Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 34
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 Móöir okkar, KRISTÍN SV. GUOFINNSDÓTTIR, Hrannargötu 10, fsafiröi, andaöist aö heimili sínu þann 16. maí. Jón Páll Halldórsaon, Una Halldórsdóttir, Guömundur Halldórsson, Ólafur B. Halldórsson. t Maöurinn minn, EINAR BJARNASON, prófassor, Breiövangi 15, Hafnarfiröi, andaöist á Borgarspítalanum þann 17. maí. Margrót Jansdóttir. t Hjartkær eiginkona mín, EYGERÐUR ÚLFARSDÓTTIR, Gunnarssundi 9, Hafnarfirói, lést aö heimili sínu aö kvöldi 15. maí. Fyrir hönd barnanna. Aöalsteinn Þóröarson. t STEFÁN SÖLVI PÉTURSSON fró Rekavík bak Höfn, til heimilis aö Suöurgötu 71, Hafnarfiröi, andaöist aö Elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi, sunnudaginn 16. maí. Ásta Jósepsdóttir, Ólöf Ásta Guömundsdóttir. t Ástkær eiginmaöur minn, faöir okkar, sonur og bróöir, ÞORSTEINN M. GUNNARSSON, Lundarbrekku 6, Kópavogi, lést i Borgarspítalanum aö kvöldi hins 16. maí. Ingibjörg Valdimarsdóttir, börn, foreldrar og aystkini hins lótna. t Útför systur okkar, JÓRUNNARJÓNSDÓTTUR fró Neóra-Ási, fer fram þriöjudaginn 18. maí kl. 15.00. Jóhanna Jónsdóttir, Sófanius Jónsson, Frímann Jónsson. t Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför konu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GUÐBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR, Haukabergi Vestmannaeyjum. Ingvar Gíslason, börn, tengdabörn og barnabörn hinnar lótnu. Sigtryggur Guð- mundsson — Minning Fæddur 15. ágúst 1929 Dáinn 9. maí 1982 „Sem dropi tindrandi Ueki Nig út úr regni luetti vió aA falla héldÍMt í loftinu kyrr — þanni{f fer unaómömum auffnablikum hins liðna. I*au taka mg út úr tímanum og Ijóma kyrrsUeó, meóan hrynur KeKnum hjartaó stund eftir «tund.“ Hannea Pétursson Fregnin um andlát Sigtryggs Guðmundssonar kom óvænt og fyrstu viðbrögð voru að trúa ekki. Hann andaðist á Borgarspítalan- um í Reykjavík sunnudaginn 9. maí sl. eftir um það bil sólar- hringslegu þar, en banameinsins kenndi hann fyrst daginn áður og mun það hafa verið heilablóðfall. Á fyrri árum sínum var Sigtrygg- ur mjög vel á sig kominn líkam- lega og harðduglegur að hverju sem hann gekk. Vissi ég ekki til að nein breyting yrði þar á síðar, nema ef vera skyldi að mikil meiðsli sem hann hlaut í bílslysi fyrir nokkrum árum hafi veikt viðnámsþrótt hans. Fráfall hans er því sviplegt og hlýtur að skilja eftir skarð fyrir skildi í þeirri skjaldborg sem hann reisti um heimili sitt og fjölskyldu. Við, vinir hans og félagar, kom- um einnig til með að sakna hans af sjónarsviðinu. Á ég þá við bekkjarsystkinahópinn og sam- stúdentana frá MA 1950. í þann hóp hafa höggvist stór skörð að undanförnu með stuttu millibili og er þar að minnast góðra drengja eins og Sigurðar Pálsson- ar frá Eyrarbakka, Björgvins Sæmundssonar, bæjarstjóra í Kópavogi, og Einars Pálssonar frá Siglufirði. Mér finnst þó mestur sjónarsviptir að Sigtryggi og er það vegna langrar vináttu okkar á milli. Sigtryggur sem var næstyngst- ur af tólf systkinum var alinn upp á stóru sveitaheimili, Syðra-Lóni á Langanesi, en þar bjuggu for- eidrar hans lengi miklu rausn- arbúi. Móðir hans var Herborg Friðriksdóttir og faðir hans Guð- mundur Vilhjálmsson, en hann var bróðir Árna læknis á Vopna- firði. Á unglingsárum lágu leiðir Sigtryggs í Menntaskólann á Ak- ureyri, enda var hann góðum námsgáfum gæddur. Þar urðum við samskipa í fjögur ár. Er margs að minnast frá þeim árum, t.d. frá vetrinum i fjórða bekk, þegar við bjuggum í herbergjum við sama gang á Norðurvistum, hann með séra Baldri Vilhelmssyni og dr. Stefáni Aðalsteinssyni, en ég með Bjarna Kristjánssyni rektor. Þeir Stefán og Bjarni voru ódrepandi námshestar, en við hinir slógum oft slöku við. Var þá oft treyst meira á brjóstvitið en bókvitið og gat það hefnt sín illilega í prófum, þótt það reynist oft vel við aðrar aðstæður. Eftir stúdentspróf hóf Sigtrygg- ur nám í læknisfræði við HI og stundaði það í hálft annað ár. Ekki er mér kunnugt um ástæð- una fyrir námsslitunum, en í þá daga voru námslán lítil eða engin og bægði það mörgum frá löngu háskólanámi. Úr læknisfræðinni fór Sigtryggur á sjóinn og var á ýmsum fiskiskipum þar til hann festi ráð sitt sumarið 1956, en þá kvæntist hann sinni ágætu konu, Sigríði Halldórsdóttur, sem nú er skólastjóri við Heimilisiðnaðar- skólann. Um þetta leyti hóf Sig- t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GILBERT MOESTRUP, er látinn. Útförin fer fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagiö. Inga Moeatrup, Jóhann Gilbertsson, Magnea Guömundsdóttir, Jörgen Moestrup, Hjördís Jónsdóttir, Jytte Moestrup, Kenneth Schmidt, og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, GUDMUNDUR GUÐMUNDSSON, Efri-Brú, Grfmsnesi, veröur jarösunginn í Selfosskirkju, miövlkudaglnn 19. maí, kl. 14.00. Jarösett veröur aö Búrfelli sama dag. Arnheiður Böövarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, SIGURRÓS GUÐMUNDSDÓTTIR, Kolbeinsstöóum, veröur jarösungin frá Kolbeinsstaóakirkju, föstudaginn 21. maí, kl. 2 e.h. Ferö veröur kl. 10.00 frá Umferöarmlöstöólnnl. Sverrir Björnsson, Inga Björnsdóttir, Gunnar Ólafsson, Guðríóur Björnsdóttir, Ágúst Ásgeirsson, Hulda Gunnarsdóttir, Ssavar Snsebjörnsson. t Viö þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, UNU SIGFÚSDÓTTUR, Hávallagötu 7. Sérstakar þakkir eru færöar læknum og hjúkrunarfólki öldrunar- deildar Landspítalans, Hátúni 10B. Ámundi Óskar Sigurðsson, Kristtn Helga Hjálmarsdóttir, Júlíana Siguröardóttir, Páll Sigurösson, Sigríöur Siguröardóttir, Kristján Fr. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. tryggur störf á Keflavíkurflugvelli við móttöku flugvéla og veðurat- huganir að undangengnu nokk- urra vikna námskeiði. Hann skipti oft um starf um ævina, en var enn í þessu þegar hann fluttist í Kópa- vog árið 1959, í risíbúðina að Suð- urbraut 5 hjá Halli Pálssyni frá Garði. En hann var hvorki lengi í risíbúðinni né á Vellinum. Árið 1960 réðst hann starfsmaður hjá Atvinnudeild Háskólans, við Fiskideild, sem nú heitir Haf- rannsóknastofnun, og vorið 1961 hóf hann byggingu einbýlishúss að Hraunbraut 35 hér í Kópavogi og þar stóð heimili þeirra Sigríðar síðan með miklum myndarbrag. Næst réðst Sigtryggur til fyrir- tækisins Dráttarvéla h/f og var þar verslunarstjóri í nokkur ár. Síðast skipti hann um starf árið 1971 og gerðist þá tækjavörður hjá Verkfræði- og raunvísindadeild Háskólans. Því starfi undi hann vel. Miðað við þá sem stunda sama starfið alla sína tíð er þetta lit- skrúðugur starfsferill en er þó engan veginn athugaverður í þessu tilfelli. Alls staðar reyndist Sigtryggur ötull og áhugasamur starfsmaður og naut virðingar fyrir áreiðanleik og dugnað. Sjálf- ur var hann maður leitandi og því hefir það verið honum eðlilegt að breyta til og reyna nýja hluti þeg- ar tækifæri buðust. Þau Sigríður og Sigtryggur eignuðust þrjú mannvænleg börn: Halldór, fæddur 1956, nú rann- sóknamaður við Iðntæknistofnun, Herborgu, fædd 1958, nú nemi í Handíða- og myndlistaskólanum, gift Ómari Norðdahl, stýrimanni, og Hrafnkel, fæddur 1965, sem er yngstur og fetar nú í fótspor eldri systkinanna við nám i MK. öll voru þau áður í Þinghólsskóla þar sem ég starfa og reyndust hinir bestu nemendur. Þeim og Sigríði votta ég nú mína dýpstu samúð vegna þessa skyndilega fráfalls heimilisföðurins. Hver er huggun harmi gegn veit ég ekki, en minn- ingabrotin, „augnablik hins liðna“, standa þó eftir þegar góður dreng- ur er genginn. Guðmundur Hansen „Dáinn, horfinn. Harmafregn. Hvílíkt orð mig dynur jfir/* Þessar ljóðlínur Jónasar Hall- grímssonar komu mér í hug, þegar ég frétti hið sviplega og óvænta fráfall mágs míns, Sigtryggs Guð- mundssonar. Það gerist nú skammt stórra högga á milli í systkinahópnum frá Syðra-Lóni. Það eru aðeins fá- ir mánuðir síðan við stóðum yfir moldum Árna, bróður hans. Áður voru látnir Jón Erlingur, sveitar- stjóri á Fáskrúðsfirði (d. 1976), og Vilhjálmur, bóndi og hreppstjóri á Syðra-Lóni (d. 1980). Sigtryggur var fæddur á Syðra- -Lóni í Norður-Þingeyjarsýslu 15. ágúst 1929. Foreldrar hans voru Herborg Friðriksdóttir frá Syðri- Bakka í Kelduhverfi og Guðmund- ur Vilhjálmsson, bóndi og kaupfé- lagsstjóri á Syðra-Lóni. Þau áttu 12 börn, 5 dætur og 7 syni. Var Sigtryggur næstyngstur þeirra systkina og yngstur bræðra sinna. Sigtryggur hlaut gott veganesti i uppvexti sínum, æskuheimili hans var orðlagt myndarheimili, þar sem menntir og vinna sátu í fyrirrúmi, og rausn og dugnaður í öllum greinum. Það var efnaheim- ili og til fyrirmyndar í hvívetna. Guðmundur, faðir hans, var um- svifamikil! framfaramaður í hér- aði og vann mikið að félagsmálum, var jafnan gestkvæmt á Syðra- Lóni, enda var bærinn í þjóðbraut. Ótaldir eru þeir fjær og nær, sem þar áttu leið um, þangað leituðu margir ráða og fyrirgreiðslu margskonar. Guðmundur var sannur höfðingi að allri gerð, jafnt heima og í héraði. Forsjá hins umfangsmikla heimilis og uppeldi stóra barnahópsins var að sjálfsögðu ekki síður í umsjá hús- freyjunnar, enda var Herborg mikilhæf dugnaðarkona, mikil húsmóðir og uppalandi. Sigtrygg- ur líktist mjög móður sinni og var afskaplega kært á milli þeirra. Sigtryggur hleypti heimdragan- um og settist í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúd- entsprófi árið 1950. Hugur hans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.