starfsemi sem heit-
ið getur svo atvinnumál Reykvík-
inga eru nú að færast í alvarlegt
horf. Það tók margra ára þrot-
laust starf hjá borgaryfirvöldum
að byggja upp iðnaðarhverfið á
Ártúnsholti og margur maðurinn
sækir atvinnu sína þangað í dag.
Næsti möguleiki til slíkrar upp-
byggingar á atvinnutækifærum
fyrir komandi kynslóðir Reykvík-
inga er svo i Keldnalandinu, inná
skipulagssvæðinu sem vinstri
meirihlutinn vill ekki líta við. Ef
uppbygging hefst ekki þar innan
tíðar, þá verður enga meiri at-
vinnu að fá í Reykjavík.
Strætó
Fyrir síðustu borgarstjórnar-
kosningar höfðu allaballar stór
orð um þá stórkostlegu bættu
þjónustu sem Strætisvagnar
Reykjavíkur áttu að sýna af sér.
Þegar svo vinstri vinir vorir sett-
ust við stjórnvölinn kom í ljós að
vandamálin lágu ekki i þvi að
leiðakerfi strætó væri ekki nógu
stórt, vandamálin voru einfald-
lega önnur. Þeir reyndu nú samt
að ráðast í endurnýjun vagnaflot-
ans. Eina leiðin til að gera það
innan skynsamlegs fjárhags-
ramma var að kaupa ódýra aust-
antjaldsvagna sem voru kol-
ómögulegir, bæði fyrir bílstjóra og
farþega. Hætt var þá við það
áform allaballa að kaupa 20 Ik-
arus-vagna, aðeins þrír keyptir og
ekkert meira gert. Allir vita
hinsvegar, að það sem þarf að gera
er að hamast á ríkisstjórninni til
að fá nauðsynlegar fargjalda-
hækkanir samþykktar, en það er
ekki hægt, til þess eru allaballar í
ríkisstjórn og allaballar í borgar-
stjórn of miklir vinir. Þá gerðu
allaballar það besta sem þeir gátu
gert í stöðunni, lögðu vandamálið
frá sér og hættu að hugsa um
strætó. Siðan hafa embættis-
mennirnir stjórnað strætó.
Holræsamál
Árið 1973 var gerð stórhuga
áætlun um gerð mikilla holræsa
og lagningu nýrra útrása, langt í
sjó út til að bægja skolpmengun
frá fjörum Reykvíkinga. í fyrstu
Jónas Elíasson
„Ef SjálfstæÖisflokkur-
inn fær ekki meirihluta
en vinstri meirihlutinn
heldur áfram með þátt-
töku kvennalistans, þá
munu flokkarnir máta
hver annan með eigin
ráðríki, reyndin verður
að enginn fær að ráða
neinu, en embættis-
mennirnir bjarga svo
hlutunum í horn svo lít-
ið ber á þegar allt er
komið í óefni.“
var gerð ráð fyrir að ljúka mætti
verkinu 1978. Þá var verkinu
hinsvegar ekki lokið, lagning hol-
ræsanna í gangi en ekki byrjað á
útrásum. Gafst nú gráupplagt
tækifæri til að bæta fyrir gamlar
syndir, en hvernig fór? Ekki nóg
með að vinstri vinirnir héldu beint
áfram eftir gömlu áætluninni sem
þeir gagnrýndu svo mjög, án þess
að breyta stafkrók, heldur skáru
þeir niður fjárveitingar og þar
með framkvæmdahraðann svo
með sama áframhaldi klárast út-
rásirnar ekki fyrr en einhvern-
tíma eftir aldamót, og Reykvík-
ingar þurfa að búa við mengaðar
fjörur þangað til. Hér þurfa menn
að viðurkenna fyrir sjálfum sér að
framkvæmdirnar við holræsin
ganga hægar en ætlast var til og
gera síðan viðeigandi ráðstafanir
sem í raun liggur á borðinu hverj-
ar eru. Til að gera þetta skortir
vinstri vinina hinsvegar bæði
frumkvæði og hugmyndaflug.
Vinstri meirihlutinn er ekki byrj-
aður að tala um þetta vandamál
hvað þá meir, og það eitt tekur
langan tíma eins og allir vita.
Hitaveitan
Ein stærsta yfirsjón vinstri
meirihlutans er að taka ekki á
málefnum hitaveitunnar með
nægilegri einurð. Ríkisstjórnin
hefur komist upp með að neita öll-
um hækkunum á hitaveitugjöld-
um. Vinstri meirihlutinn hefur
enga haldbæra leið fundið til að
sjá hitaveitunni fyrir rekstrarfé.
Er nú svo komið, að vatnsskortur
er fyrirsjáanlegur hjá hitaveit-
unni þegar á næsta ári, verði ekki
að gert. Og þegar þetta er skrifað
er búið að leggja jarðbor ríkisins
og hitaveitunnar (gufubornum)
vegna fjárskorts og vafasamt
hvort takast muni að koma born-
um í gang fyrir haustið jafnvel
þótt fé komi, eftir kosningar. Þeg-
ar þetta er skrifað eru því allar
líkur á orkuskorti hjá hitaveitunni
næsta vetur, sem kostar að ein-
hverjir Reykvikingar verða að
sitja í köldum húsum. Það verður
ömurlegur viðskilnaður vinstri-
manna í ríkisstjórn og borgar-
stjórn að skilja við hið sterka og
góða fyrirtæki Hitaveitu Reykja-
víkur í hálfgerðu lamasessi eftir
aðeins eitt kjörtímabil við stjórn-
völinn.
Hvern á að kjósa
Lýðræðisskipulagið gerir ráð
fyrir því að fólk gangi til kosninga
í þeim tilgangi að velja sér hæfa
Sólskín og sunnanvindar
eftir Magdalenu
Schram, sem skipar 3.
sæti Kvennalistans
í öllum þeim önnum, sem því
fylgja fyrir fátæk samtök að bjóða
fram lista til kosninga, gefst lítill
tími til að líta um öxl. Framsýnin
og baráttugleðin hefur líka verið
svo mikil hjá okkur á Hótel Vík,
að varla nokkurn tímann síðustu
vikurnar höfum við veitt okkur
þann munað að setjast niður til að
tala um það sem að baki er og
spyrja sem svo: höfum við gengið
til góðs — götuna fram eftir veg?
Sannfæringin um jákvætt svar og
tilhlökkunin eftir morgundeginum
hefur e.t.v. verið of mikil!
En grein Áslaugar Ragnars,
„Vinstri stefna varð ofan á“ (Mbl.
lau. 8. maí sl.), varð mér þó tilefni
slíks uppgjörs við starf síðustu
mánaða — raunar kærkomið
tækifæri og að lestrinum loknum
— fagnaðarefni.
— eins og hendi væri veifað!
Vegna þess að persóna grein-
arhöfunda skiptir vissulega máli,
er mér ljúft að segja frá því, að við
Áslaug Ragnars komumst sameig-
inlega að þeirri niðurstöðu eftir
fundinn góða á Borginni í byrjun
síðasta nóvember, að hér væri
mál, sem við vildum taka þátt í.
Strax eftir þann fund, gengum við
ásamt með nokkrum samsinnis
konum á vit upphafskvenna
Borgar-fundarins og vildum slást í
hópinn. Það var auðfengið. Ekki
longu seinna var haldinn fundur á
HaJlveigarstoðum, þar sem skipu-
lagning Kvennaframboðs hófst af
( I ; ‘ » * ' •*.*'#*•
0.
• ♦
fullum krafti; kosið var í nefndir
og ráð — eins og Áslaug rekur
réttilega í greininni sinni. Áslaug
gekk fram í því af dugnaði að út-
vega húsnæði, sjálfa Hótel Vík, í
hjarta borgarinnar og símann sá
hún reyndar líka um að panta og
eiginlega áður en hendi væri veif-
að vorum við komnar á ráðstefnu
um hugmyndafræðilegan grund-
völl að Kvennaframboði, rétt eins
og Áslaug skýrir frá. Þar voru
m.a. lesin upp plögg, sem undir-
búin höfðu verið fyrir ráðstefnu-
gesti að veita fyrir sér og byggja
stefnuna á. Til að spara mér spor-
in, leyfi ég mér að gefa Áslaugu
orðið:
„sem hvaða lýðræðisflokkur
hefði getað skrifað undir“
„Þar var hafnað umræðu-
grundvelli, sem saminn var fyrir
tilstilli framkvæmdanefndar
hinna óformlegu samtaka og fram
borinn í nafni þriggja kvenna úr
framkvæmdanefnd. í téðum
grundvelli var sneitt hjá því, sem
orðið gæti til ásteytingar þeim,
sem aðhylltust megin stefnur í
stjórnmálum, en áhersla lögð á
lýðræðishugmyndir og jafnrétti á
öllum sviðum — og þá ekki aðeins
jafnrétti kynjanna. Plagg þetta
var almenns eðlis, eins og við var
að búast og vandfundið þar nokk-
uð, sem hvaða lýðræðisflokkur
sem er hefði ekki getað skrifað
undir, þó sjálfsagt hefði hver
hinna hefðbundnu stjórnmála-
flokka saknað þar eins og annars
úr forgangshugsjónum sínum."
(Á.R., Mbl. 8. maí 1982.)
Þetta er afar góð lýsing hjá Ás-
laugu á téðu plaggi og augljóst af
henni, á hvaða forsendum því var
vísað frá. Það var almenns eðlis og
í því varla nokkuð sem lýðræðis-
flokkarnir okkar geta ekki skrifað
undir. Með öðrum orðum, plaggið
var gömul lumma og mjög í þeim
dúr, sem flokkarnir veifa framan í
almenning og hafa gert svo árum
skiptir. En ein ástæða fyrir tilurð
Kvennaframboðs, er einmitt sú
staðreynd, að enginn stjórnmála-
flokkanna hefur treyst sér til að
taka einarðlega afstöðu til jafn-
réttis kynjanna sérstaklega og
standa við þá afstöðu þegar á
hólminn er komið. Þessum um-
ræðugrundvelli var sem sagt hafn-
að nær umyrðalaust. (Þess skal
getið, hafi einhver lesenda minna
áhuga á plagginu, að það er enn til
á Hótel Vík, bæði frumrit Áslaug-
ar Ragnars, viðaukar tveggja
nefndarsystra hennar og hið end-
anlega plagg, sem lesið var upp á
ráðstefnunni.)
„að kvenkyn og karlkyn séu
tveir andstæðir pólar“
Nú — og eins og réttilega segir í
grein Áslaugar: „Er plagg þetta
hafði verið lesið upp á fundinum,
tók til máls Helga Sigurjónsdóttir,
fyrrum bæjarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í Kópavogi. Mál-
flutningur hennar var mjög á
sama veg og áður hafði komið
fram hjá henni í ræðu og riti, þ.e.
að „raunveruleg kvennavöld"
hlytu að vera í andstöðu við
„karlaveldið" og grundvallast í
„kvennamenningu og reynslu-
heimi kvenna" ella væri hin „nýja
kvennahreyfing" stödd í sömu
sporum og Rauðsokkahreyfingin
fyrir tíu árum og væri sorglegt ef
ekkert hefði gerst á öllum þeitn
tíma.“ (Á.R. Mbl. 8. maí.)
♦ • *
*
• •
Áslaug rekur síðan sögu fundar-
ins áfram og það réttilega, segir
frá erindi Helgu Kress um „menn-
ingarmál" og vitnar til þess í
nokkuð löngu máli. Því næst
stendur í grein Áslaugar og mun
álit hennar á tilvitnunum:
„sem sé — raunveruleg kvenna-
völd og reynsluheimur kvenna eru
það sem koma skal. Manni verður
vonandi ekki láð að skelfast slíka
aðskilnaðarstefnu, þar sem sú
skoðun er í öndvegi, að kvenkyn og
karlkyn séu tveir andstæðir pólar,
sem heimurinn snúist um og að
þessir pólar hljóti að eiga í eilífri
togstreitu og hatrömmum átök-
um. Að ekki sé minnst á þá óskilj-
anlegu minnimáttarkennd, sem
þetta hugmyndakerfi grundvallast
á.“ (Á.R. Mbl. 8. maí.)
Það hefði verið heiðarlegt af
Áslaugu, að geta þess í leiðinni, að
þessu hugmyndakerfi var hafnað
af ráðstefnugestum rétt eins og
umræðugrundvellinum, sem fyrr
var lýst sem of almennum. Og líkt
og allir vita, sem áhuga hafa haft
á því að lesa stefnu og hugmynda-
fræði Kvennaframboðsins, eins og
þær litu dagsins ljós eftir þau
átök, sem Áslaug er að lýsa, stend-
ur þar m.a.:
„Markmið Kvennaframboðs er,
að ónotaður viskuforði kvenna
verði nýttur, að hinn sérstaki
reynsluheimur þeirra verði gerður
sýnilegur og metinn til jafns við
viðhorf karla sem stefnumótandi
afl í þjóðfélaginu. Þá fyrst geta
karlar og konur unnið saman, að
karlar viðurkenni og tileinki sér
þennan reynsluheim, á sama hátt
og konur tileinki sér það besta og
lífvænlegasta úr viðhorfum
karla.“
• «
Magdalena Schram
„Konur hafa um ára-
bil reynt fyrir sér innan
ýmissa samtaka í þeirri
von, aö þar kynni jafn-
réttisbaráttan að eiga
hljómgrunn og aö þar
mætti finna þaö vekj-
andi afl sem til þarf.
Hafi þau samtök, eöa
flokkar, brugöist vonum
kvenna, er þaö ekki
konum aö kenna heldur
samtökunum.“
Sólskin og sunnanvindar
Síðari hluti greinar Áslaugar
Ragnars gengst einkum upp í því
að vitna til orða samframbjóðenda
minna um leiðir opnar konum.
Sjálf fæ ég varla séð nokkuð lið-
finnsluvert í þeim tilvitnunum og
ekkert, sem erfitt er að standa við
* , ''*«*%* V.'V ■ «V
r I