Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 47 Hafnarstræti verður göngugata Akureyri, 17. maí. ÁKVEÐIÐ hefir verið að breyta Hafnarstræti á Akureyri ásamt Ráðhústorgi í göngugötu og efna til nýs torgsvæðis sunnan Búnað- arbankahússins. Fyrir 3 árum var Haraldi v. Haraldssyni arkitekt falið að hanna verkið, og var hönn- unartillaga hans samþykkt í bæjar- stjórn Akureyrar í desember 1981. Einnig samþykkti bæjarstjórn að veita 1,15 millj. kr. til 1. áfanga verksins á þessu ári. Nú er fyrir- hugað að hefja verkið í ágústmán- uði, þegar háannatíminn er í rén- un. Aætlað er, að það taki 3—4 vikur hið stysta. I 1. áfanga verður tekinn fyrir syðsti hluti þessa svæðis, þ.e. Hafnarstræti norðan Kaup- vangsstrætis að Ráðhústorgi. Skipt verður um jarðveg, lagnir endurbættar og auknar, gengið frá undirstöðum fastra mann- virkja og malbikslag sett á. Lengd þessa hluta götunnar er 165 m, breidd 16 m og flatarmál því 2640 fm. Ofan á malbikslagið kemur síðan 6 sm sandlag, og í það verður lagt hitunar- og snjó- bræðslukerfi, sem á að geta haldið götunni auðri og þurri oftast nær. Ofan á sandinn verða lagðir steinar í þremur gráum litum. Af föstum mannvirkjum má nefna Ijósastaura, tröppur og skábrautir, sýningarkassa, síma- klefa, söluturn og auglýsinga- súlu, en af lausum búnaði gróð- ur- og blómaker og bekki. Bílaumferð verður aðeins leyfð vegna vöruflutninga til verslana og vegna umferðar fatl- aðs fólks, sem kemst ekki leiðar sinnar á annan hátt. Af því til- efni verða örfá bílastæði við göt- una, en 125 almenn bílastæði verða austan Skipagötu í rúm- lega 100 m fjarlægð. Vegna tengsla við þau verður breitt húsasund milli Skipagötu og Hafnarstrætis norðan við Hafn- arstræti 96, og verður það sund jafnframt göngugata með versl- anir á báðar hendur. Öllum gömlu timburhúsunum við Hafnarstræti er ætlað að hverfa nema nr. 94 og 96 (Ham- borg og París), og í staðinn eiga að koma nýbyggingar. Vonast er til, að gerð göngu- svæðisins ljúki sumarið 1983, en það er vitanlega háð fjárveiting- um bæjarstjórnar. sv. P. 19% samdráttur íbúðarbygginga frá 1978: Kaupmáttur 220 millj. kr. frá lána- kerfinu í ríkissjóðinn Lánahlutfall til eigin íbúða aðeins 17% BYGGINGARSJÓÐUR ríkisins, þ.e. hið almenna húsnæðislának- erfi, skortir 130 m.kr. til að standa undir lánaáætlun 1982, þrátt fyrir verulega færri frumlán til húsbyggj- enda en fyrir nokkrum árum. Bygg- ingarsjóðurinn skuldar 40 m.kr. bráðabirgðalán frá fyrra ári og 90 m.kr. að auki til að standa undir lánaáætlun ársins. Höfuðástæða þessarar fjárvöntunar er sú að sjóð- urinn, eða hið almenna húsnæðis- lánakerfi, hefur verið svipt öllum tekjustofnum sínum, sem áður voru launaskatti og byggingarsjóðs- gjaldi, sem nú renna beint í ríkis- sjóðinn, en hefðu að óbreyttu gefið lánakerfinu 220 m.kr. tekjur 1982. í ár er áætlað er veita 1100 frumlán til einstaklinga, sem standa í íbúðarbyggingum. Þróun- in í fjölda lánveitinga hefur verið þessi á undanförnum árum: 1978 voru veitt 1883 frumlán, 1979 1687, 1980 1665,1981 1075 og áætluð lán 1982 eru 1100. Fækkun frumlána frá 1978 er því 808. Árið 1979 varð 5% magnsam- dráttur í íbúðarbyggingum, 1980 3% samdráttur og 198110%. Sam- dráttur milli áranna 1978 og 1981 er 19%. Einstaklingar fá nú aðeins 17,4% af kostnaði staðalibúðar lánuð úr almenna húsnæðislána- kerfinu, skv. skýrslum Húsnæðis- málastofnunar. Til samanburðar má geta þess að lánahlutfall úr byggingarsjóði verkamanna er 90%. Það að setja lánahlutfall ein- staklinga, sem standa sjálfir í íbúðabyggingum, m.a. með eigin vinnu og fjárframlögum, svo veru- lega neðar, hvað lánahlutfall varð- ar, er ekki stefnumarkandi í þá vegu, að gera fólki kleift að búa í eigin húsnæði, en húsnæðismálin heyra undir ráðuneyti Svavars Gestssonar, formanns Alþýðu- bandalagsins. í Reykjavík eru, að sögn Magn- úsar L. Sveinssonar borgarfull- trúa, 1700 manns á biðlista eftir leiguíbúðum, en engin leiguíbúð hefur verið byggð á vegum borgar- stjórnar frá síðustu borgarstjórn- arkosningum fram á þennan dag. Haukur Morthens með tónleikahátíð TONLKIKAK verða haldnir í Austur- bæjarbíói miðvikudaginn 19. maí kl. 11.30. Að þessum tónleikum stendur Haukur Morthens sem fær til liðs við sig fjöldann allan af landsþekktum listamönnum. Sex söngknnur koma fram á tón- .. ' % leikunum, þær Soffia Guðmundsdótt- ir, Kristbjörg Löve, Mjöll Hólm, Hjördís Geirs, Edda Sigurðardóttir, Helga Möller auk hinnar 12 ira gömlu Níní de Jesus. Kynnir verður hinn kunni út- varpsmaður Jónas Jónasson. Und- irleik annast sextett skipaður Ey- þóri Þorlákssyni er leikur á gítar og annast útsetningar, Carl Möller, píanó, Ómar Axelsson, bassa, Sæ- björn Jónsson, trompett, Reynir Jónasson, saxafón og létt harmón- ikkusóló, og Guðmundur Stein- grímsson, trommur. Þessum ágætu mönnum til aðstoðar við undirleik- inn verður Big Band Svansins skip- að 17 ungum efnilegum hljóðfæra- leikurum auk Guðna Þ. Guð- mundssonar á píanó. Þá koma einnig fram þeir Árni Elvar með einleik á píanó og jass- gítarleikarinn Björn Thorarensen sem er nýkominn frá gítarnámi í Ameríku. Á tónleikunum verður einnig tískusýning frá versluninni Capellu, svo allir ættu að fá eitt- hvað við sitt hæfi á þessari hátíð í Austurbæjarbíói. Alþýðubandala^ið og launamálin: Samninga strax! Nei, eftir kosningar! ÞEGAR ráðherrar Alþýðubanda- lagsins stóðu að því 1. mars 1981 að lækka laun manna um 7% var það kallað „slétt skipti". Eftir að kjarasamningarnir höfðu verið gerðir í nóvember 1981, um 3,25% grunnkaupshækkun og samnings- tími t:l 15. maí 1982. Sagði Þjóð- viljinn, að samið hefði verið um „tilflutning á samningsgerð frá hausti til vors“. Áður en samn- ingar tókust eða hinn 29. október 1981 sagði Þjóðviljinn hins vegar í forystugrein, sem hét Samninga strax!: „Láglaunafólkið þarf að fá kjarabætur strax." Eftir gerð kjarasamninganna bar leiðari Þjóðviljans yfirskriftina „Frá hausti til vors". Nú hefur verkalýðsráð Alþýðu- bandalagsins hins vegar gert sunnudagsályktun (frá 25. apríl sl.), sem felur í sér, að ekki eigi að semja fyrr en eftir að talið hefur verið upp úr kjörkössunum 22. maí nk. enda séu „kosningar kjarabarátta".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.