Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 3 „MÍN skoðun er sú, að margir í trúnaðarstörfum fyrir Alþýðu- bandalagið séu raunverulegir jafn- aðarmenn," sagði Sigurður E. Guð- mundsson, efsti maður á lista Al- þýðuflokksins í Reykjavík, í viðtali við Alþýðublaðið á laugardaginn, þegar hann var að mæla fyrir því að Alþýðuflokkurinn starfaði áfram í samstarfi við Alþýðu- bandalagið í borgarstjórn Reykja- víkur. Og hann bætti við: „Sömu- leiðis veit ég að fjölmargir kjós- Sigurður E. Guðmundsson um framhald vinstra samstarfsins: Sigurður E. Sjöfn Bjarni P. Trúnaðarmenn komma eru raunverulegir jafnaðarmenn endur Alþýðubandalagsins eru hreinræktaðir sósialdemókrat- ar...“ Þess ummæli Sigurðar E. Guðmundssonar falla saman við þau orð, sem Sjöfn Sigur- björnsdóttir lét falla í sjón- varpsumræðunum á dögunum, þegar hún sagði, að samstarfið við Alþýðubandalagið í borgar- stjórn Reykjavíkur hefði „gengið nokkuð vel og miklu betur en þegar þeir hafa starfað saman í ríkisstjórn". Og í sömu umræð- um sagði Bjarni P. Magnússon, þriðji maður á lista Alþýðu- flokksins í Reykjavík, að „við (alþýðuflokksmenn innsk. Mbl.) höfum ekki ástæðu til að ætla að ef til slíks samstarfs kæmi (þ.e. vinstra samstarfs við Alþýðu- bandalagið eftir kosningar innsk. Mbl.), að það gæti ekki orðið okkur til góðs.“ Bragi Jósepsson er í 5. sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykja- vík. I sjónvarpsumræðunum sagði hann um samstarfið við Alþýðubandalagið í borgarstjórn síðan 1978: „Þetta meirihluta- samstarf tókst vonum framar og mun betur en margir höfðu spáð.“ Þá kallaði Bragi síðustu 4 ár „þetta fyrsta kjörtímabil vinstra samstarfs í Reykjavík". Jarðirnar Hvítárvell- ir II og Grund II seldar Helmingur Stíflisdals I í Þingvallasveit til sölu JARÐIRNAR Hvítárvellir II í Borg- arfirói og Grund II í Eyjafirði hafa verið seldar. Búskapur verður áfram stundaður á Grund II, en Hvítárvell- ir II er nytjuð til laxveiða og verður svo áfram. Þá hefur helmingur jarð- arinnar Stíflisdalur I í Þingvallasveit verið auglýst til sölu. Að sögn Sverris Kristinssonar hjá Eignamiðluninni, sem hefur áðurnefndar jarðir í sölu, hafa Hvítárvellir og Grund verið seldar með fyrirvara um forkaupsrétt- arhöfnun viðkomandi hrepps- nefnda og samþykki jarðanefnda. Sverrir sagði jörðina Stíflisdal I vera samtals 800 hektara að stærð. Jörðin væri óskipt sameign, Bílar á nagladekkj- um teknir úr umferd LÖGREGLAN hefur hafið aðgerð- ir vegna bifreiða sem enn eru á nagladekkjum og hafa bílar verið teknir úr umferð. Á tímabilinu 1. maí til 15. október er bannað að aka á nagladekkjum. en helmingur hennar er til sölu. Meðfylgjandi er sumarbústaður á afgirtu svæði við Stíflisdalsvatn, en í sameign eru nýleg fjárhús fyrr 400 fjár og hlaða fyrir 2000 hesta, einnig tvílyft ibúðarhús. Sameigninni fylgja veiðiréttindi í Stíflisdalsvatni, en úr því rennur Laxá í Kjós. Jörðin er í ábúð í dag. Að sögn Sverris er æskt tilboða í Stíflisdalseignina. Líðan pilts- ins óbreytt LIÐAN piltsins er slasaðist í hörðum árekstri á Reykjanes- brautinni í síðustu viku er óbreytt. Liggur hann lífshættu- lega slasaður á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Var hann ásamt konu í bíl sínum á leið til Reykjavíkur er bíll hans og ann- ar, sem á móti kom og var að aka framúr, rákust harkalega saman. „Fjölin" Nýtt félag um dans- og söngleikahús í Reykjavík STOFNAÐ hefur verið félag í Reykjavík, til að koma á fót dans- og söngleikahúsi í höfuðborginni, eins konar „musical theater" eins og þekkjast víða um lönd. Félaginu hef- ur verið valið nafnið „Fjölin" og þarfnast það ekki nánari skýringa. Höfundur nafnsins er Magnús Ei- ríksson frá Eskifirði, sem sendi inn á þriðja tug hugmynda, en alls bár- ust hundruð tillagna að nafngift. Rósa Ingólfsdóttir auglýsinga- teiknari, einn hvatamanna að stofnun Fjalarinnar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að ekki hefði verið kjörin stjórn fé- lagsins, en það yrði gert á fram- haldsaðalfundi nk. mánudag. Formaður undirbúningsnefndar er á hinn bóginn Árni Scheving hljóðfæraleikari, eins og áður hef- ur verið skýrt frá í Morgunblað- inu. Þormóður rammi vill taka Hafþór á leigu STJÓRN Hafrannsóknastofnunar hefur borizt með milligöngu sjáv- arútvegsráðherra ósk Þormóðs ramma í Siglufirði um að taka hafrannsóknaskipið Hafþór á leigu til tveggja mánaða. Að sögn Más Elíssonar hjá Hafrannsóknastofnun hefur ekki verið tekin afstaða til beiðni útgerðarfyrirtækisins innan stofnunarinnar, en Már sagði að sökum fjárskorts hefði stofnunin ekki getað haldið Hafþóri úti allt árið'. Utanríkisráð- herra á vor- fundi NATO ÓLAFIIR Jóhannesson utanríkis- ráðherra situr nú vorfund utanríkis- ráðherra NATO-ríkjanna, sem hófst í Luxemborg í gær. Fundurinn stendur í tvo daga, en vorfundir eru alla jafna haldnir utan Brússel. Á fundinum er að venju rætt ástand og horfur í utanríkismálum. Glæný sending af Daihatsu Charade Á GLÆNÝJU VERÐI FRÁKR. 99.640 o með ryðvörn og fullum benzíntanki Viö getum nú loks annaö eftirspurn eftir hinum frá- bæra og vinsæla Daihatsu Charade, sem þjónar á 2. þúsund ánægöum eigendum, gerir þeim lífsbaráttuna léttari vegna sparneytni og lítils viöhalds og lifiö ánægjulegra vegna einstakra ökueiginleika og snerpu. Daihatsu Charade er lúxusbíll af minni gerö sem þjón- ar öllum þörfum fjölskyldunnar hvort sem er í þéttbýl- is- eöa þjóðvegaakstri. Framhjóladrif, fimm huröir, fjórir gírar, fimm gírar eða sjálfskipting. Þriggja strokka fjórgengisvél, 55 hö við 993 cc. Skráöur fimm manna meö aftursæti sem hægt er aö leggja fram allt,0eöa skipt, og því með einu handtaki hægt aö breyta í skutbíl. Daihatsu Charade — Viðurkennd gæði — Viður- kennd þjónusta — Auðvelt og öruggt val. DAIHATSUUMBOÐIÐ, ÁRMÚLA 23, sími 85870 — 39179.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.